Morgunblaðið - 08.11.1984, Side 32

Morgunblaðið - 08.11.1984, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 33 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 300 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 25 kr. eintakiö. Breytingar á ríkisstjórn? að er auðvitað ljóst að kjarasamningarnir, sem nú hafa verið gerðir við þorra launþega leiða til auk- innar verðbólgu og nýrra vandamála í atvinnulífi og efnahagsmálum. Ríkis- stjórnin stendur frammi fyrir erfiðum ákvörðunum á næstunni. Skiljanlegt er, að forráða- menn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks íhugi stöðu ríkisstjórnarinnar í ljósi þessara atburða. Á ár- inu 1977 voru þessir tveir flokkar saman í ríkisstjórn og þá voru gerðir kjara- samningar, sem leiddu til aukinnar verðbólgu. Tilraun- ir þeirrar ríkisstjórnar til þess að ná tökum á efna- hagsmálunum á ný eftir þá kjarasamninga mistókust og flokkarnir urðu báðir fyrir mestu fylgistapi sögu sinnar í þingkosningunum 1978. Með þessa reynslu í huga þarf engum að koma á óvart þótt umræður fari fram inn- an ríkisstjórnar og þing- flokka hennar um hugsan- legar breytingar með aðild annarra flokka eða breyting- um á skipan ráðherraemb- ætta. Allt er þetta eðlilegur þáttur í hinu pólitíska lífi. Með sama hætti og þessar umræður eru eðlilegar var það rétt afstaða hjá forystu- sveit Sjálfstæðisflokksins að hafna hugmyndum um að efla ríkisstjórnina með þátttöku Alþýðuflokksins. Sá flokkur hefur engan þann styrk fram að færa um þess- ar mundir, sem núverandi ríkisstjórn kemur að gagni. Að vísu eru nokkrir áhrifa- menn í forystu verkalýðs- hreyfingarinnar enn úr röð- um Alþýðuflokksmanna og verða vafalaust um hríð. En þeir búa ekki yfir þeim krafti í verkalýðssamtökun- um, sem skiptir sköpum í samstarfi ríkisstjórnar og verkalýðshreyfingar. Raunar er ljóst, að Alþýðuflokkurinn berst fyrir lífi sínu um þess- ar mundir og í fyrsta sinn er sú skoðun að verða útbreidd að Alþýðuflokkurinn nái sér ekki á strik á ný, heldur lognist út af smátt og smátt. A.m.k. virðist lítill lífskraft- ur vera eftir í flokknum og er það auðvitað áhyggjuefni fyrir alla lýðræðissinna. Þess vegna hefði það enga þýðingu fyrir Sjálfstæðis- flokk og Framsóknarflokk að fá Alþýðuflokkinn til liðs við sig í ríkisstjórn. Hér á íslandi hefur ekki skapast sú hefð í stjórnmál- um, að stjórnmálamenn gegni ráðherrastörfum í til- tölulega skamman tíma og starfi síðan í þágu flokks síns eða í forystu fyrir þing- flokki eða þjóðþingi. Ráð- herradómur þykir enn mjög eftirsóknarverður meðal stjórnmálamanna og er ekki gefinn eftir auðveldlega ef hann er einu sinni kominn í höfn. Þetta ber að harma. Sú venja, sem er við lýði t.d. í Bretlandi og Noregi, að for- ystumenn í stjórnmálum telji það ekki síður virð- ingarvott og viðunandi verk- efni að starfa að flokksmál- um eða í forystustörfum á þjóðþingum er skemmtileg og skapar hreyfingu í póli- tíkinni, sem alltof lítið er um hér. Þetta þarf að breytast en það gerist ekki í einu vet- fangi. Allt tekur sinn tíma, en æskilegt er, að þróunin verði á þennan veg. Sá veruleiki, sem við búum við er sá, að sjaldgæft er, að breytingar verði á ráðherra- skipan í ríkisstjórn, nema viðkomandi ráðherra hverfi til annarra starfa að eigin ósk, verði að hætta sökum heilsubrests eða af öðrum ástæðum. Á síðasta aldar- fjórðungi hafa tveir menn hætt í ríkisstjórnum fyrir aldurs sakir, tveir vegna þess að þeir hurfu til ann- arra starfa og einn vegna ágreinings við forsætisráð- herra. Að öðru leyti hafa rík- isstjórnir verið óbreyttar frá myndun og þar til þær fóru frá völdum. Þegar horft er til þessarar rótgrónu hefðar þarf