Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 Útgefandl Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 300 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Forseti nálgast endurkjör Kosningabaráttan í Banda- rikjunum stendur svo lengi og um hana er svo mikið rætt í fjölmiðlum að allir nema hinir áhugasömustu hafa feng- ið sig fullsadda mörgum mán- uðum áður en kjósendur kveða upp sinn dóm, að þessu sinni verður það gert á þriðjudaginn. Ekki hefur það orðið til að auka á spennuna að þessu sinni að svo hefur virst frá upphafi að Ronald Reagan sé öruggur með endurkjör, keppninautur hans Walter Mondale hafi aldrei verið sigurstranglegur. Um úrslit kosninga skyldi þó aldrei fullyrt neitt fyrr en að leikslokum. Mondale minnir menn líka óspart á það og að Harry S. Truman hafi ekki ver- ið spáð sigri á fimmta áratugn- um en þó náð kjöri og sest að í Hvíta húsinu. Á þeim fjórum árum sem lið- in eru síðan Ronald Reagan bar sigurorð af Jimmy Carter, þá- verandi forseta, hafa ekki að- eins Bandaríkjamenn heldur allir þeir sem geta fylgst með gangi heimsmála með aðstoð sjónvarps og nútíma fjar- skiptatækni kynnst því hve auðvelt Reagan á með að tala til fólks og snúa því á sitt band. Andstæðingum hans hefur aldrei tekist að sverta ímynd hans svo mjög að Reagan geti ekki sjálfur með því að hafa beint samband við almenning breytt stöðunni sér í hag. Re- agan hefur síður en svo farið varhluta af hörðum árásum. Á alþjóðavettvangi hefur hann verið sakaður um að fylgja herskárri stefnu og hafa ofurtrú á kjarnorkuvopnum. Heima fyrir er ráðist á hann fyrir að bera hag þeirra sem minnst mega sín alls ekki fyrir brjósti. Með hliðsjón af því að aldrei hefur eldri maður en Ronald Reagan boðið sig fram til for- setaembættis í Bandaríkjunum vekur það sérstaka athygli að allar kannanir benda til að hann höfði mjög sterkt til yngstu kjósendanna. Frásagnir af kosningafundum sýna að ungt fólk þyrpist þangað til að láta í ljós stuðning sinn við for- setann. Málflutningur Reagans byggist helst á því að höfða til bandarísks þjóðarstolts. Hann vísar til þess að í stjórnartíð sinni hafi tekist að snúa vörn í sókn í efnahagsmálum, verð- bólga hafi minnkað og atvinnu- leysi sé minna núna en fyrir fjórum árum. Varnarmáttur Bandaríkjanna hafi verið auk- inn og þau láti ekki niðurlægja sig á alþjóðavettvangi. Kannanir sýna að Ronald Reagan hefur öruggt forskot en Walter Mondale hefur dregið á hann síðustu daga. Sagt er að Mondale haldi sig við málefni á meðan Reagan lýsi hugsjónum. Helsta gagnrýni demókrata á Reagan er að leið hans út úr efnahagsvandanum sé byggð á sandi, skuldir ríkisins hlaðist upp og hallinn á ríkisbúskapn- um verði óbærilegur nema for- setinn hverfi að kosningum loknum frá loforði sínu um að hækka ekki skatta. Harka hans í garð Sovétmanna auki aðeins hraðann í vígbúnaðarkapp- hlaupinu. Þá nái frjálsræðis- stefna forsetans skammt þar sem hann í hinu orðinu vilji hafa óeðlileg afskipti af einka- högum manna með fyrirmæl- um um bænahald og fjöl- skyldulíf. Nái Ronald Reagan endur- kjöri líður ekki langur tími frá kjördegi þar til glansmynd kosningabaráttunnar hverfur fyrir köldum staðreyndum. Því fer fjarri að unnt sé að sigrast á öllum stjórnmálavanda með þeirri mælsku og fjölmiðla- hæfni sem tryggir forsetanum meirihluta meðal kjósenda. Það skiptir fleiri en Banda- ríkjamenn miklu hver situr í Hvíta húsinu í Washington. í efnahagsmálum er litið til Bandaríkjanna sem eimreiðar er þokar allri efnahagsstarf- emi heimsins til betri vegar. í alþjóðamálum gera banda- menn Bandaríkjanna kröfu til þess að bandarískir ráðamenn slaki