Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1984 Mæðgna minnst: Guðný Vigfúsdóttir frá Seyðisfirði og Elísabet Ólafsdóttir GuAný Fcdd 19. nóvember 1893 Dáin 20. ígúst 1984 Elísabet Faedd 26. júní 1869 Dáin 8. október 1963 Dóttir Vigfúsar í Fjarðarseli er látin. Ekki er þess að vænta að héraðsbrestur verði þó að gömul kona safnist til feðra sinna. Okkur sem næst henni stóðum þykir þó sem við séu nokkru svipt. Amma mín, Guðný Vigfúsdótt- ir, sem ég minnist hér, naut þeirr- ar gæfu að lifa til hárrar elli við góða heilsu, fulla reisn, í faðmi fjölskyldu sinnar og við einstaka umhyggju dætra sinna. Þrátt fyrir missi okkar gleðjumst við yfir því, að hún þurfti ekki að heyja lang- vinnt dauðastríð. Níutíu ár er hár aldur og ekki síst á tímum slíkra breytinga sem amma lifði. Fyrir okkur borgar- börn nútimans eru þau umskipti nánast óskiljanleg og kannski á svipaðan hátt og þau hafa verið það því fólki sem er fætt fyrir mestu breytingarnar eins og amma var. Óhætt er að segja að hún og jafnaldrar hennar hafi lif- að tímana tvenna ef ekki þrenna. Amma fæddist í Fjarðarseli í Seyðisfirði 19. nóvember árið 1893, dóttir hjónanna þar, Elísabetar Ólafsdóttur frá Mióanesi í Skóg- um og Vigfúsar Olafssonar. Þau hjón bjuggu þar í félagi við for- eldra Vigfúsar, Guðnýju Tómas- dóttur og ólaf Sigurðsson frá Straumi í Hróarstungu, en Fjarð- arsel var föðurleifð Guðnýjar. Á þeim tíma hlýtur Fjarðar- selsbúið að hafa talist til stórbýla því undir það lá nánast allt núver- andi bæjarland Seyðisfjarðar- kaupstaðar, „dalurinn upp á efstu brúnir að sunnan við ána (Fjarð- ará) út að mörkum Sörlastaða og svo hálfur Fjörður og Tanginn eða Oddinn". Fjarðarselsbærinn stóð þar sem leið liggur yfir Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar, og lá þjóðvegurinn með túni, svo oft var mikill gesta- gangur þegar bændur af Héraði voru í kaupstaðarferðum og komu þá oft lestir hraktar af heiðinni. Þau ótiðindi urðu í Fjarðarseli á haustdögum aldamótaárið, þegar amma var tæpra sjö ára, elst þriggja systkina sem upp komust, að báðir feðgarnir féllu frá með nokkurra daga millibili og auk þeirra Guðmundur, tvíburabróðir Vigfúsar, uppalinn á Sleðbrjóts- seli í Hlíð. „Þeir gestir sem að garði þínum báru, hér genginn munu harma tryggan vin og hver mun ei með hryggu sinni’ og sáru þín sakna vin, sem prýddi gestrisnin.' Vigfús í Fjarðarseli Svo langt er nú liðið frá tíðind- um þessum og svo lítið hefur þeim verið haldið á loft að fæstum er kunn þessi saga, hvorki sem for- saga Guðnýjar Vigfúsdóttur né kaupstaðarins Seyðisfjarðar, sem raunar er rúmlega árinu yngri en hún. Frá æskuárum austur á Seyðis- firði minnist ég hátíðlegra göngu- ferða með afa, ömmu og bróður mínum inn eftir Austurvegi, yfir brúna, inn Bakkann og inn í kirkjugarð. Langamma hefur þá vart verið orðin fær til slíkra ferða. Á meðan við bræður gleymdum okkur við leik milli leiða og trjáa, hurfu gömlu hjónin upp á hól, sem er þar í garðinum, eitthvað að sýsla við gömul leiði. Löngu, löngu seinna varð mér ljóst hverra þau voru að vitja þarna og eins fengu mannamynd- irnar á veggjunum á Áusturvegin- um, sem áður höfðu verið næsta framandi, æ dýpri merkingu og drætti, svo ég segi ekki líf. Uppi á hólnum, sem mun vera gamall bæjarhóll, dubbaður upp af Ólafi í Fjarðarseli og Otto Wathne er grafreitur fjölskyld- unnar í Fjarðarseli og í honum stendur legsteinn