Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1984 sögu Eyjanna og atburðum líðandi stundar. Kom það út á árunum 1936—81 og var nær eingöngu skrifað af Þorsteini sjálfum. Mun það einstætt, að byggðarlag hér á landi hafi eignast slíkt heimild- arrit og fræðirit um samtíð og sögu sína byggt á framtaki og dungaði eins manns. Með þessu ólaunaða aukastarfi hans og þá ekki síður með stofnun byggða- safns í Eyjum, sem Þorsteinn hóf að vinna að upp úr 1930 og sinnti af þinni alkunnu elju fram á síð- ustu ár, sýndi hann ræktarsemi sína til heimabyggðar sinnar og einnig almennan menningará- huga. Vann hann þar öflugt og ómetanlegt brautryðjandastarf við söfnun gamalla og fágætra muna, sem óðum voru að tapast I glatkistuna miklu á þessum öru breytingatímum í lífsháttum og vinnubrögðum. Geymdi Þorsteinn munina lengi vel uppi á háalofti í húsi sínu og vann að merkingu þeirra og skráningu, þegar stund gafst. Safnið hefur nú fyrir nokkr- um árum fengið húsnæði sem því hæfði, og gladdi það Þorstein mjög, er hann sá þessu óskabarni sínu þannig borgið. Ekki var Þorsteinn borinn og barnfæddur í Eyjum. Bæði voru þau Inga aðflutt, komin austan úr Mjóafirði, þar sem þau slitu barnsskónum. En foreldrar hans voru ættaðir af Snæfellsnesi og úr Borgarfirði vestan. Ekki vorum við skyldir, þótt við gætum rakið ættir okkar til sömu sveitar. Ég þekkti vel til skyldfólks Þorsteins þar, sem hann hafði lítil kynni haft af, en úr þeirri ætt hafa kom- ið fleiri merkir skólamenn. En þótt vagga hans stæði fjarri Vest- mannaeyjum og ættfólk hans byggði flest eða allt í öðrum lands- hlutum, urðu Eyjarnar fögru vett- vangur ævistarfs hans og þær tóku hann fanginn og eignuðust hug hans allan. Þeirra veg og vel- ferð bar Þorsteinn fyrir brjósti og þeim og íbúum þeirra vann hann allt, sem hann vann. Já, það var með eindæmum, hve miklu Þorsteinn kom í verk. Þó sást sjaldan á honum fum eða fát, og aldrei heyrði ég hann afsaka með tímaleysi. En hann var mikill skipuleggjandi og undi ekki að- gerðaleysi. Þess vegna nýttist tím- inn honum vel. Engum manni hef ég kynnst, sem jafn skammt var hjá milli ákvörðunar og fram- kvæmdar. Hann átti það a.m.k. til, þar sem hann sat við kvöldkaffi- borðið, hálfnaður að drekka úr bollanum, að spretta á fætur og grípa símtólið, af því að honum hafði þá dottið í hug að ræða við mann úti í bæ um eitthvert hugð- armál sitt. Sumum hefði nú fund- ist óhætt að drekka úr bollanum fyrst. En svona var Þorsteinn. Mig langar til að rifja upp hér helstu störfin og viðfangsefnin i verkahring Þorsteins dags dag- lega þennan vetur. Sjálfsagt gleymi ég þó einhverju. Ber þá fyrst að nefna, að hann var skóla- stjóri Gagnfræðaskólans í Eyjum og kenndi þar ríflega fulla kennslu að auki. Þetta haust, 1952, fluttist Gagnfræðaskólinn í nýtt hús, sem þá var í byggingu, en tekið í notk- un að hluta til. Að sjálfsögðu var Þorsteinn driffjöðrin i byggingar- framkvæmdum öllum, meðan þær stóðu yfir, og hafði yfirumsjón með þeim. Þurfti þar margt að út- vega og marga hnúta að leysa. Þá var hann sparisjóðsstjóri í Eyjum og vann þar a.m.k. tvær klukku- stundir hvern virkan dag eftir skólatíma. Þvi starfi gegndi Þor- steinn frá stofnun Sparisjóðsins 1942 og til ársins 1974, en hann var einn af stofnendunum og átti drýgstan þátt í verki hans og við- gangi. Var þar leystur vandi margra þeirra, er