Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 Fhitningsgjöld og frjálshyggjuraus — eftirJón Val Jensson Það er tvennt, sem Jón Hákon Magnússon staðfestir í grein sinni „Flutningskostnaður" í Mbl. 21. júlí. Annars vegar sést það af hans eigin tölum, að allt það, sem ég hafði fullyrt um jöfn flutnings- gjöld frá Bretlandi til íslands og til Suður-Afríku (þrátt fyrir fimmfalt styttri sjóðleið hingað) er óhrekjandi staðreynd. Og hins vegar staðfestir hann með þögn- inni, að Eimskip og Hafskip halda ekki upp neinni verðsamkeppni um Bretlandssiglingar. Hvorugt atriðið ber því vitni, að nokkuð sé að marka hinar fjálglegu yfirlýs- ingar um frjálsa viðskiptahætti og samskeppnishæfni íslenzku skipa- félaganna. Sömu farmgjöld á fimmfalt styttri leið! Grein Jóns Hákonar er skóla- bókardæmi um það, hvernig tölur geta sagt allt annað en það, sem sannleikanum er samkvæmt. En um leið er meðhöndlun hans á þessum tölum slík, að hver meðal skólakrakki hlýtur að sjá í gegn- um villurnar í útreikningum hans. Fyrst verð ég að rekja hér meg- inatriði málsins. { grein minni „Aðföng hersins og hræsni frjáls- hyggjumanna" í Mbl. 7. júlí, sagði ég frá því, að enskir flutningafé- lagsmenn hefðu tjáð mér, að fyrir sama verð og þeir gætu boðið mér að flytja búslóð í gámi til íslands gætu þeir sent þá sömu búslóð til Suður-Afríku — meira en fimm- falt lengri leið! Þessu reynir JHM (sem er framkvæmdastjóri mark- aðs- og flutningasviðs Hafskips hf.) að hnekkja í grein sinni, með furðulegum tilfæringum á stað- reyndum. Ekki er hann fyrr byrjaður að gera athugasemdir við grein mína en rangmælin taka að renna úr penna hans: „Þessar fullyrðingar um, að ódýrara sé að flytja búslóð frá Bretlandi til Suður-Afríku en til íslands, komu undirrituðum spánskt fyrir sjónir." (Auðkennt hér.) Þessi mismæli eru einstak- lega klaufaleg — lesendur blaðs- ins gætu haldið þau vísvitandi rangfærslur, en rétt áður hafði JHM tekið upp tilvitnun í grein mína, þar sem orðrétt stendur: „Sögðu þeir okkur, að fyrir sama verð gætu þeir boðið okkur að flytja búslóðina til Suður-Afríku!" Hvernig er hægt að kalla sama verð „ódýrara"? Hvað um það, fullur efasemda lét JHM gera samanburð „á um- ræddum kostnaði" og þá fyrst tekur steininn úr. „{ ljós kemur, að hér er maðkur í mysunni og létt farið með staðreyndir," segir hann. Athugun Hafskipsmanna gefur þá niðurstöðu, að flutningur á búslóð í 20 feta gámi frá Bret- landi til Suður-Afríku kosti 2.609 sterlingspund, en til íslands 1.284 pund, þ.e.a.s. ekki hálft á við gjaldið til S-Afríku (mismunurinn er 1.324 pund). Nú ætla ég að gera nokkuð óvænt — að meðtaka dæmi Jóns Hákonar sem satt og rétt, um leið og ég stend á því fastar en fótun- um, að fullyrðing mín um iafnhá fraktgjöld frá Bretlandi til Islands og til S-Afríku sé líka sönn og rétt! Og meira en það — einmitt sú fullyrðing er það, sem skiptir hér máli, en tölur Jóns Hákonar eru marklausar, þótt sannar séu! Maökinum kippt úr mvsunni Mesta markleysan í dæmi JHM er fólgin í því að bætt er við á reikninginn 781 punds kostnaði fyrir flutning frá Durban í S-Afríku til Jóhannesarborgar — en það er nær 600 km leið á landi! (Álíka langt og frá Akureyri til Víkur í Mýrdal með viðkomu í Reykjavík!) Eg fæ ekki séð, hvað í ósköpunum slíkir landflutningar koma við þessu máli um flutningsgjöld skipafélaga. Og ekki gaf ég neitt tilefni til þvílíkr- ar málaflækju. t grein minni nefndi ég flutning „til Höfðaborg- ar“, ekki Jóhannesarborgar. Mér er það mætavel kunnugt, að engin skipafélög sigla til Jóhannesar- borgar, sem er langt inni í landi! Þess vegna tiltók