engum að koma á óvart, þótt mannaskipti í ríkisstjórnum hér verði ekki með jafn auð- veldum hætti og í Bretlandi og jafnvel í Noregi. Þar með er ekki sagt, að við eigum ekki að taka upp nýja siði í þessum efnum. En bezt fer á því, að það gerist í sátt og samlyndi. Annað skapar fleiri vandamál en það leys- ir. Mótar Jesse Helms utanrík- isstefnuna? W».shington, 7. nóvember. AP. STEFNA sú, sem Bandaríkjastjórn kemur til meó að fylgja í viðskiptum sínum við Sovétríkin, Mið-Ameríku og Mið-Austurlönd, eftir endurkjör Keagans forseta, veltur mjög á þeim mönnum, sem valdir verða til for- mennsku í utanríkismálanefndum deilda þingsins. Ronald Reagan fagnar sigri í Plaza-hótelinu í Los Angeles, eftir að hann hafði verið lýstur sigurvegari í forseta- kosningunum. Við hlið hans stendur Nancy kona hans. Búist er við því, að repúblik- aninn Jesse Helms, sem er ein- dreginn hægrisinni, muni taka við formennsku í utanríkis- nefnd öldungadeildarinnar af Charles Percy, sem náði ekki endurkjöri. Nafn Richard Lug- ars hefur þó einnig verið nefnt. Þá er talið líklegt að demókrat- inn David Obey taki við for- mennsku í utanríkisnefnd full- trúadeildarinnar af Clarence Long, sem ekki var í framboði. Nefndin hefur mikið að segja um efnahagsaðstoð við erlend ríki. dreginn stuðningsmaður ísraela og fyrirrrennari hans. Repúblikanar náðu ekki meirihluta í fulltrúadeildinni, eins og þeir stefndu að, og er því sýnt að Reagan forseti á eftir að eiga í útistöðum við deildina á komandi kjörtímabili, eins og á því fyrra. Mikil andstaða er í deildinni við frekari aukningu útgjalda til hermála og við efnahags- og hernaðaraðstoð, sem forsetinn vill veita þeim stjórnum í Mið-Ameríku, sem eiga í baráttu við vinstri sinn- aða skæruliða. Símamynd AP Á Ferraro sök á óförum demókrata? GERALDINE Ferraro, varaforsetaefni demókrata, eftir að ljóst varð að hún og Walter Mondale höfðu beðið ósigur í forsetakosningunum. Á myndinni, sem tekin var í New York, eru f.v. Antonetta, móðir hennar; John, sonur hennar; dætur hennar, Donna og Laura og tengdamóðirin, Rose Zaccaro. Það kom fram í viðtölum, sem fréttamenn sjónvarpsstöðvanna CBS og NBC áttu við kjósendur á kjörstöðum víðs vegar um Bandaríkin í gær, að þeir töldu Ferraro eiga mestan þátt í óförum demókrata í kosningunum. Sem kunnugt er af fréttum hefur nafn hennar verið nefnt í tengslum við ýmis vafasöm fjármálaviðskipti og eignaumsvif eiginmanns hennar, John Zaccaros, og samstarfsmanna hennar í verkalýðsfélögum í New York. „I Bandaríkjunum er það þjóðin, sem ræður“ sagði Ronald Reagan, er úrslitin voru ljós Heillaóskaskeytum rigndi yfir forsetann: Felst tilboð í viðbrögð- um Sovétstjórnar? „Heilagt stríð“ hyggst bera nafn með rentu New York, WaHhington. 7. nóvember. AP. HEILLAÓSKASKEYTI hafa streymt til Ronalds reagan, sem var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna í gær meö miklum meirihluta atkvæða. Voru skeytin flest ef ekki öll á einn veg, hjartkærar kveðjur með von um vel heppnaða og vasklega framgöngu. Skeyti barst frá sovéskum stjórnvöldum, undirritað af Konstantin Chernenko, aðalritara sovéska Kommúnistaflokksins, og forseta landsins. Þar sagði meðal annars að Sovétmenn væntu þess að breyting til hins betra í samskiptum þjóðanna yrði á komandi árum. „Það yrði báðum þjóðum til framdráttar, svo og heimsfriði," stóð í skeytinu. Frá „Heilögu stríði lslams“ barst annars konar boðskapur, en „Jihad“ eins og hópurinn skuggalegi nefnist á móðurmálinu, líbönsku, brást við endurkjöri Reagans með því að hringja í dagblað í Beirút og boða þá stefnu sína að sprengja upp öll bandarísk mannvirki á líbanskri grund og drepa alla Bandaríkjamenn. Lob Aageles, 7. nóvember. AP. „HÉR I Bandaríkjunum er það þjóð- in, sem rsður,“ sagði Reagan Bandaríkjaforseti við hóp fagnandi stuðningsmanna í Los Angeles eftir kosningasigurinn í gærkvöldi. Þi þakkaði hann George Bush varafor- seta fyrir hans þátt í kosningasigrin- um og sagði: „Það hefur aldrei verið til betri varaforseti í Bandaríkjun- um. Forsetinn skýrði frá því, að Walter Mondale hefði rætt við sig simleiðis og fært sér heillaóskir og SL Pul, Minneaou. 