Morgunblaðið - 08.11.1984, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 08.11.1984, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 25 GULLNA LÍNAN = 1985 ENNÞA FALLEGRI, ENNÞÁ BETRI Nú er gullna línan árgerö 1985 komin, hlaöin gæöum og ennþá fallegri. Gull-system-1 2x40 vött Þetta er samstæöa meö öllu: útvarpi, magn- ara, segulbandstæki, plötuspilara, tveimur hátölurum og skáp. Um gæöin þarf ekki aö fjölyröa, Marantz-gæöin eru löngu lands- þekkt. Ekki spillir veröiö eöa kjörin því viö bjóöum þessa frábæru Marantz-samstæöu á Moskvubúi á Manhattan Sæbjörn Valdimarsson STJÖRNUBÍÓ: MOSKVA VIÐ HUDSONFLJÓT („Moscow on tbe Hudson“) * + ‘A Leikstjóri og framleidandi: Paul Mazursky. Handrit: Mazursky og Leon Capet- anos. Kvikmyndun: Donald McAlpine, AJS.C. Tónlist: David McHugh. Aðalblutverk: Robin Williams, Maria Conchita Alonso, Cleavant Derricks, Alejandro Rey Savely Kramarov. Frumsýnd 1984. Bandarísk frá Columbia Pictures. Robin Williams er ungur Moskvubúi sem hefur atvinnu af saxófónleik við fjölleikahús. Er því boðið í sýningarferð til Bandaríkjanna. Robin hefur verið hlýðinn þegn til þessa, en í lok ferðarinn- ar ákveður hann skyndilega að verða eftir og gerist flóttamað- ur. Hann eignast strax þeldökkan vin, Cleavant Derricks, hina lögulegustu vinkonu, Mariu Conchitu Alonso, sem er inn- flytjandi af ítölskum ættum, og því í svipuðu fari og Robin. En ekki er sopið kálið þó í aus- una sé komið, frelsisbrölt Robins gengur misjafnlega. Að vísu er hann útsmoginn í atvinnuleit- inni, en fær þó ekki það starf sem hann þráir mest, hljóðfæra- leik. Þá sinnast honum við kær- ustuna, besti vinurinn heldur til baka á sínar heimaslóðir í Alab- ama og loks er hann rændur. Þegar Robin fær svo þær fréttir að austan að ástkær afi hans sé allur, fyllist hann örvæntingu og heimþrá. En það greiðist úr flestum vandamálum og í myndarlok er hann frelsinu feginn og flest bendir til að hinn gamalkunni „ameríski draumur" komi til með að rætast, eina ferðina enn. Viðfangsefnið hlýtur að vera leikstjóranum Mazursky kært, þar sem hann sjálfur er kominn af rússneskum innflytjendum sem héldu vestur um haf í byrj- un þessarar aldar. Og afi Robins er gömul stríðshetja, líkt og afi Mazurkys. Þó er tæplega hægt Lögfræðiað- stoð Orators ómótstæöilegu tilboði: að tala um að Moskva við Hud- son sé ævisöguleg, heldur sögu- skoðun, Mazursky reynir að skilja frændur sína og þá eink- um líðan þeirra eftir að hafa tekið jafn örlagaríka ákvörðun og snúa baki við föðurlandinu, brjóta allar brýr að baki og setj- ast að í helvítinu sjálfu, háborg kapítalismans! En ,Moskva við Hudson ristir sjaldnast djúpt, því miður, heppnast mun betur sem gaman- mynd en drama. Mazursky vann vel að undirbúningi hennar, ferðaðist vítt um Rússíá og hafði mikið samband við landflótta Rússa í Bandaríkjunum. Og vissulega nær hann stöku sinn- um að koma áhorfandanum í snertingu við þær þjáningar og sálarkvalir sem hljóta að vera því samfara að yfirgefa allt það sem maður þekkir. En sem fyrr segir er hinum spaugilegu hliðum á þessum málum mun betur komið til skila. Mörg atriðin bráðfyndin, einkum þó þau með afa gamla í Moskvu. Og átökin í marmara og speglahöllinni Bloomingdale’s, þar sem prjál hins vestræna heims rís hátt með öllum sínum glysvarningi, að maður tali nú ekki um gallabuxurnar frá Calv- in Klein og Jordache! Robin Williams lagði það á sig m.a. að læra hrafl í rússnesku og undirstöðuatriðin á saxófón fyrir gerð myndarinnar. Hann er líka einarðiegur í hlutverki sínu og gerir því viðunandi skil. Landsfrægur gamanleikari úr sjónvarpsþáttunum Mork and Mindy, þar vestra. Maria Conch- ita Alonso er fegurðardrottning frá einu S-Ameríkuríkjanna, og þykir með harðskeyttari met- orðastigaklifrurum vestan hafs og er þá mikið sagt. Hún er snoppufríð, frjálsleg og auð- sjáanlega einbeitt, vís með að Höfuðpaurar Moskvu við Hudson, Robin Williams, Cleavant Derricks og leikstjórinn/framleiðandinn/handritshöfundurinn Paul Mazursky. klöngrast uppundir efstu rimar — með hjálp sígilds undirlægju- háttar. Moskva við Hudson er at- vinnumannslega gerð og prýði- leg skemmtun sem gamanmynd, enda hafa þær verið aðal hins eftirtektarverða leikstjóra, Maz- urkys, sem getur gert mikið bet- ur en hér. Kvikmyndir LÓGFRÆÐIAÐSTOÐ Orators hef- ur þriðja starfsár sitt í kvöld, fimmtudagskvöld 8. nóvember, kl. 19.30. Mun hún starfa í vetur á hverju fimmtudagskvöldi frá kl. 19.30—22.00. Á þessum tíma getur almenn- ingur hringt í síma 21325 og borið upp lögfræðileg vandamál og verð- ur leitast við að leysa úr þeim eftir bestu getu. Aðstoð þessi er ókeypis. (Fréttatilkynning) 25.980.- stgr. eda 29.980 afb. Útborgun kr. 5.000.- Eftirstöðvar á allt að 8 mán. LITGREINING MEÐ CROSFIELD 5 40 LASER LYKILLINN AO VANDAORI LITPRENTUN MYNDAMOT HF SKIPHOLTI 19, SÍMI 29800 MERKI UNGA FÓLKSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.