minna máttu sfn í þjóðfélaginu. Á þessum árum, um og eftir 1950, átti Þorsteinn sæti í bæjarstjórn og lét þar mjög að sér kveða i framfara- og menn- ingarmálum Eyjanna, eins og alla tíð. Þá sá hann um útgáfu eins Eyjablaðsins á þeim tíma, Fram- sóknarblaðsins. Ársritið Blik, sem áður hefur verið getið, kom vitan- lega út þennan vetur, að lang- mestu leyti skrifað af Þorsteini. Sifellt var hann á verði að afla muna til byggðasafnsins og hlúa að því, sem fengið var. Loks vann hann á þessum árum að samningu „íslensk-norskrar orðabókar". Var það margra ára ígripavinna eins og gefur að skilja, en verkinu lauk hann og hlaut viðurkenningu fyrir hjá Vestmannalaget í Bergen 1964. I Noregi hafði Þorsteinn afl- að sér framhaldsmenntunar á yngri árum og þá hrifist af landi, þjóð og tungu. Eftir alla þessa upptalningu fjölþættra starfa, ábyrgðarmikilla og krefjandi, eru kannski smámunir að geta þess, að Þorsteinn var fréttaritari út- varpsins í Eyjum og lét ekki sinn hlut eftir liggja á því sviði. Allt þetta gat þó ekki komið í veg fyrir, að hann rækti þá skyldu allra sannra Vestmanneyinga, sem vettlingi gátu valdið, að fara í fiskvinnu í páskahrotunni. Vant er að sjá, hvernig einn maður gat komið öllu þessu í verk og haft samt tíma aflögu iðulega til að „ræða málin" við gesti og heimafólk, eins og t.d. við mig. Minnist ég samræðustunda okkar, skemmri eða lengri eftir atvikum, með sérstöku þakklæti, ekki síst þeirra stunda, þegar skóla- og kennslumálin bar á góma. Þar var Þorsteinn að sjálfsögðu meistar- inn með þekkingu og reynslu, en ég lærisveinninn, sem hélt sig vita, en vissi fátt. Gafst þar stund- um góður fróðleikur, sem trauðla verður fenginn úr bókum. Halldór Laxness segir líka einhvers staðar, ef ég man rétt, að sannleikann sé ekki að finna í bókum, heldur hjá fólki með gott hjartalag. Ekki fór það fram hjá undirrit- uðum þann stutta tíma, sem hann dvaldist í Eyjum, að Þorsteinn var þar umdeildur maður. Fór það mjög að vonum, þar sem hann stóð í stafni í hinni pólitísku baráttu bæjarmálanna. Þau átök verða iðulega hörð og óvægin, ekki síst í fámennum bæjarfélögum, þar sem barist er í návígi og þá ekki síður um menn en málefni. En hann var líka i eðli sínu baráttumaður, fljóthuga og stórhuga, athafna- samur og einbeittur, fyrirleit allt hik og vettlingatök á framkvæmd- um, efaðist að jafnaði ekki um eig- in málstað og lét hart mæta hörðu, þegar því var að skipta. Hann átti nefnilega nokkuð, sem við nútímamenn þekkjum varla lengur nema af afspurn, hann átti brennandi hugsjónir, sem ólguðu í hug og sinni. Hann var einn af aldamótakynslóðinni, sem svo er gjarnan nefnd. Þorsteinn fæddist einu ári fyrir síðustu aldamót og ólst upp og mótaðist á fyrstu áratugum þess- arar aldar. Þá fóru sterkir straumar um þjóðlífið og tígulegir hugsjónaeldar loguðu þar skært og hrifu æskuna til dáða. Þá áttu sér stað lokaátökin i sjálfstæðis- baráttunni, sem sigurinn vannst i 1918. Þá fór um landið hin þjóð- lega vakningaralda, sem leiddi til stofnunar ungmennafélaga um allar byggðir og bæi og hafði að kjörorði heit sitt: Islandi allt. Þá var samvinnuhreyfingin að vaxa úr grasi og ná útbreiðslu. Og þá átti bindindisstefnan miklu fylgi að fagna. öll þessi baráttu- og þjóðþrifamál gripu hug Þor- steins föstum tökum þegar í æsku, og það voru engin stundarhrif. Þau áttu hug hans