7. nóv. AP. „SAGAN mun dæma okkur með virðingu," sagði Walter Mondale, er hann viðurkenndi ósigur sinn í for- setakosningunum í nótt. „Ég lagði mig allan fram í þessum kosningum. Að því leyti er ég sáttur við sjálfan mig,“ sagði hann ennfremur. Hann þakkaði síðan meðframbjóðanda sínum, frú Geraldine Ferraro, fyrir samstarfið og sagði: „Ég er mjög hreykinn af henni. Við sigruðum ekki, en við höfum itt þitt í því að móta söguna.“ Frú Ferraro hrósaði Mondale og sagði: „Mondale hefur opnað dyr sagt síðan: „Þjóðin hefur kveðið upp úrskurð sinn. Við erum öll Bandaríkjamenn. Saman munum við halda áfram veginn fram á við.“ Reagan lagði áherzlu á, að mikið starf biði framundan og sagði: „Við viljum, að sérhver fjölskylda njóti meira öryggis. Kosningarnar nú vekja vonir um mikil fyrirheit, er við stefnum til móts við næstu öld. Besti tími Bandaríkjanna er enn ókominn. Með því að efla styrk okkar að nyju mun sá dagur fyrir konur og þeim dyrum verður ekki lokað aftur. Hann háði bar- áttu fyrir jöfnum tækifærum handa konum og í þeirri baráttu sigraði hann. Bandarískar konur verða aldrei aftur annars flokks borgarar." Er kosningaúrslitin voru ljós, átti Mondale símtal við Reagan forseta og óskaði honum til ham- ingju með sigurinn. Síðan hélt Mondale ásamt fjölskyldu sinni til samkomuhúss í St. Paul, þar sem allt hafði verið undirbúið fyrir nálgast, er allar þjóðir byrja að fækka kjarnorkuvopnum sínum og ef til vill útiloka þau algerlega frá jörðinni." Reagan var spurður að því, hvort hann hygðist fara til Sovét- ríkjanna á næsta 4 ára kjörtima- bili sínu og svaraði hann þá: „Já. Hvort sem fundur minn og ráða- manna þar verður haldinn þar eða einhvers staðar annars staðar, þá er kominn tími til þess að við hitt- umst og ræðum um fjölmarga hluti“ mikla sigurhátíð, sem aldrei var haldin. Þar flutti hann ávarp, þar sem hann sagði m.a.: „Osigur okkar í kvöld dregur ekki úr gildi þeirrar baráttu, sem við höfum háð.“ Tárfelldu margir af stuðn- Helms, sem er kunnur and- kommúnisti og hefur verið gagnrýndur fyrir samskipti sín við einræðisherra í Rómönsku Ameríku, mun að líkindum leggja að Reagan forseta, að sýna Sovétmönnum enga lin- kind í afvopnunarmálum. Stuðningsmenn ísraela í Bandaríkjunum segja, að hann hafi meiri samúð með málstað araba en ísraela í deilunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Helms hefur oftsinnis gagnrýnt stjómvöld í ísrael, lýst sig and- vígan Camp David-samkomu- laginu og hvatt til þess, að stofnað verði sjálfstætt ríki Palestínumanna. Obey hefur haft miklar efa- semdir um réttmæti hernaðar- aðstoðar stjórnar Reagans við ríki í Mið-Ameríku og einnig er talið að hann sé ekki jafn ein- ingsmönnum hans, er hann játaði ósigur sinn. Mondale hugðist halda flugleið- is til Washington í dag, en síðan fer hann til Karíbahafs í tveggja vikna orlof. En ef vikið er aftur að skeyti Sovétstjórnarinnar, þá stóð þar m. a. að Sovétmenn væru reiðubúnir að „vinna að bættri sambúð, vin- semd og virðingu þjóðanna í milli, og að draga úr stríðshættu í heim- inum með meiri samvinnu,“ eins og þar stendur. Þessi orð þykja að mati sérfræðinga vera viðbrögð við þeim orðum Reagans