yfir feðgana tvo, sem féllu frá haustið 1900 og auk þess eru þar grafin tvö börn afa og ömmu. Þannig eru slóðir austur þar varðaðar minningum sem fá ein- kennilega draumkenndan blæ úr fjarðarlægðinni að sunnan. Frá þessum árum minnist ég þess einnig, þá unglingur, að hafa verið að girða Fjarðarselstúnið ásamt Sigtryggi Björnssyni, sem nytjaði það. Svo einkennilega vill til að nú, tveimur áratugum seinna, er ég aftur staddur þarna og hitti þá aftur Sigtrygg þar í túni að vitja um girðingar eftir rask Vegagerðarinnar. Stundum er eins og tíminn standi í stað, þetta var nokkrum dögum fyrir lát ömmu. Myndirnar sem ég tók þarna sá hún ekki í þessu lífi og naumast er von til þess að þær hafi jafnast á við þær myndir sem hún átti sjálf í hugskoti sínu frá bernskudögum sínum þarna, þegar allt iðaði af lifi og gróanda og lfið brosti við henni. Oftlega lýsti hún á seinni árum hugfangin þessum bernskuslóðum sínum í dalbotninum milli hárra fjallanna, hvamminum sínum i gilinu við fossinn, leikjum þeirra barnanna, húsakynnum, lífi og störfum fólksins „í dalnum ljúfa í austurátt". Hún fór þá gjarnan með þessa vísu: „Man ég dal í daggarfeldi bláum, dags er roði fagur lýsti tind, man ég brekkur blómum prýddar smáum, brattan foss og kaldavermslulind." Ýmislegt af þessum minningum sínum hefur hun fært í letur, enda ritfær með besta móti. Ef ég mætti óska Seyðfirðingum ein- hvers, nú þegar styttist í nítíu ára afmæli kaupstaðarins, nokkurs sem ég þykist vita að væri ömmu minni að skapi þá væri það, að þeir umgengjust bæjarlandið og dalinn af nærgætni. Nærri má geta að hagir ekkn- anna tveggja i Fjarðarseli hafi þrengst við andlát þeirra feðg- anna og tveim árum seinna flyst langamma mín með börn sín (þrjú átti hún á lífi, en Ólafa tvo hafði hún misst) upp á Hérað til systur sinnar, Ragnhildar á Bóndastöð- um í Hjaltastaðaþinghá. Hún gift- ist svo tveimur árum seinna seinni manni sínum, Guðjóni Björnssyni, og bjuggu þau fyrst á Ánastöðum, en lengst af á Hreimstöðum og Ásgrímsstöðum sem allir eru i Hjaltastaðaþinghá. Þau eignuðust þrjú börn áður en langamma varð ekkja í annað sinn árið 1912. Hún lifði fyrri mann sinn í 63 ár og seinni manninn i 51 ár. Áf Fjarðarselseigninni sá Elísabet langamma mín aldrei neitt, því hún var seld kaupstaðnum að henni forspurðri 1904, verða þau skipti ekki tíunduð hér. Við sjálft hefur legið að hún hafi komist á vergang með ómegð sína, þegar svona var komið, enda vistaðist hún víða á næstu árum og varð að sjá af börnum sínum að nokkru leyti. Þær mæðgur voru þó samvist- um að mestu á meðan báðar lifðu, því að eftir að amma og afi hófu búskap á Hrauni í Hánefsstaða- landi í Seyðisfirði fluttist lang- amma til þeirra ásamt yngstu dóttur sinni og á heimili þeirra á Seyðisfirði kynntist ég henni 1 kringum 1960. Hún dó haustið 1963, fædd 1869. í Hjaltastaðaþinghá átti amma sín unglingsár og þaðan átti hún kærar minningar. Á þeim tíma var fjölbýlla á Héraði en seinna varð og menningarlíf með nokkr- um glæsibrag. Þetta var á upp- gangsárum ungmennafélagshreyf- ingarinnar og vorhugur í fólki. Amma tók þátt í þeim hreyfing- um sem þarna urðu af lífi og sál og oft heyrði ég hana minnast veru sinnar i Hjaltastaðaþinghá og þess fólks sem hún kynntist þar með hlýhug. Mér eru þó ekki nægi- lega ýtarlega kunn þessi ár í lífi hennar til að geta gert þeim við- hlítandi skil, en mynd Ásgríms af