Morgunblaðið - 08.11.1984, Side 43

Morgunblaðið - 08.11.1984, Side 43
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 43 fíéttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Sagt hefur verið að fslendingar læri seint að meta eigin auðlindir. Dæmi um það er síldin góða sem nú á haustdögum dillar sér við land- steina. Þegar rætt hefur verið um sölutregðu þessa lostætis, þá höfum við, óþreyjufullir kaupendur — inn- lendir — einfaldlega gleymst. Steikt sfld marineruð (fyrir 4—6) er með bestu fiskréttum. 4 síldar (fersk síld) 1 eggjahvíta brauðmylsna jurtaolía, salt og pipar. 1. Síldin er flökuð og roðflett. Fjarlægið úr flökunum bein eins vel og mögulegt er. 2. Hitið feitina á pönnu. Veltið heilum síldarflökunum upp úr þeyttri eggjahvítu og brauð- mylsnu og steikið vel (ca. 5 mín. á hvorri hlið). Saltið eftir smekk. 3. Að lokinni steikingu eru flökin kæld. Síldinni er því næst raðað á hlið í djúpt leirfat eða eldfast fat. 1—2 laukar eru skornir í sneiðar og lagðir yfir fiskinn og ediklegi hellt yfir. Setjið að síðustu álpappír yfir eða lok og lokið þétt. Fatið er sett í kæliskáp og síldin látin mariner- ast í 12 klukkutíma að minnsta kosti áður en hún er borin fram. (2—3 dagar í marineringu mýkja öll bein, hafi einhver orðið eftir í fiskinum, svo þau verða vart finn- anleg.) Síldin er borin fram með laukn- um og kartöflum í heitum jafn- ingi. Ediklögur í marineringu eða notið eigin uppskrift: 3 dl vínedik 2 dl vatn 2 dl sykur 1—2 laukar Sykurinn er leystur upp í köldu vatninu og síðan blandað edikinu. Þessi lögur er einnig ágætur fyrir marineringu á saltsíld en þá er bætt við 1—2 lárviðarlaufum og 4—5 piparkornum heilum. Síld er sögð vera með nær- ingarríkustu fisktegundum sem völ er á. í síldinni eru mikilvæg efni eins og eggjahvíta, fita, joð, járn, kalk og fosfór einnig A- og D-vítamín. Magnið er þó mjög sveiflukennt og fer eftir því hvort síldin er feit eða mögur. Rétt er að benda á að síld geym- ist prýðilega fryst. Þá er ágætt að flaka hana og roðfletta og setja síðan hæfilegt magn til máltfðar í álpappír og frysta. Verð á hráefni er erfitt að segja til um þar sem verð á síld fyrir innlendan markað liggur ekki fyrir. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Tónleikar á Egilsstöðum TÓNLEIKAR verða haldnir í Vala- skjálf á Egilsstöðum næstkomandi laugardag og hefjast þeir klukkan 17. Þar munu þeir Gunnar Björnsson, sellóleikari, og David Knowlcs, píanóleikari, leika verk eftir Bach: Samstæðu fyrir ein- samla knéfiðlu nr. 3 í C-dúr, Beet- Gunnar Björnsson og David Knowles hoven, sónötu fyrir píanó og selló nr. 2 í G-moll og Schubert og són- ötu Arpeggione (op. posth.) í A-moll. Auk þess verða á efnisskránni íslensk tónverk, Úr dagbók haf- meyjunnar, fyrir selló og pianó eftir Sigurð Egil Garðarsson, samið í september 1978 og frum- flutt af Gunnar Björnssyni og Sigríði Ragnarsdóttur á Isafirði sama haust. Blómarósir á Flateyri Leikfélag Flateyrar frumsýnir leikritið „Blóma- rósir“ eftir Ólaf Hauk Símonarson í Félagsheimil- inu á Flateyri, laugard. 10. nóvember kl. 21. Leik- stjórí er Jón Júlíusson. Önnur sýning verður á sunnudag. Áætlað er að sýna sýninguna víðsvegar um Vestfirðina. Lýst eftir stolnum bflum LÖGREGLAN í Reykjavík hefur lýst eftir tveimur bílum, sem stol- ið hefur verið. Aðfaranótt 27. ág- úst var bifreiðinni R—47956 stolið frá Grettisgötu 81. Bifreiðin er FIAT 127, árgerð 1978, græn að lit. Þá var bifreiðinni R—67663 stolið frá Borgartúni 24 hinn 13. október sl. Það er bifreið af gerðinni Volkswagen Golf, árg. 1976, blá að lit. Þeir sem kynnu að vita hvar þessar bifreiðir eru niðurkomnar eru beðnir að láta Lögregluna í Reykjavík vita. Prjónalind, nýtt íslenskt prjónablað, er nýkomið út. í blað- inu er fjöldi af uppskriftum, aðal- lega af peysum. Litmynd fylgir hverri uppskrift. Einnig eru