Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 17 Morgunblaðid/Ævar Lagarfoss í EskifjarÓarhöfn. Eskifjörður: Líf og fjör við höfnina Eskifirði, 6. nóvember. Á ESKIFIRÐI, eins og í öArum út- gerðarbæjum, er höfnin lífæð bæj- arins og er haustið oft aðalathafna- tíminn. Undanfarinn mánuð hefur verið mjög mikil umferð um höfn- ina og það svo mikil að höfnin ann- ar því oft á tíðum ekki. Flutningaskip koma og losa vörur og taka sjávarafurðir til útflutnings. Togarar koma til að fá ýmsa fyrirgreiðslu, tollaf- greiðslu eða að taka ís. Síldar- skipin streyma út og inn allan daginn, ýmist til að landa eða með rifnar nætur eða biluð tæki. Og loðnuflotinn er líka á ferð- inni. Loðnuskipin koma drekk- hlaðin hvert á eftir öðru norðan úr höfum. Segja má að líf sé við höfnina allan sólarhringinn. Siðastliðinn mánuð komu til dæmis 20 flutningaskip með vör- ur eða lestuðu afurðir hér og það sem af er þessum mánuði hafa 7 skip komið sömu erinda. Síðastliðið föstudagskvöld var þó einna mest að gera. Fyrir utan síldar- og loðnuskipin komu togararnir Ögri og Vigri. Ögri var með Vigra í togi en skipverj- ar höfðu fengið trollið í skrúfu skipsins. Einnig kom strand- ferðaskip og siðan bættist Lag- arfoss ofan á allt saman en hann var fullhlaðinn gámum. Áttu 5 gámar að fara hér á land en sá hængur var á að til að hægt væri að ná þessum 5 gámum þurfti að taka 49 aðra stóra gáma og hífa þá á land úr skipinu og síðan um borð aftur. Tók það verk um einn sólarhring og fylltust bryggjurn- ar af gámum á meðan. Gámarnir 5, sem svo mikið var haft fyrir, höfðu að innihaldi sykur sem söltunarstöðvar hér á Austur- landi vanhagaði um í síldarsölt- unina. Menn reka sig á það hvað eftir annað að legurými hér við höfnina er allt of lítið og brýnt að bæta þar úr til að losna við það vandræðaástand sem oft skapast. í dag lestar Hvalvíkin um 1500 tonn af loðnumjöli hjá loðnuverksmiðjunni. — Ævar. Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands íslands: Farmgjöldin eru ekkert einkamál Athugasemd vegna ummæla Þóröar Sverrissonar hjá Eimskipafélaginu í Morgunblaðinu sl. sunnudag er endurprentaður hluti úr viðtali við mig, sem birtist upphaflega í Sæfara. málgagni Sjómannasam- bands íslands. Þessi hluti viðtals- ins fjallar um þann gífurlega kostnað sem lagður er á herðar sjávarútvegsins hér á landi af þjónustufyrirtækjum ýmsum og milliliðum og á beinan þátt í bág- bornum kjörum íslenskra sjó- manna. Meðal dæma eru nefnd þau farmgjöld sem greiða þarf fyrir flutning islenskra sjávaraf- urða á markað erlendis, en þau eru margfalt hærri en hliðstæð gjöld erlendra skipafélaga. Nefnd eru dæmi um rækjuflutning og sýnt fram á að það kostar þrefalt meira að flytja rækjukíló frá ís- landi á markaði í Englandi og Danmörku en frá Norður-Noregi og Grænlandi á sömu markaöi. Þetta eru óyggjandi staðreyndir. í framhaldi af birtingu þessa kafla í Morgunblaðinu leitar blað- ið til Þórðar Sverrissonar fulltrúa framkvæmdastjóra Eimskipafé- lagsins og biður hann að segja álit sitt á málinu. Þórður fullyrðir þar að flutningsgjaldið frá Grænlandi sé