Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 Sjálfsmorðssveitir síkha: Rajiv og Singh efstir á lista Njjm DelM, 7. nóvember. AP. RAJIV (.andhi, hinn nýi forsætisráð- herra Indlands, itti í dag fund með nokkrum forystumönnum síkha og hvatti þar þá og trúbraeour þeirra, til að taka þátt í baráttu gegn þeim niður- rifsöflum, sem staðið befðu á bak við morðið á móður hans og uppþotum og mannvígum víðs vegar um Indland undanfarna daga. Rajiv hefur lagt á það áherslu, ad síkhar sem trúflokkur beri enga ábyrgð á morðinu, og hefur beðið þá að aðstoða sig við að koma á lögum og reglu á ný. Fimm æðstu trúarleiðtogar síkha á Amritsar í Punjab-fylki hafa látið í ljós óánægju með, að stjórnvöld meinuðu þeim að fara til Nýju Ðelhí til að liðsinna þeim síkhum, sem orðið hafa fórnarlömb óeirðanna þar síðustu daga. Um eitt þúsund manns, flestir síkhar, létu þá lífið og gífurlegar skemmdir voru unnar á eignum síkha í höfuðborginni. Einn af leiðtogum síkha, sem eru í útlegð, sagði í dag í viðtali við dagblað í Pakistan, að sjálfsm- orðssveitir síkha væru að undirbúa frekari hryðjuverk gegn leiðtogum Indverja. Hefur öryggisgæsla verið aukin í dag vegna þessarar fréttar. Dagblaðið The Statesman í Nýju Delhí greindi frá því í dag og hafði eftir heimildarmönnum sínum inn- an indversku leyniþjónustunnar, að Rajiv, forsætisráðherra, og Zail Singh, forseti, væru efstir á lista yf- ir þá sem sjálfsmorðssveitir síkha hyggjast ryðja úr vegi. Að venju fylgdust forystumenn Sovétríkjanna með hátíðahóldunum frá grafhýsi Lenins og þykir það góð vísbending um virðingarstöðu manna hve nærri þeir standa forsetanum. ^p Moskva: Ustinov varnarmálaráöherra fjarverandi á byltingarafmælinu McmkTu. 7. mWember. AP. AFMÆLI riis.sne.sku byltingarinnar var haldið hátíðlegt í dag í Moskvu með hersýningu á Rauða torginu. Mesta athygli vakti, að Dimitri F. I Istinov, marskálkur og varnarmála- ráðherra, var fjarverandi og þykir það benda til, að hann sé sjúkur. Er þetta í fyrsta sinn sem varnarmála- ráðherrann vantar á þessum degi. Það er venjan, að varnarmála- ráðherrann hefji hátíðahöldin á Rauða torginu og flytji ræðu af grafhýsi Lenins en vegna fjárvist- Heseltine um Belgrano-málið: Stjórnin hefur engu að leyna LosdoD, 7. nóvember. AP. MICHAEL Heseltine, varnarmála- ráðherra Bretlands, neitaði því í dag, á fundi í utanríkismálanefnd neðri málstofunnar, að rfkisstjórnin héldi leyndum upplýsingum um árásina á argentínska beitiskipð Belgrano, sem sökkt var í Falklandseyjastríðinu 1982. Hann kvað þi ikvörðun bresku stjórnarinnar að sökkva skipinu hafa verið hernaðarlega nauðsyn. ar Ustinovs sá Sergei L. Sokolov um það nú. Engin skýring var gef- in á fjarvist Ustinovs, sem er 76 ára að aldri, en hann hefur ekki komið fram opinberlega síðan 27. september. Chernenko, forseti, var fremst- ur í flokki forystumanna á graf- hýsi Lenins, en það er jafnan haft til marks um áhrif manna í valda- kerfinu sovéska hve nærri forset- anum þeir standa. Þegar þeir gengu á grafhýsið kom Tikhonov, forsætisráðherra, næstur á eftir