Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 Afkomumál sjávarútvegsins — erindi Björgvins Jónssonar á Fiskiþingi: í bezta falli komnir á kné Flestir liggja Fiskimálastjóri, þingforseti, góðir fiskiþingsfulitrúar og gestir. Ég ætla að fara hér nokkrum orðum um afkomu fiskveiða og vinnslu á þessu ári og horfur á næsta ári. Það sem ég segi hér er fyrst og fremst almennt rabb, sem að litlu leyti er stutt töflum. Meðferð talna er orðin svo gá- leysisleg og aftur eru tölur notað- ar að geðþótta. Nægir þar að nefna nýjasta dæmið, þar sem 30 daga verkfall er alls staðar nefnt 27 daga verkfall. Þrátt fyrir nær helmings samdrátt í þorskveiðum frá því þær voru mestar, um og uppúr 1980, þá verður árið í ár að teljast til hinna miklu aflaára. Eins og horfir nú eru líkur á að þetta verði eitt af 5 mestu aflaár- um í sögu þjóðarinnar. Aflinn 1. nóvember verður nálægt 1.100.000 tonnum og yfir 500.000 tonnum meiri en á sama tíma 1983. Verðmæti útfluttra sjávaraf- urða nam 10.752. milljónum króna fyrstu 8 mánuði þessa árs og var nær tveimur milljörðum meiri enn á sama tíma sl. ár. Á þessu tímabil nemur útflutn- ingur sjávarafurða 73% af heild- arútflutningi landsmanna sem nam 14.713 milljónum á sama tíma. Munar hér vitanlega mest um loðnuna. Sá fiskistofn virðist vera í nokkuö góðu ástandi og eru miklar vonir bundnar við veiðar úr honum á næsta og jafnvel næstu árum. Hvað fiskveiðar áhrærir að öðru leyti, má segja að stóraukin veiði á úthafsrækju, mikil aukning á skelfiskveiöum og nýting kola- stofnanna við landið séu merkustu nýjungarnar. Árangur þessara veiða bætir að nokkru þann rekstrarvanda sem skapast hefur vegna stórminnkandi þorskveiða. Okkur ber að þakka sjávarútvegs- ráðherra fyrir þá víðsýni sem hann hefur sýnt og þá forystu sem hann hefur veitt um nýtingu þess- ara fiskstofna. Ég hygg að í fram- tíðinni eigi þetta framtak eftir að færa íslensku þjóðinni ómældan auð og meðal annars auðvelda okkur að mun skynsamlega nýt- ingu þorsk- og ýsustofnanna. I framtíðinni mun þó ársins 1984 örugglega fyrst og fremst verða minnst sem ársins þegar kvótar voru alfarið notaðir við stjórnun fiskveiða. Margir spáðu illa fyrir þessu kerfi og þá alveg sérstaklega því mikla valdi sem látið var í hendur sjávarútvegs- ráðherra. Ég er einn af þeim sem litu á þetta kerfi sem hreint neyðarúr- ræði og átti von á verulega meiri erfiðleikum en fram hafa komið. Áð mínu mati hafa framsöl afla- kvóta sniðið af þessu verstu gall- ana. Vafalaust greinir okkur á um þetta, það er bara mannlegt. Um hitt getum við allir verið sammála að sjávarútvegsráðherra hefur ekki misnotað það vald sem hon- um var falið. Hvorug þessara staðreynda breytir því að kvótar eru neyðar- úrræði sem við verðum að komast frá eins fljótt og mögulegt er. Við megum ekki undir neinúm kring- umstæðum festast í þessu kerfi til frajnbúðar. Það virkar þegar til lengri tíma er litið sem haghemill og ber. I sér mikla hættu á spill- ingu. Þegar á næsta ári ber okkur að fækka botnfisktegundum í kvóta eins mikið og mögulegt er. Vandlega þarf líka að huga að því hvort unnt er nú þegar að finna sjrilvirkara kerfi við