Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 57 félagsskapur manna, er áður voru virkir félagar í Karlakórnum Fóstbræðrum (áður Karlakór KFUM) á 25 ára afmæli um þessar mundir og valdi að halda afmælið hátíðlegt á afmælisdegi Jóns Hall- dórssonar, söngstjóra, sem lengst allra stjórnaði kórnum eða frá 1916 til 1950. Jafnframt er skammt í að breytingum á minni æfingasal Fóstbræðra ljúki og verður þar komið fyrir ýmsum munum og minjum um Jón Hall- dórsson. Hafa bæði starfandi og gamlir Fóstbræður lagt hönd á plóginn auk annarra velunnara Jóns, sem hafa vilja minningu hans í heiðri. Karlakór KFUM telst stofnaður árið 1916, þó að karlakór hafi starfað innan KFUM allt frá ár- inu 1911, því að fyrst kemst festa á starfið, þegar Jón Halldórsson tókst á hendur að stjórna kórnum 1916, og þá aðeins til eins árs. Stjórnartíð hans varð þó alls 34 ár. Árið 1936 var nafni söngfélags- ins breytt í Karlakórinn Fóst- bræður. Það var svo árið 1959, þegar kórinn hafði starfað í 43 ár, að félagiö Gamlir Fóstbræður var stofnað í því augnamiði að halda uppi kynnum milli þeirra manna, sem starfaö höfðu í söngfélaginu Fóstbræður, en hættir voru að syngja sem starfandi félagar, og „að standa að baki söngfélagi Fóstbræðra og styðja það eftir föngum og örva til dáða“. Af 55 stofnfélögum Gamalla Fóst- bræðra voru 7, sem verið höfðu stofnfélagar Karlakórs KFUM, þeirra á meðal Jón Halldórsson, og einn þeirra, Magnús Guð- brandsson, starfar enn með Göml- um Fóstbræðrum og er manna duglegastur við að sækja æfingar. Störf Gamalla Fóstbræðra voru í fyrstu aðallega hvers kyns aðstoð við starfandi kórinn, svo sem við móttökur erlendra kóra, og ekki sízt aðstoð við að reisa félags- heimilið. Gamlir söngmenn eiga og eiga hins vegar bágt með að taka ekki lagið, þegar þeir hittast og því komst sú regla á, að Gamlir Fóstbræður hittast einu sinni í mánuði yfir veturinn og taka sam- an gömlu lögin undir stjórn Jóns Þórarinssonar, tónskálds, sem tók við stjórn Fóstbræðra af Jóni Halldórssyni árið 1950 og stjórn- aði til 1954 og aftur 1965—1966. Sagt er, að hláturinn lengi lífið, en ekki er það fráleit hugsun, að söngurinn geri það líka, því að fátt léttir mönnum eins í geði og að syngja saman, en þegar saman fer kátínan, hláturinn og sönggleðin þá mundi það hljóta að teljast eins konar allra meina bót. Og blessun- arlega margir Fóstbræður hafa orðið fjörgamlir menn, kátir og glaðir, og kunna alltaf röddina sína. Guðni Guðmundsson Kork-o-Plast Gólf-Gljái Fyrir PVC-filmur, linoleum, gúmmí, parket og steinflisar. CC-Floor Polish 2000 gefur end- ingargóða gljáhúð. Notkun: Þvoið gólfiö. Berið CC-Floor Polish 2000 óþynnt á gólfið með svampi eða rakri tusku. Notið efnið sparlega en jafnt. Látið þorna í 30 mín. Á illa farin gólf þarf að bera 2—3svar á gólfið. Til að viðhalda gljáanum er nóg að setja í tappafylli af CC-Floor Polish 2000 í venjulega vatnsfötu af volgu vatni. Til að fjarlægja gljáann er best að nota R-1000 þvottaefni frá sama framleiðanda. Notið aldrei salmíak eða önnur sterk sápuefni á Kork-o-Plast. Einkaumboð á íslandi: I*. I*orgrímsson & Co., Ármúla 16, Keykjavík, s. 38640. Eins og fram kemur í kveðju- orðum Jónasar H. Haralz banka- stjóra hér á undan fór Jón Hall- dórsson ekki varhluta af vonsku heimsins. Er það mál allt svo dap- urlegt að eigi verður með orðum lýst. Er með öllu óskiljanlegt að slíkt skyldi henda annan eins sóma- og heiðursmann. Enginn Fóstbræðra efaðist nokkru sinni um sakleysi Jóns og heiðarleika til orðs og æðis, og aldrei var hann vinsælli og virtari í okkar hópi en einmitt þá er þessir válegu at- burðir gerðust. Er ég sannfærður um að meðvitundin um þetta óbrigðula traust og sjálf söng- starfsemin hefur aukið Jóni Hall- dórssyni þrótt til þess að standast þessa óskaplegu raun. Veit ég að allir Fóstbræður, ungir sem gaml- ir, eru stoltir af því að hafa aldrei brugðist leiðtgoga sínum hvorki i blíðu né stríðu. Jón Pálsson, hinn gamli góði bankamaður, skrifaði mér eitt sinn meðan á