Morgunblaðið - 08.11.1984, Page 2

Morgunblaðið - 08.11.1984, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 Klakkur VE stórskemmdist í Cuxhaven: Togarinn fór á hliðina f þurrkví SKUTTOGARINN Klakkur VE skemmdist mikiA þegar hann lagðist á hliðina í slipp í Cuxhaven í Vestur-Uýskalandi seint í fyrrakvöld. SkipiA var til viðgerAa í skipasmíðastöð og var verið að sjósetja það þegar óhappið varð. Haraldur Benediktsson skipstjóri á Klakk vildi sem minnst um óhappið ræða þegar Mbl. náði símasambandi við hann í gærkvöldi. Sagði hann að sjópróf ættu eftir að fara fram og þar myndu málin skýrast. Skipið maraði í hálfu kafi og hallaði 80 gráður eftir óhappið en rétti sig við í 45 gráðu halla eftir að vélarrúmið fylltist af sjó. I gærkvöldi var kominn stór flotkrani að Klakki og átti að lyfta skipinu aftur upp í slippinn í gærkvöldi. „Þetta er flot„dokk“ sem þeir hleypa sjó inn í og var búið að sökkva henni þó nokkuð þegar óhappið varð. Skipið lagðist bara á hliðina þarna í „dokkinni“ hjá þeim þannig að það hallaði 80 gráður en lenti þá með möstrin á brúninni á kanti sem þarna er við,“ sagði Haraldur. Aðspurður um skemmdir sagði hann: „Þetta er eins svart og það getur verið, held ég að óhætt sé að segja. Sjór fór niður alla loftkanala þannig að vélarrúmið fylltist. Sjórinn fór um allt skip, inn í íbúðir og alveg inn í brú, hún fylltist fast að því til hálfs. Skrokkur skipsins er óskemmd- ur og mest af tækjunum í stýr- ishúsinu. Maður veit ekki hvað mikið er skemmt í vélarrúminu. Allt er ónýtt í eldhúsi og mat- vælageymslum og íbúðum. Jóla- innkaup mannskapsins fóru þar fyrir lítið." Þegar sjósetja átti skipið voru 14 um borð, 12 skipverjar og eig- inkonur tveggja þeirra. Harald- ur sagði að enginn hefði meiðst og aldrei hefði verið veruleg hætta á ferðum fyrir fólkið. Sagði hann að þau hefðu verið hífð í land með krana sem þarna er og allt hefði það gengið vel. Hluti hópsins færi heim með flugi á föstudag en hin með Breka VE sem selur í Cuxhaven á mánudag. Haraldur sagði að þetta setti mikið strik í reikn- inginn hjá þeim. Fyrirhugað hefði verið að halda heim með skipið um helgina en nú væri ljóst að það yrði ekki næstu mánuðina en tók jafnframt fram að hann væri reyndar ekki fædd- ur bjartsýnismaður. Togarinn Klakkur í Vestmannaeyjahöfn. Kostar 520 krónur að slátra meðallambi VIÐ haustverðlagningu sauð- fjárafurða var slátur- og heild- sölukostnaður ákvarðaður. Er kostnaðurinn 36,08 krónur á hvert kíló kjöts en það er 18% hækkun frá haustverðlagningu í fyrra. Er því slátur- og heild- sölukostnaður við meðallamb á þessu hausti, sem ætla má að sé um 14,5 kg., um 520 krónur. Veislugæsirnar reknar til rétta Kleppjárnsreykjum í október. A síðastliðnu vori var stofnað Gæsaræktarfélag Vcsturlands. Þar sem gæsarækt er vaxandi búgrein og sífellt fleiri snúa sér að gæsarækt, þótti upphafs- mönnum að gæsaræktinni, nauðsynlegt að stofna félagsskap, sem hefði umsjón með útungun og fjölg- un fugla, til þess að halda stofninum hreinum og gæta þess að aðeins hraustir og heilbrigðir fuglar væru settir á. I stjórn félagsins eru Magnús Jónsson Ilvanneyri, Þorvaldur Pálmason Runnum og Jón Sigvaldason Ausu, sem sér um alla útungun á vegum félagsins. Þegar fréttaritari átti leið framhjá Runnum á dög- unum sá hann hvar Þorvaldur og Sigríður, eiginkona hans, voru að smala gæsum og reka til rétta. Það er tilkomumikið að sjá á sjötta hundrað veislugæsir saman í hóp. Þorvaldur sagði að gæsa- ræktin hefði gengið vel í sumar, að vísu kom tófa í heimsókn og tók 10 gæsir ófrjálsri hendi, en fyrir vikið sendi Jón Blöndal, refaskytta með meiru, tæf- una, kall hennar og 3 yrðlinga inn í eilífðina. Einnig sagði hann að fóðurbætisskatturinn ylli vanda og það mál þyrfti að leysa hið bráðasta. 600 ungar, sem slátrað verður núna í haust, eru frá því í mars og aprfl og er meðalvigt þeirra um 4,5 kg. Þorvaldur sagði að lokum að söluhorfur væru góðar þar sem fuglinn hefði þrifist mjög vel í sumar. Gæsirnar verða seldar undir nafninu Veislugæs. Bernhard Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: Til álita að lækka tolla og vörugjald — í því skyni að mæta verðlagsáhrifum kjarasamninganna „ÉG TEK undir með Guðmundi J. Guðmundssyni, formanni Verka- mannasambandsins, í Mbl. í morg- un, þegar hann segir, að þetta séu vitanlega verðbólgusamningar,“ sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins, er hann var í gær spurður álits á nýgerðum samn- ingum ASÍ og VSÍ. Formaður Sjálfstæðisflokksins var spurður, hvaða efnahagsað- gerðir