stjórnun .botnfiskv.eiða. iJ. Þegar á heildina er litið má segja ,að þegar aflamagn og verð- mæti á föstu verðlagi eru metin, hafi fiskveiðar í ár verið mjög hagstæðar íslensku þjóðinni. Ut- flutningsverðmæti sjávarafurða á föstu verðlagi mun hafa aukist um 11% á fyrstu átta mánuðum árs- ins. Kem ég þá að því máli sjávar- útvegsins sem einna uggvænlegast er um þessar mundir. Það eru samningar við sjómenn. Við erum allir það sanngjarnir að viður- kenna að kjör sjómanna hafa stór- versnað vegna aflabrests á þorsk- veiðum og óhugnanlegrar dýrtíð- araukningar í öllu sem að fisk- veiðum lýtur. Að útgerð og fisk- vinnslu frátalinni hafa engir orðið meira fyrir þessari kjaraskerð- ingu en sjómenn. I þeim erfiðu samningum sem fyrir dyrum standa, verður Is- lenska þjóðin öll sem einn maður að gera það upp við sig hvers hún metur störf sjómannastéttarinn- ar, sem á hátíðarstundum eru nefndir hetjur hafsins. Útgerðinni í landinu er því mið- ur sniðinn svo þröngur stakkur að hún getur ekkert umtalsvert af hendi látið, án þess að það renni beint út í Verðlagið, með þynningu gjaldmiðilsins. En fleira er matur en feitt kjöt og ólíkt væru sjó- menn betur settir, ef kjarabætur þeim til handa yrðu í því formi að þær brynnu ekki upp í óðaverð- bólgu eða yrðu kveikja að nýrri kjarábaráttu annarra stétta. Sjómenn njóta lítils af hinni marglofuðu samneyslu allra ann- arra þegna þjóðarinnar. Ég teldi raunhæfustu leiðina til að bæta kjör sjómanna vera að játa þessa staðreynd. Bæjarfélög ættu að sameinast um að lækka útsvars- prósentu af tekjum sjómanna og ríkisvaldið á að veita þeim veru- lega lækkun tekjuskatts umfram það sem þeir njóta nú. Síðan á samféiagið að efla að miklum mun lífeyrissjóð sjó- manna. Þeir eiga þetta allt inni hjá íslensku þjóðinni. Ef í tíma verður tekið til svona ráða, óttast ég ekki illvígar vinnu- deildur. Annars stöndum við frammi fyrir mjög alvarlegri vinnudeilu sem getur valdið enn frekari röskun á því jafnvægi sem var að nást á fyrri helmingi þessa árs, meðan ríkisstjórnin var markmiðum sínum trú. Á þessu ári hefur verið unnið að skuldbreytingu hjá útgerð og vinnslu og tímabundið lækkaðir vextir Fiskveiðisjóðs í 4%. Við skulum vona að þetta verði til góðs, ef við lítum til lengri tíma. Þessar aðgerðir rýra verulega eig- infjárstöðu Fiskveiðisjóðs, að auki er svo nokkurt erlent lánsfé til ráðstöfunar í þessu skyni vegna lausaskulda við þjónustuaðila. Hér er fyrst og fremst verið að dreifa taprekstri margra undan- genginna ára yfir á framtíðina. Nýjar tekjur eru ekki til staðar í þessu skyni til að greiða hallann. Að auki hefur svo eignum og tekj- um Aflatryggingasjóðs verið dreift á allan landaðan afla. Þessi aðferð orkar vægast sagt tvímælis. Ég tel Aflatrygginga- sjóð vera eina af þeim stofnunum sem eru árangur þess að við höf- um lært að lifa með landinu okkar. Allsherjaraflabrestur getur alltaf orðið á einstökum veiðum og í ein8tökum verstöðvurh. Þá verð- ur að vera til sjóður eins og þessi. Þessari ákvörðun verður að breyta, það er mannlegt að skjátl- ast. Ég tel að ákvörðun um þetta mál'eigi.að taka nú á haustþingi. Þessu til stuðnings