Chernenko, þá Gromyko, utanrík- isráðherra, Viktor V. Grishin, formaður kommúnistaflokksins í Moskvu, Gorbachev, Romanov, Solomentsev, Aliev og Vorutnikov. Gorbachev, sem margir telja lík- legan ríkisarfa, skipaði sama sæti og í fyrra. Ræða Sokolovs var í hefðbundn- um stíl, árásir á Bandaríkjamenn og Nato, sem hann sakaði um að vilja ná hernaðaryfirburðum. Heseltine var kvaddur á fund nefndarinnar eftir að ráðuneyti hans hafði greint frá því að leiðar- bók kafbátsins HMS Conqueror, sem sökkti beitiskipinu 4. maí 1982, væri glötuð. Sagði ráðherrann, að í bókinni væri ekkert að finna, sem ekki hefði komið fram áður. Ákvörðunin um að sökkva Belgr- ano hefur valdið miklum deilum á Pinochet notar herlög á ný Saatiago. <nile. 7. nóvember. AP. AUGUSTTO Pinocbet, forseti her- forsetans með þeim orðum, að nú stjórnarinnar í Chile, hefur sett i her- lög í landinu í kjólfario i miklum upp- þotum að undanformi og afsögn allra riðherra í ríkisstjórn landsins. Út- göngubann er í tveimur stærstu borg- um landsins, höfuðborginni Santiago og Valparaiso. „Það er óverjandi að vinstri öfga- öfl fái að leika lausum hala í land- inu og koma í veg fyrir þróun í átt til fullkomins lýðsraeðis," sagði hinn 68 ára gamli hershöfðingi í sjónvarpsræðu í dag. Hann neitaði að verða við afsagnarbeiðnum 13 ráðherra af 14 og áhrifamesti óbreytti borgarinn í stjórninni, inn- anríkisráðherrann Onfre Jarpa, er talinn einungis hafa sætt sig við ástandið fyrir loforð Pinochets um vaxandi umsvif óbreyttra borgara í stjórn landsins við fyrsta tækifæri. Jarpa varð fyrstur ráðherranna til þess að segja af sér er Pinochet vildi hneppa landið í herlog. Herlogin ieyfa stjórnvöldum að hlera síma, ritskoða dagblöð, opna póst, gera menn landræka og hand- taka menn án dóms og laga, svo eitthvað sé nefnt. Fyrstu sex árin eftir valdatöku sina 1973 ríkti Pin- ochet í skjóli herlaga, en síðan hef- ur hann heldur slakað á klónni. Patricio Carvajal, varnarmálaráð- herra, lýsti stuðningi við aðgerðir væri tími „frelsis til hryðjuverka" liðinn, hryðjuverkamenn gætu nú ekki lengur „falið sig í lagalegum skúmaskotum" Michael Heseltine, varnarmilarið- herra Bretlands. Bretlandi. Hafa ýmsir stjórnar- andstæðingar haldið því fram, að hún hafi verið tekin í því skyni að koma í veg fyrir að tilraunir Perú- manna til að bera sáttarorð milli deiluaðila næðu fram að ganga. Benda þeir á, að skipið hafi verið búið að snúa við og verið á heimleið þegar árásin, sem kostaði 368 Arg- entínumenn lífið, var gerð. Heseltine kvað allar slíkar get- gátur „ömurlega afskræmingu"; beitiskipið hefði ógnað öryggi breskra hermanna þegar ákvörðun var tekin um að skökkva því. Hann sagði að yfirvöld hefðu þá ekki vit- að, að skipið væri búið að breyta um stefnu. Þá sagði Heseltine að Marg- areth Thatcher hefði ekki haft minnsta veður af friðarviðleitni Perúmanna þegar atvikið átti sér stað. Ákærur born- ar fram í máli Popieluszko — Jaruzelski fylgist með innanríkisráðuneytinu Virsji, 7. nóvember. AP. STJÓRNVÖLÐ í Póllandi hafa formlega ákært þrjá