Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 Stefín Snævarr ásamt konu sinni Jónu að lokinni messu á aðfangadagskvöld 1983. „ÉG HEF REYNT AF FREMSTA MEGNI AÐ VERA ÞJÓNN“ ur líka en svo þegar olíuofnar fóru að koma til sögunnar þóttust menn hafa tekið himinn höndum og settu ofn aftarlega í kirkjuna. gerist það að ég átti að fara að messa á Völlum og rétt fyrir há- degi kemur formaður sóknar- nefndar til mín, en hann sá um kirkjuna. Mér leist ekki á, því hann var óhreinn og segir mér að hann hafi kveikt upp í kirkjunni um morguninn og farið svo til að athuga hvort allt væri ekki í lagi. Þá var kirkjan full af sóti. Kvikn- að hafði þá í teppi og bekk sem stóð við ofninn. Eldurinn slokkn- aði samt en kirkjan var full af sóti. En hvernig það hefur getað gerst að kirkjan varð ekki alelda skil ég ekki. Kirkjan var síðan gerð upp. Hinar kirkjurnar eru yngri. Tvær kirkjur fuku einu sinni, Urðarkirkja og Ufsakirkja. í Ufsakirkju var gamall róðu- kross, sem nú er á Þjóðminjasafn- inu. Hann er búinn að lifa af kirkjubruna, kirkjurán og síðast kirkjufok." Drukku kaffi fram eftir morgni á prestsetrinu Hvernig er með hlutverk prestkonunnar? „Að sumu leyti er hlutverk prestkonunnar erfiðara en hlut- verk prestsins. Ég sagði einu sinni að ég gæti vel hugsað mér að vera forseti en ekki forsetafrú. Starf prestkonunnar er eiginlega rammi utan um starf prestsins. Hún skapar prestinum möguleika til að láta gott af sér leiða. Við söknum þess mikið er við fórum frá Völl- um þó það hafi verið meira starf fyrir Jónu. Þar var alltaf kirkju- kaffi hjá okkur. Það var talið sjálfsagt og ekki boðið sérstaklega í það, fólk kom bara. Við höfðum danska fjósamenn og þeir skildu ekkert í þessu. Hver borgar, sögðu þeir, fyrir veitingarnar og þegar við sögðumst gera það sjálf hristu þeir höfuðin og sögðu að þetta gengi ekki í Danmörku. Á gamlársdag höfðum við svo alltaf samkomu í kirkjunni, og vorum þar yfir áramótin. Þá sung- um við, lásum úr ritningunni og ég flutti áramótahugvekju. Við stillt- um inn á að vera búin þegar árið væri hringt inn því sú regla ríkti að allir máttu hringja bjöllunum þessa nótt eins Iengi og þeir vildu. Svo var kaffi og unga fólkið fór oft á dansleik, en hinir eldri komu inn til okkar, drukku kaffi fram eftir morgni og röbbuðu. Jóna hélt stundum erfisdrykkj- ur, en þá kostuðu aðstandendur þær að mestu. Það er nóg að starfa hjá prestfrúnni þó Jóna segist lítið hafa fundið fyrir því og notið þess frekar." Nú ert þú senn að flytja suður. Er ekki erfitt að hverfa héðan eft- ir svona langa veru? „Jú, að vissu leyti er það mikið erfitt, en ég held að mér hefði fundist það erfiðara að vera hér áfram sem venjulegur Stefán og geta ekki sinnt skyldum prestsins eftir sem áður. Ég hef alltaf tekið mikinn þátt í félagsstarfsemi, ver- ið í karlakór Dalvíkur og Lionsklúbbnum, og dundað mér við smíðar í frístundum." Spila sig ekki meiri en þeir eru Áttu ekki ráð til ungra presta sem eru að leggja út í starfið? „Maður á víst að segja eitthvað gáfulegt í slíkum tilfellum. Ég held að það sé fyrst og fremst að vera þeir sjálfir og koma fram af einlægni og umfram allt spila sig ekki meiri en þeir eru. Eg fékk góða lexíu. Ungur maður varð bráðkvaddur á skíðum annað árið sem ég var hérna. Hann bjó hinum megin í dalnum og þegar ég frétti um slysið ætlaði ég að heimsækja foreldra piltsins. Það var snjór yf- ir öllu og ég tók fram skíðin mín og á leiðinni fer ég að hugsa um hvað ég geti sagt til að hugga þau. Þá dettur mér snjallræði í hug. Passaðu þig nú að fara ekki á skið- unum heim ti fólksins því sonur- inn var á skíðum er hann lést. Og ég var afskaplega stoltur af þess- ari uppgötvun minni og fannst mér ég vera að gera rétt. Ég held svo áfram en þá kemur maður á skíðum á móti mér og þegar nær kemur sé ég að það er faðir drengsins. Upp úr þessu datt mér í hug að reyna ekki að vera sniðug- ur, heldur vera eins og ég er. Það er mín ráðlegging til ungu mann- anna. Við hjónin höfum reynt að láta meira gott leiða af okkur en illt. Þegar við lítum til baka er miklu meira sólskin á lífsleiðinni en skuggar. Og ég er þakklátur fyrir öll árin hérna og fyrir hvað fólkið tók mér strax vel. Við hjónin erum þakklát fyrir allar góðu minn- ingarnar sem við förum með héð- an.“ Viðtal Guðbjörg Rh. Guðmundsdóttir PlaslmoLJ þakrennur hefðu þolað frostaveturinn mikla 1918 f norðlægari löndum hefur PLASTMO sannað ágæti sitt þrátt fyrir harða veðráttu. PLASTMO þakrennur þola sjávarseltu, loftmengun, hörð frost og veðrabreytingar því plastþakrennurnar vinna með veðrinu, dragast saman og þenjast út eftir aðstæðum. PLASTMO rennurnar eru fáanlegar í 4 litum. Rennur, rör og tengistykki eru öll úr sama óbrjótandi efninu og samsetning er einföld og þægileg. Ekkert viðhald. PLASTMO = þakrennur og fylgihlutir með 10 ára ábyrgð. RR BYGGINGAVÖKUR HF Nethyl 2, Ártúnsholti, Sími 687447 og Suðurlandsbraut 4, Sími 33331 M Til daglegra nota Wtf set Þessar formfögru postulínsskálar bjóða upp á ótrúlega marga möguleika við uppröðun á matborðið, og þú getur komið gestum þínum skemmtilega á óvart Vandað postulín Verðmæt eign Vinsæl gjöf GERMANY m. Einstaklega falleg og nytsöm gjöf fyrir heimili þittog annarra. 7 eða 11 einingar i pakka. Kr: 1.650.- Kr: 2.580.- Fallegar gjafaumbúdir. 1 IÉIiIÍ- iinisni.i Laugavegi15 simi 14320 tiynnid ykkur okkar fallega úrual af postulíns matar- og kaffistellum,- ennfremur Hollensku stálhnífapörin spegilslípudu. ..................................................................... LUKKUMIÐAR Á HEIMILISSÝNINGUNNII SEPTEMBER SÍÐASTLIÐINN: Vinningar komu á eftirtalin númer: 1319 2123 3004 4169 5831 6722 6870 7962 8044 8988 Hver vinningur er 7 stk. PARTY SET, - vitjist í verslunina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.