Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 9 HUGVEKJA eftir séra Guðmund óskar ólafsson Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki. ML 5:1. Fyrir nokkrum árum var hann Jóhann Pétur mikið um- talaður. Hann er sex ára sögu- hetja í verðlaunabókinni: Riddarar hringstigans. Um hann var mælt í ritdómi: „í hugarheimi hans fléttast ím- yndun og raunveruleiki oft á kostulegan hátt: öskutunnulok breytist í fljúgandi teppi, sem svífur með hann úr klípu út í heiminn ... Þegar skyggir breytist fokheldur kumbaldi í reisulegan kastala, hvítbotna gúmmískór í vakra gæðinga og naglaspítur í sverð .. “ A erfiðum stundum þá flýr Jóhann Pétur inn í óraunveru- leikann og segir bara: Ég er ekki til — ég er hvergi, því það getur verið erfiðara en orð fá lýst að vera til. Sennilega gætu ýmsir kann- ast við sig í sporunum hans Jóhanns Péturs. Það á sér margur einkennilega drauma, þó að jafnvel mörgum sinnum sex ár séu að baki og þá geta allt eins blankskór orðið að glæsilegum gæðingum í hug- arheimi, sem bera í burtu frá öllu sem reyndist svo smátt og leiðigjarnt í hvunndeginum. Hamingjuleit manna er á stundum furðuleg ferð, já mik- ill hringstiga þreytingur á vit ævintýra. En þegar blásturinn feykir hillingum, svo eftir stendur nakinn veruleiki, þá er bragðið hans Jóhanns Péturs vísasta bjargráðið: Ég er hvergi — ég er ekki til. Ætli að Jesús hafi átt við þessi ráð til að komast af í heiminum fyrir þá, sem eru sorgmæddir eða ofsóttir, fyrir þá sem þrá frið og réttlæti, en sjá andstæðurn- ar allt í kringum sig? Ætli að Jesús hafi meint að þeir ættu að fljúga á öskutunnulokinu í huganum og verða sælir af því að loka úti raunveruleikann? Einu sinni voru til menn innan kristninnar, sem álitu að þetta væri einmitt það, sem Jesús hefði átt við. Þeir, sem þessu trúðu, þeir lögðu sig fram um að komast í burtu frá öllu sem óhreinkaði þá í veröldinni, þeir settust gjarnan að fjarri öðru fólki, bjuggu sér stað í hellum eða álíka stöðum þar sem ein- seta þeirra var trygg. Og þeir töldu sig sæla, vegna fátæktar sinnar og einveru, fjarri skarkalanum í heiminum. En Fjallræðan, hvorki upphaf hennar, sem vitnað er til hér efst á blaði, né endir hennar, hefur verið kölluð frelsisskrá, vegna þess að boðskapur henn- ar væri að losa okkur frá öðru fólki, heldur vegna þess að hún skorar á okkur til hins gagn- stæða, þ.e. að lifa í raunveru- leikanum, starfa í heiminum, sem vottar Drottins með vilja hans að markmiði og ætlunar- verki á akrinum þar sem at- burðirnir gerast. Á allra heil- agra messu er ekki verið að minnast sérstaklega votta Krists sem hafa verið duglegir að svífa á teppum út í óendan- leikann þegar þeir komust í klípu, heldur þeirra, sem voru svo fátækir í anda að geta tek- ið alvarlega það sem ætíð sýndist heimskulegt í heimsins augum, að þeir gætu verið og ættu að vera ljós heimsins og salt jarðar með Orðið eitt að vopni, orðið um kærleika Guðs. I mörg hundruð ár hafði sú þjóð, sem fyrst heyrði Fjall- ræðuna verið að leita að Messíasi, konungi, sem kæmi og sigraði með sjáanlegum styrk og hervaldi og leiddi ör- þrota, kúgaða smáþjóð úr áþján og böndum. Eitt sinn hafði henni verið fluttur þessi boðskapur: „Statt upp, skín þú, því að ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér.“ En í gagngerðri andstöðu við hvernig vonir þessar rættust, þá birtist hann sem flutti Fjallræðuna: Sælir eru fátæk- ir í anda, hógværir, hjarta- hreinir og ofsóttir. Hér birtist frelsisskrá auðmýktar, þjón- ustu og þjáninga, þar sem vopnin eiga að vera salt, en ekki sverð, ljós en ekki lag- vopn. Hér er lýst yfir gjald- þroti grimmdarinnar, hnefa- réttar, og hroka, í skiptum fyrir jöfn réttindi allra manna, frið, miskunnsemi og huggun. Allt frá þessum tíma- mótum hafa manneskjur margar hverjar tekið alvar- lega'þessa frelsisskrá og þann sem hana flutti. Fyrir það fólk vill kristin kirkja þakka á þeim messudegi sem kallast allra heilagra messa, færa fram þakkargjörð fyrir þá sem Kristur fékk að höndla og helga og umskapa til blessun- aráhrifa á meðal okkar. Þessir fylgjendur tóku það til sín að þeir væru sælir, en þó ekki í þeim skilningi að þeir hefðu í sig fylli eða á sér værð öðrum fremur, heldur sælir, blessaðir í þeim skilningi að finna sig ekki framar þurfa að fljúga á öskutunnuloki i huganum út í óvissuna í leit að sælu óraun- veruleikans, heldur frjálsir af því að dýrð Drottins hafði runnið upp fyrir þeim 1 dags- verkunum. En eru það þá af- reksmennirnir í víngarði Drottins, sem við erum að minnast á þessum messudegi? Við þeirri spurningu er svarið bæði já og nei. Hver er afreks- maður og hver ekki. Er það sá sem mest er umtalaður, sá sem fjöldann leiddi og til foringja var borinn. Víst getur svo ver- ið, víst getur sá verið í fyrir- svari, sem er jafnframt heils- hugar vottur Krists og fátæk- ur í anda. En aðrir eru þeir einnig á akri kristninnar, sem voru og eru sælir og sannir fylgjendur án þess að vera af- reksmenn i augum heimsins. Hún er í þessari helgu festi kynslóðanna móðirin, sem signir yfir vögguna með kross- markinu, faðirinn, sem fer með versið við stokkinn, þú hver sem þú ert, sem finnur að þú ert ekki ríkari en það að þú ert alltaf að þiggja af Drottni þínum það sem þú nýtur og ert frá degi til dags og átt þá lotn- ing hjarta nær sem lýtur ráð- um og leiðsögn frá helgu orði í þeim mæli sem þér er veitt náð og kraftar til. Á þennan hátt og margan annan hefir Magna Carta, frelsisskrá kristinna manna, Fjallræðan verkað á og vakið fólk um aldir og gert það að ljósi og salti umhverfis síns. Eins og hjá Jóhanni Pétri, þá getur verið erfiðara en orð fá lýst að vera til, ekki síst frammi fyrir þeim kröfum sem Fjallræðán gerir til okkar. Það er ekki ævinlega huga næst að vitna um Guð með því að sýna hógværð og miskunn- semi, hlýleika og friðarást, þegar við erum að fást við það sem að ber í hversdagsleikan- um, gráum og gremjulegum eins og hann stundum vill verða. En þá er gott til þess að vita að heilagleikinn, sem allra heilagra messa minnir á, þýðir ekki að þeir sem minnst er á himni og jörðu sem Guðs barna, hafi verið, eða séu full- komið fólk, heldur bara