get ég bent á að Þjóðhagsstofnun telur að þetta kérfi sem nú er í gildi muni vanta 458 milljónir króna í árslok 1985, umfram markaðar tekjur Afla- tryggingasjóðs. Kerfið sem hér er þegar við lýði er því sjálfdautt, hvort sem er. Ekkert annað en aukin hlutdeild fiskveiðiflotans í þeirri þjóðar- köku sem til skipta er getur af- stýrt fjárhagslegu hruni verulegs hluta sjávarútvegsfyrirtækja. Við fengum þann boðskap hér í gær, að ekki er ástæða til að ætla að aukinn afli bæti þar um á næst- unni. Ég vil nú fara örfáum orðum um afurðasölu og afurðaverð: Öllum er okkur kunn hörmung- arsaga skreiðarinnar eftir að Níg- eríumarkaðurinn lokaðist. Tjón framleiðnda er orðið mjög mikið og mörg fyrirtæki riða til falls vegna þessa. Næstu daga verða framleiðendum greiddar út eftir- stöðvar Verðjöfnunarsjóðs, ná- lægt 84 milljónum króna. Velvilji er hjá stjórnvöldum til að efla sjóðinn verulega, eftir að skulda- mál Nígeríumanna liggja ljósar fyrir, væntanlega í þessum mán- uði. Binda framleiðendur miklar vonir við þessi fyrirheit. Að öðru leyti má segja að markaðsmál sjávarafurða séu í nokkuð góðu lagi. Við getum ekki endalaust flutt út alla okkar innanlands- óreiðu og getum ekki ætlast til þess að allar okkar afurðir hækki stöðugt í verði. fslensku sölufyrirtækin í Bandaríkjunum hafa á þessu ári haldið að mestu markaðsstöðu sinni og haldið uppi áframhald- andi verulega hærra verði á gæða- fiski en aðrar þjóðir ná. Það væri verðugt efni í doktors- ritgerð að rannsaka hvað þessi fyrirtæki sem og önnur sölusam- tök okkar í sjávarútvegi hafa fært þjóðinni í auðæfum umfram önn- ur sölukerfi, á undangengnum áratugum. Ég fullyrði að lífskjör væru hér 15% verri en þau eru þó í dag, ef þeirra nyti ekki við. Frystan fisk vantar á aila mark- aði í V-Evrópu. Við getum ekki framleitt hann í neinum mæli vegna þeirrar gengisstefnu sem hérna ríkir. ísfiskverð í V-Evrópu er hátt og stöðugt. Mikil aukning hefur orðið á útflutningi, sérstak- lega í gámum. Verð á saltfiski hefur farið hækkandi allt þetta ár, þrátt fyrir mjög sterka stöðu dollarans. Vantar nú verulegt magn af salt- fiski til að unnt sé að anna eftir- spurn. Þrátt fyrir erfiðari markaðs- skilyrði en nokkurn tíma áður tókst Síldarútvegsnefnd að selja 185.000 tunnur af-sild tíl Sovét- ríkjanná á viðunandfi verði. 40.000 tunnur eru seldar til Finnlands og Svíþjóðar og þet á gerist á sama tíma og Norðmem setja áttatiu prósent af sínum sildarafla beint í bræðslu. Er hér um næstum ótrú- flatir legt söluafrek að ræða. Sama er að segja um sölu frystra afurða til Sovétríkjanna. Mikið hefur tekist að selja fyrir viðunandi verð. Ég vil nota þetta tækifæri til að und- irstrika hina miklu þýðingu sem hin hagstæðu viðskipti við Sovét- ríkin hafa fyrir þjóðarbúið og hvern einstakan íbúa þessa lands. Hörðustu samkeppnisaðilar okkar á fiskmörkuðum erlendis öfunda okkur mjög af þessum vinsamlegu og hagstæðu viðskiptum. Þeir, sem með vanhugsuðum aðgerðum vonandi og viljandi leggja stein í götu þessara viðskipta, vinna þjóðinni mikið tjón. Stjórnskipan viðskiptalanda okkar er þeirra einkamál. Verð á rækju og hörpudiski hef- ur verið í