Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.11.1984, Blaðsíða 64
OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45-23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆtl, S/MI 11633 TIL DAGLEGRA NOTA SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Reyðarfjörður: Akurey SF tók niðri REKNETABÁTURINN Akurey SF- 52 frá HonimflrAi strandaði i sronefiidrí Rákabót f sunnanverðum Reyðarfirði snemma á laugardago- morgun. Skuttogarinn Hólmanes, æm rar að koma úr Englandssigl- ingu, dró bátinn á fiot aftur rúmlega klukkustund síðar. Skemmdir urðu ekki á Akureynni og engan sakaði. Blíðskaparveður var í firðinum. Akurey hefur stundað rekneta- veiðar á Reyðarfirði og Eskifirði að undanförnu og lá við bryggju á EskiHrði í fyrrinótt. Voru skipverj- ar nýlega farnir út og að byrja að lóða þegar þeir lentu i fjörunni en síldin stendur mjög grunnt, jafnvel í 2—3 föðmum. Akurey lagðist að bryggju á Reyðarfirði eftir strandið og verð- ur þar fram yfir helgarfríið, skv. upplýsingum heimamanna. Grænlenskir áfengissjúkl- ingar í meðferð hér á landi? NOKKRIR menn bér á landi bafa á undanförnum mánuðum veríð að kanna leiðir til þess að aðstoða Grenlendinga f baráttu þeirra við áfengisvandamálið. Um miAjan þennan mánuA eru vœntanlegir menn frá Grenlandi til þess aA reða þessi mál. Skúli Thoroddsen, lögfreAingur, dvaldi fyrir nokkru á Grenlandi til þess að undirbúa jarAveg fyrir aðstoA. Sem kunnugt er, er áfengisvandamáliA nú talið þjóAarböl á Grenlandi. „Við höfum að undanförnu staðið í samningaviðræðum um leigu á Hótel Stað,“ sagði Hendr- ik Berndsen, formaður SÁÁ, í samtali við Mbl. en hann hefur ásamt fleiri aðilum haft for- göngu um málið. „Von okkar er að geta myndað grænlensk samtök eins öflug og Samtök áhugamanna um áfengisvandamálið. Að svipað geti gerst á Grænlandi og hér. Menn fóru til Bandarfkjanna á sfnum tíma í meðferð og mynd- uðu sfðan samtök hér til að berj- ast við áfengisbölið. Við vonumst til að geta hjálpað hóp Græn- lendinga, sem eiga við áfengis- sýki að striða og þeir síðan myndað öflug samtök á Græn- landi,” sagði Hendrik Berndsen að lokum. Óperan Carmen eftir Bizet var frumsýnd í íslensku óperunni í fyrrakvöld. Að lokinni sýningu voru leikendur hylltir lengi og innilega og þá einkum Sigríður Ella Magnúsdóttir, sem fór með titilhhitverk óperunnar, svo og Garðar Cortes, sem lék Don José. Á myndinni, sem Ragnar Axelsson tók, eru í fremstu röð frá vinstri: Marc Tardue, hljómsveitarstjóri, Halldór Vilhelmsson, Sigríður Ella, Garðar Cortes og lengst til hægri sést Siegl- inde Kahmann, sem söng hlutverk Mercedes. Sjá nánar um óperuna og gagnrýni Jóns Ásgeirssonar á bls. 28. Samningar ASÍ og VSÍ: Samningamenn telja samningana í burðarlið BJARTSÝNI var ríkjandi í ummæl- um samningsaðila Alþýðusam- bands íslands og Vinnuveitenda- sambandsins í gær, laugardag, um að kjarasamningar næðust um helgina, en samninganefndir komu saman á ný kl. 16 í gær. Samkomu- lag befur þar náðst um afnám tvö- falda kerfisins. Gildistími verður hinn sami og í saraningum BSRB, þ.e. út næsta ár, en með endur- skoðun gildistíma strax í aprflmán- uði. Ekki hafði náðst saman um upphafshækkanir launa, en samn- ingsdrög VSÍ gera ráð fyrir um 19% hækkunum að meðaltali. Samkvæmt heimildum Mbl. munu samningar ASl og VSl byggjast að stórum hluta á flokka- og aldursflokkatilfærslum, en minni prósentuhækkunum. Ágreiningur var helst um pró- sentuhækkanir í upphafi samn- ingstímabilsins. Þá var ágreining- ur um uppbætur, svipaðar þeim og BSRB samdi um vegna launamiss- is