ég einmitt áð- urgreinda Höfðaborg, sem er al- kunn stórborg og hafnarborg í S-Afríku. (Ég vil ekki ætla Jóni Hákoni vísvitandi blekkingar, og því dettur mér í hug, að hann hafi hér misskilið orð mín — talið mig eiga við höfuðborg S-Afríku (sem er reyndar Pretoria, ekki Jóhann- esarborg, stærsta borgin þar), þegar ég nefndi Höfðaborg (Cape Town). Én furðuleg má slík yfir- sjón vera hjá framkvæmdastjóra Hafskips og fyrrverandi umsjón- armanni erlends fréttaþáttar í sjónvarpinu.) Því má bæta við, að ekki er heldur rétt að miða við flutninga til Durban (farmgjöld 1656 pund) og segja mig svo „fara létt með staðreyndir", því að ég nefndi beinlínis Höfóaborg í grein minni, en 1.450 km sjóleid bætist við frá Höfðaborg til Durban (sem er á austurströndinni). Til frádráttar kemur að vísu, að JHM nefndi Southampton sem útskipunarhöfn í stað Felixtowe, en þar á milli er um 340 km sjóleið. Éftir stendur, að hann hefur lengt sjóleiðina til S-Afriku úr rúmum 12.000 km (sem ég tiltók f grein minni) í rúm. 13.100 km. Einhvern mun hlýtur það að gera í flutningsgjöldum, enda er sú viðbót ein um helming- ur sjóleiðarinnar frá íslandi til Englands. Þriðja markleysan í dæmi JHM er sú, að í flutningsgjaldinu frá Felixtowe til Reykjavíkur (1.123 pundum) er innifalinn „30% af- sláttur, sem Hafskip veitir náms- mönnum frá flutningstaxta". Ég rengi það ekki, að slíkur afsláttur sé veittur, enda var mér boðinn nákvæmlega sami afsláttur hjá Eimskipafélaginu. En ég var ekki að ræða þessi mál fyrst og fremst út frá þvi, hvað ég sem námsmað- ur þurfti að borga, heldur út frá almennum töxtum skipafélaga (normalverði), og af grein minni sést, að ég var að tala þar um þau gjöld, sem ensk flutningafélög buðu upp á, en þau gerðu sér ekki það ómak að gefa kost á eða segja frá námsmannafrádrættinum. Fullyrðing þeirra um jöfn farm- gjöld til Islands og S-Afríku mið- aðist einmitt við slík full frakt- gjöld á báðum leiðum, en ekki við undantekningarnar um afslátt á siglingunni til íslands. Slíkur af- sláttur ætti reyndar að fást til S-Afríku líka, ef eftir honum væri leitað, enda er miklu meira um það erlendis en hér, að veittur sé afsláttur eða tilboðsverð á vöru og þjónustu af ýmsu tagi, ekki sízt í miklum og reglubundnum við- skiptum. Það, sem skiptir þjóðhagslega mestu máli i þessu efni, er það, hversu há flutnings- gjöld eru að jafnaði til tslands, því að það hefur veruleg áhrif á vöru- verð i landinu. (Það má nefna það hér, að tollar, vörugjald og sölu- skattur — sem leggjast hvað ofan á annað — eru ekki aðeins lögð á vöruverðið sjálft, heldur einnig á flutningsgjaldið. Þannig geta þau flutningsgjöld tvöfaldast eða þre- faldast, eftir því hver tollflokkur- inn er.) í stað þess að gefa upp afslátt- arverð, hefði JHM átt að gefa upp venjulegt flutningsgjald til Is- lands, til að viðmiðun við hlið- Jón Valur Jensson „Ég áskil mér fullan rétt til ad gagnrýna hátt verölag hjá íslensku skipafélögunum og álít þad nánast borgaralega skyldu mína, þegar verðmunur sker svo í augum ... “ stætt gjald til S-Afríku yrði marktækt. Þá kemur i ljós, að sjálft flutningsgjaldið frá Ipswich til Reykjavíkur er 1.605 pund, en frá Southampton til Durban er þaö 1.656 pund — tæplega þremur prósentum hærra en til íslands. Við þessar upphæðir bætast reyndar fleiri gjöld: útskipun og kostnaður í Ipswich 49,50 pund, losun í Rvík 101,50 pund, vörugjald í Rvík 10,75 pund (alls £161,75) og varðandi flutning til S-Afríku: útskipun og kostnaður í Southampton 85 pund, uppskipun og kostnaður í Durban 87 pund (alls £172). Hvers vegna útskipunarkostnaður í South- ampton