Morgunblaðið - 08.11.1984, Síða 44

Morgunblaðið - 08.11.1984, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 Útivist: Blót til heið- - urs níræðum ferðagarpi UM NÆími helgi efnir Útivist til Haustblóts á Snæfellsnesi til heiA- urs Hallgrími Jónassyni, rithöfundi og ferðagarpi, en hann varð níræður þann .30. október síðastliðinn. Hallgrímur er ekki aðeins kunn- ur sem ferðamaður og fararstjóri um óbyggðir og byggðir fslands og víðar, heldur einnig fyrir ferða- bækur, vísnagerð og fjölda ferða- þátta í útvarp. Haustblótið verður haidið á Lýsuhóli og er brottför á föstudagskvöldið og verður komið til baka á sunnudagskvöldið. Á laugardeginum verða skoðunar- og gönguferðir um svæðið undir Jökli og um kvöldið verður afmæl- ishóf og kvöldvaka til heiðurs Hallgrími. Þegar hafa milli 90 og 100 manns skráð sig í ferðina. (FrétUtilkynning) Fundur á morgun um sykursýki og mótefnakerfiö „Hefur mótefnakerfið hlutverki að gegna í þróun insulin-háðrar syk- ursýki?" nefnist fyrirlestur sem dr. Steinunn Bækkaskov lífefnafræð- ingur flytur á vegum Félags um inn- kirtlafræði á Landspítala kl. 13.20 á morgun, fostudaginn 9. nóv. (í fund- arsal Hjúkrunarskóla íslands). Dr. Steinunn er stúdent frá MA 1968 og lauk prófi í lífefnafræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1974. Síðustu fimm árin hefur hún starfað við Hagedorn-rannsókn- arstöðina í Gentofte, Danmörku, og unnið m.a. að mótefnamæling- um í blóði sykursjúkra. Hún lauk doktorsprófi frá Kaupmannahafn- arháskóla i haust. Rannsóknir hennar og samstarfsmanna hafa vakið verulega athygli á alþjóða- vettvangi. Félag um innkirtla- fræði og Nordisk Insulin bjóða dr. Steinunni Bækkeskov hingað til þessa fyrirlestrahalds. (FrétUtilkynning) Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! JflprgtmWnfciií* Haustmót TR 1984: Einvígi þarf um titilinn Skák Margeir Pétursson ÞÁTITAKA á Haustmóti Taflfé- lags Reykjavíkur 1984 var með allra bezta móti, 140 skákmenn mættu til leiks, þar af 42 í ungl- ingaflokki. Teflt var í sex flokkum og í þeim efsta var keppt um sæmdarheitið: „Skákmeistari Tafl- félags Reykjavíkur 1984“. Eftir harða keppni í A flokki stóðu þeir Sævar Bjarnason og Benedikt Jón- asson uppi efstir og jafnir með átta vinninga af ellefu mögulegum. Verða þeir því að tefla fjögurra skáka einvígi um titilinn og hófst það sl. miðvikudag í Skákheimil- inu við Grensásveg. Mótið var ekki eins öflugt og oft áður þar sem keppni í lands- liðsflokki á Skákþingi tslands fór fram í september og margir af okkur beztu skákmönnum orðnir hvildinni fegnir. Þetta þýddi það að þrír efnilegir ungl- ingar fengu að spreyta sig í A- flokki á haustmótinu, þeir Þröst- ur Þórhallsson, Davíð ólafsson og Tómas Björnsson. Þeir stóðu sig allir mjög vel og þeir Þröstur og Davíð voru lengi með í barátt- unni um efsta sætið, en misstu flugið í lokin. Skýringin á velgengni pilt- anna er alls ekki sú, að mótið hafi verið illa skipað, því þó tit- ilhafana hafi vantað voru marg- ir af okkar sterkustu skák- mönnum með, t.d. Sævar Bjarnason, núverandi skák- meistari Reykjavíkur, og Hilmar Karlsson, Islandsmeistari 1983. Þeir Sævar og Hilmar komu glóðvolgir úr íslandsmótinu þar sem þeir voru að vísu ekki í allra fremstu víglínu en höfðu báðir úrslitaáhrif á gang mála með því að velgja titilhöfum undir ugg- um þegar sízt skyldi. Árangur þeirra tveggja á haustmótinu kemur því ekki á óvart, en þeim mun meira að Benedikt Jónasson skyldi hreppa efsta sætið ásamt Sævari. Benedikt, sem er 26 ára Hafnfirðingur, var um árabil í hópi okkar efnilegustu unglinga en tefldi lítið í nokkur ár þar til nú. Hann hefur ekki orðið efstur á slíku móti áður. Benedikt er mjög hvass og lætur bezt að tefla