ekki á varðstöðu um hags- muni lýðræðisþjóðanna en standi um leið feti framar en Kremlverjar í friðarviðleitni og tilraunum til að ná fram gagnkvæmri afvopnun. Aherslan sem Ronald Reag- an leggur á að efla þjóðarstolt Bandaríkjamanna kann að ýta undir þá trú margra kjósenda þar í landi, að Bandaríkin geti farið sínu fram án tillits til annars en eigin hagsmuna. Mikilvægt er að þessi misskiln- ingur verði eklci að meginþætti í bandarískri utanríkisstefnu. Forystuhlutverk Bandaríkj- anna byggist á því sama og niðurstaðan í kosningunum þar á þriðjudaginn, að með stefnu sinni og málflutningi takist þeim sem þar stjórna að sam- eina sem flesta í stuðningi við leiðir að sameiginlegu og há- leitu markmiði með hagsæld borgaranna og frið á jörðu að leiðarljósi. _______MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984_33_ REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 3. nóvember Frá því var skýrt í kvöld- fréttatíma útvarpsins nú í vikunni að héðan hefðu verið sendar fréttir í upp- hafi verkfalls opinberra starfsmanna um að við borð lægi að valdarán hefði verið framið á ís- iandi og að fyrir dyrum stæði að kennar- ar í Reykjavík legðu undir sig ríkisút- varpið. Sá sem sendi þessar fréttir héðan var Magnús Guðmundsson, blaðamaður og fréttaritari hjá dönsku fréttastofunni Ritzau. Samkvæmt fréttum frá íslandi í erlendum fjölmiðlum á meðan á verkfall- inu stóð sýnist augljóst að enginn hafi kveðið jafn fast að orði um þá upplausn sem hér ríkti og Magnús Guðmundsson. Allir þeir sem hér búa vita að frásagnir hans voru ýktar svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Þær birtust einkum í dönsk- um dreifbýlisdagblöðum en þó einnig i blaði danskra jafnaðarmanna Aktuelt. Fregnir frá Danmörku herma að aldrei hafi jafn mikið verið ritað um ísland þar í landi að meðtöldum þorskastríðsárun- um, en þó að undanskildum fyrstu dögum Vestmannaeyj agossins. í breska blaðinu Financial Times birt- ist hinn 16. október sl. grein um íslensk efnahagsmál og stöðuna í verkfallinu eft- ir Kevin Done, fréttaritara blaðsins á Norðurlöndum, sem hingað kom til að kynna sér aðstæður. Þessi grein hefst þannig: „Verkfallsaldan og vaxandi þjóð- félagsspenna sem nú ríkir á íslandi gæti hrakið þá af leið sem gert hafa einu djörfustu tilraun í heimi til að koma aft- ur á festu í efnahagslífi sem er illa leikið af verðbólgu." Síðan gerir blaðamaðurinn grein fyrir efnahagsstaðreyndum og vitn- ar til ýmissa manna í lýsingu sinni á því með hvaða hætti það hefur tekist að ná verðbólgu úr 130—150% niður í 15% á 16 mánuðum. Svo hafi farið að opinberir starfsmenn hafi misst þolinmæðina og lýst því yfir að þeir þyldu ekki þá kaup- máttarskerðingu sem átökunum fylgdi. Spurningunni um það hvort að ríkis- stjórninni takist að halda í við verðbólg- una áfram svarar blaðamaðurinn ekki en bendir á það sem helst hefur farið aflaga hjá ríkisstjórninni og að á þessu ári hafi að óbreyttu stefnt í um 4% viðskiptahalla og að skuldir ríkisins færu yfir 60% af þjóðarframleiðslu. Þegar þetta er ritað hafa ekki borist fregnir af því hvernig ábyrg blöð eins og Financial Times, sem hafa mikil áhrif á fjármálamörkuðum um heim allan, skýra áhrif nýgerðra kjarasamninga á íslenskt efnahagslíf. En enginn vafi er á því, að þar verður dómurinn á þann veg að slak- að hafi verið á í baráttunni við verðbólg- una og hún bætist því á nýjan leik við annan vanda í íslenskum efnahagsmál- um. Þegar bornar eru saman vel ígrundaðar greinar manna sem hingað koma kannski í fyrsta sinn og dveljast hér í nokkra daga til að kynna sér aðstæður og fréttir frá innlendum manni um að við blasi