Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 27 náttúrulögmál sem kæmi í veg fyrir að hér á landi ríkti tján- ingarfrelsi, aðeins þröngsýni, fá- viska og ímyndaðir hagsmunir stjórnlyndra ráðamanna, með stuðningi þeirra sem þegar höfðu aðgang að þessum fjölmiðlum og vildu fyrir hvern mun koma í veg fyrir alla samkeppni. Þjóðin á horninu f grein sinni lætur Ólafur sem aðeins tvær stöðvar hafi starfað í verkfallinu, það er að segja þær sem hann heyrði sjálfur i. Hann hefur sennilega ekki heyrt um þessar tvær sem störfuðu á Akur- eyri, stöðina sem sendi út í FM-stereo í Mývatnssveit, stöðv- arnar í Vestmannaeyjum, Siglu- firði, Seyðisfirði og allar mynd- bandastöðvarnar út um allt land, sem sumar hafa starfað árum saman. En vonandi tekst ólafi þegar fram líða stundir að gera sér „langtímahlutlausa" grein fyrir stöðu mála. Framtíðarsýnin Síðasti kaflinn í grein ólafs fjallar um framtíðarsýn frjáls út- varps og gefur hann tilefni til þess að vera svarað eða öllu heldur andmælt lið fyrir lið, þótt það kosti örlítið lengra mál en upp- haflega stóð til. Til þess að forðast endurtekningar úr grein Ólafs bið ég lesendur að hafa hana til hlið- sjónar ef mögulegt er, en hún birt- ist á bls. 28, laugardaginn 3. nóv- ember. Ólafur heldur því fram að allir þeir aðilar sem hann telur upp sem líklega útvarpsrekendur, þyrfti að flytja fréttir og gerir því skóna að slíkar fréttir yrðu ein- tómur áróður. Við þetta er að minnsta kosti tvennt að athuga. í fyrsta lagi er það ekkert iögmál að allar útvarpsstöðvar þurfi að flytja fréttir. Að gera kröfu um slíkt jafnast á við kröfu um að Andrésblöð séu fréttablöð. Það er hægt að gefa út blöð án frétta, hið sama gildir um útvarpsstöðvar. Þær stöðvar sem þrátt fyrir það myndu flytja fréttir yrðu senni- lega ámóta hlutlausar og fréttir þeirra dagblaöa sem við höfum í dag. Það gerir enginn kröfu um að Ellert B. Schram sé hlutlaus þegar hann skrifar í sinn fjölmiðil, af hverju ber honum þá skylda til að vera hlutlaus þegar hann talar í sinn fjölmiðil? Vissulega fengjum við margar ólikar frásagnir af því sem gerðist á hverjum tíma. En enginn gæti haldið því fram að hans útgáfa væri hin eina sanna og hlutlausa frétt. Slíkt mat væri í höndum hlustenda eins og það er i hóndum lesenda dagblaðanna í dag. Ástæðan fyrir því að Ríkis- útvarpið þarf að lúta reglum um hlutleysi er sú sama og gildir um aðrar opinberar stofnanir. Krafa er gerð um að Lögbirtingablaðið sé hlutlaust í sínum fréttaflutn- ingi, af því að það er fréttablað hins opinbera, rikisrekinn fjöl- miðill. Það er almennt gerð sú krafa til opinberra stofnana að þær virði alla borgarana til jafns. Ef Ríkisútvarpið getur ekki upp- fyllt þessa kröfu í bráð og lengd, þá er það röksemd fyrir því að ríkið eigi ekki að standa i út- varpsrekstri. Ólafur segir að nýjar útvarps- stöðvar verði að starfa á Reykja- víkursvæðinu, því þar séu hlust- endur flestir og auglýsingamark- aðurinn stærstur. Eins og flestum öðrum en Ólafi virðist kunnugt, þá störfuðu útvarpsstöðvar víða um land og þarf ekki stóra spámenn til að sjá, að úr því víða um land er hægt að gefa út auglýsingablöð og staðfundin fréttablöð ýmiss kon- ar, þá er grundvöllur fyrir rekstri lítilla útvarpsstöðva út um allt land. Þær verða kannski ekki stór- gróðafyrirtæki, eða hættulegur keppinautur Ríkisútvarpsins, en þær munu án efa finna sér starfsvettvang. Sumar munu senda út á langbylgju og sumar munu senda út í stereo. Það gerðu þeir í Mývatnssveit og það munu fleiri geta en Ólaf grunar. Sam- ningar