Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1984 Þorsteinn Þ. Víg- lundsson - Kveðja Fæddur 19. október 1899 Dáinn 3. september 1984 Á þessari öld hraðans finnst okkur mönnunum gjarnan að jörð- in sé í raun svo ógnarlítil, að í raun sé ekkert tiltökumál að búa hvar sem er. Það er auðvelt að skjótast á milli landa og jafnvel heimsálfa, það er auðvelt að hringja heimshorna á milli og heyra í vinum okkar eða ættingj- um. En þegar fréttin um andlát afa míns barst leiðina frá íslandi vestur um haf varð fjarlægðin svo ógnarmikil og enginn hraði nægi- legur til þess að bera mig að dán- arbeði hans, né tækni svo fullkom- in að hún fengi breytt lögmáli lífs- ins. Ríkur af góðum minningum um afa minn held ég svo áfram lífs- göngunni, staðráðinn í að halda áfram við mannræktarstarfið þar sem hann afi skildi við það. Dauðann fær enginn umflúið og sá sem býr sig ekki undir að ein- hvern tíma muni hann knýja dyra, sem sjálfsagt framhald af lífinu, hefur lítið lært af þessari jarðvist. Afi minn var vel búinn þessari visku og þótt spurning væri ef- laust í huga hans hvað biði hand- an hinnar miklu móðu, vissi hann mæta vel að tími farar nálgaðist. Hann kvaddi sáttur og glaður í hjarta, en fyrst og fremst þakklát- ur fyrir að hafa fengið að starfa svo vel og lengi að hugðarefnum sínum, fá svo miklu áorkað. Lítið t Eiginmaður minn, KRISTINN EINARSSON, klaaöskori, Holtageröi 46, Kópavogi, lést í Landspítalanum miövikudaginn 31. október. Helga Helgadóttir. t Móöir mín, tengdamóöir, amma og langamma, ÞORFINNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Sólbakka, Fossvogi, er andaöist á Borgarspítalanum 26. október veröur jarösungin í Fossvogskapellu þriðjudaginn 6. nóvember kl. 15.00. Guórún Ingimarsdóttir, Vigfús Ingvarsson, Ingi Þór Vigfússon, Hardts ivarsdóttir, Ingvar Vigfússon, Áslaug Svavarsdóttir, Hrönn Vigfúsdóttir, Finnbogi Pólsson, Edda Vigfúsdóttir, Hannes Eyvindsson, Elfa Björk Vigfúsdóttir, Júlíus Magnússon, og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda vináttu og hlýhug viö andlát og útför GUDRÚNAR RAGNHILDAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Vík í Mýrdal, til heimilia aö Laugavegi 155. Guóni Ó. Gestsson, Stella ögmundsdóttir, Ólafur Rósmundsson, Karitas Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Aiúöarþakkir fyrir auösýnda samúö, vináttu og hlýhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, JÓNEYJAR S. JÓNSDÓTTUR, fv. húsfreyju aö Kletti og Gróf í Reykholtsdal, er lóst 2. október sl. Einar Sigmundsson, Þóröur Einarsson, Bergný Jóhannsdóttir, Jón E. Einarsson, Hugrún Guöjónsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Bjarni Guðróósson, barnabörn og barnabarnabörn. Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. dæmi lýsir vel ró hans og þakk- læti, hugarástandi sem því miður of fáir hafa öðlast þegar kallið kemur. Ég var með Bryndísi, konu minni, og dætrum í sunnudags- kaffi hjá afa og ömmu. Talið barst að hugðarefnum afa, íslensk- norsku orðabókinni, gagnfræða- skólanum í Eyjum, byggðasafninu og sparisjóðsstofnuninni. „Arni, ég ætla að biðja þig að hugleiða spurningu sem við amma þín höfum verið að velta fyrir okkur,“ sagði afi. „Þegar við lítum yfir farinn veg undrumst við hverju við höfum fengið áorkað í lífinu, hversu forsjónin hefur ver- ið okkur hliðholl. Hverju eigum við allt þetta