Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1984 49 bandi langömmu) og Guðbjörg (Lilla) giftist að Kvíabekk í Ólafsfirði. Hún eignaðist ung barn, (Sigurð Ragnar) sem dó á Hrauni og hún sjálf skömmu seinna. Hörmungasaga þessarar fjöl- skyldu og þá sérstaklega lang- ömmu minnar, Elísabetar, er með fádæmum. Sjálf varð hún 94 ára gömul og lifði öll börn sín nema ömmu. Þær mæðgur voru sem skiljanlegt er tengdar mjög nán- um böndum. Og svo kom „blessað stríðið" og öll fyrri iðja þessarar þjóðar gekk úr skorðum. Fyrir útgerðina á Eyrunum hafði stríðið enga bless- un í för með sér. Sjósókn varð óvinnandi undir eftirliti og tíma- kvöðum við kafbátagirðinguna í firðinum og tundurdufl á siglinga- leiðum. Markaðir lokuðust og her- inn hirti vinnuaflið og reið þetta byggðinni á Eyrum að fullu og lagðist byggð þar brátt niður. Árið 1942 fluttist fjölskyldan á Hrauni inn í bæ og settist árinu seinna að á Austurvegi 11, þar sem þau bjuggu afi og amma þar til hann lést árið 1967. í annað sinn var amma komin á Seyðisfjörð eftir að afkomu- grundvöllurinn hafði brostið. (Það er dálítið kaldhæðnislegt að lóð- arleigusamningurinn að húsinu þeirra er undirritaður af föður hennar.) Þegar þetta var voru þau hjónin komin yfir miðjan aldur og dætur þeirra ýmist uppkomnar eða stálpaðar. Svo er að sjá að þeim hafi farn- ast vel í alla staði og þó sárt hafi verið að yfirgefa fyrra líf og ból- festu, hefur heimilishald allt orðið mun léttara og áhyggjuminna. Þau virðast hafa tekið virkan þátt í bæjarlífinu, bæði í starfi og fé- lagslífi, og dæturnar einnig. Ekki sakar að geta þess, að á 75 ára afmæli kvenfélagsins Kvik var amma gerð að heiðursfélaga þess, Kvenfélagasambands Íslands þá brottflutt. Dætur þeirra fluttu all- ar „suður" þegar þær flugu úr hreiðrinu og eins fluttu bræður Hermanns suður. Þannig tók þéttbýlismyndunin við Faxaflóa sinn toll af þessari fjölskyldu á heimaslóðum hennar, þangað til afi og amma voru orðin ein eftir, eða svo gott sem. Um það leyti sem ég fer að muna til mín er yngsta dóttirin að flytjasta að heiman en í stað hennar „dagar" bróðir minn uppi á Austurveginum. Eftir því sem ég fæ skilið og skynjað hefur það ver- ið þessu fólki mikil blessun og ekki síst langömmu okkar síðustu ár hennar. Sennilega hefur þessi ráðstöfun valdið mestu um það að upp frá því var ég meira og minna á Seyð- isfirði á sumrin. Frá þessum dvöl- um mínum fyrir austan á ég margs að minnast af heimili þeirra afa og ömmu. Þau voru þá roskin orðin og öldurót lífsins hjaðnað. Heimilið bar þess merki að standa á gömlum merg og yfir því hvíldi virðuleg ró. Aldrei hraut Þar þurfti margt að gera og færa til betri vegar en það voru aldrei neinir erfiöleikar hjá þeim hjón- um þó mörgum nútímamanninum hefði hrosið hugur við. Síðar fluttu þau að Ulugastöðum og voru síðustu ábúendur á báðum þessum jörðum. Ég var kunnugur þarna, fæddur og uppalinn á Illugastöð- um og kynntist því fljótlega fjöl- skyldunni í Núpsöxl. Þau kynni urðu fljótlega náin, því i þessa fjölskyldu sótti ég konuna mína. Á þessum bæjum fæddust yngstu börnin og voru þau þá orðin 14 og eru þessi, talin í aldursröð: Rósa Aðalheiður f. 26. febrúar 1919, Sigurvin Grundfjörð f. 12. mars 1920, Bjarnfríður Valný f. 12. mars 1922, Þorgils Hólmfreð f. 23. september 1923, Áslaug Krist- ensa f. 17. október 1924, Georg Kristján f. 18. nóvember 1925, Garðar Haukur f. 8. febrúar 1928, d. 20. júní 1980, Ingvar Alfreð f. 15. september 1929, Ester f. 28. febrúar 1931, Friðrik Heiðar f. 17. ágúst 1934, Elsa f. 31. ágúst 1937, Bjarni f. 12. igars 1940, Jónas f. 29. þar styggðaryrði af vörum og samband þeirra afa og ömmu var einstaklega fallegt og friðsælt, þótt bæði hefðu skap nóg. Þetta var alþýölegt og fallegt