Morgunblaðið - 08.11.1984, Side 34

Morgunblaðið - 08.11.1984, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 Morgunblaðið/RAX. Á Fiskiþingi Það er ekki nema von, að á Fiskiþingi séu menn í þungum þönkum, enda eru málin þar rædd af alvöru. Rætt er um stjórnun fiskveiða, afkomu sjávarútvegsins, gsðamál og ýmsa fleiri þstti. Meðal leiða við stjórnun fiskveiða hafa þrjár leiðir aðallega verið nefndar, aflamark, sóknarmark og tegundamark. Því er kannski ekki úr vegi að birta hér eina limru, sem saman var sett undir umræðum um stjórnun veiðanna: Þetta er endalaust eilífðar hark./ Aflamark, sóknarmark, tegundamark./ En eitt ber að varast/ og ei má svo farast/ að afkvæmið verði svo ómark./ Fyrst og fremst hægt að auka gæði netafisks segir Soffanías Cecilsson „ÞAÐ ER fyrst og fremst netafisk- urinn, sem hægt er að auka að gæðum og þarf að laga. Því verður að slægja allan fisk hvenær sem er ársins, þrátt fyrir reglugerð um hið gagnstæða. Með því að nota fiski- kör og kassa er hægt að færa gæði saltfisks verulega upp,“ sagði Soff- anías (’ecilsson, einn fulltrúa á Fiskiþingi, í samtali við Morgun- blaðið. Soffanías sagði, að það væri helzt línufiskur, sem þyldi það að komið væri með hann óslægð- an að landi, ef um dagróðra væri að ræða. Hvað slæginguna varð- aði sagði hann, að miklu máli skipti hvernig að henni væri staðið. Nauðsynlegt væri að blóðga og þvo fiskinn fyrst og gæta þess að rista hann frá got- Soffanías Cecilsson rauf og fram að lífodda, ekki al- veg fram úr, til að vernda þunn- ildin og forða því, að hann yrði ristur öfugt aftur úr. Síðan þyrfti að þvo hann að nýju og ísa í kassa eða kör þannig að kviður- inn sneri niður. Með þessari vönduðu aðferð lenti fiskurinn síðan í svokölluðum stjörnu- flokki og hækkaði við það í verði frá því, sem nú er. Þannig kæmi aukin vinna við bætt gæði beint fram í fiskverðinu. Með því að ganga vel frá fisk- inum í kör og kassa ykist geymsluþol hans og yrði hann enn fyrsta flokks eftir nokkra geymslu. Þetta væri nauðsynlegt vegna þess, að í kjarasamning- um væri kvöldvinna takmörkuð. Bátarnir kæmu inn seint á kvöldin, en þá væri bannað að ganga frá aflanum til vinnslu. Þannig væru kjarasamningar að skemma fisk í landi og á sjó. Fullnaðar sigur vinnst aldrei í gæðamálunum — segir Ríkharð Jónsson, framkvæmdastjóri Kirkjusands „GÆÐAMÁLIN eni eilífðar mál, sem alltaf hljóta að verða til um- ræðu. Það er alltaf hægt að bæta sig og aldrei vinnst fullnaðar sigur. Þó eigum við mikla möguleika á úrbótum, sérstaklega hvað varðar netafiskinn,“ sagði Ríkharð Jóns- son, framkvæmdastjóri Kirkju- sands, í samtali við Morgunblaðið, en hann flutti framsöguerindi um gæðamál á Fiskiþingi. Á FISKIÞINGI er mikið rætt um kvótakerfíð og sýnist sitt hverjum. Einn þeirra, sem lögðu orð í belg var Soffanías Cecilsson, útgerðar- maður í Grundarfírði. Sagði Breiðfírðinga hafa farið illa út úr þessum ósköpum og hafði eftirfar- andi sögu að segja því til staðfest- ingar: „Aflakvótinn var vitlaust út- reiknaður í fyrsta lagi og því hafa bátarnir okkar verið meira og minna frá veiðum á þessu ári. Ríkharð sagði, að aldrei væri fyllilega hægt að gera sér grein fyrir áhrifum þeirra þriggja þátta, sem talið væri að hefðu áhrif á gæði fiskins; stjórnun fiskveiða, lögum um ríkismat