Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 23 Minnt á Barnaspítala Hringsins — eftir Björgu M. Thoroddsen Nú þegar tvær ungar stúlkur fundu hvöt hjá sér að safna fyrir „Barnaspítala Hringsins" með hlutaveltu og komu upphæðinni til mín, finn ég ástæðu til að skrifa nokkur orð og minna á, að verið er að vinna að þessum málum. Kven- félagið Hringurinn er nú 60 ára. Hefur unnið allan þennan tíma og gerir enn. — Munu félagskonur leggja sig fram af fullum krafti og vonast eftir hjálp frá fólkinu sem fyrr. Hvað er okkur dýrmætara en börnin? Það finnum við bezt, þeg- ar þau veikjast eða verða fyrir slysum. Þá er gott að fela þau í hendur góðra lækna. Það er trú mín, að enginn verði barnalæknir, sem ekki er hlýtt til barna, svo ekki sé meira sagt. Að koma á barnaspítala lætur engan ósnortinn. Hvað þá um læknana, sem verða að horfa upp á veik börn dag eftir dag? — Hjálpum þeim að vinna við enn betri skilyrði, svo þeir megi öðlast umbun verka sinna. Þegar ég gekk í „Kvenfélagið Hringinn" var það nánast fyrir tilviljun. En ef þú einu sinni ert komin þar, hlýtur starfið að grípa þig, og þú leggur fram þinn skerf, því margt smátt gerir eitt stort. Það var ekki með mín barna- börn í huga, sem ég var í „Hringn- Tvær glaðar Afríkustúlkur. Fjórar kristni- boðssam- komur FJÓRAR kristniboðssamkomur verða haldnar í Hafnarfirði, í húsi KFUM og KFUK við Hverfisgötu, og hefst sú fyrsta þeirra í kvöld kl. 20.30. Síðan verða samkomur á sama stað og tíma þrjú næstu kvöld. Kristniboðsstarf verður kynnt í máli og myndum og fluttar hug- vekjur. Tekið verður við gjöfum til kristniboðsins. Á þessu ári þarf að safna 3,3 milljónum króna vegna starfsins í Eþíópíu og Kenýu. Ræðumenn á samkomunum í Hafnarfirði verða sr. Ólafur Jó- hannsson, sr. Jón D. Hróbjartsson og kristniboðshjónin Katrín Guð- laugsdóttir og Gísli Arnkelsson og Valdís Magnúsdóttir og Kjartan Jónsson en þau hafa starfað í Afr- íku og kunna frá mörgu að segja. Æskulýðskór KFUM og KFUK í Reykjavík syngur eitt kvöldið. um“, samt sem áður þurfti barna- barn og barnabarnabarn mitt á sjúkrahúsvist að halda. Það er öryggi að vita þau fá þá umönnun og hjálp, sem hlýjar og öruggar læknishendur veita. Fyrir það vil ég þakka hér og nú — þakka þeim og öllu hjúkrunarliði fyrir börnin öll, sem tókst að lækna og oft á tíðum bjarga frá dauðans dyrum. Enn einu sinni vill „Kvenfélagið Hringurinn" minna á barnaspít- ala. Nú er hugur og áhugi fyrir að byggja nýjan barnaspítala, en sem kunnugt er, hefur hann tvær hæð- ir í Landspítalabyggingunni. Með vaxandi fólksfjölgun og nýrri tækni er þörf fyrir fullkominn spítala, sem hentar betur þörfum nútímans og skapar betri aðstæð- ur læknum og hjúkrunarliði. Þar verða áreiðanlega margir til að leggja hönd á plóginn; þar sem mannúð situr í fyrirrúmi myndast kraftur. Hér er verkefni fyrir góðgerð- arfélög, sem ávallt eru reiðubúin til starfs og hjálpar. Heitið á „Barnaspítala Hrings- ins“ sem fyrr, og leggið honum allt það lið, sem þið getið í nafni barn- anna. Björg M. Thoroddsen. ljúffeng OGSAWR SííkA!R,,25? Vitað er að íínustu veitingahúsin skarta gjarnan karía ámatseðlum sínum og erþá ott mikið við haít í matreiðslunni. En karíi er ekkert háður ílókinni matargerð, sérstaklega ekki BÚRKARFINN, því hann er ílakaður, roðlaus og beinlaus. BÚRKARFI íœst í góðum matvórubúðum. Honum má því kippa með á leiðinni heim úr vinnu og á hann þarí ekki annað en rasp, salt og pipar. Þetta heitir: „Að hœtti eldhússins heima" og bragðast aláeilis stórvel. Auðvitað má líka nota hveiti, egg, mjólk og annað krydd. Og hvort með honum eru bornar íslenskar, íranskar eða íranskíslenskar kartöílur, sítrónusaíi, remolaðisósa eða kokteilsósa og salat, breytir engu. Allt þetta íellur undir heitið góða: ,Að hœtti eldhússins heima', en nauðsynlegt er það ekki eins og áður sagði, og verð steikarinnar er nánast hlægilegt. „Það er kominn matur"! Eftir samkomurnar gefst fólki kostur á að fá sér kaffisopa. Allir eru velkomnir á samkomurnar. VZ terkur og kJ hagkvæmur auglýsingamióill! *Ath. Verðið miðast við 150 gramma Burkaríatlak. roðlaust og beinlaust (auðvitað). ♦ Gylmir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.