Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 Htgr0imMafrifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Asknft- argjald 300 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. Breytingar á ríkisstjórn? Það er auðvitað ljóst að kjarasamningarnir, sem nú hafa verið gerðir við þorra launþega leiða til auk- innar verðbólgu og nýrra vandamála í atvinnulífi og efnahagsmálum. Ríkis- stjórnin stendur frammi fyrir erfiðum ákvörðunum á næstunni. Skiljanlegt er, að forráða- menn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks íhugi stöðu ríkisstjórnarinnar í ljósi þessara atburða. Á ár- inu 1977 voru þessir tveir flokkar saman í ríkisstjórn og þá voru gerðir kjara- samningar, sem leiddu til aukinnar verðbólgu. Tilraun- ir þeirrar ríkisstjórnar til þess að ná tökum á efna- hagsmálunum á ný eftir þá kjarasamninga mistókust og flokkarnir urðu báðir fyrir mestu fylgistapi sögu sinnar í þingkosningunum 1978. Með þessa reynslu í huga þarf engum að koma á óvart þótt umræður fari fram inn- an ríkisstjórnar og þing- flokka hennar um hugsan- legar breytingar með aðild annarra flokka eða breyting- um á skipan ráðherraemb- ætta. Allt er þetta eðlilegur þáttur í hinu pólitíska lífi. Með sama hætti og þessar umræður eru eðlilegar var það rétt afstaða hjá forystu- sveit Sjálfstæðisflokksins að hafna hugmyndum um að efla ríkisstjórnina með þátttöku Alþýðuflokksins. Sá flokkur hefur engan þann styrk fram að færa um þess- ar mundir, sem núverandi ríkisstjórn kemur að gagni. Að vísu eru nokkrir áhrifa- menn í forystu verkalýðs- hreyfingarinnar enn úr röð- um Alþýðuflokksmanna og verða vafalaust um hríð. En þeir búa ekki yfir þeim krafti í verkalýðssamtökun- um, sem skiptir sköpum í samstarfi ríkisstjórnar og verkalýðshreyfingar. Raunar er ljóst, að Alþýðuflokkurinn berst fyrir lífi sínu um þess- ar mundir og í fyrsta sinn er sú skoðun að verða útbreidd að Alþýðuflokkurinn nái sér ekki á strik á ný, heldur lognist út af smátt og smátt. A.m.k. virðist lítill lífskraft- ur vera eftir í flokknum og er það auðvitað áhyggjuefni fyrir alla lýðræðissinna. Þess vegna hefði það enga þýðingu fyrir Sjálfstæðis- flokk og Framsóknarflokk að fá Alþýðuflokkinn til liðs við sig í ríkisstjórn. Hér á íslandi hefur ekki skapast sú hefð í stjórnmál- um, að stjórnmálamenn gegni ráðherrastörfum í til- tölulega skamman tíma og starfi síðan í þágu flokks síns eða í forystu fyrir þing- flokki eða þjóðþingi. Ráð- herradómur þykir enn mjög eftirsóknarverður meðal stjórnmálamanna og er ekki gefinn eftir auðveldlega ef hann er einu sinni kominn í höfn. Þetta ber að harma. Sú venja, sem er við lýði t.d. í Bretlandi og Noregi, að for- ystumenn í stjórnmálum telji það ekki síður virð- ingarvott og viðunandi verk- efni að starfa að flokksmál- um eða í forystustörfum á þjóðþingum er skemmtileg og skapar hreyfingu í póli- tíkinni, sem alltof lítið er um hér. Þetta þarf að breytast en það gerist ekki í einu vet- fangi. Allt tekur sinn tíma, en æskilegt er, að þróunin verði á þennan veg. Sá veruleiki, sem við búum við er sá, að sjaldgæft er, að breytingar verði á ráðherra- skipan í ríkisstjórn, nema viðkomandi ráðherra hverfi til annarra starfa að eigin ósk, verði að hætta sökum heilsubrests eða af öðrum ástæðum. Á síðasta aldar- fjórðungi hafa tveir menn hætt í ríkisstjórnum fyrir aldurs sakir, tveir vegna þess að þeir hurfu til ann- arra starfa og einn vegna ágreinings