Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 02.11.1984, Blaðsíða 64
OPIÐALLADAGAFRA KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆtl. SlMI 11633 EVTT KORT AIIS StMMR FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Enska knattspyrnan: Þrjár beinar útsendingar fyrir áramót SJÓNVARPIÐ hefur íkveðið að sýna beint um gervihnött þrjá leiki úr ensku deildarkeppninni í knatt- spyrnu. Fyrsti leikurinn sem sýndur verður er viðureign Watford og Sheffield Wednesday og verður það þann 17. nóvember næstkom- andi. Þá verður bein útsending frá Englandi þann 1. desember og 15. desember, en ekki hefur verið ákveðið frá hvaða leikjum sýnt verður, að sögn Bjarna Felixsonar, íþróttafréttamanns Sjónvarps. Þá er fyrirhugað að sýna beint frá leikjum á Englandi eftir áramót. Þá sagði Bjarni að unnið væri að því, að sýna beint viðureign Wales og íslands í heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu, en óljóst væri enn hvort af því gæti orðið. Þjófnaðurinn í Vesturröst upplýstur ÞJÓFURINN, sem fyrir nokkru stal 10 byssum — 6 rifflum og 4 hagla- byssum úr verzluninni Vesturöst hefur verið handtekinn og hefur Rannsóknarlögregla ríksins krafist 90 daga gæzluvarðhalds yfir mann- inum vegna síbrota. Maðurinn er 24 ára gamall. Hann sat í síbrotagæzlu frá 1. september síðastliðnum til 17. október. Á meðan hann sat inni var unnið við að Ijúka rannsókn mála á hendur honum, en þau voru fjöl- mörg. Hann hefur hlotið þrettán dóma fyrir afbrot. Manninum hafði vart fyrr ver- ið sleppt úr varðhaldi, en hann hafði tekið upp fyrri iðju. Hann hefur viðurkennt meðal annms innbrot í Sjónvarpsmiðstöðini, þar sem hann stal peningakassa, Bústaðabúðina þar sem hann stal matvælum, tékkneska sendiráðið þaðan sem 3 kössum af bjór var stolið, svo og 40 lítrum af benzíni og kristal. Þá hefur hann viður- kennt innbrot í myndbandaleig- una Skjásýn. Þar stal hann sjón- varpstæki, en hafði glatað þegar lögreglan handtók hann í fyrri- nótt. Sakadómari tók sér frest til að úrskurða í máli mannsins. Seltjarnarnes: Ljósmynd Snorri Snorrason. Háhyrningur á sfldveiðum ÞAÐ ERU fleiri sem sækja í sfldina en við mennirn- ir. Síldin er líka étin I sjónum og eru háhyrningar meðal þeirra sjávardýra, sem gjarnan gera sér daga- mun og flykkjast í sfldarveizlur. Mikil sfldveiði hef- ur verið á Reyðarfirði að undanförnu og hafa há- hyrningarnir gert sig heimakomna við nætur og net, þegar dregið er og gætt sér á því, sem til fellur. Hér má sjá einn þeirra keppa við reknetabátinn Skógey frá Hornafirði um silfur hafsins. Eyjar: Sérstök stemmning í sfldinni VeHtmannaeyjar. 1. nóvember. SÍLDARSÖLTUN hér í Vest- mannaeyjum á þessari vertíð fer nú að nálgast 10 þúsund tunnur og hefur hér allt verið á útopn- uðu við sfldarsöltun og landanir síðustu dagana. Um hádegið í dag var tunnufjöldinn kominn yfir 9000, en saltað er á fimm söltunarstöðvum. Mest hafði verið saltað hjá Vinnslustöð- inni, i 5000 tunnur. Hraðfryst- istöðin hafði saltað í 1500 tunnur, ísfélagið í 1200 tunn- ur, Fiskiðjan í 1000 tunnur og Klif 1 300 tunnur. Alveg sér- stök stemmning færist yfir bæinn þegar byrjað er að vinna síld, eins og gangur hins daglega lífs skipti upp um gir. Um 10 þúsund lestir af loð- nu hafa borist hér á land á vertíðinni og skiptist sá afli til helminga á þær tvær loðnu- bræðslur sem hér eru starf- andi. h.KJ. Morgunblaðið/ RAX. Jólasveinn- inn kominn „Bráóum koma blessuð jólin, börnin fara að hlakka til,“ segir í vísunni. Jólasveinninn minnir okkur á nærveru jólanna og nú er hann kominn í gluggann í Rammagerðinni. Þar birtist hann alla jafna fyrst. Bæjarþing Reykjavíkiir: Málarekstur vegna vanskila stóreykst MIKIL aukning hefur verið á málafjölda hjá bæjarþingi Reykja- víkur vegna vanskilaskulda. í sept- ember voru 2.162 mál þingfest í bæjarþingi samanborið við 1.340 árið áður, sem þó var metár, og 1.340 mál voru þingfest í október samanborið við 1.245 árið áður. Þingfestingar þessa tvo mánuði voru því um 