heilan og óskiptan og í þeirra anda vann hann alla ævi. Þar kom engin málamiðlun eða undansláttur til greina. Á vöxt var Þorsteinn þrekinn meðalmaður á hæð, þéttur á velli og þéttur í lund. Annars er meðal- mennska það orð, sem síst átti við um hann. Ekki má gleymast að geta þess, þegar rætt er um afrek Þorsteins og afköst á mörgum starfssviðum, að hann stóð ekki einn og óstudd- ur i stórræðunum. Hans betri helmingur, konan hans blessuð, hún Inga, stóð jafnan við hlið hon- um, studdi hann og styrkti í störf- um hans og stríði og bjó honum hið yndislega heimili, athvarf hans og hvíldarstað. Þetta fann Þorsteinn líka vel og mat, og sam- lyndari hjónum og friðsælla heim- ilislífi hef ég ekki kynnst annars staðar en á Goðasteini. Þegar mig bar fyrst að dyrum Þorsteins og venjuleg kynningarorð höfðu farið milli okkar, voru það ósjálfráð viðbrögð hans að kalla inn í húsið: Inga mín, kennarinn er kominn. Móttökur nýs íbúa í húsið komu ekki síður til hennar kasta. Þessi ávarpsorð, Inga mín, átti ég eftir að heyra oft þennan vetur af vör- um Þorsteins, sögð með þessum sérstaka hreimi og áherslu, sem vitnaði um, að þetta voru ekki meiningarlaus og vanabundin gæluorð eða glamuryrði. Honum var ekki tamt að nota orð þannig. Hjá honum þýddu orðin það sem í þeim fólst, hvers eðlis sem þau voru. Hann kunni ekki að tala undir rós eða beita fagurgala. Hann sagði meiningu sína umbúðalaust við hvern sem var og kvað fast að orði — stundum ef til vill óþarflega fast. En þannig vill það verða, þar sem undir stóru skapi kynda heitar tilfinningar. En að loknum dögum umsvifa og baráttu, við uppgerð reikn- ingsskil og hlutlægt mat, breytast viðhorf gjarnan til manna og mál- efna. Storma samtíma átaka lægir og sær kyrrist. Þorsteinn dró sig tiltölulega snemma út úr hinum umdeildu, pólitísku störfum, ekki til að setjast í helgan stein eða lifa hóglífi á efri árum, slíku hefði hann ekki unað, heldur til að geta sinnt betur öðrum hugstæðum verkefnum, sem aldrei varð hörg- ull á. Hann hélt líka vel sínum hlut í glímunni við Elli kerlingu, þeirri glímu, sem aldrei fer þó nema á einn veg. Síðasta áratuginn bjó Þorsteinn „uppi á landi“ eftir að húsið hans góða, Goðasteinn, varð eldi og eimyrju að bráð í gosinu 1973. En marga fór hann ferðina út til Eyja, bæði í gosinu og eftir það, til að sinna þeim viðfangsefnum, sem hann bar fyrir brjósti og flest voru tengd Eyjunum. Skal þar fyrst og fremst nefna björgun óskabarns hans, Byggðasafnsins, sem hann hafði stofnað, eflt og annast um í hart nær hálfa öld. Fyrir þessi störf Þorsteins og önnur í þágu byggðarlagsins var hann gerður heiðursborgari Vest- mannaeyja árið 1978. Árið 1964 hafði hann verið gerður heiðursfé- lagi í Vestmannalaget í Bergen fyrir hið mikla afrek þitt, sam- ningu íslensk-norsku orðabókar- innar. Og árið 1981 var hann sæmdur „ólafsorðunni" fyrir störf Minning: Stefán Einarsson, járnsmiður, Miklubraut 90, Reykjavík, lést hinn 10. september síðastliðinn, liðlega sjötugur. Hann hné niður við vinnu sína fyrir meira en ári og lá meðvitundarlaus í nokkra mánuði, síðar komst hann til með- vitundar aftur. Hann var siðan heima uns kraftar hans þrutu. Mér er kært að minnast Stefáns Einarssonar með nokkrum orðum. Hann var kvæntur systur minni Hildi Benediktsdóttur, og eiga þau þrjú uppkomin börn, sem alls staðar er sómi að. Stefán