Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 Steingrímur Hermannsson; Þýða snöggar hækkanir „ÉG FAGNA út af fyrir sig því að samningar náðust án verkfalla. Það er stefnt að því að þeir geti orðið út næsta ár, en ég tel að það sé rétt orðað, sem haft var eftir einhverjum samningamanninum, að þetta sé hálfgert bitbein BSRB-samn- inganna. Þeir settu línuna og það var aldrei hægt að gera ráð fyrir að þessir samningar yrðu öðruvísi," sagði Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra um kjarasamninga ASÍ og VSI'. Forsætisráðherra sagði að ASÍ/VSÍ -samningarnir væru með sömu göllum og BSRB-samn- ingarnir, þ.e. að heildarhækkunin væri meiri heldur en þjóðarbúið stæði undir, en þar að auki kæmu hækkanirnar langsamlega mest fyrst í ASÍ/VSI-samningunum sem skapaði strax mikla erfið- leika, — snöggar kostnaðarhækk- anir. Hann var spurður, hvaða hækk- anir kæmu fyrst. „Það hljóta að Svavar Gestsson: koma hækkanir launa til bænda í kjölfarið og þá hækkar náttúrlega landbúnaðarverðið 1. desember. Þá hækkar útseld vinna í allri byggingarvinnu og hjá verktökum eflaust mjög fljótlega. Þegar er farið að tala um að bækur hækki og þetta eru allt hlutir sem ríkis- stjórnin ræður ekki við.“ Steingrímur vildi ekki tjá sig um fyrirhugaðar aðgerðir hins opinbera i efnahagsmálum, en sagðist myndu gera grein fyrir þeim í stefnuræðu sinni, sem væntanlega yrði flutt á Alþingi annan fimmtudag. „Að mínu mati þarf að gera ýmsa hluti, suma smáa en aðra stærri, til að aðstoða þá sem erfiðast eiga, ekki sízt með að þola hækkun verðlags. Ég nefni þar húsbyggjendur, ellilífeyris- þega, örorkubótaþega, einstæða foreldra. Það þarf að skoða þá hluti alla, og það er verið að þvi,“ sagði hann að lokum. Allmyndarlegar kauphækkanir „MIÐAÐ VIÐ það sem menn voru að gera sér hugmyndir um fyrir nokkrum mánuðum, þá held ég að menn hafi náð allmyndarlegum kauphækkunum. Spurningin er hins vegar hvort ríkisstjórnin tekur til baka árangur þessara samninga, eða hvort gerð verður tilraun til þess að varðveita kaupmátt þeirra," sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, er hann var spurður álits á nýgerðum kjarasamningum. Svavar var spurður, hvort hann teldi að kauphækkanir til bænda og sjómanna kæmu í kjölfar þess- ara samninga á vinnumarkaðin- um. Hann svaraði: „Það liggur auðvitað alveg í augum uppi, að svona samningar hljóta að ganga til launamanna hvar sem þeir eru. Spurningin er hins vegar um það að hve miklu leyti hægt er að skapa forsendur til þess í atvinnu- lífinu að það geti tekið á sig þessar kauphækkanir með því að skera niður þann kostnað, sem þeir eru með fyrir utan kaup.“ — Segir sagan okkur ekki, að það hljóti að koma til gengisfell- inga í kjölfarið? „Það er ekkert náttúrulögmál að slíkt þurfi að gerast. Það fer auð- vitað eftir því, hvernig að hlutun- um er búið og það er ekki nokkur vafi á því, að talsverður hluti at- vinnugreina í þjónustu og verzlun getur tekið þessar hækkanir á sig og hefur í raun og veru greitt talsvert umfram kauptaxta, jafn- vel það sem samið var um og ívið meira. Sjávarútvegurinn stendur auðvitað öðru vísi og þar er fyrst og fremst um að ræða hinn of- boðslega fjármagnskostnað, sem hefur hækkað í tíð þessarar ríkis- stjórnar." Nýja loftið, samkvæmt hugmyndurn hönnuðanna, Steinþórs Sigurðssonar og Daða Ágústssonar. Breytingar á lofti og lýsingu Kjarvalsstaða Á ÞESSU ári hefur verið unnið að hönnun á nýju lofti og nýrri lýsingu á Kjarvalsstöðum. Hefur stjórn Kjarvalsstaða samþykkt tillögu Stcinþórs Sigurðssonar, listmálara og Daða Ágústssonar, Ijósahönnuð- ar, um áðurnefnda breytingu og hef- ur verið unnið að undirbúningi breytinganna samkvæmt þeim tillög- um. Að sögn Stefáns Hermannsson- ar, aðstoðarborgarverkfræðings, er nú verið að afla tilboða í verkið og til framkvæmda mun líklega koma á næsta ári. Stefnt er að því að undirbúningi að framkvæmd- um Ijúki á þessu ári, en að sögn Stefáns tafði nýafstaðið verkfall nokkuð þær áætlanir. Búið er að auglýsa eftir tilboðum í lýsingu og efni í nýtt loft, en endanleg ákvörðun um framkvæmdir liggur ekki fyrir fyrr en eftir samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Einar Hákonarson, formaður stjórnar Kjarvalsstaða, sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins, að lengi hefðu verið uppi raddir meðal listamanna um breytingu á lýsingu í húsinu, og hefði óánægja með lýsinguna ver- ið almenn þeirra á meðal, allt frá því húsið var opnað. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun Hannes Kr. Davíðsson, arkitekt, sem teiknaði Kjarvalsstaði, hafa verið boðið á sínum tíma að gera lagfæringar á loftinu, í samræmi við óskir listamanna, en hann hafði verið mótfallinn breytingum á lofti og lýsingu hússins. Ekki tókst að ná tali af Hannesi Kr. Davíðssyni í gær vegna þessa máls. Gamla loftið, sem nú er fyrirhugað að breyta. Horgunblaöið/Ól.K.M. Farmgjöld íslensku skipafélaganna: „Ástæða til að gera úttekt á stöðu íslenskrar kaupskipaútgerðar“ - segir Ragnar Kjartansson, stjórnarformaður SÍK UMRÆÐUR um há farmgjöld íslenskra skipafélaga hafa verið talsvert áberandi í fjölmiðlum að undanförnu og hafa jafnvel borist inn í sali Alþingis. Morgunblaðið sneri sér til Ragnars Kjartanssonar, stjórnarfor- manns Hafskips hf„ sem jafnframt er formaður stjórnar Sambands íslenskra kaupskipaútgerða og spurði hann álits, m.a. á könnun Sjó- mannasambandsins, þar sem því er m.a. haldið fram, að farmgjöld tslensku skipafélaganna séu þau hæstu í heimi. „Sú umræða, sem fram hefur farið um þessi mál á opinberum vettvangi á undánförnum miss- erum, hefur að öðru jöfnu verið yfirborðskennd og lítt málefna- leg og sem slík einkennst af lít- illi þekkingu, eins og oft vill verða,“ sagði Ragnar Kjartans- son. *„Hins végar má segja, að það sé eins með verslunarskip- aútgerðina og velflesta þætti í okkar þjóðfélagi, að þar má sitt- hvað betur fara. íslenskt þjóðfé- lag stendur 'nú frammi fyrir meiri þrengingum og vanda og oft áður. Táka þarf því til hendi af atorku á sem flestum sviðum, leita leiða til einföldunar og hag- ræðingar. Ég leyfi mér þó að fullyrða, að fáar greinar íslensks atvinnulífs hafi gengið I gegnum eins mikla uppstokkun og hagræðingu og fslenska verslunarskipaútgerðin hefur'gert á undanförnum árum, en betur má ef duga skal og er svo t með þjóðfélagsþættina flestá. < Ég sé fulla ástæðu til málefna- légrar úttektar á'stöðu islenskr- ar kaupskipaútgerðar í ljósi Ragnar Kjartansson stjórnarfor- maður Hafskips og Sambands ís- lenskra kaupskipaútgerða. framsettra athugasemda. Sam- band íslenskra kaupskipaút- gerða ætti hæglega að geta kom- ið á samstarfsnefnd skipafélaga, verðlagsyfirvalda og hagsmuna- samtaka, sem standi að slfkri út- tekt. Ég vil þó taka það fram, að ég hef enn ekki borið þessa hugmynd undir stjórn Sam- bands íslenskra kaupskipaút- gerða, heldur nefni ég þetta hér sem mína persónulegu skoðun. Við verðum að hafa í huga, ef við viljum fjalla um hlutina mál- efnalega, að sérstaða fslenskrar verslunarskipaútgerðar er mjög margvisleg.í fyrsta Iagi má nefna smæð íslenska þjóðfélags- ins, svo sem tiltölulega lítil skip með hárri áætlunartíðni og hag- kvæirtni erlends stórskipa- reksturs á því ekki við hér. I þessu sambandi má nefna smæð markaðar á íslandi, smáar óg margar sendingar, litlar rekstr- areiningar almennt og að jöfnu lítil sérhæfing skipakosts og fyrirtækja. í öðru lagi má nefna legu landsins og erfiðar siglingaleið- ir, óhagkvæma olíunotkun, hærri viðhaldskostnað og tíðari vörutjón. Þá má einnig benda á mikla landsþjónustu skipafélag- anna, sem er næsta óþekkt er- lendis. I fjórða lagi má minna á áhrif óðaverðbólgu undanfar- inna ára og mikið gengistap, þar sem fjármögnun til fjárfestingar er nær eingöngu í erlendum gjaldmiðlum. og mikill hluti rekstrarkostnaðar. Ýmis önnur atriði má nefna, svo sem kostnað lánsviðskipta, fjármagnskostnað vegna taprekstrar fyrri verð- lagssveltisára og sitthvað fleira. Ég held hins vegar að rétt sé að bíða með það og sjá hvort menn taka nú því' tilboði, aö skipuð verði samstarfsnefnd til að gera úttekt á stöðu íslenskrar kaup- skipaútgerðar;" sagði Ragnar Kjartansson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.