Hjaltastaðablánni hafði hún yfir hvílu sinni síðustu árin. Þegar stjúpi ömmu féll frá fluttist fjölskyldan aftur til Seyð- isfjarðar, en nú við breyttan hag frá því sem áður var. Amma var þá til húsa hjá Guðnýju ömmu sinni í Firði (og hún varð 97 ára gömul, fædd 1830). Þaðan sótti hún kvöldskóla í iðnum og var í læri í saumaskap á verkstæði Sauma-Rósu. Árið 1914 réðst hún til Reykja- víkur á heimili Magnúsar dýra- læknis að Túngötu 6. Þaðan átti hún Ijúfar minningar og héldust nokkur tengsl við þá fjölskyldu upp frá því. Hún fór þá meðal annars með fjölskyldunni í fyrstu bílferðina, sem farin var upp f Mosfellssveit, upp að Mosfelli. (Á heimleið 1916 vann hún f síld á Hjalteyri, þaðan sem hún kunni frá ýmsu að segja. Sérstaklega var henni minnisstæður höfundur Svartra fjaðra, sem þar vann þá einnig.) Skömmu eftir heimkomu 1916 réðst hún að Hánefsstöðum, þang- að sem móðir hennar hafði áður ráðist. Þar kynntist amma manni sín- um, Hermanni Vilhjálmssyni, syni hjónanna þar, Bjargar Sigurðar- dóttur og Vilhjálms Árnasonar frá Hofi í Mjóafirði, fæddum 1894. Um það leyti sem þau giftust, 1919, hófu þau búskap og útgerð frá Hrauni, enda var þá mikil út- gerð stunduð frá Hánefsstaða- og Þórarinsstaðaeyrum. Sú saga sem þar verður er ýms- um betur kunn en mér, enda nær f tímanum. Þó væri kominn tími til að henni yrðu gerð rækileg skil á prenti. Á Hrauni eignuðust þau móð- urforeldrar mínir sex börn; Sig- rúnu, fædd 1919; Sigurð Ragnar, 1921, dó átta ára; Björgu, 1923, Elísabetu Guðnýju, 1925, dó ári seinna; Elísabetu Guðnýju, 1928; og Ernu, 1933. Sögu og starfi íslenskra alþýðu- og sjómannskvenna hefur löngum verið lítill gaumur gefinn og strit þeirra gjarna fallið í skuggann af afrekaskrá karla þeirra. Ég hef löngum undrast hvflík þrekvirki þær hljóta þó að hafa unnið margar hverjar við það sem við nú á tfmum mundum kalla hörmulegar aðstæður. Þannig hlýtur það að hafa verið á Hrauni þar sem þjónusta þurfti á sumarvertíðum á annan tug vertíðarfólks með húsnæði, svefnpláss, fæði og klæði og þvotta. Segja má að þarna hafi verið haldið úti verbúðum á heim- ilinu. Útbúa þurfti skrínukost fyrir sjómennina og bera verkafólkinu í fiskverkuninni og beitingaskúrun- um kostinn niður bratta urðina frá Hrauni svo eitthvað sé nefnt. Rennandi vatn var ekki á Hrauni, hvað þá upphitað og ekki rafmagn. Á útmánuðum var heim- ilið karlmannslaust, þvi að afi sótti vetrarvertíð til Hornafjarð- ar. En amma var ekki ein um þessa hitu og drjúg hefur móðir hennar verð henni og dæturnar strax og þær gátu vettlingi valdið. „Mikið á ég móður minni að þakka, sívinn- andi bæði á fæti og sæti, má segja, þó heilsan væri farin að bila, — en hún kvartaði ekki og bar allar sfn- ar raunir eins og hetja, fól allt með þögn og þolinmæði — og skynsemi. Hún var ekki gefin fyrir að sér væri hlíft. Blessuð sé minn- ing hennar,“ skrifar amma um móður sína. Það hefur löngum vakið aðdáun mfna, að dætrum sfnum öllum komu þau hjón á einn eða annan hátt til mennta og það á tímum sem slikt gilti nánast ein- göngu um heldri manna syni. Þrátt fyrir baslið, sem hefur þó verið ærið á kreppuárunum, þegar afurðir bænda og sjómanna féllu i verði er eigi að síður Ijómi yfir þessum árum i lífi fjölskyldunnar á Hrauni. Það tengist trúlega ekki síst því að þetta eru æskuár barn- anna og samgangur og samhjálp milli þeirra Hánefsstaðabræðra og fjölskyldna þeirra