Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 Kosningar í Bandaríkjunum á þriðjudag HtíU húsiA í WaMhinglon, bústaður forseta. RonaM Reagan og George Bush. Walter Mondale og Geraldine Ferraro. Forsetakosningar. Samkvæmt bandarísku stjórnarskránni frá árinu 1787 skal efna til þing- kosninga þar í landi ann- að hvert ár og til forseta- kosninga fjórða hvert ár. Á fjögurra ára fresti fara þessar tvennar kosningar saman og þannig háttar að þessu sinni. Kosningadagurinn er ákveðinn í lögum „fyrsti þriðjudagur eftir fyrsta mánu- dag í nóvember" og ganga því banda- rískir kjósendur að kjörborðinu nú á þriðjudag, 6. nóv- ember. Það eru kosningar forseta og vara- forseta Bandaríkjanna, sem vekja án efa mesta athygli, enda er forseti Bandaríkjanna hverju sinni einn af áhrifamestu mönnum á sviði alþjóða- mála, ef ekki sá áhrifamesti. Þegar þau rniklu áhrif eru höfð í huga má undar- legt teljast hve lítil kosningaþátttaka getur verið þar vestra. Sem dæmi má nefna, að þegar Ronald Reagan var kjörinn forseti fyrir fjórum árum, greiddu aðeins 53,9% atkvæðabærra manna atkvæði, með öðrum orðum, nærri annar hver kjósandi sat heima. 1 forsetakosningunum eru forseta- efnin sjálf ekki beinlínis I kjöri heldur kjörmenn þeirra, sem eru alls 538. Til að sigra þarf forsetaframbjóðandi að fá meirihluta kjörmanna kosna, eða að minnsta kosti 270. 1 hverju ríki eru kosnir jafn margir kjörmenn og þing- menn þess eru í báðum deildum banda- ríska þingsins, eða frá þremur (i Al- aska, Delaware, N-Dakota, S-Dakota, Vermont og Wyoming) upp í 47 (Kali- forníu). Auk þess eru kosnir þrír kjör- menn fyrir höfuðborgarsvæðið, Dis- trict of Columbia, sem enga fulltrúa hefur á þingi. Sá frambjóðandi, sem flest atkvæði fær í hverju ríki, hlýtur alla kjörmenn þess. Þar sem kjörmennirnir eru bundnir forsetaframbjóðendunum, er strax að talningu lokinni ljóst hver verður forseti Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Eftirleikurinn er því aðeins formsatriði í samræmi við stjórnar- skrána og felst í því að kjörmennirnir koma saman 17. desember hverjir í sínu ríki og greiða atkvæði sin form- lega. Atkvæðin eru svo innsigluð og send forseta Öldungadeildar þingsins í Washington. Atkvæði kjörmannanna eru loks talin í þinginu 6. janúar að viðstöddum þingmönnum beggja þing- deilda, og hálfum mánuði síðar, 20. janúar, sver nýkjörinn forseti embætt- iseið sinn við hátíðlega athöfn. Þar sem fjöldi kjörmanna en ekki heildaratkvæðamagn ræður kjöri for- seta, er fræðilegur möguleiki fyrir því að frambjóðandi verði kjörinn þótt hann hljóti færri atkvæði en mót- frambjóðandinn. Þetta hefur þó ekki gerzt síðan árið 1888. Þá var Benjamin Harrison kjörinn forseti með 5.444.337 atkvæðum, en Grover Cleveland féll, þótt hann hlyti 5.540.050 atkvæði. Það réð þá úrslitum, að Harrison hlaut 233 kjörmenn kosna, en Cleveland 168. 