valda- rán í landinu, hljóta menn að spyrja hvað fyrir hinum síðarnefnda vaki. Það er síð- ur en svo ábyrgðarlítið starf að taka að sér að flytja fréttir af landi sínu og þjéð I erlendum fjölmiðlum. Sum blöð eru lögð að jöfnu við skýrslur stjórnarerindreka í opinberum stofnunum og ekki sist hjá al- þjóðastofnunum og bönkum. Þessir aðilar grípa síðan til skjala af þessu tagi þegar og ef þeir þurfa að fjalla um málefni við- komandi lands. Þess vegna hafa frásagnir af þessu tagi ekki aðeins gildi á þeim degi sem þær birtast heldur einnig við mat síðari tíma manna sem oftast hafa engin önnur kynni af þjóðinni en það sem þar stendur. öðru máli gegnir að sjálfsögðu um virt blöð eins og Financial Times að þessu leyti en dönsk dreifbýlisdagblöð. En fyrir blaðamenn ætti ekki að skipta máli hver birtir það sem þeir láta frá sér fara, heldur hitt að frásagnir þeirra séu sannleikanum samkvæmar. Ritstjóri Tímans hættir Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tím- ans, lét af störfum í prentaraverkfallinu eftir að hafa stundað blaðamennsku leng- ur en nokkur annar núlifandi íslendingur eða í rúmlega hálfa öld. Hin síðari ár a.m.k. stundaði Þórarinn nær eingöngu pólitíska blaðamennsku en ritaði jafn- framt daglegan dálk þar sem hann leitað- ist við að skýra það sem hæst bar á er- lendum vettvangi. Því fór fjarri að Morg- unblaðiö væri ávallt sammála því sem Þórarinn hafði til málanna að leggja, hvort heldur það var um innlend eða er- lend málefni. En þegar hann kveður rit- stjórastólinn skal ekki látið undir höfuð leggjast að þakka honum samfylgdina þó ekki væri nema vegna þess hve oft skrif hans hafa orðið kveikja að hugleiðingum hér á þessum stað og í öðrum ritstjórn- ardálkum Morgunblaðsins! I samtali við Morgunblaðið í tilefni af þessum tímamótum komst Þórarinn Þór- arinsson m.a. svo að orði: „Eðli blaða- mannsstarfsins hefur ekki breyst á þeim tíma sem ég hef verið við það, þó svo að blöðin séu orðin miklu stærri og opnari en áður var. Þó held ég að menn taki pólitíkina ekki alveg eins hátíðlega og þeir gerðu og samgangur og kunnings- skapur milli blaðamanna á ólíkum blöð- um sé meiri en áður var. Á hinn bóginn er meira um æsifréttamennsku en áður, en það er væntanlega frekar í þeim tilgangi gert að selja blöðin en að um persónu- legan fjandskap sé að ræða.“ Þórarinn Þórarinsson verður ekki sakaður um að hafa stundað æsifrétta- mennsku og þá sist í lýsingum sínum á atburðum í öðrum löndum. Þvert á móti leitaðist hann við að draga fram báðar hliðar og það sem ekki er minna um vert, hann ritaði vandað mál. Og í utanríkis- málum almennt fetaði hann oft af mikilli list þá millileið sem hann taldi Fram- sóknarflokknum greinilega fyrir bestu. Hann skrifaði af jafn mikilli sannfær- ingu hvort heldur Framsóknarflokkurinn var í ríkisstjórn sem vildi rjúfa varnar- samstarfið við Bandaríkin eða halda því áfram svo að dæmi sé tekið. Honum hefði líklega aldrei dottið í hug að líkja verk- föllum í lýðfrjálsu landi, þar sem það er að öllu leyti löglegt að leggja niður störf í von um betri kjör, við valdarán. Og vafa- samt er að maður með hans þekkingu á alþjóðamálum hefði látið sér til hugar koma að líkja deilum um valdmörk kjara- deilunefndar við ástandið í löndum Suð- ur-Ameríku eða Póllandi. Pólitísk æsi- fréttamennska Fyrir þá sem hafa áhuga á að meta þróun íslenskrar blaðamennsku er fróð- legt að bera skrif dagblaða til dæmis saman við það sem birtist í verkfallstíð- indum BSRB þá daga sem verkfallið stóð. Óhætt er að fullyrða að ekkert dagblað sem þannig væri skrifað gæti haldið velli f almennri samkeppni. Svo virðist sem að lokum