hærra en sagt er í viðtalinu og nefnir til taxta Konunglegu Grænlandsverslunarinnar. Vegna þessa er rétt að taka fram, að upplýsingar mínar fékk ég frá fyrstu hendi í Sisimiut (Holsteinsborg) á Grænlandi þeg- ar ég var þar á síðasta ári. Þær upplýsingar sé ég enga ástæðu til að rengja, hvað sem líður pappír- um er Þórður Sverrisson telur sig hafa í höndum. En það eru önnur ummæli Þórð- ar sem vert er að gaumgæfa. Hann segir í Morgunblaðinu: „ ... En það er rétt að skýra frá því að við erum þessa dagana að hafa samband við viðskiptavini okkar og tilkynna um talsverða lækkun á farmgjöldum fyrir sjávarafurðir. Hversu mikil sú lækkun er hlýtur að vera einkamál okkar og við- skiptavinanna ..." (Leturbr. mín, Ó.V.) Velta má því fyrir sér hvort hugsanlega geti átt sér stað, að þessi lækkun farmgjalda kynni að vera í einhverjum tengslum við þá ákvörðun Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna að leita tilboða er- lendis í flutning á afurðum sínum. Látum það liggja á milli hluta. En Þórður Sverrisson veður hins veg- ar í villu og svima ef hann heldur að farmgjöld íslenskra farskipa séu einkamál skipafélaganna og viðskiptavinanna, — hvort sem rætt er um sjávarafurðir eða ann- an varning. Farmgjöld eru nefni- lega ekki svo lítill hluti af því verði sem neytendur þurfa að greiða fyrir vörur í verslunum. Þar af leiðandi kemur almenningi það mjög við hver farmgjöld skipafélaganna eru. Lækkuð farm- gjöld þýða lækkað vöruverð. Hvað snertir farmgjöld fyrir sjávarafurðir eru þau á sama hátt ekkert einkamál skipafélaga og einstakra útflytjenda. Eftir því sem farmgjöldin eru hærri minnk- ar það svigrúm sem kaupendur hráefnis hafa til að greiða sjó- mönnum almennilegt verð fyrir fiskinn. Lækkun farmgjalda ætti því að leiða til hærra fiskverðs, sem aftur myndi leiða til bættra kjara sjómanna. „Einkamál" Þórðar er því hreint hagsmuna- mál sjómannastéttarinnar allrar, — og landsmanna allra, ef út í það er farið. Með þðkk fyrir birtinguna. Óskar Vigfússon. Þessir margeftirspuróu kuldaskór aftur fáanlegir 8140-750 Loðtóöraóir. Vatnsvaróir. j Hertur ytri sóti og auóvitað vasi Bláir — Kaki. Stærðir Hagstætt veró. 34—46 GEISÍPr U-BIX 250REA MEÐALSTOR UÓSRfTUNARVÉL MEÐ S1ÓRK0STLEGA EIGINLEIKA! U-BÍXisotu er sérstaklega fjölhæf Ijósritunarvél sem skilar frábærum Ijósritum á venjulegan pappír og glærur. Hún er m.a. með alsjálfvirkum frumritamatara, papplrsbökkum og afritaraðara — sem þýðir að hún skiptir um frumrit á réttum tíma, velur rétta afritastærð og flokkar síðan afritin ( afritaraðarann. Vélin velur einnig bestu mögulega lýsingu I samræmi við hvert frumrit. U-BÍXtsonu ar þvl frábær lausn fyrir þau fyrirtæki þar sem stöðugt tapast dýrmætur tími þegar grípa þarf inn I Ijósritavinnslu til að skipta um frumrit, ákveða lýsingu, velja pappírsstærðir og raöa afritum. Og verðið ætti að koma á óvart, þvl eftir nýafstaðna erlenda verðlækkun kostar U-BÍX tsoou nú 42.700 kr. minna en áður. SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33 — Simi 20560 Pósthólf 377
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.