Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 19. árgangur stórviðburða í myndum og máli kominn út ÚT ER kominn 19. árgangur þessa annáls heimsmálanna í myndum og máli með íslenskum sérkafla. Þetta er stór bók, 344 blaðsíóur í símaskrárbroti. Myndirnar í bók- inni eru 480 talsins, þar af 230, eóa tæpur helmingur, í lit. Efnisskipan er svipuð og undanfarin ár, en þó er alltaf einhver breyting nánast á hverju ári. Sjálfur annáll ársins er í tólf köflum, einn fyrir hvern mán- uð, og byrjar hver þeirra á eins- konar fréttaskýringu, þar sem fjallað er um helsta viðurð mánað- arins. Síðan eru atburðir raktir frá degi til dags og loks er svo mynda- annáll mánaðarins. Á fremstu 16 síðum bókarinn- ar er kafli sem nefnist „í brenni- depli á árinu,“ þar sem stiklað er á stærstu atburðum ársins, birt- ar hagtölur um alþjóðaviðskipti, vígbúnað, fólksfjölgun, þróun- arhjálp o.fl. Á eftir annál ársins koma greinar um ýmis mál: alþjóða- stjórnmál, tækni og vísindi. læknisfræði, kvikmyndir, tísku og íþróttir. Greinin um alþjóða- stjórnmál í þesari árbók nefnist „Tímasprengjurnar í þriðja heiminum“ og fjallar á mjög at- hyglisverðan og raunsæjan hátt um samskipti „Norðurs og Suð- urs“, þ.e. milli iðnþróaðra landa og þróunarlandanna og hvernig þau samskipti eru óaðskiljanlega tengd alþjoðaviðskiptum, þ.á m. vopnasölu og verðlagi á hráefn- um. Greinin um vísindi heitir „Eru skógarnir að deyja?“ og er eftir tvo þýska prófessora. Hún fjallar um hinn ískyggilega trjá- dauða í Evrópu af völdum meng- unar frá stóriðju og útblásturs- lofti bifreiða, einkum frá hinu súra regni sem henni fylgir. Stjórnvöld eru nú loks farin að viðurkenna þá ógn sem öllu líf- ríkinu stafar af þessari mengun og var skógadauðinn m.a. á dagskrá á ráðstefnu FAO, sem nýlega var haldin hér í Reykja- vík. Greinin um læknisfræði Aðstandendur bókarinnar, frá vinstri: Björn Jóhannsson, Hafsteinn Guðmundsson og Gísli Olafsson. nefnist „AIDS og önnur læknis- fræðileg fyrirbrigði". Hún fjall- ar ítarlega um hinn nýja sjúk- dóm, sem fyrst varð vart 1981 og valdið hefur ugg á Vesturlönd- um, þvi að hann er í flestum til- fellum banvænn. AIDS hefur á íslensku hlotið nafnið „áunninn ónæmisbrestur" og gefur nafnið hugmynd um eðli hans. Hann hefur sem betur fer ekki borist hingað til lands enn. Ýmissa merkra áfanga í læknisfræði er einnig getið I greininni. Greinin um kvikmyndir nefnist „Árás- arhvötinni svarað" og fjallar hún um markverðustu myndirn- ar sem fram komu á árinu og eru í henni fjöldi litmynda. Greinin um tískuna heitir „Afturhvarf til kvenlegs þokka“ og gefur nafnið til kynna í hvaða átt tísk- an hefur þróast á árinu. Fjöldi litmynda er í greininni. Flest öll- um greinum íþrótta eru gerð ít- arleg skil í kaflanum um íþrótt- ir, sem er ríkulega skreyttur litmyndum. íslenski kaflinn er á sínum stað í bókinni. í honum er, eins og í fyrri árbókum, stiklað á stóru um helstu viðburði hér á landi á árinu og mynd, ein eða fleiri, frá hverjum viðburði sem um er fjallað. „Árið 1983“ er alþjóðleg út- gáfa og er aðalútgefandi „Welt- rundschau AG“ í Sviss. Bókin kemur út á átta tungumálum: þýsku, frönsku, ensku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og is- lensku. Gísli Ólafsson er ritstjóri ís- lensku útgáfunnar, Björn Jó- hannsson er höfundur íslenska kaflans, en Hafsteinn Guð- mundsson hannaði hann. Hafa þeir þremenningarnir unnið að bókinni frá upphafi. Útgefandi er