hafi meirihluta manna innan BSRB blöskrað þessi málflutningur og þeir sem stóðu að efni í blaðinu urðu und- ir þegar samningar tókust að lokum. Þetta eitt er í sjálfu sér fagnaðarefni, þvi að það væri áfall fyrir íslenska blaða- menn ef pólitísk æsifréttamennska af þessu tagi þætti boðleg. í tölublaði BSRB-tíðinda sem út komu á mánudag- inn, daginn áður en verkfallið leystist, stóð þetta m.a.: „Félagsmönnum BSRB er kengsama um álit annarra á framkvæmd verkfalls- ins. Þeir vita hvað þetta stríð stendur um. Ef Morgunblaðið eða aðrir vilja kynna sér, hvað það er sem menn eru að berjast fyrir, þá er þeim bent á að bregða sér á verkfallsvakt, t.d. niður að öskju. Þar er ekki skjálfti I mönnum. Þann skjálfta sem menn finna þegar þeir setja skjálfta- mælinn í samband er ekki að finna í röð- um BSRB. Menn geta tengt hann við stjórnarflokkana og þá slær hann út. Þar er skjálftinn. — Við erum að berjast fyrir því að mega halda reisn okkar sem launa- fólk. Við erum að berjast gegn því að ráðamenn geti troðið félagsmenn BSRB niður í skítinn þegar þeim dettur það í hug. Við erum að berjast fyrir því að það sé tekið mark á samtökum okkar. Það skilja þeir ekki fulltrúar atvinnurekenda á Alþingi. Við skulum kenna þeim nokkur undirstöðuatriði í mannlegum samskipt- um núna. Við skulum kenna þeim svolítið um þann grip, sem þeir hafa glatað. Þeir eiga líka sinn rétt. Þeir eiga líka rétt á að fá lexíu um hvað það er að hafa reisn." Eins og af þessum stutta kafla má ráða þá snerist baráttan í verkfallinu að mati BSRB-tíðinda ekki aðeins um kjaramál heldur „reisn“ opinberra starfsmanna. Nú hefur verið samið um kjörin og þá vaknar spurning um hvort „reisninni" sé borgið. Suma verkfallsdagana var bifreið lagt í mitt Bankastræti og þaðan hrópuðu menn á vegum BSRB slagorð og hvatn- ingar. t þeim kom þetta sama fram, að opinberum starfsmönnum væri sýnd ein- hvers konar fyrirlitning. Það er óvenju- legt svo að ekki sé meira sagt að stétt manna telji sig fótum troðna af öðrum. Líklega er svo um flesta sem utan raða opinberra starfsmanna eru, að þeir líta síður en svo niður til þeirra. Þvert á móti er óhætt að fullyrða að þeir sem starfa á vegum ríkis og sveitarfélaga njóti fullrar virðingar sem viðurkennd er með marg- víslegum hætti svo sem í lögum. Sá sem þetta ritar hafði alls ekki leitt hugann að því, að minnimáttarkennd hefði gripið um sig meðal áköfustu baráttumannanna í verkfalli opinberra starfsmanna, fyrr en hann kynnti sér efni BSRB-tíðinda og heyrði slagorðin úr bílnum í Bankastræti. Nú þegar verkföll eru yfirstaðin og nýr kjarasamningur vonandi kominn i heila höfn færi vel á því, að BSRB léti kanna hvort fullyrðingarnar um að opinberir starfsmenn séu álitnir einskonar annars flokks borgarar hafi við rök að styðjast. Baráttan vid verd- bólguna Millifyrirsögnin sem hér er birt er svo gamalkunn í umræðum um íslensk efna- hagsmál og stjórnmál að vafalaust fælir hún ýmsa frá því að lesa áfram. Svo mjög hefur verið deilt um það hér á landi á undanförnum árum með hvaða tökum skuli sigrast á verðbólgunni, að það er beinlínis ótrúlegt að slíkar deilur skuli hefjast nú aftur þegar á sextán mánuðum hefur verið sýnt hvaða ráð skila skjótum árangri í þessari baráttu. í grein sem Bjarni Bragi Jónsson, hagfræðingur Seðlabanka íslands, birti i 1. hefti Fjármálatíðinda 1982, þegar reynt hafði verið um nokkurt skeið að sigrast á verð- bólgunni eftir niðurtalningarleiðinni svonefndu komst hann m.a. svo að orði: „Reynsla hérlendis um langt skeið og annarra þjóða við skilyrði óðaverðbólgu, svo og skoðanir ýmissa virtra fræði- manna, benda eindregið til, að ekki