menning- arheimili, með virðulegum hús- gögnum, miklum bókahirslum, myndum á veggjum og blómum í gluggum. Allt bar merki snyrti- mennsku, reglufestu og alúðar innandyra sem utan. Garðurinn hennar ömmu var rómaður í bæn- um og afi var stöðugt að ditta að, aldrei féll honum verk úr hendi. Þessi friðsæla og áhyggjulausa tilvera á Austurveginum hefur einkennilega seiðandi áhrif i endurminningunni. Eftir að afi féll frá fluttist amma alfarin til Reykjavíkur ásamt bróður mínum og bjuggu þau í Þingholtsstræti í tæpt ár en þá var innréttuð vistarvera undir súð í húsakynnum foreldra minna á Freyjugötu 28 og þ»r bjó hún þar til hún fluttist í Álfheima 40 fyrir þrem árum. Ég naut þess að vera að kynnast ömmu minni langt fram á fullorð- insár. f gegnum hennar tilveru héldust á einhvern einkennilegan hátt við hin rofnu tengsl við gömlu átthagana. Ýmist var það að fólk að austan hélt sambandi við hana og eins átti hún ævi sína þar og því urðu slóðir þar, minn- ingar, ættir og vnir hugleikin um- ræðuefni. Fyrir mér varð amma, auk þess að vera indæll félagi minn og vin- ur barna minna, einskonar tengi- liður við hinar fornu slóðir, rætur okkar og fyrri tilvist þessarar þjóðar. Hún bar í sér lífsreynslu þjóðar- innar í hnotskurn, sjálf upprunnin á nítjándualdar sveitaheimili und- ir dönskum kóngi, aldamótabarn, afsprengi ungmennafélagshreyf- ingarinnar, hins unga íslands. Hafði reynt hvort tveggja að vera alin upp á stórbýli og koti í ein- angraðri sveit. Þekkti neyð hinna forsjárlausu og nálægð dauðans í lífi fyrri kynslóða. Lifði tvær heimsstyrjaldir, fædd fyrir daga bíla og flugvéla, rafmagns, síma og skólaskyldu á íslandi. Hafði verið með hefðarfólki í Reykjavik Ofvitans, stundað útgerð i góðæri og kreppu, vakað yfir túnum og hrakist á heiðum svo eitthvað sé nefnt og loks lifað fram á þessa einkennilegu tíma, þegar hún þurfti ekki einu sinni að standa upp úr stólnum sínum til þess að kveikja á sjónvarpinu. Lengi var hún að sætta sig við það undur. Síðustu árin heklaði hún ein- hver kynstur af teppum og dúkum sem orð fór af og las einhver firn. Hún var virðulegt og fallegt gamalmenni og bar glæsilega ís- lenska búninginn. Þeim fækkar nú óðum. Þegar ég nú kveð ömmu mína fyrr en mig varði, því margt átt- um við eftir að bralla, þá er hún vel að hvíldinni komin og mikið vildi ég að henni verði að þrá sinni „að hitta fyrir vini í varpa, þar sem von er á gesti" og þá sé afi farinn að taka í nefið aftur. Hjalti Þórisson nóvember 1942. Fyrsta barnið fætt 1918 misstu þau strax. öll eru systkinin vel gefið dugnaðarfólk, myndarleg og glaðsinna. Það er gott að vera með þessu fólki. Af- komendur Georgs og Guðfinnu eru orðnir um 190. Árið 1944 fluttist fjölskyldan frá Illugastöðum suður í Árnes- sýslu. Síðast bjuggu þau í Reykja- vík og andaðist Georg þar 4. júní 1962. Það eru nú 45 ár síöan ég kom inn í þessa góðu fjölskyldu. Margs er að minnast. Ég minnist allra samverustundanna á heimili Georgs og Guðfinnu og víðar með þeim. Eitt af því aðdáunarverða hjá þessu fólki er samheldnin í fjölskyldunni. Hana mótuðu þau Guðfinna og Georg og hún hefur haldist. Til- efnin hafa orðið mörg; skírnir, fermingar, giftingar og afmæli, stór og smá, og stundum öllu þessu slegið saman í einn fagnað. Þann 7. ágúst sl. voru liðin 100 ár frá fæðingu Georgs og komu þá börnin ásamt móður sinni og fleir- Guðmundur Sœmunds- son — Minningarorð Fæddur 22. febrúar 1909. Dáinn 24. október 1984. Ekki vil ég láta hjá líða að minnast Guðmundar Sæmunds- sonar stjúpa míns lítillega, þó það verði fátæklegt miðað við það sem hann átti skilið, sá ágæti maður. Guðmundur Sæmundsson fædd- ist að Víðivöllum í Staðardal og á þeim slóðum sleit hann barns- skónum. Lengst af var æskuheim- ili hans að Fitjum