örlæti að þakka?" Ég hugleiddi þessi orð þá og hugleiði enn því líf afa og ömmu hefur síður en svo alltaf verið dans á rósum. Og verkin sem hon- um voru af „örlæti" gefin komu síður en svo á silfurbakka. Fyrir menningar- og framfaramálum, sem nú þykja ómissandi þáttur í samfélagi okkar, þurfti að berjast. Og oft spurði afi hvers vegna hann væri svo lánsamur að hafa haft ömmu sér við hlið í lífsins gleði og andsteymi. Hverju bar allt þetta að þakka? Minningar margra ára geymi ég í hjarta mínu og ég er þakklátur fyrir svo margt. Ég fékk að læra af honum afa mínum, fékk að njóta elsku hans, þekkingar og visku. Það hlýtur að vera markmið allra velhugsandi manna að fá að taka þátt í að skapa og bæta þann heim sem við búum í, vera full- trúar manngildis og réttlætis. Slíkur maður var hann afi minn. Ég er þakklátur guði fyrir að hafa gefið dætrum mínum litlu og Bryndísi tækifæri til þess að njóta hlýju hans og umhyggju síðustu árin. Það er mér gleðiefni að fá að minna á hann í því mannrækt- arstarfi sem foreldrahlutverkið er. • Ég spyr því sömu spurningar og hann afi minn spurði mig stuttu áður en leiðir skildu: Hvers vegna hefur lífið verið mér svo örlátt; að fá að eiga afa og ömmu öll þessi ár? — Og enn á ég ömmu, og því afa, vegna þess að ást og þlýja annars þeirra enduspeglar allt hið besta í hinu. Megi guð gefa mér vit og þekkingu til þess að varðveita og rækta þessar perlur alla æfi. Árni Sigfússon. Dag hvern berast okkur tilkynn- ingar úr fjölmiðlum, blöðum eða útvarpi, um fólk, sem helst hefur úr lestinni miklu, er lífsgönguna þreytir hversdagslegir atburðir og sjálfsagðir og vekja litla eftirtekt nema þegar svo vill til, að í hlut á einhver kunnugur eða nákominn, vinur eða vandamaður, ef til vill frá löngu liðnum árum. Þá hrökkvum við snöggvast við og finnst sem þessi frétt komi okkur við. Dauðsfall kemur jafnan að óvörum, þeim sem eftir standa, t Innilegar kveðjur og þakkir til allra nær og fjær sem auðsýndu samúö og einstakan hlýhug og hjálpsemi viö fráfall ÓLÍNU SIGTRYGGSDÓTTUR, Hjaróarholti, Húsavík. Guð fylgi ykkur. Aöstandendur. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför bróöur okkar, EGGERTS HAUKDALSJÓNSSONAR, Bogahlíö 10, Reykjavík, er lést 14. október sl. Systkinin tró Höll í Haukadal. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför eígnmanns míns og fööur okkar, SIGURÐAR KRISTJÁNS JÓNASSONAR fró Stokkseyri, Borgarhrauni 10, Grindavík. Guöbjörg Elsíe Einarsdóttir og synir. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andiát og útför eiginmanns míns, PÉTURS GUNNBJÖRNS BJÖRNSSONAR, fyrrverandi kaupmanns. Einnig vll ég og fjölskylda mín þakka læknum og hjúkrunarfólki á 7. hæö og öldrunardeild Borgarspitalans fyrir frábæra hjúkrun. Guö blessi ykkur öll. Guóríöur Gisladóttir, Ingvar Þ. Gunnbjörnsson, Steinunn Helgadóttir, Gunnbjörn Þ. Ingvarsson, Jóna Ágústa Gísladóttir, Anna Ingvarsdóttir, Arnór Stefónsson, Steinunn Arnórsdóttir. líka þegar svo stendur á, að það ætti ekki að gera það. Ef til vill höfum við lengi ætlað að heim- sækja hinn látna, en það dregist úr hömlu, við áttum kannski ósagt orð, sem hefði glatt hann, ógoldna þakkarskuld. Allt þetta kemur nú upp í hug okkar, og þá er það sem við grípum í síðasta hálmstráið til að bæta fyrir vanrækslusyndina og skrifum minningargrein um hinn látna eða a.m.k. nokkur