Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 Breytingar hjá Búnaðardeild Sambandsins Við þær breytingar sem gerð- ar voru á skipulagi Sambandsins á sl. sumri var meðal annars stofnuð ný rekstrardeild sem nefnd hefur verið Búnaðardeild. Búnaðardeildin hefur það verk- efni fyrst og fremst að sjá bænd- um og öðrum þeim, sem land- búnað stunda í einhverri mynd, fyrir nauðsynlegustu vélum og öðrum búnaði ásamt margs kon- ar rekstrarvörum. Búnaðardeildin tók við þeim rekstri sem áður var í búvéla- deild Véladeildar Sambands- ins og hjá Dráttarvélum hf. og hafa þau vélaumboð sem þar voru fyrir öll verið færð til Búnaðardeildar. Þá tók deildin við rekstri fóðurdeildar inn- flutningsdeildar, bæði fóður- blöndunarstöðinni og svo öll- um innflutningi og dreifingu á fóðurvörum og fræi. Einnig var innflutningur og sala á girðingaefni flutt frá innflutn- ingsdeild til Búnaðardeildar. Nokkurn tíma hefur tekið að sameina þessar rekstursein- ingar en nú hefur Búnaðar- deildin opnað skrifstofur sínar og verslun í Ármúla 3, (Hall- armúlamegin) og er starf- semin hafin þar af fullum krafti. Framkvæmdastjóri Búnað- ardeildar er Jón Þór Jó- hannsson, sem áður var fram- kvæmdastjóri Véladeildar Sambandsins, en fulltrúi hans er Gunnar Gunnarsson, sem áður var framkvæmdastjóri Dráttarvéla hf. (FrétutilkjrMBÍng fri BúnntardeiM Snmbnndniu.) Atvinnuleysi aldrei meira í Bretlandi l/ondon, I. nóvember. AP. Alvinnuley.singjar í Bretlandi í októbermánuði voru samtals 3.101.200 eða 2.800 fleiri en nokkru sinni áður, að sögn atvinnumála- ráðuneytisins. Búist er við að atvinnulausum fjölgi lítillega fram til áramóta er fyrirtæki draga saman yfir vetr- armánuðina. í tölu atvinnulausra er ekki reiknað með um 490 þúsund manns sem þátt taka í alls kyns starfsþjálfunarverkefnum á veg- um hins opinbera vegna atvinnu- leysisins. Sviss dregst saman Baden. Svin, 2. nóvember. AP. SVISS er hægt og rólega að drag- ast saraan, en fjöllin þar hækka, að því er fram kemur f landmæl- ingum sem kunngerðar voru í dag. Fjarlægðin milli norður- og suðurlandamæra landsins, sem er um 210 kílómetrar, styttist árlega um þrjá millimetra, en Alparnir bæta ofan á sig um einum og hálfum millimetra ár hvert, segir í niðurstöðum rann- sóknarinnar, sem byggð er á samanburðartölum er ná aftur til ársins 1906. ÚTVARP/SJÓNVARP Pálmi Á. Getrtsson í hlutverki sínu sem Jenn. Sveinbjörn L Baldvinsson Sólveig Pálsdóttir ( hlutverki sinu aem Anna. 99 Þetta verður allt í lagi“ í kvöld sýnir sjónvarpið nýtt íslenskt leikrit eftir Sveinbjörn I. Bald- vinsson. Verkið nefnist „Þetta verður allt í lagi“ og fjallar um ung hjón sem vilja gjarnan bæta húsakost sinn. Þau hjón eiga eitt barn, en þegar konan uppgötvar að hún á von á öðru, þá verða hjónin að taka ákvörðun um hvort eigi að ganga fyrir, bamið eða íbúðin. Hvort heldur þau gera, þá á ákvörðunin eftir að fylgja þeim alla ævi. Leikarar í verkinu eru Sólveig Pálsdóttir, Pálmi Gestsson, Rúrik Haraldsson, Edda Guðmundsdóttir, Soffía Jakobsdóttir, Jón Gunnarsson og Arnaldur Máni Finnsson. Leikstjóri er Steindór Hjörleifsson, en um myndatöku sér Einar Páll Einarsson, hljóð Vilmundur Þór Gíslason og leikmynd Gunnar Baldursson. Stjórn upptöku annaðist