á jafnstórum gámi á að vera 37 pundum hærri en í Ips- wich, annarri brezkri höfn, fæ ég að vísu ekki skilið, en við skulum samt gefa okkur, að þessar tölur frá Hafskip séu réttar og athuga útkomuna. Heildarkostnaður í flutningum frá Southampton til Durban er þá 1.828 pund, en frá Ipswich til Reykjavíkur 1.766,75 pund. Mismunurinn er 61 pund, sem merkir, að flutningurinn til S-Afríku — þ.e. 5,8 sinnum lengri leið — er þremur og hálfu prósenti dýrari en til íslands. Slíkur verðmunur er að sjálf- sögðu óverulegur en með því að JHM hefur í stað flutningaleiðar- innar Felixtowe — Höfðaborg (um 12.000 km) valið aðra og lengri leið, Southampton — Durban (um 13.100 km), sem er rúml. 9% lengri sjóðleið, þá virðist sennilegt, að farmgjaldið til Höfðaborgar hljóti að lækka um fáein prósent úr þeim 1.656 pundum, sem JHM til- tók. Og þá er væntanlega komið nokkuð nærri þeim 1605 pundum, sem það kostaði að flytja jafnstór- an^ám til íslands. Eg hygg, að allir lesendur þess- ara lína hljóti að vera mér sam- mála um, að sú fullyrðing Eng- lendinganna, sem áður gat um, er fyllilega réttmæt, þ.e. að jafnhátt verð sé sett upp fyrir gámaflutn- inga frá Englandi til S-Afríku eins og til íslands. Þetta hafa Haf- skipsmenn ekki hrakið að neinu leyti, og viðleitni þeirra í þá átt er hreint og beint afkáraleg. Ef stjórnendur þessa skipafé- lags eru svona ruglaðir í útreikn- ingum sínum, þá skýrir það auð- vitað þá glópabjartsýni að halda, að í frjálsri samkeppni um ís- landssiglingar (þ.m.t. um flutn- inga fyrir varnarliðið) gætu þeir staðizt hverjum sem er snúning, „ef allir aðilar fá að sitja við sama borð jafnréttis og frjálsrar verzl- unar“, eins og JHM segir. Hugs- anlega myndu þeir standast Bandaríkjamönnum snúning, af því að þeir þurfa að borga fjórfalt hærri laun til áhafna sinna en gert er hérlendis. En það eru til fleiri láglaunalönd en íslands, og ég á enn eftir að sannfærast um, að íslensku skipafélögin með sín háu flutningsgjöld séu virkilega samkeppnishæf á alþjóðavett- vangi. Ég er hræddur um, að þau hafi ekki efni á að flagga merki frjálshyggjunnar, eins og gert hef- ur verið nú um stundir til að rétt- læta ásælni þessara aðila í varn- arliðsflutningana. Sanngirni Þeir, sem lásu grein mína hér í blaðinu með meiri gerhygli en JHM, munu hafa séð, að ég var ekki að mæla þar gegn hóflegum fríðindum íslenskra skipafélaga. Ég varaði einmitt við oftrú á hið algera frelsi sem lausnarorð í efnahagsmálum og benti á, að at- vinnulíf landsmanna þarf að vernda, jafnvel þótt það geti kost- að viss höft, niðurgreiðslukerfi eða einkaleyfi til atvinnurekstrar, t.a.m. með hömlum gegn frjalsri samkeppni erlendra skipafélaga við þau íslensku. En þó að ég sé ekki skilyrðislaust andvígur allri einokun, er mér fulljóst, að hún hefur hættur í för með sér, og því er mikil þörf á eftirliti og aðhaldi frá almenningi varðandi starfsemi og verðlagningu stórra auðfélaga. Á það ekkert síður við um skipa- félögin en t.d. SÍS eða Grænmetis- verslun landbúnaðarins. Nýlega talaði Friðrik Friðriks- son í útvarpsþættinum Um daginn og veginn og mælti þar skörulega gegn einokun. Sagði hann m.a., að menn fyllist eðilega grun um, að maðkur sé í mysunni, þegar fyrir- tæki tali opinskátt um „samræm- ingu gjaldskrár". Með hliðsjón af því vil ég spyrja: er ekki einhver maðkur í mysunni hja Eimskip og Hafskip (og líklega Sambands- skipunum að auki), þegar þessi fyrirtæki hafa sömu farmgjöld frá Bretlandi? Það er langt frá því, að ég sé einn um að gagnrýna þessi mál, enda brýn þörf að hyggja að öllu því, sem orðið getur til að lækka vöruverð