kveðjuorð. Það er einmitt þetta heiti, nokk- ur kveðju- og þakkarorð, sem ég kýs að velja þessu greinarkorni, helguðu minningu míns gamla og góða samstarfsmanns og vinar, Þorsteins Þ. Víglundssonar, fyrr- verandi skólastjóra í Vestmanna- eyjum, nú við brottför hans. Verð- uga minningargrein eða eftirmæli um hann munu aðrir skrifa, sem nánari kynni höfðu af æviferli hans og fjölþættum störfum. Þetta verða nokkrir sundurlaus- ir efnismolar, er varða fyrst og fremst okkar kynni og samskipti. Atvikin höguðu því þannig að samstarf okkar og samvistir stóðu aðeins eitt skólaár, enda þótt við hefðum báðir viljað lengja þann tima, en Þorsteinn skildi ástæð- urnar og sætti sig við rök þeirra. Og kynni okkar héldu áfram fyrir það og samband rofnaði aldrei að fullu, þótt vík yrði milli vina. Það var haustið 1952, að ég var ráðinn kennari við Gagnfræða- skólann í Vestmannaeyjum, þar sem Þorsteinn var þá skólastjóri. Ég var þá byrjandi í starfi, ný- sloppinn frá prófborðinu, hann með aldarfjórðungs reynslu að baki í skólastjórn og kennslustarfi og hafði a.m.k. nokkra æfingu í flestum námsgreinum skólans, því að ekki fengust alltaf sérhæfðir kennarar á svo einangraðan stað sem Vestmannaeyjar voru þá. Kom þá í hans hlut að kenna það námsefni, sem aðrir treystust ekki til. Ekki höfðum við sést, áður en ég kom til Eyja, og vissum ekki held- ur mikið hvor um annan. En eitt símtal höfðum við þá átt, áður en ég var ráðinn. Er mér það símtal enn minnisstætt. Þær hugmyndir, sem það gaf mér um Þorstein, brugðust ekki. Hreinlyndi hans og hispursleysi og vöflulaus umsvif komu þar strax í ljós. Vissulega var honum vandi á höndum, hann var ekki aðeins að ráða starfs- mann að þeirri stofnun, sem hann hafði byggt upp og mótað og bar svo mjög fyrir brjósti, heldur líka að velja leigjanda í hús sitt og heimili, því að þar bjó ég þann tíma, sem ég dvaldist í Eyjum, undir hans þaki og konunnar hans elskulegu, hennar Ingu eða Ingi- gerðar Jóhannsdóttur eins og hún heitir fullu nafni, í húsinu, sem þau nefndu því fagra nafni Goða- steinn í stað númers við hvers- dagslegt götuheiti. Það kom líka fljótt í ljós, að leigjandinn átti ekki að verða ókunnugur aðkomu- maður í húsinu eða framandi gest- ur, heldur heimilismaður og fjöl- skylduvinur. Hann var að vísu ekki í fæði þar, heidur í matsölu niðri í bæ, en ekki þótti ástæða til, að hann færi út í vont veður til þess eins að borða eða drekka kaffi. Og í Eyjum var oft rok og rigning þennan vetur. Ekki hækk- aði húsaleigan þó fyrir þetta, enda bar Þorsteinn meiri umhyggju fyrir fjárhagslegri og almennri velferð undirmanns síns en gerist og gengur. Kom það m.a. fram í því, að hann bauð mér alla þá kennslu við skólann, sem ég gæti annað og kærði mig um. Hann vissi, að byrjunarlaun kennara voru ekki há. Það fór líka svo, að brátt mynd- uðust tengsl góðrar kynningar og vináttu, sem haldist hafa síðan, þótt samband hafi orðið slitrótt- ara með árunum, eins og verða vill, en ljúfar, liðnar samveru- stundir geymast, en gleymast ekki. Eftir þennan vetur bar fund- um okkar ekki oft saman og þá gjarnan af hendingu. Bréf fóru milli okkar og jólakveðjur, og aldrei gleymdi Þorsteinn að senda mér ársritið Blik, sem hann byrj- aði útgáfu á sem skólablaðs, en varð í höndum hans mikið og rnerkilegt heimildarrit, helgað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.