Bókaútgáfan Þjóðsaga. Höfum opnaö Lækningastofu aö Þórsgötu 26, 1. hæö. Viðtalsbeiðnir í síma 29698 kl. 9.15—16.00 alla virka daga. Sveinn Már Gunnarsson, læknir. Sérgrein: Barnalækningar. Svorrír Bjarnaton, læknir. Sérgrein: Barnageölækningar. Pétur Lúðvígsson, læknir. Sérgrein: Barnalækningar og heila- og taugasjúkdómar barna. Stefán Hreiðarsson, læknir. Sérgrein: Barnalækningar. Pulitzer Þriöja vildarhóteliö okkar er Pulitzer, þar sem vió höfum notiö eins fegursta hótelherbergis, sem viö höfum séö. Allt hóteiiö er innréttaö af frábœrri smekk- visi í nútímastíl innan i sautján samliggj- andi húsum. Þau eru flest frá fyrri hluta 17. aldar og sum frá þvi um 1600, frá tima Guöbrands biskups Þorlákssonar. Flest hinna 200 herbergja hótelsins snúa aö Prinsengracht, en í rauninni nær hóteliö meira eöa minna yfir heila buröargrindar. I sumum öörum her- bergjum eru bitar meira áberandi, svo og berir múrsteinsveggir. Herbergiö náöi yfir heila húsbreidd út aö Prins- engracht og var fullt af sólskini. Hinir björtu og samstæöu litir herberg- isins og búnaöar þess mögnuöu sumar- stemmninguna. Stólar og annar búnaö- ur var hinn þægilegasti og vandaöasti. Sama var aö segja um baöherbergiö. Allt var hreint og nýtt sem ónotaö væri, indæl hótelvin í Amsterdam. Yfirleitt mælum viö meö slíkum her- bergjum, sem snúa út aö sikjum Enn á Pulitzer var víöa fallegt útsýni úr bak- herbergjum niöur í friösælan hótelgarö- inn meö indælu kastaníutré, svo aö hin- ir óheppnu veröa lika heppnir. Frá Pulítzer eru aöeins 300 metrar aö Húsi önnu Frank og annaö eins aó tískuhverfinu Jordaan. Tveggja manna herbergi kostaöi R 240 án morgunveröar. Farþegar Arnarflugs borga hins vegar aöeins Fl 210 meö morgunveröi og fá enn meiri vildarkjör utan annatimans Þaó gerir hóteliö einkar freistandi. húsablokk milli þess síkis og Keizer- gracht Þar aö aftanveröu er gengiö til hótelbars og veitingastofunnar Goeds- bloem, sem er þekkt fyrir hina nýju, frönsku matargeröarlist. Aö utanveröu bendir fátt til, aö hér sé hótel hiö innra. Anddyriö er litiö og yfir- iætislaust og starfsliöiö er þægilegt og afslappaö A jaröhæöinni eru miklir rangalar inn húsagaröinn aö hótelpart- inum viö Keizergracht. Lyfta er i hótelinu, en eigi aö síöur þurfa menn sífellt aó ganga upp og niöur smátröppur, því aö gólfin í húsunum sautján standast engan veginn a Þetta Flu9,é,a9 meö ferskan blæ. ARNARFLUG Lágmúla 7 — Sími 84477. eru skemmtilegir gangar fyrir þá, sem ekki eru fatlaöir. Herbergi nr. 419 var óvenjulega smekklegt. meö öllum nutimaþægind- um undir berum bitum hinnar öldnu Helgarferöir (3 nætur) kr. 12.484. Vikuterðir (7 nætur) kr. 15.006. tnnifalíð i varði: Flug tll og tri Amstardam, gialing f 2ja manna har- bargi mað morgunmat. Ólafur Ásgeirason Skipaður þjóð- skjalavörður Umsóknarfresti um stöðu þjóð- skjalavarðar lauk 5. september síð- astliðinn. Ráðuneytinu bárust 5 um- sóknir og voru umsækjendur þessir. Guðrún Ása Grímsdóttir sagnfræðingur, J6n Kristvin Margeirsson skjalavörður í Þjóð- skjalasafni, ólafur Ásgeirsson skólameistari, Sigfús Haukur Andrésson skjalavörður í Þjóð- skjalasafni og Vigdís Jónsdóttir yfirskjalavörður Alþingis. Síð- asttaldi umsækjandinn dró um- sókn sína til baka. Forseti íslands hefur að tillögu menntamálaráðherra skipað ólaf Ásgeirsson þjóðskjalavörð frá 1. desember 1984 að telja. H)fóar til fólks í Öllum starfsgremum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.