Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 37 samkvæmt þeim á hann að hafa tekið við 665.000 mörkum. Afsögn Barzels Vikuritið Der Spiegel og flokkur græningjanna, sem eru í stjórnar- andstöðu, hafa haldið því fram, að Kohl hafi komist til forystu í CDU Helmut Kohl kanslari. Minnkandi gengi eftir kosningaósigurinn í Bad- en-Wtirttemberg. vegna mútugreiðslna frá Flick til fyrirrennara hans í embætti, Rain- er Barzels. Sá síðastnefndi sagði af sér embætti í síðustu viku sem for- seti vestur-þýska sambandsþings- ins, eftir að honum hafði ekki tek- ist að hrinda af sér ásökunum um, að hann hefði tekið við 1,7 mnillj. mörkum frá Flick á árunum 1973—1982. Greiðslur þessar áttu að hafa verið dulbúnar sem endur- gjald fyrir ráðgjafarstörf f þágu lögfræðifyrirtækis í Frankfurt. Gúnter Max Páfgen fyrrverandi starfsmaður Flick-fyrirtækisins skýrði rannsóknarnefnd þingsins svo frá fyrra fimmtudag, að fyrir- tækið hefði viljað aðstoða Barzel fjárhagslega. Páfgen visaði hins vegar á bug þeirri tilgátu Der Spiegel, að Flick og Barzel hefðu komist að samkomulagi um greiðslur með vitund Kohls. Sagði Páfgen, að Flick hefði þá fyrst ákveðið að taka upp viðskipti við lögmannsstofuna í Frankfurt, er Barzel hafði sagt af sér sem leið- togi CDU. Hefði hann þá verið ráð- inn þar sem lögfræðilegur ráðgjafi. Barzel var neyddur til þess af keppinautum sínum innan CDU að láta af forystu í flokknum, eftir að honum mistókst að koma Brandt frá völdum í þingkosningunum 1972. Barzel er annar ráðherrann i stjórn Kohls, sem sagt hefur af sér sökum Flick-málsins. Otto Lambs- dorff úr röðum frjálsra demókrata sagði af sér embætti efnahags- málaráðherra 26. júní sl., rétt áður en saksóknarinn í Bonn gaf út ákæru á hann fyrir að hafa þegið 135.000 mörk frá Flick, sem greidd voru í því skyni að fá hann til þess að veita Flick-samsteypunni skattaivilnanir að fjárhæð 450 millj. marka. Lögmætt framlag, segir Lambsdorff Lambsdorff hélt þvi fram, að það fé, sem hann hefði tekið við, hefði verið lögmætt framlag til frjálsra demókrata. Réttarhöld yfir honum eiga að hefjast í Bonn snemma á næsta ári. Eiit aðalverkefni þingnefndar- innar, sem var sett á fót til þess að rannsaka Flick-málið, verður að kanna skattaivilnanir þær, sem veittar voru Flick-samsteypunni, er hún seldi hlutabréf sín i Daim- ler-Benz-bílaverksmiðjunum, en þar átti Flick 29% allra hlutabréfa. Skattaivilnanir þessar áttu sér stað í tveimur áföngum seint á sið- asta áratug, er Helmut Schmidt var kanslari i samsteypustjórn jafnaðarmanna og frjálsra demó- krata. Kohl var á þeim tíma leið- togi stjórnarandstöðunnar. Er Schmidt gaf skýrslu fyrir rannsóknarnefnd þingsins, neitaði hann þvi, að hann hefði tekið við nokkru fé frá Flick á stjórnarárum sinum 1974—1982. Willy Brandt neitaði þvi einnig að hafa tekið við fé frá Flick, á meðan hann var kanslari 1969—1974. Schmidt neitaði þvi einnig, að hann hefði haft nokkur áhrif á þá ákvörðun efnahags- og fjármála- ráðuneytanna að láta Flick fá 450 millj. marka skattaivilnanir. Neit- un hans kom fram í bréfi til Alfred Dreggers, formanns þingflokks kristilegra demókrata, en bréf þetta var birt i fjölmiðlum sl. þriðjudag. Með þessu var Schmidt að svara ummælum Dreggers frá þvi vikuna á undan, þar sem sá sið- arnefndi skirskotaði til skattaiviln- anna í þágu Flick sem „ákvörðunar Helmut Schmidt þáverandi kansl- ara“. maleriskt er og málverkið „Tvær konur í tunglsljósi" (52). Samúel Jóhannsson sem er óþekkt nafn á myndlistarvettvangi kemur og einnig á óvart fyrir sterklega málaðar myndir og þó er ekki að vita hve lengi sá blossi end- ist honum, sem fersk átök við tjá- miðilinn koma hér svo þokkalega til skila. Hann er undir sterkum áhrifum af Gunnari Erni svo sem auðvelt er að koma auga á en á þó til sitt eigið svipmót, sem hann þyrfti mjög að styrkja. Heillegustu myndir Samúels þóttu mér vera: „Esmeralda" (6), „Næturljóð” (12) og „Mynd“ (14). Gunnar örn mætir hér mun sterkar til leiks en á síðustu sýn- ingum sínum i „Gallerí List“ á Vesturgötunni og í Listmunahús- inu. Hann færist lika meira i fang og er grimmari við sig, en einhvern veginn gerir maður ennþá meiri kröfur til hans en hann stendur hér undir. Ormstáknið er að visu til á Valþjófsstaðahurðinni svo sem listsagnfræðingurinn benti rétti- lega á en einnig í myndum ný- bylgjumálara á meginlandinu og þar öllu nærtækara. Sem dæmi um hrifmiklar og sterkar myndir vil ég aðallega nefna: „Maður og kona“ (55) og „ókindin“ (68) þar sem kemur fram gamall kraftur í plastískri litameð- ferð. Annars þóttu mér skúlptúr- myndirnar einna athyglisverðastar og víst er að Gunnar öm á erindi inn á hið þríviða svið. Bragi Ásgeirason AP-mynd. Wimslow- maðurinn Leifar mannslíkama, sem talinn er vera 2.500 ára gamall og ótrúlega heillegur, fundust fyrir skömmu í mómýri í Lindow Moss, sem er nálægt borginni Wimslow á Englandi. Leifarnar eru nú á British Museum í London þar sem þær verða rannsakaðar frekar og reynt að finna leið til að varðveita þær. Að líkindum verða þær síðan til sýnis á safninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.