verða gerðir við eigendur flutningsréttar um greiðslur fyrir tónlist og annað efni í samræmi við þann hlustendahóp sem býr á útsendingarsvæði hverrar stöðvar. Sumar stöðvar munu sennilega bindast einhverjum samtökum um gagnkvæm skipti á fréttum og öðru efni, svo sennilega munu fleiri en hlustendur einnar stöðvar geta notið þess sem vel er gert. Litlar líkur eru á að Ríkisút- varpið verði lagt niður. Það er hins vegar hugsanlegt að það breytist til batnaðar í kjölfar sam- keppninnar. Ef frelsi verður veitt til að útvarpa munu væntanlega margir vilja spreyta sig. Sumum mun mistakast. Þeir fara á haus- inn. Sumir munu ef til vill reynast óhæfir. Þeir munu hætta. Þeir verða ekki undir verndarvæng Ríkisútvarpsins sem ekki hefur manndóm i sér til að láta þá hætta sem ekki eru hæfir, láta þá biðjast afsökunar sem gera á hlut ann- arra og skýla sér bak við eitthvert langtímahlutleysi meðan þeir frá degi til dags þverbrjóta allar regl- ur um hlutlausa meðferð frétta- efnis. Þjófnaðurinn f fyrirsögn þessarar greinar er spurt um þjófnað. Hinar frjálsu útvarpsstöðvar hafa gjarnan verið kallaðar ræningjastöðvar. En eng- inn hefur getað bent á hverju var stolið, hver ránsfengurinn var og frá hverjum var rænt. Hér var samt sem áður á ferðinni bíræfinn þjófnaður. Menn rændu nefnilega goðsögninni um að enginn gæti rekið útvarpsstöð nema Andrés Björnsson og Guðmundur Jóns- son, enginn gæti lesið fréttir nema Pétur Pétursson og afkomendur hans og enginn gæti skrifað hlut- lausar fréttir nema Ólafur Sig- urðsson. Menn rændu pögninni, upplýsingaleysinu og einmana- leikanum. Og ránsfengurinn var vissan um að hér væri unnið í nafni mannréttinda og réttlætis. Stoltið sem ríkisstarfsmenn not- uðu til að setjast niður var hér notað til að standa upp. Eiríkur Ingólfsaon er fram- kvæmdastjóri Sambands ungra sjálfstæðismanna. Lions-menn tilbúnir með perurnar. Perusala í Kópavogi NÆSTKOMANDI laugardag og sunnudag, þaö er 10. og 11. nóvember verður Lions-klúbburinn Muninn með hina árlegu perusölu sína í Kópavogi. þessari perusölu vel og notað tæki- færið til að birgja sig upp af ljósa- perum fyrir skammdegiö. Með þvi hafa þeir slegið tvær flugur í einu höggi, tryggt sig fyrir því að þurfa ekki að sitja í myrkrinu ef pera bil- ar jafnframt því sem þeir styðja gott málefni. Að venju rennur allur ágóði af perusölunni til líknarmála. (Fréttatilkynning.) Hreinsið teppin sjálf Utleiga á teppahreinsivélum Bjóöum einungis nýjar og öflugar háþrýstivélar frá Kárcher og frábær hreinsi- efni. Allir viöskiptavinir fá afhentan litmyndabækling Teppalands meö ítarlegum upp- lýsingum um meöferö og hreinsun gólfteppa. Ath.: Pantanir teknar i síma grensasvegm3. reykjavik.simar 83577 og 83430 aland etkursusidanskforvoksne DANSKA FYRIR HEIMANÁM Nú er tækifæri til aó hressa upp á dönskukunnáttuna. Endur- flutningur á dönskuefninu um Hildi er nu hafinn i sjónvarpi og útvarpi og í tilefni þess minnir Námsgagnastofnun á eftir- farandi hjálpargögn: 1) Námsbókin I lildur „ et kursus í dansk for voksne". Kaflar úr nýjum og gömlum verkuni danskra höfunda um Danmörku og dönsk málefni ásamt mörguni ljós- myndum og teikningum. Malfræoi o.tl.. Kr. 436.00. 2) Hildur-bandudskriil. FjölritaO hefti með afriti af hljóo- varpsþáttunum ttitttmu. Hnndhæm hjnlpnrelni. Kr. 325.00. .i| Hildur - Hljóðvarpsþættir á hljómböndum. Kimm hljom- snældur nieð 20 mjoðvarpsþútturn. Kr. 840.00. Ijnio um HH.DI fæst i Skólavorðiibiidinni. I.augavegi 166, s. 28088. /^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.