hefur verið mikil, en þeir bjuggu þarna í hnapp; afi á Hrauni, Árni á Há- eyri og Sigurður ásamt foreldrum þeirra á Hánefsstöðum. Á Hrauni tengdist amma tengdafólki sínu og fjölskyldu afa mjög nánum böndum, enda henn- ar eigin fjölskylda tvístruð orðin. Björgvin, bróðir hennar, orðinn bóndi á Ketilsstöðum f Jökulsár- hlíð, ólína sest að á Sauðárkróki, Vigfús, hálfbróðir hennar, var til heimilis hjá Björgvin, hann dó innan við þrítugt, Gróa (Dolla) til heimilis í Hólma í Seyðisfirði, hún dó ung, móðir Jóhanns Grétars Einarssonar póstmeistara þar (sem er eini niðji af seinna hjóna- Hjónaminning: Guðfinna Bjarnadóttir Georg G. Grundfjörð Guðfinna Fædd 31. maí 1900. Dáin 24. október 1984. Georg J. Fæddur 7. ágúst 1884. Dáinn 4. júní 1962. Í dag er til moldar borin tengda- móðir mfn, mikil heiðurs- og dugnaðarkona sem ég hef dáð mjög frá fyrstu kynnum. Guðfinna Bjarnadóttir var fædd að Haga í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi. Foreldrar hennar voru Bjarni Bjarnason og Valgerður Benónýsdóttir ábúendur þar. Af 12 systkinum er nú eitt eftirlif- andi, Sigurður, búsettur í Kópa- vogi. Guðfinnu var komið fyrir í fóstur að Þorgeirsfelli í sömu sveit og ólst hún þar upp. Ung fór hún að vinna fyrir sér að þeirra tíðar hætti og kynntist þá mannsefninu sínu Georg Jónassyni Grundfjörð, fæddum að Hömrum í Eyrarsveit, hinum mesta myndar- og dugnað- armanni. Georg var kvæntur áður Jónínu Jónsdóttur og áttu þau eina dóttur, Guðrúnu Jónassínu, fædda 26. júlí 1908, dáin 21. apríl 1963. Georg og Guðfinna stofnuðu heimili 1918 og hófst þá viðburða- ríkur búskapur í sveit og við sjó. Fyrstu búskaparárin voru mikil erfiðleikaár en hjónin voru miklar bjartsýnismanneskjur. Fyrsta barnið fæddist 1918 og eftir það fjölgaði þeim ört. Fátæktin var mikil og ekki alltaf vinnu að fá. Georg vann allt, sem til náðist; stundaði búskap, var til sjós og fékkst við fisksölu svo eitthvað sé nefnt. Og ekki má gleyma eyrar- vinnunni. Ekki lét Guðfinna sitt eftir liggja. Bæði voru þau vík- ingsdugleg, hann þrekmikill og bæði kappsfull. Alla tíð voru þau mjög samhent, mátti hvorugt af hinu sjá. Einkum var það hann, sem vildi hafa hana með sér i verkum og ráðum. Á þessum árum fór Guðfinna með manni sínum i vinnu þó um langan veg væri að fara. Þau tóku sig upp með barna- hópinn og fóru i sild. Hún til að salta og þurfti þá að vera ofarlega með afköstin, helst efst. Hann var beykir; sló til tunnur. Allt var gert af miklum dugnaði og sjálfsbjarg- arviðleitni en umfram allt bjart- sýni. Ekki þarf að taka það fram, svo margir þekktu Georg og Guð- finnu, að allsstaöar komu þau sér vel, því hreinskiptin voru þau á allan hátt. Timinn hefur liðið. Þau hjónin eru búin að vera víða og yfirstíga margt. Þetta er vorið 1939 og það ríkir bjartsýni sem ævinlega hjá þeim hjónum. Þau hafa fest kaup á tveimur jörðum norður í Húna- vatnssýslu, Núpsöxl og Illugastöð- um i Engihlíðarhreppi, og skal nú flutt norður. Þetta er nú ekkert meira en þau hafa áður ráðist i, síður en svo. Börnin eru að komast upp, þau elstu að vísu ekki heima en hin farin að hjálpa til og öll tilbúin að hjálpa pabba og mömmu og hefur svo verið alla tíð. Nú líður að þeim tíma, að ég, sem þessar línur rita, kynnist þessu góða fólki. Norður fluttist fjöl- skyldan í júní 1939. Fyrst að Núpsöxl, sem verið hafði í eyði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.