strax og hann lýsti yfir sigri, að hann vildi endilega hitta Chernenko að máli sem allra fyrst til að freista þess að draga úr spennu í samskiptum þjóðanna. Skeyti sem bárust frá stjórn- völdum í Vestur-Evrópu voru öll af sama tagi, árnaðaróskir til Re- agans yfir unnum sigri. Stjómar- andstaðan í sömu löndum var hins vegar uppfull af gagnrýni á Reag- an og stjórnarstefnu hans. Frá Ásiu bárust mörg heilla- skeyti. Nakasone, forsætisráð- herra Japans, fagnaði því að geta um sinn haldið áfram að þróa batnandi samskipti Japans og Bandaríkjanna. Við sama tón kvað hjá Ferdinand Marcos forseta Fil- ippseyja. Af öðrum löndum sem nefna mætti eru Kína, Indland, Israel og Egyptaland. Austur-Evrópuþjóðirnar létu lítið frá sér heyra, rétt gátu endurkjörsins í útvarpi og sendu ekki skeyti, a.m.k. ekki mestu harðlínulöndin. T.d. Tékkoslóv- akía, en í útvarpinu þar í landi var inntak fréttarinnar, að „furðu margir Bandaríkjamenn hefðu trúað því að Ronald Reagan myndi standa við gefin kosningaloforð, einkum um afvopnunarmál, þrátt fyrir að ekkert í stjórnarsiefnu hans síðustu fjögur árin bendi til að hann hafi hinn minnsta áhuga á öðru en að hleypa æ meiri spennu í kjarnorkuvígbúnaðar- kapphlaupið“. Kínverjar sögðust vænta þess nú, að Bandaríkin stæðu við órð sín að klippa á allt samneyti við Taiwan og viður- kenna endanlega alþýðulýðveldið sem hið eina og sanna Kína. Á fáeinum stöðum var efnt til mótmæla fyrir framan bandarísk sendiráð, t.d. í Englandi, Vestur- Þýskalandi og Filippseyjum. Til alvarlegra óeirða kom þó ekki. P.W. Botha, forsætisráðherra Suður-Afríku, sendi Reagan skeyti og óskaði honum innilega til ham- ingju með árangurinn. Ritaði Botha í skeyti sitt að hann vænti þess að endurkjör Reagans yrði til þess að hjálpa til við uppbyggingu og friðarhald í Suður-Afríku, ekki síður en í öðrum löndum. Forystumenn Evrópuþingsins og Evrópubandalagsins tóku til máls í heillaóskaskeytum til for- setans, lýstu þar „mikilli ánægju" og „innilegri gleði“ með endurkjör Reagans. Pierre Pflimlin, forseti Evrópuþingsins ræddi um „hina miklu vináttu Bandaríkjanna og hinnar frjálsu Evrópu sem myndi halda áfram að eflast við kjör Reagans". Sovéska fréttastofan Tass greindi frá kosningasigri Reagans og var fréttin bæði stutt og smá- atriðasnauð. Inntakið var að Reagan hefði unnið stórsigur vegna þess, aðallega, að bandarísk alþýða hefði ekki haft neitt úrval. Pravda, flokksmálgagnið birti samtöl við nokkra sovéska borg- ara, sem blaðið sagðist hafa valið af handahófi á götum úti. Inntakið hjá þeim var yfirleitt á einn veg: Það hafi ekki verið við öðru að búast og það væri slæmt, því Reagan og stjórnarhættir hans væru hættulegir heimsfriðnum. Pravda bætti við: „Reagan hlaut að vinna sigur, því Mondale bauð ekki upp á mótvægi." Nancy Reagan datt á stól Los Angeks, 7. nó». AP. FRÚ Nancy Reagan forsetafrú missti jafnvægið tvisvar sinnum i þriðjudag og var þá nær dottin á hnén á tröppum þyrlu, sem flutti hana. Er þetta talið stafa af höfuð- meiðslum, sem hún hlaut fyrir tveimur dögum. Sheila Tate, blaðafulltrúi for- setafrúarinnar, segist hafa það eftir henni, að hún hafi misstigið sig, er hún steig fram úr rúmi sínu um miðja nótt. Rakst hún þá með höfuðið i stól, en maður hennar, Reagan forseti, tók þá ísmola og bar hann að höfði konu sinnar til þess að draga úr meiðslunum. „Sagan á eftir að dæma okkur með virðinguu sagði Walter Mondale, er hann viðurkenndi ósigurinn Kleanor, dóttir Walter Mondales, tekur á móti foður sínum, er hann kom til samkomu- hússins í SL Paul, þar sem hann viðurkenndi ósigur sinn fyrir Reagan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.