hér á landi í átt til þess, sem tíðkast erlendis. Þann 2. ág- úst birtist löng úttekt á þessum málum í NT í grein eftir Jónas Guðmundsson: „Eru íslensku skipafélögin okurstofnanir?" Þar er m.a. greint frá óeðlilega háum taxtahækkunum á flutningsgjöld- um frá 1980 til þessa tíma, þ.e. um 375—600% (eftir því, við hvað er miðað), á meðan laun sjómanna hækkuðu um 225%. Ég áskil mér fullan rétt til að gagnrýna hátt verðlag hjá ís- lensku skipafélögunum og álít það nánast borgaralega skyldu mína, þegar verðmunur sker svo í augun, sem dæmið hér fyrr í greininni sannar. Lítum snöggvast á tölurn- ar aftur til að reikna út meðalverð á jafnlangri vegalengd með 20 feta gám á umræddum siglingaleiðum. Þá kemur í ljós, að meðalflutnings- verð á hvern kflómetra frá South- ampton til Durban í S-Afríku er tæplega 13 (þrettán) pence, en frá Ipswich til Reykjavíkur er það 70 (sjötíu) pence á km! Sú spurning hlýtur að gerast áleitin, hvort það sé ekki sanngirnismál, að Islend- ingar fái að borga hliðstætt verð og aðrar þjóðir fyrir vöruflutn- inga. Það eru vissulega fleiri þættir þessa máls, sem líta verður á, s.s. meiri hagkvæmni stórra flutn- ingaskipa erlendis, hærri við- halds- og olíukostnaður íslenzkra skipa vegna sjólags og veðráttu, minni nýting þeirra, kostnaðar- söm vörugeymsluþjónusta o.s.frv., eins og Ragnar Kjartansson, for- stjóri Hafskips, hefur bent á. Þá hefur mér skilist, að a.m.k. námsmenn njóti þeirra kjara að borga sama gjald fyrir gám frá útlöndum, hvort sem þeir eru að flytjast til Reykjavíkur eða út á land, m.ö.o. taxtinn fyrir þá er jafnaðarverð. Og til þess að eng- inn saki mig um ósanngirni í garð íslenskra skipafélaga, vil ég ítreka það, að námsmenn a.m.k. á Bret- landseyjum, eiga ekki kost á nein- um flutningum ódýrari en hjá ís- lensku skipafélögunum, því að bresk flutningafélög bjóða ekki þann afslátt, sem þau fyrrnefndu veita. Þetta á hins vegar ekki við um flutninga frá Norðurlöndum; til eru dæmi um helmingi lægri flutningataxta hjá ferjunni Nor- rönu en hjá íslensku skipafélögun- um, segir í NT-greininni. í þeirri sömu grein segir Jónas Guðmundsson: „Éinn af heimilda- mönnum NT, sem vel ætti að þekkja til, segir, að ráðamönnum innan bandaríska hersins hafi á undanförnum árum „ofboðið“ flutningsgjöld íslensku skipafé- laganna. Því hafi þeir orðið „him- inlifandi" þegar Rainbow Navigat- ion-félagið þrengdi sér inn í flutn- ingana, þrátt fyrir að því fylgdi ekki lækkun á flutningsgjöldum þegar í stað.“ Þessi ummæli þykja mér styðja þá fullyrðingu mína, að ólíklegt sé, að íslensku skipafélög- in geti staðið hverjum sem er á sporði í frjálsri samkeppni um siglingar fyrir varnarliðið. Ég vil enda þetta með áskorun á Verðlagsráð að taka verðlagn- ingarmál • skipafélaganna til endurskoðunar, en vara jafnframt við afnámi hámarkstaxta. Hömlu- laust frelsi til álagningar er lík- lega það, sem ísiensku skipafélög- in kunna síst með að fara. Jón Valur Jensson er guöfræðingur búseltur í Ísaíirdi. Valsmíði á Akureyri 10 ára: Gáfu dvalarheimil- unum borð og stóla Akureyri, 2. nóvember. Guðmundur Kristjánsson og Jónas Sigurjónsson, eigendur Trésmiðaverkstæðisins Valsmíð á Akureyri, færðu í gær dvalar- heimilunum Hlíð og Skjaldarvfk að gjöf 20 borð og stóla frá fyrir- tækinu í tilefni af 10 ára afmæli þess, en þeir félagar stofnuðu Valsmíð 1. nóvember 1974. Fyrirtækið framleiðir allar innréttingar til húsa og þar starfa að jafnaði 7 menn. Á myndinni eru Guðmundur Kristjánsson, Jón Kristinsson, framkvæmdastjóri dvalarheim- ilanna, og Jónas Sigurjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.