gefist grið nema í mjög stuttan tíma í senn til niðurfærslu verðbólgu, frá hálfu ári upp í mesta lagi eitt ár. Sá tími ætti að nægja, sé vandinn tekinn þeim tökum, sem ein duga til slíkrar aðlögunar. I þeim felst að koma á eða staðfesta tiltekin raunkjör i skiptum meginstétta og atvinnuvega, og þar með rekstrargrundvöll og jafnvæg- isskilyrði út á við. Þessi raunverulegu kjör og skilyrði geta verið mjög svipuð og viðgengist hafa við öra verðbólgu, án þess að neinn þjóðfélagshópur fórni nokkru verulegu. Þetta mætti setja fram í eftir- farandi reglu: Hverjum verðbólguferli, þ.e. ferli kaupgjalds, verðlags, gengis og lánskjara, samsvarar ein tiltekin niður- staða raunkjara og rekstrargrundvallar, sem ætti að reynast auðið aðframkvœma við stöðugt verðlag. Til þess þarf annars vegar að fá þjóðfélagsaðilana til þess að horfast í augu við raunverulega mögu- leika og takmarkanir, og hins vegar verða stjórnvöld að ná sérstökum og heildstæð- um tökum á málunum, tökum sem eiga varla við nema í skamman tíma, en gefi þó vísbendingu um þann almenna aga, er við taki. Þessi samræmdu heildartök hafa enn ekki náðst og virðast jafnvel verða æ fjarlægari möguleiki. Tækifærið til þess að koma fram al- mennri og samræmdri niðurfærslu verð- bólgu með eins konar gagnkvæmu upp- gjöri á kröfum þjóðfélagshópanna, er mjög háð þvi, að nokkurs meðbyrs njóti með bættum viðskiptakjörum og aukn- ingu þjóðartekna strax i kjölfar áfalla, sem geri almenningsálitið móttækilegt fyrir slikum ráðstöfunum með hæfilegum Morgunblaöiö/Friðþjófur MorgunblaÖiÖ/RAX. MorgunblaÖiÖ/Arni Sæberg áróðri. Hagstæðustu færin í þessu tilliti virðast liðin hjá að sinni. Þörfin er eigi að síður hin sama. Fyrir stjórnvöldum ligg- ur það örðuga úrlausnarefni að ákveða, hvort ráðast skuli í aðgerðir að þvi tagi, með þvi mikla pólitíska og félagslega átaki, sem það útheimtir við örðugar að- stæður ... Niðurfærsluátak mundi i sjálfu sér ekki breyta því, að þjóðfélags- gerðin ber i sér veilur, sem gera þjóðar- búið mjðg næmt fyrir verðbólguáhrifum og gjarnt á að magna þær upp úr öllu valdi. Engin von virðist um betri árangur til langframa, nema gerðar verði meiri- háttar skipulagsumbætur." Sé litið á þær aðgerðir sem rikisstjórn- in greip til i mai á sl. ári og þær metnar með hliðsjón af því sem fram kemur i hinum tilvitnuðu orðum úr grein Bjarna Braga Jónssonar þá er Ijóst að tilraun ríkisstjórnarinnar til að ná verðbólgunni niður með einu „niðurfærsluátaki“, eins og hann orðar það, tókst. Stjórnvöld gripu til þessara ráðstafana við örðugar aðstæður og á þeim mánuðum sem liðnir eru síðan ákvarðanirnar voru teknar hef- ur þjóðin hvorki notið meðbyrs með bætt- um viðskiptakjörum né aukningu þjóðar- tekna. Engu að síður var almenningsálit- ið móttækilegt fyrir hinum hörðu ráð- stöfunum og menn sættu sig við skerð- ingu kaupmáttar og allt það sem henni fylgdi fram á mitt sumar í ár. „Millilidagródinn" Kristján Thorlacius, formaður BSRB, hefur verið í forystu fyrir samtökum opinberra starfsmanna í tæpan aldar- fjórðung. Á því skeiði hafa orðið meiri umskipti og sviptivindar í íslensku efna- hagslífi en á nokkru öðru siðan íslenska lýðveldið var stofnað. Nú neitar hann að „viðurkenna" að verðbólga hljóti að aukast á nýjast leik vegna nýgerðra kjarasamninga. Hann grípur enn til þess gamalkunna ráðs að vísa til „milliliða- gróðans" sem er vinsælasta hálmstrá allra þeirra hér á landi er neita að horf- ast í augu við þær forsendur sem ráða stjórn efnahagsmála. Nú eins og svo oft áður er „milliliðagróðinn" talinn vera í vösum kaupmanna og ef orð Kristjáns Thorlacius eru tekin bókstaflega þá mæl- ist