500 fleiri samanborið við 1983. Það er einkum mála- rekstur vegna vangoldinna kaup- samninga og víxla, sem bankarnir hafa vísað til dómstóla. Aukning þingfestinga hefur verið mikil tvö síðastliðin ár. Árið 1983 voru 12.774 mál þingfest í bæjarþingi Reykjavíkur samanborið við 8.660 mál 1982. Þessi mikli fjöldi hefur valdið röskun á starfi bæjarþings. Sú starfsregla hefur verið viðhöfð að fulltrúar embættisins hafa haft þennan málaflokk með höndum. Þeir hafa hins vegar verið vfir- hlaðnir störfum og hafa cómarar embættisins orðið að taka mál aukalega vegna hins mikla mála- fjölda. Þórður Ólafsson, forstöðumaður Bankaeftirlitsins sagði í samtali við Mbl. að þó tölur lægju ekki enn fyrir, væri ljóst að vanskil í bönk- um hefðu vaxið mikið að undan- förnu. Samningaviðræður í strand SÁTTAFUNDUR í kjaradeilu Sel- tjarnarnesbæjar og bæjarstarfs- manna var haldinn í gær og lauk honum um kvöldmatarleytið án þess að samkomulag næðist. Annar fund- ur hefur ekki verið boðaður í deil- Sigurgeir Sigurðsson, bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi, sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaösins í gærkvöldi, að samninga- nefnd bæjarstarfsmanna hefði komið með Reykjavíkursamn- ingana óbreytta, en þar væru at- riði sem bæjarstjórnin gæti ekki sætt sig við. Var þar einkum um að ræöa launaflokkshækkun eftir 12. launaflokk, eftir þrjú ár í starfi, sem Seltjarnarnesbær gat ekki sætt sig við, að sögn Sigur- geirs. Sagði Sigurgeir, að Reykja- víkurborg hefði notað það atriði til að kaupa sig út úr ákvæðinu um flutningslínuna við Elliðaárn- ar og væri það raunar ekki inni í aðalkjarasamningi, heldur sér- kjarasamningsatriði, sem hefði verið bætt við samninginn með bókun. Samkvæmt þessu félli niður hjá Reykjavíkurborg, eftir eitt ár, aukagreiðsla fyrir starfsmenn borgarinnar sem vinna innan við Elliðaár, sem væri verulegur kostnaður hjá þeim og þeir hefðu metið á heilan launa- flokk. „Þetta vildi okkar starfsmanna- félag fá líka, án þess að nokkuð kæmi þar í staðinn. Við gátum ekki fallist á þetta, enda hefði það þýtt samþykkt af okkar hálfu um beina kauphækkun umfram Reykjavíkursamningana. Það slitnaði því upp úr þessum viðræð- um i bili, en við munum væntan- lega taka upp þráðinn mjög fljót- lega því vitanlega þarf að leysa þessi mál sem fyrst," sagði Sigur- geir Sigurðsson, bæjarstjóri á Sel- tjarnarnesi. Skipafélögin: Tugmilljóna tap í verkfalli SKIPAFÉLÖGIN létu hefja vinnu við lo.sun og lestun þeirra skipa sem voru í höfnum strax og verkfaili BSRB var frestað og í gær var hafist handa við að sigla þeim skipum inn og út úr höfnum sem þörf var á eftir að Starfsmannafélag Reykjavíkur frestaði verkfalli sínu. Þó mun taka langan tíma fyrir skipafélögin að koma flutningaskipunum aftur inn í réttar áætlanir, einhverjar vikur í sumum tilvikum. Hjá skipafélögunum liggja ekki fyrir nákvæmir útreikningar á fjárhagslegu tjóni þeirra vegna verkfallsins. Samkvæmt upplýs- ingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér nemur tap Eimskips og Hafskips vegna verkfallsins tug- um milljóna hjá hvoru félagi. Tekur allt að hálfum mánuði að koma skipum inn í réttar áætlan- ir í millilandasiglingum. Þórður Sverrisson, fulltrúi framkvæmda- stjóra hjá Eimskip, sagði að verk- fallið hefði truflað siglingar fé- lagsins á milli Evrópu og Amer- íku og valdið viðskiptavinum þess tjóni þannig að það gæti skaðað orðstir félagsins til langframa. Tekjutap Ríkisskips í verkfalli BSRB nam 6 til 7 milljónum kr. og er nettótap félagsins vegna verk- fallsins gróft reiknað um 4 millj- ónir kr. að sögn Guðmundar Ein- arssonar, forstjóra Ríkisskips. Eins og kunnugt er stöðvuðu verk- fallsverðir ferðir strandferða- skipa stofnunarinnar. Guðmund- ur vildi hvorki neita því né játa þegar hann var spurður að þvi hvort Ríkisskip færi í skaðabóta- mál við BSRB vegna þessa, sagði að engin ákvörðun hefði verið tek- in í þessu efni. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.