Einars- son var þægilegur maður, sem gott var að heimsækja. Hann var sonur eins aðalstofnanda járn- smiðafélagsins hér í Reykjavik og hann fór aldrei af lífsskoðun föður síns, að verja málstað hins minni máttar. Þó deilt sé um það i dag hverjir verji málstað hins minnsta, þá fór Stefán Einarsson með þessa lifsskoðun sina út á vinstri væng þjóðmálanna og hvikaði þar aldrei frá. Hann sótt- ist ekki eftir mannvirðingum, þó var hann rökvís í besta lagi. Hann starfaði í Landsmiðjunni i Reykjavík allan sinn starfsaldur, eða liðlega fimmtíu ár. Hann bjó á Miklubraut frá 1951 og aldrei heyrði ég systur mína tala um að þau skorti eitt né neitt. Stefán Einarsson og Hildur sín að samskiptum Noregs og Is- lands. Fullyrða má, að ekki verður saga Vestmannaeyja um hálfrar aldar skeið, frá því um 1930 til 1980, svo sögð eða skráð, að ekki verði Þorsteins víða við getið og nafn hans raunar letrað stórum stöfum í umfjöllun flestra hinna stærri mála, er horfðu Eyjunum og íbúunum þar til heilla í menn- ingar- og framfaramálum. Það var þó ekki framagirni, sem kallaði Þorstein og hvatti til dáða, heldur brennandi áhugi hans á öllu því, er hann lét til sín taka. Hitt þykist ég vita, að sé honum mikilvægara og hugstæðara nú að leiðarlokum, hversu háan sess hann skipar í hugum margra þakklátra samferðamanna og samvistarfólks. Ég er aðeins einn þeirra, sem nú á kveðjustundu þakka forsjóninni fyrir það lán að hafa átt samleið með Þorsteini um stund og eignast óbifanlega vin- áttu hans. Kæra Inga og aðrir nánir vandamenn; Ég votta ykkur sam- úð mína. Ykkur gaf hann mest. ívar Bjömsson Þorsteinn Víglundsson var einn af bestu sonum íslands og við Norðmenn sjáum nú á bak miklum og einlægum vini Noregs. Á ís- landi er flestum meira og minna kunnugt hið mikla og merka starf hans í Vestmannaeyjum á sviði menntunar- og menningarmála. Ég vil t.d. nefna ársrit hans Blik, sem ég held að hann hafi haldið úti í 35 ár. Minjasafnið, sem hann lagði grundvöllinn að m.m. Við hér í Noregi höfum ríka ástæðu til þess að þakka Þorsteini fyrir hans mikla áhuga á norsk- íslensku samstarfi. Ber þá fyrst að nefna ísl.-norska orðabók hans og félaga hans hér í Noregi, sr. Eigil Lehmann og Sunnmæringsins Sig- urd Slyngstad. Hans er líka minnst i Vestmannalaget sem þakkar honum störf hans að ísl. -norskum málefnum. Orðabókin mun halda nafni hans á loft á ís- landi og hér í Noregi. Fyrir marg- háttuð störf hans heiðraði Ólafur Noregskonungur Þorstein er hann sæmdi hann Olavsorðunni. Ludvig Jerdal formann Vestmannalaget. Benediktsdóttir eignuðust þrjú börn. Elstur þeirra er Benedikt Garðar Stefánsson flugvélstjóri. Hann er kvæntur uragayískri prinsessu, en þau kynntust þegar hann var framvæmdastjóri fyrir einni af deildum Cargolux í Lúx- emborg. Þá er Einar Rúnar Stef- Fedd 29. október 1901 Díin 25. október 1984 Síminn hringdi, konan mín svaraði í símann og rödd sem við þekkjum bæði svo vel flutti okkur tíðindin. Hún amma, Sigriður Þorvarðardóttir, er dáin. Það var hún Sigga sem var dáin. Þessi kona sem ég hafði talað við, horfst í augu við, gert mig að meiri manni eftir en áður. Augu hennar lýstu svo mikilli reynslu að ég vona að ég fái aldrei skilið þau til fullnustu. En svo er um margt fólk af hennar kynslóð. t sumar sagði hún við mig: „Ég hef aldrei litið glaðan dag síðan hann Snorri minn dó.