Morgunblaðið - 08.11.1984, Page 17

Morgunblaðið - 08.11.1984, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 17 Morgunblaðid/Ævar Lagarfoss í EskifjarÓarhöfn. Eskifjörður: Líf og fjör við höfnina Eskifirði, 6. nóvember. Á ESKIFIRÐI, eins og í öArum út- gerðarbæjum, er höfnin lífæð bæj- arins og er haustið oft aðalathafna- tíminn. Undanfarinn mánuð hefur verið mjög mikil umferð um höfn- ina og það svo mikil að höfnin ann- ar því oft á tíðum ekki. Flutningaskip koma og losa vörur og taka sjávarafurðir til útflutnings. Togarar koma til að fá ýmsa fyrirgreiðslu, tollaf- greiðslu eða að taka ís. Síldar- skipin streyma út og inn allan daginn, ýmist til að landa eða með rifnar nætur eða biluð tæki. Og loðnuflotinn er líka á ferð- inni. Loðnuskipin koma drekk- hlaðin hvert á eftir öðru norðan úr höfum. Segja má að líf sé við höfnina allan sólarhringinn. Siðastliðinn mánuð komu til dæmis 20 flutningaskip með vör- ur eða lestuðu afurðir hér og það sem af er þessum mánuði hafa 7 skip komið sömu erinda. Síðastliðið föstudagskvöld var þó einna mest að gera. Fyrir utan síldar- og loðnuskipin komu togararnir Ögri og Vigri. Ögri var með Vigra í togi en skipverj- ar höfðu fengið trollið í skrúfu skipsins. Einnig kom strand- ferðaskip og siðan bættist Lag- arfoss ofan á allt saman en hann var fullhlaðinn gámum. Áttu 5 gámar að fara hér á land en sá hængur var á að til að hægt væri að ná þessum 5 gámum þurfti að taka 49 aðra stóra gáma og hífa þá á land úr skipinu og síðan um borð aftur. Tók það verk um einn sólarhring og fylltust bryggjurn- ar af gámum á meðan. Gámarnir 5, sem svo mikið var haft fyrir, höfðu að innihaldi sykur sem söltunarstöðvar hér á Austur- landi vanhagaði um í síldarsölt- unina. Menn reka sig á það hvað eftir annað að legurými hér við höfnina er allt of lítið og brýnt að bæta þar úr til að losna við það vandræðaástand sem oft skapast. í dag lestar Hvalvíkin um 1500 tonn af loðnumjöli hjá loðnuverksmiðjunni. — Ævar. Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands íslands: Farmgjöldin eru ekkert einkamál Athugasemd vegna ummæla Þóröar Sverrissonar hjá Eimskipafélaginu í Morgunblaðinu sl. sunnudag er endurprentaður hluti úr viðtali við mig, sem birtist upphaflega í Sæfara. málgagni Sjómannasam- bands íslands. Þessi hluti viðtals- ins fjallar um þann gífurlega kostnað sem lagður er á herðar sjávarútvegsins hér á landi af þjónustufyrirtækjum ýmsum og milliliðum og á beinan þátt í bág- bornum kjörum íslenskra sjó- manna. Meðal dæma eru nefnd þau farmgjöld sem greiða þarf fyrir flutning islenskra sjávaraf- urða á markað erlendis, en þau eru margfalt hærri en hliðstæð gjöld erlendra skipafélaga. Nefnd eru dæmi um rækjuflutning og sýnt fram á að það kostar þrefalt meira að flytja rækjukíló frá ís- landi á markaði í Englandi og Danmörku en frá Norður-Noregi og Grænlandi á sömu markaöi. Þetta eru óyggjandi staðreyndir. í framhaldi af birtingu þessa kafla í Morgunblaðinu leitar blað- ið til Þórðar Sverrissonar fulltrúa framkvæmdastjóra Eimskipafé- lagsins og biður hann að segja álit sitt á málinu. Þórður fullyrðir þar að