við forsætisráð- herra. Að öðru leyti hafa rík- isstjórnir verið óbreyttar frá myndun og þar til þær fóru frá völdum. Þegar horft er til þessarar rótgrónu hefðar þarf engum að koma á óvart, þótt mannaskipti í ríkisstjórnum hér verði ekki með jafn auð- veldum hætti og í Bretlandi og jafnvel í Noregi. Þar með er ekki sagt, að við eigum ekki að taka upp nýja siði í þessum efnum. En bezt fer á því, að það gerist í sátt og samlyndi. Annað skapar fleiri vandamál en það leys- ir. Ronald Keagan fagnar sígri í l'laza-hótelinu í Los Angeles, eftir að hann hafði verin lýstur sigurvegari í forseta- kosningunum. Við hlið hans stendur Nancy kona hans. „í Bandaríkjunum er það þjóðin, sem ræður" sagði Ronald Reagan, er úrslitin voru ljós Lm Aageles, 7. ¦órember. AP. „HÉR I Bandaríkjunum er það þjóð- in, sem raeður," sagði Reagan Bandaríkjaforseti við hóp fagnandi stuðningsmanna í Los Angeles eftir kosningasigurinn í gærkvöldi. Þá þakkaði hann George Bush varafor- seta fyrir hans þátt í kosningasigrin- um og sagði: „Það hefur aldrei verið til betri varaforseti í Bandaríkjun- Porsetinn skýröi frá því, að Walter Mondale hefði rætt við sig símleiðis og fært sér heillaóskir og sagt síðan: „Þjóðin hefur kveðið upp úrskurð sinn. Við erum öll Bandaríkjamenn. Saman munum við halda áfram veginn fram á við." Reagan lagði áherzlu á, að mikið starf biði framundan og sagði: „Við viljum, að sérhver fjölskylda njóti meira öryggis. Kosningarnar nú vekja vonir um mikil fyrirheit, er við stefnum til móts við næstu öld. Besti tími Bandaríkjanna er enn ókominn. Með því að efla styrk okkar að nyju mun sá dagur nálgast, er allar þjóðir byrja að fækka kjarnorkuvopnum sínum og ef til vill útiloka þau algerlega frá jörðinni." Reagan var spurður að því, hvort hann hygðist fara til Sovét- ríkjanna á næsta 4 ára kjörtíma- bili sínu og svaraði hann þá: „Já. Hvort sem fundur minn og ráða- manna þar verður haldinn þar eða einhvers staðar annars staðar, þá er kominn tími til þess að við hitt- umst og ræðum um fjölmarga hluti" „Sagan á eftir að dæma okkur með virðingu sagði Walter Mondale, er hann viðurkenndi ósigurinn u SL l'»«l. MuuemU, 7. aó\. AP. „SAGAN mun dæma okkur með virðingu," sagði Walter Mondale, er hann viðurkenndi ósigur sinn í for- setakosningunum í nótt. „Ég lagði mig allan fram í þessum kosningum. Að því leyti er ég sáttur við sjálfan mig," sagði hann ennfremur. Hann þakkaði síðan meðframbjóðanda sínum, frú Geraldine Ferraro, fyrir samstarfið og sagði: „Ég er mjög hreykinn af henni. Við sigruðum ekki, en við höfum átt þátt í því að móta söguna." Frú Ferraro hrósaði Mondale og sagði: „Mondale hefur opnað dyr fyrir konur og þeim dyrum verður ekki lokað aftur. Hann háði bar- áttu fyrir jöfnum tækifærum handa konum og í þeirri baráttu sigraði hann. Bandarískar konur verða aldrei aftur annars flokks borgarar." Er kosningaúrslitin voru ljós, átti Mondale símtal við Reagan forseta og óskaði honum til ham- ingju með sigurinn. Síðan hélt Mondale ásamt fjölskyldu sinni til samkomuhúss í St. Paul, þar sem allt hafði verið undirbúið fyrir Kleanor, dóttir Walter Mondales, tekur i mó hússins í St. Paul, þar sem hann viðurkennd mikla sigurhátið, sem aldrei var haldin. Þar flutti hann ávarp, þar sem hann sagði m.a.: „Osigur okkar í kvöld dregur ekki úr gildi þeirrar baráttu, sem við höfum háð." Tárfelldu margir af stuðn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.