lærga lagi, en sölur eru nú komnar í gang og verð heldur hækkandi. Verð á lýsi og mjöli lækkaði að vanda þegar nálgaðist verðlagningu á loðnu. Yfirborð byrjuðu um leið og verðlagningu var lokið og voru orðin 20% á sunnudaginn var. Verðlagning þessara afurða er kapítuli út af fyrir sig, þar sem íslenska ríkið á allar stærstu verksmiðjurnar. Að loknum þessum lestri, þar sem fram kemur að árið er eitt af fimm eða sex mestu aflaárum í sögu landsins og afurðaverð yfir- leitt gott og í flestum tilfellum mjög gott sé miðað við aðra gjald- miðla heims en tvo hina sterkustu, dollar Regans og krónu Jóhannes- ar, þá ætti ekki að vera vandi eða langt mál að tala um afkomu sjáv- arútvegsins. Hlýtur hún ekki að vera nokkuð góð, eða í það minnsta sæmileg? Þjóðhagsstofnun telur hana erf- iða, þó ekki fjarri hinu fræga Þjóðhagsstofunúlli. I skýrslu stofnunarinnar er miðað við 3% raunvexti, eins og vextir eru í siðuðum löndum, en ekki 10% raunvexti eins og þeir eru hér á landi. Ekkert tillit er tekið til 2.000 milljóna króna uppsafnaðs skuldahala eða vaxta af honum. Frystihús á að endast í 50 ár. Eig- ið fé er ekki metið til verðs. Þó er vöntun á eigin fé talin mesta vandamál atvinnugreinanna. Langvarandi óðaverðbólga og sú markaða meginstefna íslenskra stjórnvalda um lángt árabil, að láta nær allan þann auð sem skap- ast við fiskveiðar og vinnslu sjáv- arafurða, renna til annarra en þeirra fáu sem afla hans og vinna, er búin að koma þessari atvinnu- grein á kné og er vel á veg kominn með að gera þessa vinnusömu þjóð gjaldþrota. Endalaust dynur yfir okkur í fjölmiðlum söngur um að samfé- lagið styrki sjávarútveginn og að hann sé að sökkva landinu í erlent skuldafen. Staðreynd er hinsvegar að að- eins eru um 16,1% af erlendum skuldum þjóðarinnar tilheyrandi sjávarútvegi. Það er bjargföst sannfæring mín að þeim þjóðum vegni best sem veita þegnum sín- um mikið frelsi til athafna og þar sem ríkið er sem allra minnst að vafstra í atvinnumálum. Við eðli- legar aðstæður og langvarandi jafnvægi í þjóðarbúskap tel ég líka að opinber afskipti af verðlagi og vaxtaákvörðunum séu til ills eins. En þegar verðskyh fólks er ekkert vegna - langvarandi verð- bólgu og þar við bætast hin skelfi- legu hagfræðilegu mistök og hin hrikalega eignatilfærsla sem krómiskiptin ollu, er frjáls álagn- ingóskiljanleg'aðgerð. Þegarfjár- magnshungur er jafn gegndar- laust og það er hér á landi eru þó frjálsir vextir ennþá óskiljanlegri aðgerð. I útflutningsgreinum sjávarút- vegs eru vextir þegar best lætur þriðji stærsti gjaldaliðurinn, fast á eftir kaupi. Ef endalaus hækkun á vöxtum veldur ekki verðbólgu- sprengingu, af hverju er þá verið að halda í kaupið? Núverandi rík- isstjórn naut yfirgnæfandi traust fólks úr öllum stjórnmálaflokkum, meðan menn töldu hana vera að berjast við verðbólguna af alvöru. Eftir því sem stjórnin hefur sleppt fleiri spottum lausum og þar með losað fleiri þjóðfélagshópa undan árum við lífróðurinn fyrir efna- hagslegu sjálfstæði þjóðarinnar, hefur traustið dvínað. Nýlokið er fyrsta rælnum í þeim dansi sem hafinn er vegna þessa trúnaðar- brests. Einnig er nýlokið útboði