hann teldi stjórnvöld verða að standa fyrir í framhaldi af kjarasamningunum. Hann svar- aði: „Það er auðvitað ljóst, að það verður að tryggja rekstur höfuð- atvinnugreinanna, sem átt hafa við mikla erfiðleika að etja sem magnast enn vegna þessara samn- inga. Ég tel einnig að það geti komið til álita að mæta þeim verð- lagsáhrifum sem af hljótast með nýjum aðgerðum í skattamálum. Það kemur vel til álita að mínu mati að lækka tolla og vörugjald í þessu skyni. Ég tel einnig, að það verði að huga að því að undirbúa þjóðarsátt um kjarasamninga á næsta ári, þó það hafi ekki tekist að þessu sinni. í því sambandi er mikilvægt að hefja heildarend- urskoðun á húsnæðislánakerfinu.“ Þorsteinn sagði ennfremur að hann teldi mikilvægt, að fram- kvæmd verði könnun á þróun tekjuskiptingarinnar undangeng- in ár, þannig að þær staðreyndir lægju fyrir, áður en gengið yrði til næstu kjarasamninga. Hann sagði síðan: „Það er alveg ljóst, að þjóð- in þolir ekki annað mánaðarverk- fall á næsta ári. Hún þolir heldur ekki verðbólgusamninga af því tagi sem gerðir hafa verið og fyrir þá sök verða menn að taka á þessu verkefni með nýjum hætti. Það liggur fyrir ríkisstjórninni að gera tillögur um þetta og væntanlega fær fólk fljótlega að sjá hvað hún hefur fram að færa.“ Flokksþing Alþýöuf lokks um aðra helgi: Kröfur um að Kjartan Jóhannsson dragi sig í hlé — Gylfi Þ. Gíslason hafnaði boði um formennsku Gefur Jón Baldvin Hannibalsson kost á sér? Ýmislegt bendir til þess, að átök verði um formennsku í Alþýðu- flokknum á flokksþingi hans, sem verður um aðra helgi. Kjartan Jó- hannsson, formaður flokksins, hef- ur legið undir vaxandi gagnrýni á undanförnum mánuðum og kröfur komið fram um, að hann dragi sig í hlé. Þessar umræður komust á það stig fyrir nokkrum vikum, að samstaða tókst meðal áhrifa- manna í flokknum um að óska eftir því við Gylfa Þ. Gíslason, fyrrverandi formann flokksins, að hann tæki að sér formennsku á ný. Gylfi Þ. Gíslason hafnaði því boði. Eftir að sú afstaða lá fyrir hefur athyglin beinzt að Jóhönnu Sigurðardóttur, alþm., Árna Gunnarssyni, Sighvati Björgvinssyni og nú að undan- förnu í auknum mæli að Jóni Baldvin Hannibalssyni, alþm. Þeir Alþýðuflokksmenn, sem telja eðlilegt, að Kjartan Jó- hannsson dragi sig í hlé, benda á, að Alþýðuflokkurinn hafi stöðugt tapað fylgi frá stórsigr- inum í kosningunum 1978, jafn- framt því, sem flokkurinn hafi klofnað er Bandalag jafnaðar- manna var stofnað. Bent er á, að staða flokksins í skoðanakönn- unum sé slæm, þótt hann sé í stjórnarandstöðu, á sama tíma og ríkisstjórnin eigi í vök að verjast. Sú skoðun mun útbreidd innan Alþýðuflokksins, að Kjartan Jóhannsson eigi að taka afleiðingum þessarar þróunar og gefa ekki kost á sér til endur- kjörs. Þegar Gylfi Þ. Gíslason hafði gefið afsvar naut Jóhanna Sig- urðardóttir, alþm. umtalsverðs fylgis til formennsku, en spurn- ingar hafa vaknað um það, hvort hún mundi halda sínum hlut í pólitískri baráttu við formenn hinna flokkanna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er vaxandi þrýstingur á Jón Bald- vin Hannibalsson að gefa kost á sér við formannskjör. Búizt er við að afstaða hans til þess liggi fyrir um næstu helgi. Nýr Bláfjalla- vegur brátt tek- inn í notkun Á NÆífTUNNI verður tekinn í notk- un nýr vegur til Bláfjallasvæðisins. Liggur hann frá Krísuvíkurvegi og tengist núverandi Bláfjallavegi við Rauðuhnjúka. Styttir hann leið Kópa- vogsbúa og íbúa sveitarfélaganna þar fyrir sunnan og á Reykjanesi til Blá- fjallasvæðisins. Vegurinn er um 18 kílómetra langur og hefur kostað um 30 millj- ónir króna á verðlagi þessa árs, að sögn Rögnvalds Jónssonar, deildar- verkfræðings hjá Vegagerð rikisins. Framkvæmdir við Bláfjallaveginn hafa staðið í fjögur ár en verður þó ekki lokið í haust. Verður hann með grófu malarslitlagi í vetur en ekki er fyrirhugað að setja á hann var- anlegt slitlag. í sumar hafa verk- takafyrirtækin Borgarverk hf. i Borgarnesi og Tak hf. í Búðardal unnið við veginn en áður höfðu ým- is verktakafyrirtæki unnið við hann. Rögnvaldur sagði að þessi vegur myndi ekki leysa þau umferðar- vandamál sem verðið hefðu á Blá- fjallasvæðinu yfir háannatímann því að vegurinn tengdist núverandi Bláfjallavegi þrem kílómetrum frá skálanum. Það væri hinsvegar rætt um að leysa þau vandamál með nýj- um vegi á milli Kóngsfells og Drottningar þannig að hringakstur með einstefnu gæti komist á. Sagði Rögnvaldur hugsanlegt að ráðist yrði í þá framkvæmd næsta sumar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.