“ En nú vitum við það bæði, hún Sigga og ég, að 51 Þorsteinn frændi minn er búinn að fá hvíldina. Það er svo sem ekki annað en búist hafði verið við und- anfarna mánuði, heilsan hafði bil- að og aldurinn orðinn nokkuð hár. Þetta á ekki að verða minn- ingargrein í eiginlegum skilningi eða upprifjun á ævi frænda míns, það munu aðrir gera betur en ég, enda af miklu að taka á viðburða- ríkum æviferli hans. Mig langar aðeins að senda nokkur kveðju- og þakkarorð að lokum. Sem unglingur var ég tekin á heimili þeirra hjóna Þorsteins og Ingu að Goðasteini í Vestmanna- eyjum og mér veitt tækifæri til menntunar sem ég hefði annars varla fengið. Á heimili þeirra mætti mér aldrei annað en hlýja og gott atlæti af beggja hálfu. Þar ríkti reglusemi, elska og gagn- kvæm virðing hjónanna hvort fyrir öðru. Á samband þeirra virt- ist aldrei bera nokkurn skugga misklíðar eða sundurlyndis. Hann var svo heppinn að njóta um- hyggju hennar og hjúkrunar að heimili þeirra að Hjallabraut 5 utan seinustu dægranna áður en hann dó, en þá varð hann að fara í sjúkrahús. Nú var það hún sem var sú sterka, sú sem hann sótti stuðning til á seinustu stundum ævikvöldsins. Á yngri árum hafði hún á tímabili verið heilsuveil og hann þá hjúkrað henni, svona snú- ast hlutirnir oft við á langri ævi. Eftir að vist minni á heimili þeirra lauk, hafði ég lítið samband við þau hjónin um árabil, enda „vík milli vina“, nema hvað ég kom við hjá þeim í skipsferðum mínum austur á land ef viðkom- una í Vestmannaeyjum bar upp á heppilegan tíma. Én eftir gosið í Vestmannaeyjum fluttust þau til Hafnarfjarðar og tókst þá sam- band á ný. Á Hjallabrautinni mætti mcr sama hlýjan og góðvildin og í Goðasteini forðum þó rúmlega 20 ár væru umliðin. Þó Þorsteinn væri hættur störfum fyrir aldurs sakir hafði hann ekki tíma til að láta sér leiðast, áhugamálin voru svo mörg. Byggðasafn, blaðaút- gáfa, skjalasöfnun og skriftir. Hann var alltaf önnum kafinn og jafn fullur áhuga og á yngri árum. Að lokum sendi ég Ingu og öðr- um nánum aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíli kær frændi minn í friði. Nanna Gunnarsdóttir ánsson vélstjóri kvæntur og eiga þau hjón tvö börn. Þá er Erla Þrúður matvælafræðingur, gift, og býr ásamt íslenskum manni sínum í Svíþjóð. Með Stefáni Einarssyni er geng- inn farsæll maður til orðs og at- hafna, sem ég stend of nálægt til að geta verið alveg hlutlaus. Traustur og öruggur reglumaður, myndi kannski iýsa honum best. Ég votta systur minni samúð mína og börnum þeirra. En kannski stendur hún sterk i sorg- inni, þar sem hún vissi að þar fór gjörsamlega vammlaus maður. Blessuð veri minning hans. Sumarliði Steinarr Benediktsson. hann Snorri hefur tekið á móti henni og ég veit að gleði þeirra hefur orðið svo einlæg að sólin ein fær lýst henni er hún roðar kvöld- himininn. Við sem eftir sitjum sjáum á eftir stórum manni og á skilnað- arstund gerum við okkur ef til vill betur ljósa þá miklu ábyrgð og skyldur sem lífið leggur okkur á herðar, að takast á við lífið eins og það er, og segja við okkur sjálf: hún gat það og gerði það. Þeir sem næst henni stóðu og við öll sem horfðum i augu hennar sáum hvað er hægt að gera öðrum mikið gagn með því að vera til, glöð og full baráttu til lífsins. Benni Stefán Einars- son járnsmiður Sigríöur Þorvarðar- dóttir Kveðjuorð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.