í Hróbergs- hreppi. Foreldrar hans voru hjón- in Sæmundur Jóhannsson og Elísabet Jónsdóttir. Systkini Guð- mundar sem upp komust voru fimm; Jón, Benedikt, Katrín, Svanborg og Jóhann, allt mann- dómsfólk hið mesta. Ungur að árum fór Guðmundur til sjós eins og títt var um hrausta menn á þeim tíma. Þætti það nokkuð strembið í dag að fara gangandi frá Steingrímsfirði alla leið suður til Borgarness í mis- jöfnum veðrum og færð en þetta varð Guðmundur að gera frá unga aldri til þess að komast á vertíðina og hefur hann varla kvartað meira en aðrir, hafi ég þekkt hann rétt. Guðmundur var lengst af til sjós frá Vestmannaeyjum og þar sem hann var sérstaklega laginn við vélar og allt sem þeim viðkom vann hann sér réttindi sem vél- stjóri. Þegar hraðfrystihúsið á Hólmavík var reist var Guðmund- ur ráðinn vélgæslumaður þar og varð það hans aðallífsstarf. Þar vann hann til ársins 1962 en þá fluttist hann til Reykjavíkur og vann um tíma á skipi Sambands- ins, Hamrafellinu. A þeim tíma fór hann að kenna þess sjúkdóms sem nú hefur lagt hann að velli. Síðustu starfsár Guðmundar vann hann í þáverandi fyrirtæki mínu, Skrifvélinni hf., og minnumst við starfsmennirnir lengi hans Ijúfu og stilltu framkomu. Guðmundur kvæntist móður minni, Ágústu Guðmundsdóttur frá Bæ í Steingrímsfirði og eign- uðust þau þrjú mannvænleg börn, Elísabetu, Sæmund og Ragnheiði. Þegar Guðmundur og móðir mín tóku saman var hún með tvö ung börn frá fyrra hjónabandi, Sigríði og Hermann, og gekk Guðmundur þeim í föðurstað. Þessi systkini mín hafa sagt mér að aldrei muni þau eftir að Guðmundur hafi á nokkurn hátt komið fram við þau á annan veg en sín eigin börn. Þessi var einnig mín reynsla en ég fluttist til móður minnar og Guð- mundar fjórtán ára að aldri. Nú á mínum fullorðinsárum hefur mér orðið æ betur ljóst hvers konar skapstillingar- og ljúfmenni Guð- mundur var því aldrei hraut hon- um styggðaryrði af vörum til mín, þótt svona strákur hafi eflaust oft átt það skilið. Guðmundur og Ág- ústa slitu samvistir árið 1963. Á góðum stundum var Guð- mundur hrókur alls fagnaðar og margar smellnar stökur mælti hann af munni fram og virtist það honum auðvelt enda hagmæltur og viðiesinn á ljóð og óbundið mál. Ég gæti trúað að margir eldri Hólmvíkingar minnist litlu kaffi- stofunnar í frystihúsinu á Hólma- vík þar sem Guðmundur réð ríkj- um. Þar var nokkurs konar menn- ingar- og fréttamiðstöð, spila- og taflsalur, allt í þessu niu fermetra plássi þar sem oft var þétt setinn bekkurinn. Eftir að Guðmundur hætti til sjós um 1964 var heilsu hans farið að hraka og veit ég að þá voru dökkir dagarnir hans, framtíðin blandin einmanakennd og óöryggi. Ljúfmenni eins og Guðmundi var ekki ætlað slíkt hlutskipti til lengdar því um þetta leyti kynnt- ist hann hinn ágætustu konu, Magnfríði Sigurbjarnardóttur. Bjuggu þau saman þar til yfir lauk hjá Guðmundi og voru samvistir þeirra með miklum ágætum. Megi Guð blessa Magnfríði fyrir þá miklu umhyggju og hlýju sem hún veitti honum. Að lokum vil ég þakka forsjón- inni fyrir kynni mín af þessum staka öðlingsmanni. Örn H. Jónsson Minning: Sigurður Þorkelsson framkvœmdastjóri Fæddur 1. febrúar 1914 Dáinn 6. september 1984 Fáar kynslóðir fslendinga hafa séð eins miklar breytingar og sú, sem nú er að hverfa. Ekki á þetta síst við um fjarskipti, sem nú hafa öðlast mikilvægan sess í lífi þess- arar strjálbýlu þjóðar. Sigurður Þorkelsson, framkvæmdastjóri tæknideildar Pósts og sima, sem andaðist hinn 6. september 1984, átti því láni að fagna að vera i röð forvígismanna á því sviði. Strax að lokinni síðari heimsstyrjöld- inni kom hann heim frá Dan- mörku með verkfræðipróf upp á vasann og að auki nokkurra ára starfsreynslu hjá Pósti og síma í Danmörku. í dag þætti það