mann- eskjur sem þiggja líf og spor í nafni Krists og vilja fremur lúta ljósinu en skuggunum eft- ir því sem megn leyfir og vita til þess að það ljós muni aldrei að eilífu slokkna. Og þegar við erum eitthvað hugstola yfir því að orka litlu og miða smátt þá skyldum við muna að Jesús sagðist ekki þurfa að taka þá að hjarta sér sem væru full- komnir heldur hina sem brest- ina báru og fundu til þess og það eru slíkir sem hann helg- aði og himinninn minnist. Við þurfum því aldrei að segja eins og Jóhann Pétur: Ég er ekki til, ég er ekki hér, því að Jesús sagði: Blessaðir eru þið hinir smáu. Og við þau orð hans megum við reyna að vera vott- ar, þó að við förum aðeins fetið og jafnvel stundum aftur á bak, því að „ef þú undirbýrð hjarta þitt og útréttir hendur þínar til hans ... þá muntu flekklaus hefja höfuð þitt og munt standa fastur og eigi þurfa að óttast" (Ps. 11). jPyWDSTQÐ VERÐBREFA- VIDSKIPTANNA þann sem ekki veit sitt rjúk- andi ráð í frumskógi spamaðartilboða* • — Hann leggur leið sína í gegnum frtun- skóginn beint inná Verðbréfamarkað Fjárfestingarfélagsins. SÖLUGENGIVERDBRÉFA 5. nóvember 1984 Ár-tlokkur Sölugengi pr. kr. 100 Avöxtun- arkrafa T L Dagafjöldi til innl.d. 1971-1 16.626,04 Innlv. i Seölab. 15.09.84 1972-1 14.962,38 8,60*/. 80 d. 1972-2 12.020,98 Innlv. í Seölab. 15.09.84 1973-1 8.692.68 Innlv. í Seðlab 15.09.84 1973-2 8.237,72 8,60% 80 d. 1974-1 5.269,57 Innlv. í Seölab 15.09.84 1975-1 4.538,78 8,60% 65 d. 1975-2 3.375,82 8,60% 80 d. 1976-1 3.080,01 8,60% 125 d. 1976-2 2.527,08 8,60% 80 d. 1977-1 2.226,87 8,60% 140 d. 1977-2 1.903,77 Innlv. I Seölab. 10.09 84 1978-1 1.509,81 8,60% 140 d. 1978-2 1.216,22 Innlv. i Seðlab. 10.09.84 1979-1 1.027,45 8,60% 110 d. 1979-2 792,90 Innl.v. í Seölab. 15.09.84 1980-1 678,33 8,60% 160 d. 1980-2 516,44 8,60% 350 d. 1981-1 435,38 8,80% 1 ár 60 d. 1981-2 315,26 8,80% 1 ár 340 d. 1982-1 314,06 8,60% 116 d. 1982-2 228,54 8,60% 326 d. 1983-1 173,52 8,80% 1 ár 116 d. 1983-2 109,30 8,80% 1 ár 356 d. 1984-1 105,68 9,00% 2 ár 86 d. 1984-2 99,48 9,00% 2 ár 305 d. 1974-E 4.113,82 10.00% 26 d. 1974-F 4.113,82 10,00% 26 d. 1975-G 2.574,25 10,00% 1 ár 26 d. 1976-H 2.351,09 10,00% 1 ár 145 d. 1976-1 1.773,39 10,00% 2 ár 25 d. 1977-J 1.568,57 10,00% 2 ár 146 d. 1981-1.«. .340,86 10,00% 1 ár 176 d. Veðskuldabréf — verðtryggð Lánst. Nafn Sötugengi m.v. 2 afb. vextir mism ávöxtunar,- áári HLV kröfu 14% 1 16% 18% 1 ár 7% 96 94 93 2 ár 7% 93 91 89 3 ár 8% 92 89 87 4 ár 8% 90 87 84 5 ár 8% 88 85 81 | 6ár 8% 86 83 79 7 ár 8% 85 81 77 8 ar 8% 84 79 75 9 ár 8% 82 77 73 10 ár 8% 81 76 72 Veðskuldabréf - óverðtryggð Sölugengi m.v. Lánst. 1 afb. á árl 2 afb. á ári 20% 28% 20% 28% 1 ár 79 84 85 89 2 ár 66 73 73 79 3 ar 56 63 63 70 4 ár 49 57 55 64 5 ár 44 52 50 59 Spariskírteini rikissjóös, verötryggö veöskuldabróf óverötryggð veöskuldabréf óskast á söluskrá. Daglegur gengisútreikningur Veröbrcfamarkaöur Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu 12 101 Reykjavik lönaóarbankahúsinu Simi 28566
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.