í verkföllum. Forsvarsmenn ASÍ hafa farið fram á svipaðar uppbætur — „friðarverðlaun í stað stríðsskaðabóta", eins og einn viðmælandi Mbl. úr röðum ASÍ kallaði það. Davíð Sch. Thorsteinsson vara- formaður VSÍ sagði, er Mbl. ræddi við hann í gærmorgun, að hann væri bjartsýnn á að samningar næðust um helgina. Hann kvað samningana verða öðru vísi upp byggða en BSRB-samningana, og að verið væri að ræða um lægri prósentuhækkanir en BSRB hefði samið um. „Það byggist á því að forustumenn ASÍ eru miklu skynsamari en forustumenn BSRB. — BSRB-forustan hafði 8% af sínu fólki með verkföllum, algjörlega að óþörfu," sagði hann. Björn Þórhallsson varaformaður ASÍ var ennfremur bjartsýnn á að samningar næðust um helgina, er Mbl. ræddi við hann. „Mér finnst að andrúmsloftið sé þannig, að þetta muni takast," sagði hann. Undirritun með Alusuisse á morgun: Nýr raforkusamningur og staðfesting á dómsátt NÝR raforkusamningur íslenzka ál- félagsins í Straumsvík við Lands- virkjun, auk staðfestingar á dóms- sátt milli íslenzka ríkisins og Alu- suisse, verður undirritaður í Zíirich í Sviss á morgun, mánudag. Stjórn Landsvirkjunar samþykkti fyrir sitt leyti hinn nýja raforkusamning sl. fimmtudag, en gildistaka hans er háð samþykki Alþingis. Að sögn Jó- hannesar Nordal formanns samn- inganefndar er stefnt að þvf að iðn- aðarráðberra leggi samningana fyrír Alþingi nk. miAvikudag. Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra ritar undir staðfestingu á dómssáttinni og fylgiskjöl fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og stað- festir hinn nýja raforkusamning, en Jóhannes Nordal formaður stjórnar Landsvirkjunar og Hall- dór Jónatansson framkvæmda- stjóri rita undir raforkusamning- inn fyrir hönd Landsvirkjunar. Ásamt þeim verða viðstaddir und- irritunina þeir Páll Flygenring ráðuneytisstjóri i iðnaðarráðu- neytinu og Hjörtur Torfason lög- fræðingur samninganefndar og ráðuneytisins. Raforkusamningurinn var sam- þykktur af hálfu stjórnar Lands- virkjunar á fundi hennar sl. fimmtudag með öllum greiddum atkvæðum á móti einu, þ.e. atkvæði ólafs Ragnars Grímsson- ar, Alþýðubandalagi. Skaut af hagla- byssu á svölunum Mikil ölvun f Reykjavík á föstudagskvöldiö og fram á nótt MIKIÐ annríki var hjá lögregl- unni í Reykjavík í fyrrakvöld og fyrrinótt vegna mikillar og al- mennrar ölvunar. Ölvaður maður mundaði haglabyssu á svölum fjöl- býlishúss f Breiðholti og skaut tveimur skotum. Lögreglunni var gert viðvart og var lagt hald á tvær byssur. Fimm ungmenni voru stað- in að innbrotum í tvö fyrirtæki. Unglingar söfnuðust saman við Hlemm og unglingastaðinn Traffík á Laugavegi. Fjölmargar rúður voru brotnar í húsum á Laugavegi, víð Hverfisgötu og Rauðarárstíg. Þrettán ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur frá miðnætti til klukkan átta í gærmorgun. Margir urðu að dúsa í fangageymslum lögregl- unnar vegna ölvunar. Um þessar mundir er verið að vinna að stækkun á húsnæði Brunabóta- félags íslands við Laugaveg. Verið er að innrétta skrifstofur, þar sem fataverzlun var áður til húsa. Smiðir gleymdu að læsa dyrum á eftir sér og fylltist hús- næði tryggingafélagsins af ungl- ingum. Lögreglan brá skjótt við og vísaði krökkunum á dyr. Eng- in spjöll voru unnin á húsnæði félagsins. Eigendur húsnæðis í nágrenni Hlemms hafa átt i miklum erfið- leikum að undanförnu, því mikill mannsöfnuður hefur verið í ná- grenninu um helgar á undan- förnum vikum og mánuðum og heyrir nánast til undantekninga að rúður séu ekki brotnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.