ekki beysið fjarskiptakerfið, sem Sig- urður hóf störf við, þegar heim var komið. Var hann fyrst stuttan tíma hjá Flugmálastjórn en flutt- um saman á Illugastöðum til að minnast þess. Síðan Georg andað- ist hefur Guðfinna átt heima hjá Þorgils syni sínum og fjölskyldu hans, nú síðast í Þorlákshöfn. Á meðan Guðfinnu entist heilsa til var hún óþreytandi í að standa fyrir einhverju skemmtilegu með afkomendum sínum. Að koma saman sem flest eða vera saman á ferðalögum var hennar líf og yndi. Núna síðustu árin var heilsan far- in að bila og andaðist hún i Sjúkrahúsi Selfoss 24. október sl. Guðfinna og Georg voru miklar drengskaparmanneskjur. Allt þeirra líf og starf einkenndist af dugnaði og bjartsýni og trú á hið góða. Ég þakka þeim af heilum huga og óska öllu þeirra fólki Guðsblessunar á ókomnum árum. Fari þau í friði, friður Guðs þau blessi, hafi þau þökk fyrir allt og allt. Útför Guðfinnu Bjarnadóttur verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 2. nóvember, kl. 13.30. . . H.S. ist síðan til Pósts og sima. Lengi framan af var starfsvettvangur Sigurðar í radíótæknideild, sem hann varð að lokum forstjóri fyrir, en eftir að radíó- og síma- tæknideild voru sameinaðar undir einn hatt 1972 var hann gerður að framkvæmdastjóra hinnar nýju tæknideildar og gegndi því starfi til æviloka. Reyndar átti Sigurður ekki nema tæpa fjóra mánuði i það að fara á eftirlaun því að hann varð sjötugur fyrr á þessu ári. Ekki verða hin mörgu verk Sig- urðar fyrir Póst og síma rakin hér en auk þess að vinna að radió- og símamálum stofnunarinnar átti hann drjúgan þátt i uppbyggingu hljóðvarps- og sjónvarpsdreifi- kerfis Ríkisútvarpsins. Siðustu ár- in tók Sigurður jafnframt virkan þátt í tæknilegum undirbúningi að gervitunglasjónvarpi Norður- landa, sem gengið hefur undir heitinu Nordsat-verkefnið. Sig- urður hefði vel getað stært sig af því að hafa lagt þungt lóð á vog- arskál framfara i fjarskiptum landsins og talsvert er öðru vísi nú en 1945 í þeim efnum. Leiðir okkar Sigurðar lágu fyrst saman í starfi fyrir 27 árum, þeg- ar ég réðst sem verkfræðingur til radíótæknideildar Pósts og síma. Fékk ég þá strax að njóta góðs af handleiðslu hans en frá 1971 varð samstarf okkar mjög náið og átti ég hann sem næsta yfirmann æ síðan. Sigurður var af gamla skól- anum sem kallað er og lagöi mikla áherslu á að starfsmenn uppfylltu skyldur sínar í einu og öllu. Sjálf- ur mætti hann alltaf fyrstur manna á morgnana og það kom örsjaldan fyrir að hann væri frá vinnu vegna veikinda. Gegnum ár- in hafði Sigurður sankað að sér mikilli þekkingu á sínu starfssviði og þegar þar við bættist einstakt minni varð það til þess að oft var leitað ráða hjá honum. ótal sinn- um hef ég fengið í starfi mínu að njóta þessara eiginleika hans. Fleira vil ég þakka Sigurði eins og uppfræðslu í alþjóðlegu samstarfi, en Sigurður sat margsinnis ráð- stefnur og fundi á alþjóðavett- vangi fyrir hönd Pósts og síma og fslands. Kom þar að góðum notum málakunnátta hans, en af erlend- um tungum var hann best heima í dönsku. Enda hafði Sigurður ekki aðeins stundað framhaldsnám sitt í Danmörku heldur sótti hann þangað einnig eiginkonu sína Else. Þau hjónin eignuðust þrjá syni, sem allir eru komnir til manns og ára. Að loknu löngu samstarfi er mér ofarlega í huga þakklæti til Sigurðar fyrir góða samvinnu, gott viðmót og samveru á gleði- stundum. Fjölskyldu hans allri sendi ég samúðarkveðjur. Gústav Arnar Lína féll niður EIN LfNA féll niður I minn- ingargrein um Edvard Jóhannes Færseth, sem birtist í Mbl. á sunnudaginn, en þar var sagt frá því að hann hafði beitt sér fyrir endurreisn Ungmennafélags Siglufjarðar, árið 1938. Beðist er velvirðingar á þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.