Tage Ammendrup. „Stundin okkar“ hefst á ný Fyrsta Stundin okkar á þessu ^ hausti verður á dagskrá sjónvarps í dag kl. 18.10. Kennir þar margra grasa og má m.a. nefna að sýndur verður skrykkdans, en það eru drengirnir í „New York City Breakers“-flokknum sem sjá um þær bolvind- ur. Leikbrúðusýning verð- ur og að þessu sinni er það sagan um Búkollu, sem verður sýnd. Smjattpatt- arnir verða á sínum stað og óli prik kemur í heim- sókn. Loks hefst nýr framhaldsþáttur eftir Þorstein Marelsson og nefnist hann „Eftirminni- leg ferð“. Fyrsti þátturinn heitir „Veitt 1 soðið“ og er um tvo stráka á ferð með frænda sínum um Suður- land. Umsjónarmenn Stundarinnar eru Ása H. Ragnarsdóttir og Þor- steinn Marelsson, en upp- töku stjórnar Valdimar Leifsson. Tveir nýir kynnar Uka til starfa hjá „Mtundinni okkar“ í retur. Hér sést Darfð Bjarnason ( beldur óvenjulegri þularstell- ingu. Annar þuhir Stundarinnar er Friógeir Grfmsson, sem virðist hafa lent f einhverjnm brösum og fengið plástur á kinn. Hann er þó mjög valdsmannslegur með kaskeitið. SUNNUEX4GUR 4. nóvember 8.00 Morgunandakt. Séra Bragi Friðriksson prófastur flytur rrtningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veöurtregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) 8.35 Létt morgunlög. a. Georghe Rada leikur á fiölu rúmertsk þjóðlög meö Cris- ana-hljómsveitinni. b. The Chíettains leika Irsk þjóölög. c. David og Michael leika sl- gild lög á flautu og harmón- iku. 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar. a. Til- brigði ettir George Thalben- Ball um stef eftir Paganini og Tokkata f F-dúr um Orgel- sintóníu nr. 5 eftir Charles- Marie Widor. Jennifer Bate leikur á orgelið I Albert Hall I Lundúnum. b. Fantasla fyrir pianó og hljðmsveit op. 111 eftir Gabriel Fauré. Alicia De Larrocha leikur með Fllharm- óniusveil Lundúna; Rafael Frúhbeck de Burgos stj. c. Fiðlukonsert nr. 3 I h-moll op. 61 eftir Camllle Saint- Saéns. Itzhak Perlman leikur með Parlsarhljómsveitinni; Daniel Barenboim stj. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10Í5 Stefnumót við Sturlunga. Umsjón: Einar Karl Haralds- son. 11.00 Messa I Bústaðakirkju. Prestur; séra Ólafur Skúla- son. Organleikari: Guðni Þ. Guðmundsson. Hádegistón- leikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.30 Aö útbreiöa orðiö. Mál- frlöur Finnbogadóttir tekur saman dagskrá um út- breiöslu Bibllunnar og lestur hennar. Rætt við Harald Ólafsson kristniboða og dr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Flytjandi meö Málfrlði: Jó- hannes Tómasson. 14.30 Tónleikar Musica Nova I Menntaskólanum við Hamrahllð 2. sept. sl. Edith Picht-Axenfeld leikur þrjú pl- anóiðg op. 11 eftir Arnold Schönberg og .Barnaleik", sjó lltil lög eftir Helmut Lach- enmann. Halldór Haraldsson planóleikari kynnir. 15.10 Með bros á vör Svavar Gests velur og kynnir efni úr gömlum spurninga- og skemmtiþáttum útvarps- ins. UTVARP 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Til varnar smáþjóðum. Gylfi Þ. Glslason prófessor flytur erindi. 