í blaðinu ýmsar upplýsingar, sér- stök sniðörk o.fl. Blaðið er 40 síður í A-4 broti. Stefnt er að áfram- haldandi útgáfu og mun f framtíð- inni verða boðin áskrift. Blaðið er unnið í prentsmiðjunni Odda en dreifingu annast Innkaupasam- band bóksala. Blaðið fæst I öllum helstu bókaverslunum og víðar. Það kostar kr. 150. Útgefandi er fyrirtækið Prjón sf. Nýtt prjónablað Félagar í hljómsveitinni Kaktus. Kaktus endurvakin Hljómsveitin Kaktus, sem lék á öllum helstu sveitabölium austan fjalls í fjölda ára, hefur verið endur- reisL Að endurreisninni standa þau: Björn Þórarinsson (Bassi), sem leikur á hljómborð og syngur, bróðir hans ólafur Þórarinsson (Labbi) leikur á gítar og syngur,. Sigríður Birna Guðjónsdóttir leik- ur á hljómborð og er ásamt Labba aðalsöngvari hljómsveitarinnar, Magnús Einarsson leikur á bassa og syngur og Árni Áskelsson leik- ur á trommur og syngur einnig. Þeir Labbi, Bassi og Árni eru gamalreyndir Kaktusmeðlimir, einnig lék Sigríður Birna með hljomsveitinni eitt sumar áður. Magnús, sem er Seyðfirðingur, lék með hljómsveitunum Þokkabót og Einsdæmi þegar þær voru upp á sitt besta, en undanfarin ár hefur hann verið á heimshornaflakki, þar af var hann I tónlistarnámi á Italíu í 3 ár. Kaktus hyggst halda sig að mestu á heimaslóðum, þ.e. austan- fjalls, og stefnir að því að endur- vekja gamla Kaktuss-stuðið. Fyrsti dansleiur Kaktuss verður á Hvoli, Hvolsvelli, næstkomandi laugardag. IfffV'•' ’,jrv * *, t Helgarskákmótið í Eyjum um helgina Eins og kunnugt er hafa tímaritið Skák og Skáksamband íslands stað- ið sameiginlega að Helgarskákmót- um vítt um land. Nýlega lauk 25. mótinu í Grundarfirði sem haldið var við mikinn glæsibrag. Sigurveg- ari í Grundarfirði varð Margeir Pét- ursson, hlaut 6'/z vinning af 7 mögu- legum. 2.—3. urðu Jón L Árnason og Guðmundur Sigurjónsson með sex vinninga. Hlutskarpastur öldunga varð Sigurgeir Gíslason. Kvennaverð- laun hreppti Ólöf Þráinsdóttir og unglingaverðlaun hlutu Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur Árna- son og Þráinn Vigfússon. Verð- laun fyrir besta framistöðu Erindi um fram- kvæmd lífláts- hegninga FRÆÐAFUNDUR í Félagi áhuga- manna um réttarsögu verður hald- inn í kvöld klukkan 21 í stofu 103 í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskóla íslands. Á fundinum mun dr. Páll Sig- urðsson, dósent, flytja erindi er hann nefnir: Athuganir á fram- kvæmd líflátshegninga og á aftökustöðum og aftökuörnefnum á íslandi — utan alþingisstaðarins við öxará. Fundurinn er öllum opinn. heimamanns hlaut Árni Emilsson og dreifbýlismanns Bjarni Ein- arsson Stykkishólmi. Skákstjórar voru Þráinn Guðmundsson frá skáksambandinu og Jóhann Þórir. Eins og áður getur fer 26. helg- arskákmótið fram í Vestmanna- eyjum um næstu helgi. Búist er við fjölmenni og að vanda verða flestir bestu skákmeistarar þjóð- arinnar meðal þátttakenda. Þá er talið líklegt að Ólympíusveitirnar sjái sér fært að nota þetta tæki- færi sem síðustu æfinguna fyrir ólympíumótið sem hefst í Grikk- landi 18. þ.m. Að venju verða tefldar 7 um- ferðir eftir Skák-monrad kerfi, 3 umferðir á föstudag, 2 á laugardag og 2 á sunnudag. Keppendur fara til síns heima á sunnudagskvöld. Gert er ráð fyrir að fljúga með Flugleiðum en Flugleiðir hafa lagt þessu mótshaldi mikið lið á allan máta. Verðlaunin sem keppt er um eru myndarleg í góðu hófi. 1. 15.000. 2. 10.000. 3. 7.000. öldunga- og kvennaverðlaun 5.000 og unglinga- verðlaun 3 x 4.000 sem afgreiðast sem boð á næsta mót sem viðkom- andi telur sér fært að taka þátt í. Þá er keppt um aukaverðlaun fyrir besta framistöðu í næstu fimm mótum og eru þau kr. 40.000. Gert er ráð fyrir að mótið verði teflt í Safnahúsinu og hefjist kl. 16.00—16.30 á föstudag. öllum er heimil þátttaka og er þáttökugjald kr. 250.00. (

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.