á flutningum á frystum fiski til Evrópu. Tilboðið var aðeins til tveggja skipafélaga. Morgunblaðið skýrir okkur frá því að fragtir lækki um 40% vegna þessara að- gerða. Ef við viljum í alvöru fullt frelsi, af hverju byrjum við þá ekki á byrjuninni og gefum geng- isskráninguna frjálsa eins og Friedman gamli leggur til. Af hverju erum við skikkaðir til að selja gjaldeyri okkar á föstu verði, en sá sem kaupir hann má selja hann á því verði sem honum sýn- ist? Það er því miður vegna þess að frelsið sem við búum við í dag er fyrst og fremst frelsi hinn fáu til að knésetja hina mörgu. Við, sem erum svo óhamingju- samir að standa í rekstri sjávarút- vegsins í dag, erum i besta falli komnir á kné. Flestir liggja flatir. Ef við slíðrum ekki sverð okkar í innbyrðis deilum og komum fram sem einn samstæður hópur, allir sem einn, sjómenn, útvegsmenn, fiskverkendur og starfsfólk í fisk- vinnslu og krefjumst þess réttar að þokkalega rekin fyrirtæki geti greitt mannsæmandi kaup og önn- ur gjöld, þá er stutt í það að ís- lendingar búi við verstu lífskjör í Evrópu. Það er búið að upplýsa okkur um það ítrekað í fjölmiðlum að verðlag hafi lækkað við álagn- ingarfrelsið. Svari þar hver fyrir sig. Ég vil hins vegar biðja ykkur þingfulltrúar góðir að keyra hér um Reykjavík og nágrannabæjar- félög og sjá hvað verið er að gera. Hér fyrir vestan okkur er að rísa ákaflega hófleg bygging sem er geymsla fyrir annan sterkasta gjaldmiðil heims. Kostnaður við þá byggingu er ekki tekinn af neinum, um það höfum við yfirlýs- ingu sem ekki er hægt að rengja. Að öðru leyti er verið að byggja hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu miklu stærri bæ en Akureyri. Allar þessar byggingar eru fyrir þjónustuverslun og þjónustuiðnað eða íbúðarhús fyrir væntanlega starfsmenn þessara fyrirtækja. Á þessu svæði býr yfir helmingur þjóðarinnar, 70% íbúanna lifa á þjónustu og verslun. Haldið þið að höfuðið sé ekki að verða við vöxt miðað við aðra líkamshluta? Verslun og þjónusta eru nauðsynl- egar atvinnugreinar sem verða að hafa þokkalega afkomu. Engum er þessi óheillaþróun hins vegar hættulegri en þessum greinum sjálfum. Ætli þessi ofvöxtur í þeim hafi ekki svipaðar afleiðingar fyrir þær og síðustu tuttugu skuttog- arnir höfðu fyrir sjávarútveginn. Sjávarútvegurinn er og verður enn um langt árabil aðalauðsupp- spretta þessarar þjóðar. Engum er kærara en okkur að fleiri stoðum verði rennt undir þjóðartekjur og gj aldeyrissöf nun. Við bjóðum velkomnar allar nýjar atvinnugreinar og óskum þeim velfarnaðar. Við ætlum okkur hins vegar ekki lengur að búa við þau kjör sem samfélagið býður okkur upp á í dag. Sé samfélagið ekki reiðubúið til að láta þessi kjör í té, virðist eðli- legast að ríkið taki allt heila klabbið yfir. Þetta verða stjórn- málamenn að skilja. Ég vil svo ljúka þessum orðum með tilvitnun í Reyýavíkurbréf Morgunblaðsins 28. október §1., þar sem segir að meðan rekstrarskilyrði sjávarút- vegs séu eins og þau eru í dag og hafi lengi verið, hljóti allt annað í þjóðfélaginu að vera á brauðfót- um. Ætli þetta sé svo fjarri lagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.