17.00 Slödegistónleikar: Norsk tónlist. a. Bourré úr .Suite ancienne" op. 31 og Norsk rapsódla nr. 1 eftir Johan Halvorsen. .Harmonien“- hljómsveitin I Bergen leikur; Karsten Andersen stjórnar. b. Fiölusónata nr. 2 i G-dúr op. 13 og .Frá tlmum Hol- bergs", svlta I gömlum stll op. 40 eftir Edward Grieg. Soon Mi-Chung og Einar Henning Smebye leika á fiölu og pfanó. (Frá tónlist- arhátlöinni I Bergen sl. sumar.) 18.00 Það var og... Út um hvippinn og hvappinn meö Þráni Bertelssyni. 1820 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurtregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Ettir fréttir Umsjón: Bernharður Guö- mundsson. 1950 Hvlslað að klettinum. Hjalti Rðgnvaldsson les Ijóð ettir Paulus Utsi I þýðingu Einars Braga. 20.00 Þá var ég ungur. Um- sjón: Andrés Sigurvinsson. 21.00 Merkar hljóðritanir. Fll- harmónlusveitin I Vlnarborg og Columbia-hljómsveitln leika. Einleikari og stjórn- andi: Bruno Walter. a. Plan- ókonsert nr. 20 I d-moll SJÓNVARP 18.00 Sunnudagshugvekja Séra Heimir Steinsson flytur. 18.10 Stundin okkar I fyrstu „Stundinni okkar" á þessu hausti er margt meö nýju sniði en efni hennar verður annars sem hér seglr. I skrykkdansfjætti kemur m.a. fram danstlokkurinn „New Vork City Breakers". Leikbrúðuland sýnir þjóð- söguna „Búkollu". Smjatt- pattar birtast á ný og nýr furöufugl. sem heitir Óli prlk, kemur til sögunnar. Loks hefst nýr framhaldsmynda- flokkur, „Eftlrmlnnileg ferö“, ettir Þorstein Marelsson, „Veitt l soöiö" nefnist fyrsti SUNNUD4GUR 4. nóvember þátturinn af fjórum um tvo stráka á (erö um Suðurland með frænda slnum. Umsjónarmenn eru Asa H. Ragnarsdóttir og Þorstelnn Marelsson en upptöku stjórnar Valdimar Leifsson. 19.10 Hlé 19Æ0 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fróttir og veður 2025 Auglýsingar og dagskrá 2025 Sjðnvarp næstu viku Umsjónarmaður Guðmundur Ingi Kristjánsson 20.55 Þetta veröur allt I lagi Sjónvarpsleikrit eftir Svein- björn I. Baldvinsson. Leikstjóri Steindór Hjörleifs- son. Persónur og leikendur Anna, Sólveig Pálsdóttir, Jens, Pálmi Gestsson, Gaui, Rúrik Haraldsson, Guörún, Edda Guðmundsdóttir, algr.st., Soffla Jakobsdóttlr, bankastj., Jón Gunnarsson, sonur, Arnaldur Máni Flnns- son. Myndataka: Einar Páll Einarsson. Hljóð: Vilmundur Þór Gislason. Leikmynd: Gunnar Baldursson. Stjórn upptöku: Tage Ammendrup. 22.05 Marco Polo Þriðji þáttur. Italskur framhaldsmyndaflokkur I fjórum þáttum. Leikstjóri Giulino Montaldo. Aðalhlut- verk Ken Marshall. Þýöandi Þorsteinn Helgason. 23.40 Dagskrárlok. K466 ettir Wolfgang Amade- us Mozart. b. Forleikur að óperunni „Lohengrin" og „Siegfried ldyll“ ettir Richard Wagner. 2120 Tveir frásðguþættir eftir Jónas Arnason. Höfundur les. 2220 Tónleikar. „Richard lll“, sinfóniskt Ijóð op. 11 eftir Bedrich Smetana. Sinfónlu- hljómsveit útvarpsins l Múnchen leikur; Rafael Kubelik stj. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 2225 „I ásjónu þinni, Dodda“, smásaga eftir Grete Sten- bæk Jensen. Kristln Bjarna- dóttir les þýöingu slna. 23.00 Djasssaga. — Jón Múii Arnason. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. RAS 2 SUNNUD4GUR 4. nóvember 13.30—18.00 S-2 (sunnudags þáttur) Tónlist, getraun, gestir og létt spjall. Þá eru elnnig 20 vlnsælustu lög vikunnar leik- infrákl. 16.00—18.00. Stjórnendur: Páll Þorsteins- son og Asgeir Tómasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.