sjávarafurða og áróðri fyrir auknum gæðum. Það, sem að sjómönnum og útgerðarmönnum snéri ávalt, væri bætt meðferð afla um borð í fiskiskipunum. Þá var rækjukvótinn f Breiða- firðinum aukinn og Suðurnesja- mennirnir komu í rækjuna. Þorskurinn sem þeir fengu með rækjunni kom hvergi fram á kvótanum. Þegar þeir voru hætt- ir á rækjunni áttu þeir allan kvótann eftir, en við að mestu búnir. Þá fengu þeir bátana okkar til að veiða fyrir sig kvót- ann og landa honum í gáma. Þeir hirtu sem sagt fyrst frá okkur rækjuna og þorskinn svo hirtu þeir flotann."! Þannig væru slæging alls fisks mikilvæg, notkun fiskikassa og kara og stytting útivistar skip- anna mikilvægir þættir. Þá þyrfti að vera ljóst hvert hlut- verk ríkismats sjávarafurða ætti að vera. Hann væri þeirra skoð- unar, að draga bæri úr starfsemi þess og færa ábyrgðina meira yf- ir á hendur framleiðenda sjálfra. Það væri hins vegar erfitt að fá sjómenn til að leggja á sig aukna vinnu við meðferð fisks- ins, kæmi það ekki nægilega fram í hækkuðu fiskverði. Verð- munur milli fyrsta og annars gæðafiokks yrði tæplega aukinn, en verð á annars flokks fiski væri nú 72% af verði fyrsta flokksins. því kæmi helzt sá möguleiki tif greina að taka upp stjörnuflokk, sem yrði þá nokkuð verðmeiri en sá fyrsti og í hann færi aðeins úrvals fiskur. Sú staðreynd stæði síðan alltaf að miklum gæðum fylgdi hátt verð, bæði til sjómanna og á mörkuð- um. Því mættu menn aldrei gleyma. „Fyrst hirtu þeir rækjuna og þorskinn, svo hirtu þeir flotannu 22 sjómenn við Djúp róa ekki vegna rækjuverðs TUTTUGU og tveir félagsmenn í Sjómannafélagi ísfírðinga, sem und- anfarin ár hafa verið sjómenn á rækjubátum, er stunda veiðar í ísa- fjarðardjúpi hafa bundizt samtökum um að ráða sig ekki til rækjuveiða á komandi haustvertíð. Ákvörðun þessi er tekin vegna þeirrar kjara- skerðingar, sem þeir telja sig verða fyrir af völdum síðustu verðlags- ákvörðunar. I fréttatilkynningu, sem þeir fé- lagar hafa sent frá sér segir m.a. að hyggist einhverjir aðilar hefja rækjuveiðar á „þessu smánar- verði" og ráði til sín utanbæjar- sjómenn, sem þeir hafi fullt leyfi til samkvæmt samningum, þegar svæðisbundnum forgangsrétti Sjómannafélags ísfirðinga til skipsrúms verður ekki viðkomið vegna skorts á sjómönnum „tökum við þá ákvörðun, að staðfesta með eiginhandarundirskrift, að enginn okkar mun ráða sig til starfa, þeg- ar viðhorf hafa breytzt á skip í eigu félaga í Smábátaeigendafé- laginu Huginn, rækjuverksmiðja á (safirði eða í eigu annarra aðila, er rækjuveiðar stunda í ísafjarð- ardjúpi". Segir að þessi ákvörðun muni standa þar til hver sjómað- ur, sem misst hefur skiprúm sitt af fyrrgeindum völdum, hefur ver- ið endurráðinn. Sjómennirnir rökstyðja fullyrð- ingar sínar um kjaraskerðingu í fréttatilkynningunni og telja að hún sé um 11%, þar af 9,86% vegna verðlækkunar og 1,14% vegna olíuverðshækkunar. Rækjuveiðisjómennirnir 22 eru skipverjar á 20 rækjubátum við Djúp. Ólympíumótið í bridge: Undankeppni lokið, ísland í 9. sæti UNDANKEPPNI Ólympíumótsins í bridge lauk á þriðjudagsnóttina og náði íslenska sveitin 9. sæti í sínum riðii, hlaut 456 stig. Liðið lék síðustu tvo leiki sína gegn Bandaríkjunum og Marokkó, tapaði 7—23 gegn Banda- ríkjamönnum en vann Marokkóbúa hraustlega 25—2. Átta