leynilög- reglumenn fyrir morðið á prest- inum Jerszy Popieluszko, sem jarðsettur var á laugardaginn. Fjórði aðilinn, háttsettur emb- ættismaður í kirkjumáladeild innanríkisráðuneytisins, hefur verið ákærður fyrir að hafa verið í vitorði með þremenningunum og greitt götu þeirra. Tveir aðrir háttsettir og menn hafa verið Hryðjuverkamaðurinn Abu Nidal sagður látinn Dó úr hjartaslagi samkv. frásögn brezku sjónvarpsstöovarinnar Rás 4 Loadoa, 7. nóveraber. AP. FRÁ því var skýrt í brezku sjón- varpsstöðinni Rás 4 í gerkvöldi, að Abu Nidal, leiðtogi einnar hettu- legustu skæruliðabreyfingar l'al cstínumanna, svonefnds Bylt ingarrids Katah, nefði látizt úr hjartaslagi í Bagdad, höfuðborg ír- aks. Rás 4, sem er sjalfsOeð sjón- varpsstöð, greindi hins vegar ekki fri því, hvaoan frétt þessi væri fengin né heldur, hvenær dauða Abu Nidals hefði borið að. Engin staðfesting hefur fengizt á þessari frétt annars staðar frá. Abu Nidal, sem er talin hafa verið rúmlega fimmtugur að aldri, hét réttu nafni Sabri El- Banna. Hann var áður fyrr með- limur í Fatah, helztu samtak- anna í Frelsisfylkingu Yasser Arafats, en síðan hófust deilur milli þeirra. Sakaði Abu Nidal Arafat um að hafa horfið frá stefnu og markmiðum Palestínu- manna. Svo fór, að Abu Nidal var sjálfur rekinn úr Fatah 1972 og í kjölfar þess stofnaði hann Byltingarráð Fatah. Hreyfing þessi hefur verið sökuð um mörg morð og hryðju- verk, sem beinzt hafa gegn ísra- elsmönnum og ýmsum hinna hófsamari forystumanna Palestínumanna. Þannig hefur þessari hreyfingu verið kennt um morðið á Issam Sartawi, sem var sendimaður PLO í London og náinn vinur Arafats. Sartawi var skotinn í höfuðið á ráðstefnu í Lissabon í Portúgal i apríl 1983. Hreyfing Abu Nidals hefur verið andvíg öllum samningum við ísrael og hefur notið þar að- stoðar íraks og Sýrlands. leystir frá störfum í tengslum við rannsókn málsins, en ekki ákærðir fyrir beinan þátt í ódæð- inu. Zbignew Pudysz ofursti, sem veitir forstöðu nefnd sem rann- sakar morðið, sagði að krufning hefði leitt í ljós að presturinn hefði líklega látist af völdum köfnunar, en óljóst væri hvort hann hefði verið hengdur eða kyrktur, hins vegar væri verið að gera ýmsar athuganir og til- raunir, sem leitt gætu hið sanna í ljós. Pudysz vildi ekkert kann- ast við orðróm um að séra Popi- eluszko hefði verið pyntaður áð- ur en hann skildi við. Lech Walesa, leiðtogi Sam- stöðu, lét hafa eftirfarandi eftir sér: „Ég vil ekkert um málið segja að svo stöddu, en ég býst við að hlutirnir gætu skýrst í næstu viku." Rökstuddi hann það ekki nánar. Woiciech Jaruzelski, hers- höfðingi og æðsti maður Pól- lands, hefur tekið að sér umsjón ails starfs innan innanríkis- ráðuneytisins í kjölfarið á hinu voveiflega morðmáli, sem valdið hefur miklu róti á þeim bæ. Vestrænir stjórnarerindrekar í Póllandi hafa túlkað þær að- gerðir flokksleiðtogans á [>á lund að hann ætli ekki að láta harðlínumenn komast upp með hvað sem er og þetta sé liður í að uppræta þá hvar sem þeir kunni að finnast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.