flutningsgjaldið frá Grænlandi sé hærra en sagt er í viðtalinu og nefnir til taxta Konunglegu Grænlandsverslunarinnar. Vegna þessa er rétt að taka fram, að upplýsingar mínar fékk ég frá fyrstu hendi í Sisimiut (Holsteinsborg) á Grænlandi þeg- ar ég var þar á síðasta ári. Þær upplýsingar sé ég enga ástæðu til að rengja, hvað sem líður pappír- um er Þórður Sverrisson telur sig hafa í höndum. En það eru önnur ummæli Þórð- ar sem vert er að gaumgæfa. Hann segir í Morgunblaðinu: „ ... En það er rétt að skýra frá því að við erum þessa dagana að hafa samband við viðskiptavini okkar og tilkynna um talsverða lækkun á farmgjöldum fyrir sjávarafurðir. Hversu mikil sú lækkun er hlýtur að vera einkamál okkar og við- skiptavinanna ..." (Leturbr. mín, Ó.V.) Velta má því fyrir sér hvort hugsanlega geti átt sér stað, að þessi lækkun farmgjalda kynni að vera í einhverjum tengslum við þá ákvörðun Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna að leita tilboða er- lendis í flutning á afurðum sínum. Látum það liggja á milli hluta. En Þórður Sverrisson veður hins veg- ar í villu og svima ef hann heldur að farmgjöld íslenskra farskipa séu einkamál skipafélaganna og viðskiptavinanna, — hvort sem rætt er um sjávarafurðir eða ann- an varning. Farmgjöld eru nefni- lega ekki svo lítill hluti af því verði sem neytendur þurfa að greiða fyrir vörur í verslunum. Þar af leiðandi kemur almenningi það mjög við hver farmgjöld skipafélaganna eru. Lækkuð farm- gjöld þýða lækkað vöruverð. Hvað snertir farmgjöld fyrir sjávarafurðir eru þau á sama hátt ekkert einkamál skipafélaga og einstakra útflytjenda. Eftir því sem farmgjöldin eru hærri minnk- ar það svigrúm sem kaupendur hráefnis hafa til að greiða sjó- mönnum almennilegt verð fyrir fiskinn. Lækkun farmgjalda ætti því að leiða til hærra fiskverðs, sem aftur myndi leiða til bættra kjara sjómanna. „Einkamál" Þórðar er því hreint hagsmuna- mál sjómannastéttarinnar allrar, — og landsmanna allra, ef út í það er farið. Með þðkk fyrir birtinguna. Óskar Vigfússon. Þessir margeftirspuróu kuldaskór aftur fáanlegir 8140-750 Loðtóöraóir. Vatnsvaróir. j Hertur ytri sóti og auóvitað vasi Bláir — Kaki. Stærðir Hagstætt veró. 34—46 GEISÍPr U-BIX 250REA MEÐALSTOR UÓSRfTUNARVÉL MEÐ S1ÓRK0STLEGA EIGINLEIKA! U-BÍXisotu er sérstaklega fjölhæf Ijósritunarvél sem skilar frábærum Ijósritum á venjulegan pappír og glærur. Hún er m.a. með alsjálfvirkum frumritamatara, papplrsbökkum og afritaraðara — sem þýðir að hún skiptir um frumrit á réttum tíma, velur rétta afritastærð og flokkar síðan afritin ( afritaraðarann. Vélin velur einnig bestu mögulega lýsingu I samræmi við hvert frumrit. U-BÍXtsonu ar þvl frábær lausn fyrir þau fyrirtæki þar sem stöðugt tapast dýrmætur tími þegar grípa þarf inn I Ijósritavinnslu til að skipta um frumrit, ákveða lýsingu, velja pappírsstærðir og raöa afritum. Og verðið ætti að koma á óvart, þvl eftir nýafstaðna erlenda verðlækkun kostar U-BÍX tsoou nú 42.700 kr. minna en áður. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33 — Simi 20560 Pósthólf 377

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.