hann til þess að ríkið nái i þennan „gróða" og noti hann til að greiða opin- berum starfsmönnum hærri laun. Um það verður ekki deilt að misgengi hefur orðið á milli íslenskra atvinnuvega á síðustu misserum. Iðnaður, verslun og þjónustugreinar standa traustari fótum en fyrirtæki í sjávarútvegi. í stað þess að halda þannig á málum að unnt sé að styrkja stöðu sjávarútvegsins á nú að færa annan almennan atvinnurekstur niður að núllmarkinu eða helst niður fyrir það í því skyni að bæta hag ríkisins og halda verðbólgunni í skefjum, ef marka má yfirlýsingar formanns BSRB. Áður en verkfallið hófst neitaði Krist- ján Thorlacius að ræða við Þorstein Páls- son, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna þess að hann lýsti því yfir í sjónvarpsvið- tali að af óraunhæfum kjarasamningum gæti aðeins leitt annað hvort atvinnuleysi eða ný verðbólgualda. Ekki verður annað séð en að í raun séu þeir Kristján Thor- lacius og Þorsteinn Pálsson sammála um þá kosti sem fyrir hendi eru. Hlutverk stjórn- málaforystu Því verður ekki á móti mælt að ríkis- stjórninni hefur eftir góðan meðbyr fram undir lok fyrsta ársfjórðungs þessa árs mistekist að fá þjóðfélagsaðilana sem Bjarni Bragi nefnir svo til þess að horfast í augu við raunveruleikann og hins vegar hafa stjórnvöld ekki náð samræmdum heildartökum á vandanum eins og vand- ræðin á peningamarkaðinum í ríkis- fjármálunum og mikill viðskiptahalli gefa til kynna. Þau gengu um of á hlut eins aðila, launþega. Eins og sagði í Reykjavíkurbréfi sl. sunnudag þá er það skylda ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að atvinnulif lamist ekki. Eða eins og Bjarni Bragi Jónsson orðaði það í grein sinni: „Það er hlutverk stjórnmálaforystu að leita lausna og sátta á hinum félagslega vettvangi og búa þannig i haginn fyrir skynsamlegar lausnir hins hagræna vanda, og þá um leið er þetta hlutverk, sem enginn annar aðili getur tekist á hendur. Það má teljast ráðgáta, hvers vegna þetta hlutverk er ekki rækt með betri árangri en raun er á, svo mikilli hæfni og atorku sem. til þess er varið. Skýringin kann að nokkru að felast í þvi, að stjórnmálaöfl i stjórn og stjórnar- andstöðu vegast jafnan á, en væntanlega ekki síður í því, að lagt er meira á beit- ingu þess konar áhrifamáttar en hann fær undir risið ... Eigi jafnvægisaðgerð- um að verða við komið, þarf því að beita öllu afli pólitískrar leiðsögu til þess að sannfæra almenning um, að aðgerða sé þörf, og sveigja vísitölukerfið að þeirri niðurstöðu." Eins og áður sagði ritaði Bjarni Bragi grein sína á meðan verðbólgan var enn á uppleið og var þá komin í um það bil 80%, Nú þegar hún er komin niður fyrir 15%, sjást þess merki í nýgerðum kjarasamn- ingi við opinbera starfsmenn, að stjórn- málaöflin eru tekin til við að semja sig inn í nýtt vísitölukerfi og afhenda þar með efnahagsstjórnina verðbólguforsjón- inni á vald. Verðbólguvandinn er ekki síð- ur pólitískur en efnahagslegur. Það hefur reynslan sannað. Og nú reynir á hvort ríkisstjórnin hefur enn nægilegt þrek til að viðurkenna þessa staðreynd og vinna i samræmi við hana og þá þannig að ekki skapist aðeins efnahagslegt jafnvægi heldur einnig jafnvægi milli þjóðfélags- aðila, svo að jafn öflugur aðili og opinber- ir starfsmenn telji sig ekki aðeins þurfa að sæta stórlegu misrétti í kjörum heldur einnig að því er reisn varðar. „Verðbólguvand- inn er ekki síður pólitískur en efnahagslegur. Það hefur reynslan sannað. Og nú reynir á hvort rikisstjóm- in hefur enn nægilegt þrek til að viðurkenna þessa staðreynd og vinna í sam- ræmi við hana...“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.