1 næstu forsetakosningum, árið 1892, áttust þessir tveir menn við á ný og náði þá Cleveland kjöri, hlaut bæði meirihluta atkvæða og kjörmanna. Stundum hefur verið lítill munur á atkvæðamagni frambjóðenda, eins og til dæmis í kosningunum 1960, þegar þeir kepptu um embættið John F. Kennedy og Richard M. Nixon. Kenn- edy var þá kjörinn, sem kunnugt er, en hann hlaut 34.227.0% atkvæði og 303 kjörmenn, en Nixon 34.108.546 atkvæði og 219 kjörmenn. Nixon kom svo á ný við sögu átta árum síðar, þegar hann var fyrst kjörinn forseti í sögulegum kosningum. Þá var Hubert H. Humph- rey forsetaefni demókrata, en annar demókrati, George C. Wallace, fyrrum ríkisstjóri i Alabama, stofnaði nýjan flokk og bauð sig einnig fram. (Jrslit urðu þau að Nixon sigraði með 31.785.480 atkvæðum og hlaut 301 kjör- mann. Humphrey hlaut 31.275.166 at- kvæði og 191 kjörmann, en Wallace 9.906.473 atkvæði og 46 kjörmenn. Línurnar voru skýrari 1 síðustu for- setakosningum þegar Ronald Reagan var kjörinn forseti, þótt þá væri einnig þriðji frambjóðandinn með í spilinu. Frambjóðandi demókrata var þá Jimmy Carter, fráfarandi forseti, en John B. Anderson tók þátt í baráttunni sem óháður frambjóðandi. Fóru leikar svo að Reagan hlaut 43.899.248 at- kvæði, Carter 35.481.435 atkvæði og 49 kjörmenn, en Anderson 5.719.437 at- kvæði og engan kjörmann. t kosningunum nú á þriðjudaginn keppa um forsetaembættið þeir Ronald Reagan núverandi forseti, frambjóð- andi repúblikana, og Walter F. Mon- dale, fyrrum varaforseti á forsetaárum Jimmy Carters, frambjóðandi demó- krata. Varaforsetaefni þeirra eru George Bush, núverandi varaforseti og Geraldine Ferraro, fulltrúadeildar- þingmaður frá New York, fyrsta konan sem verið hefur í framboði til þessa næstæðsta embættis í Bandaríkjunum. Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að þeir Reagan og Bush hafi 17—24 prósentustiga forskot fram yfir mótframbjóðendurna og ættu að sigra auðveldlega, en þau Mondale og Fer- raro hafa síður en svo gefizt upp i bar- áttunni. Heldur Mondale því fram, að hann hafi enn möguleika á sigri og seg- ir ekkert mark takandi á skoðana- könnunum. Nokkrar sveiflur hafa verið í niðurstöðum skoðanakannana á und- anförnum mánuðum, og þau Mondale og Ferraro stundum unnið talsvert á forskot forsetans og varaforsetans, en þó aldrei komizt upp fyrir þá. Þeir Reagan og Mondale hafa tvíveg- is setið saman fyrir svörum I sjónvarpi þar sem kunnir blaðamenn lögðu fyrir þá spurningar. í fyrri sjónvarpsþættin- um var rætt um innanríkismál og taldi þá meirihluti sjónvarpsáhorfenda að Mondale hefði staðið sig betur en for- setinn. f skoðanakönnun eftir þann þátt kom fram, að Mondale hefði tekizt að minnka að mun forskot forsetans, og var því beðið með eftirvæntingu eftir að sjá hvað gerðist í síðari þættinum, sem fjallaði um utanríkismál. Þar var það svo forsetinn, sem stóð sig betur, þótt báðir hafi komið vel fyrir, og for- skot Reagans jókst á ný. Það vekur jafnan athygli vestra hvaða frambjóðanda stórblöðin þar styðja. Mörg þeirra hafa nú tekið af- stöðu og meðal þeirra sem lýst hafa stuðningi við Mondale eru tvö af þekkt- ari blöðum Bandaríkjanna, Washing- ton Post og New York Times, en bæði þessi blöð studdu framboð Jimmy Cart- ers fyrir fjórum árum. Meðal blaða sem styðja framboð forsetans má hinsvegar nefna Chicago Tribune, San Francisco Examiner og New York Daily News. (HeimiMir: AP, USIA o.n.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.