sveitir leika nú til úrslita um ólympíutitilinn, fjórar efstu úr hvorum riðli. Þær eru, í A-riðli: Pólland 532, Danmörk 520, Austur- ríki 508 og Frakkland 502. í B-riðli, riðli (slendinga, voru fjórar efstu sveitirnar: Indónesía 531, Bandarik- in 509, (talía 508 og Pakistan 482. Norðmenn og Svíar misstu naum- lega af lestinni, höfnuðu i 5. og 6. sæti. I kvennaflokki var röð fjög- urra efstu sveitanna þessi: Holland, Frakkland, Bandarikin og Bretland. Úrslitin hófust strax í gær, en þá áttu að leika saman Pólland og Pak- istan, Danmörk og ttalia, Indónesía og Frakkland, og Bandaríkin og Austurríki. f kvennaflokki áttu að leika saman Holland og Bretland og Frakkland og Bandaríkin. Reykjavíkursamningamir: Atkvæðagreiðsla í dag og á morgun Atkvæðagreiðsla um kjara- samninga Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar fer fram í dag og á morgun, (ostudag, að Grettisgötu 89, frá klukkan 9.00 til 22.00. Á fundi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar á þriðjudaginn sl., var borin upp tillaga um vítur á formann og meirihluta stjórnar, fyrir „að hafa rofið samstöðuna í kjaradeilunni, haldið samninga- gerð leyndu og fyrir að grípa fram fyrir hendur á verkfallsstjórn vegna verkfallsvörslu við SKÝRR“, að því er segir í tillög- unni. Morgunblaðið hafði sam- band við Harald Hannesson, formann félagsins og spurði hann álits á þessu máli. Haraldur sagði m.a. að það væri ekki óalgeng að- ferð að standa að samningum eins og gert var, þótt ýmsir hafi viljað gera það tortryggilegt með því að kalla það „nætursamninga" og fleira í þeim dúr. „Ég er í sjálfu sér ekkert hissa á því, þó að fram komi óánægjuraddir, eftir svona átök, eins og voru í þessu verkfalli. Þetta er sá hópur sem mest hefur barist og því kannski ekkert óeðli- legt þó einhver óánægja komi fram, einmitt innan þess hóps. Ég hefði hins vegar kosið að sú um- ræða hefði farið fram innan fé- lagsins, frekar en'að sækjast eftir því að fá samþykktir á tillögum til að blása upp í fjölmiðlum,” sagði Haraldur. Sjö skip seldu afla í Englandi og Þýskalandi SJÖ ÍSLENSK fískiskip seldu afla í Englandi og Þýskalandi á þriðjudag og miðvikudag fyrir samtals tæplega 24 milljónir króna. Mai úr Hafnarfirði seldi á þriðjudaginn í Hull þorsk, ýsu og kola, samtals 92,2 tonn fyrir 3.370,600 krónur, meðalverð 36,54 krónur. Otto Wathne seldi sama dag í Grimsby 50,4 tonn, blandað- an afla, fyrir 1.422,400 kr., meðal- verð 28,22 krónur, og Már SH seldi á þriðjudaginn í Cuxhaven 147,3 tonn fyrir 3.710,100 krónur, með- alverð 25,18 kr. Á miðvikudag seldi Börkur NK 145,7 tonn í Hull, mest þorsk, fyrir 4.536,700 krónur, meðalverð 31,14 krónur. Þá seldi Ólafur Bekkur ÓF 96,3 tonn í Grimsby fyrir 3.102,500 krónur, meðalverð 32,22 krónur. Aflinn var einkum þorskur, ýsa og koli. Vigri RE seldi á miðvikudaginn 151,1 tonn í Bremerhaven fyrir 4.036,400 krónur, meðalverð kr. 26,71, og sama dag seldi Arinbjörn RE 156 tonn í Cuxhaven fyrir 3.803,600 krónur, meðalverð 24,38 krónur. í afla Arinbjarnar var talsvert af ufsa, sem lækkaði með- alverðið. í frétt í blaðinu á þriðjudag um sölu í Grimsby misritaðist nafn togarans, hann heitir Þorleifur Jónsson HF-12, ekki Þorlákur. Beðist er velvirðingar á mistökun- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.