þessum málum stóð: „Já, ljótar eru aðfar- irnar." Hann þekkti Jón Halldórs- son og drengskap hans betur en flestir aðrir. Ég, sem þessar línur rita, á þeim hjónum mikið að þakka. Jón Halldórsson tók mér af einstakri vinsemd þegar ég kom í kórinn til hans fyrir meira en fjörutíu árum og ekki síður þegar ég gekk ungur maður í þjónustu Landsbanka ís- lands, þar sem hann var aðalfé- hirðir og síðar skrifstofustjóri. Hann sýndi mér ávallt einlæga hjálpfýsi og velvild þegar á bját- aði, þótt segja mætti að hann væri strangur og jafnvel á stundum þóttafullur í fasi. Lífið gat verið harðneskjulegt á þessum árum, og var þá gott að leita til hans þegar brimaði. Þá fann ég að það gat verið gott að eiga góða menn að. Ég mun ávallt vera þeim hjónum þakklátur fyrir hlýhug þeirra og áratuga velvild í minn garð. Eftir að Jón Halldórsson hætti störfum í Landsbankanum stund- aði hann mikið útivist og göngu- ferðir. Hann var mikill íþrótta- maður og hlaupagarpur á yngri árum og bjó hann að því alla ævi. Hann var svo vel íþróttum búinn að hann var einn í hópi hinna fyrstu íslendinga sem þátt tóku i Olympíuleikum. Var það í Stokk- hólmi árið 1912. Þótti sú för glæsi- leg og vakti mikla athygli utan lands sem innan. Þessu íþrótta- þreki hélt hann mestan hluta ævinnar. Hann, öldungurinn, gekk langar göngur um götur bæjarins, íturvaxinn og höfðinglegur í fasi og vakti hvarvetna athygli vegfar- enda. Hann var sannarlega einn þeirra sem „settu svip á bæinn“, raunar sannkölluð borgarprýði, eins og Jón Þórarinsson tónskáld hefur komist svo vel að orði. Hann kom oft til mín á vinnustað, jafn- an aufúsugestur. Hann yljaði mér um hjartarætur í hvert sinn sem Foreldrar Jóns Halldórssonar, Kristjana Gudjohnsen og Halldór Jónsson, bankaféhirðir ásamt börnum sínum. í öftustu röð frá vinstri: Hólmfríður, Pétur og Jón. f fremstu röð: Gunnar og Halldór. hann leit inn. Viðdvölin var alltaf of skömm. Á yngri árum stundaði Jón Halldórsson taflmennsku og tefldi stundum við Sveinbjörn Svein- björnsson tónskáld, og eru ýmsar skemmtilegar sögur sagðar að þessum átökum þeirra. Taflið var honum jafnan hugstætt og síðari árin fékkst hann talsvert við að ráða flóknar taflgátur. Hafði hann stundum á orði við mig þeg- ar ég leit inn til hans, að nú hefði hann tekist á við eina flókna og brosti við. Hann var einnig mjög hrifinn af hestamennsku, las mik- ið um þau efni og var mjög vel að sér um allt er að hestum laut. Síðustu árin sem Jón Halldórs- son lifði var hann á Elliheimilinu Grund, þar sem honum var hjúkr- að af nærfærni og alúð. Ávann han sér þar sem annars staðar vináttu og virðingu. Ég heimsótti hann þar oft og rann mér þá jafn- an til rifja að sjá þennan hrausta og tigulega mann farinn að kröft- um, svo að hann mátti sig vart hræra. En reisn sinni hélt hann til hinstu stundar. Ég mun nú ekki hafa þessi orð fleiri, enda mundi Jóni nú þykja nóg komið. Hann var aldrei marg- máll, tjáði hug sinn ávallt fáum meitluðum orðum. Áð lokum vil ég biðja hann er sólina skóp að leiða Jón Halldórs- son inn í ríki sitt, þar sem honum mun fagnað af ástvinum sínum, Sigríði og Ragnheiði. Bið ég hann að varðveita þau og blessa uns við sjáumst aftur i fyllingu tímans. Með innilegum kveðjum frá öllum Fóstbræðrum, yngri sem eldri. R.I.P. á allra heilagra messu. Haraldur Hannesson. ★ ★ ★ Gamlir fóstbræður 25 ára Félagið Gamlir Fóstbræður, sem eins og nafnið bendir til, er F0TSKEMILL AF FULLKOMNUSTU GERÐ fótskemillinn er hannaður í nánu samstarfi við sjúkraþjálfara og skrifstofufólk, stöðugur og auðveldur í meðförum. Pú stillir hallann sjálfur, velur honum hentugan stað framan við stólinn og finnur fljótt muninn á að hvíla fæturna á stööugu gúmmíi í þægilegri hæð. VERÐ AÐEINS KR.1.100 Hringið í síma 82420 og fáið allar nánari upplýsingar. uhdwstaðjá rjsshs. KONRÁO AXELSSON SKRIFSTOFUVÖRUR_______ ÁRMÚLI 30 - 128 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 8738 Áskríflars/tninn er 83033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.