upp á kóngssókn, en Sævar teflir hins vegar þungan stöðu- stíl. Verður því vafalaust fróð- legt að fylgjast með einvígi þeirra tveggja. Halldór Jónsson frá Akureyri var nú aftur með eftir langt hlé, en virðist litlu hafa gleymt. Sveinn Kristinsson lét tíma- hrakið allt of oft eyðileggja fyrir sér góðar skákir. Ásgeir Þór var yfirleitt heillum horfinn en tefldi að vanda nokkrar skemmtilegar skákir. Hann átt- aði sig of seint á því að tveggja leikja gildrur duga ekki lengur á unglingana og hlaut þrjá slæma skelli í upphafi mótsins gegn yngstu þátttakendunum. Uros Ivanovic, sem er júgó- slavneskur að uppruna, varð að hætta þegar tvær umferðir voru eftir. Um heildarúrslit á A-flokki vísast til meðfylgjandi töflu, en helstu úrslit í öðrum flokkum urðu sem hér segir: B-flokkur: Andri Áss Grétarsson 9'/2 v. af 11 mögulegum. Árni Á. Árnason 8‘k v. Gunnar Freyr Rúnarsson 7‘/2 v. Snorri G. Bergsson 6'/2 v. Þórarinn Stefánsson 6 v. Þessi frábæri árangur Andra, sem er aðeins 15 ára gamall, hlýtur að tryggja honum öruggt sæti í A-flokki á Skákþingi Reykjavíkur í janúar nk. C-flokkur: Haraldur Baldursson 7'á v. af 11 mögulegum. Jón Þór Bergþórsson og Hjalti Bjarnason 7 v. Pálmar Breiðfjörð, Ágúst Ingi- mundarson og Hannes H. Stef- ánsson 6 ‘k v. D-flokkur: Þráinn Vigfússon 9 v. af 11 mögulegum. UAUiTMCT TK my 1s‘ Birkir Leósson 8 v. Unnsteinn Sigurjónsson l'k v. Jóhann H. Ragnarsson 6'k v. Baldvin Viggósson 6 v. E-flokkur (Opinn flokkur): Magnús Kjærnested og Þröstur Árnason 9 v. af 11 mögulegum. Ægir Páll Friðbertsson og Bald- ur Kristinsson 8‘/2 v. Sigurður Daði Sigfússon, Jóhann Sigurbjörnsson, Tómas Ponzi, Hallgrímur Sigurðsson og Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir 7 v. Unglingaflokkur: Arnaldur Loftsson 7 v. af 9 mögulegum. Hannes Hlífar Stefánsson 7 v. Magnús P. Örnólfsson, Þröstur Árnason, Hjalti Bjarnason, Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir og Ragnar Valsson 6‘/2 v. Arnaldur sigraði Hannes í ein- vígilV^ — Vi. Hraðskákmót TR: Þar urðu þeir Benedikt Jón- asson, Ágúst S. Karlsson og Ás- geir Þór Árnason efstir og jafn- ir. Ula gekk að fá úrslit, en að lokum stóð Benedikt uppi sem sigurvegari. Nú er spurningin hvort honum tekst að vinna Haustmótið tvöfalt. Fyrirfram veðja líklega flestir á að Sævar beri sigur úr býtum í einvíginu, en þegar Benedikt kemst í sókn er hann til alls líklegur, auk þess sem hann hefur gott auga fyrir fléttum: llvítt: Benedikt Jónasson. Svart: Uros Ivanovic. Frönsk vörn. 1. e4 — e6, 2. d4 — Rf6, Óvenjuleg byrjun. Svartur býður upp á Aljekínvörn, sem kemur upp eftir 3. e5 — Rd5. 3. Bd3 — d5, 4. e5 — Rfd7, 5. Rd2 — c5, 6. c3 — Rc6, 7. Re2 — Db6, 8. Rf3 — cxd4, 9. exd4 — Bb4+, 10. Kfl — Be7, 11. Rc3 Þessi riddari á meira erindi á kóngsvængnum eins og Benedikt gerir sér grein fyrir síðar. Nú gengur 11. — Rxd4? að sjálf- sögðu ekki vegna 12. Be3 — Bc5, 13. Ra4. Svartur hefði nú átt að ráðast á miðborðið með f7—f6, en í stað þess velur hann alranga uppbyggingu og situr fljótt uppi með þrönga stöðu án þess að hafa nokkurt mótspil. 11. — a6, 12. a3 — f5?, 13. Be3 — 0-0,14. g3 — Dd8, 15. Re2 — Rb6, 16. b3 — Bd7, 17. h4 — De8, 18. Rf4 — Rd8, 19. a4 — g6, 20. Kg2 — Rf7, 21. Rh3 — h5 Svartur hefur byggt upp mik- inn varnarmúr, en gallinn er sá að hvítur getur ótruflaður stillt liði sínu upp til kóngssóknar og beðið bezta færisins. 22. Dd2 — Kh7, 23. Rfg5+ — Rxg5, 24. hxg5! Benedikt hefur nú þegar eygt möguleika á fórn á h5. 24. — Kg7, 25. Rf4 — Dd8, 26. a5 — Rc8, 27. Hh3 Nákvæmara var 27. Hh2, því eftir 28. g4 — fxg4, í framhald- inu, stendur hvíti hrókurinn á h3 í uppnámi. 27. — Hh8, 28. Hahl — Ra7, 29. H3h2 — Rc6, 30. g4! Árásin er hafin! 30. — Dxa5, 31. gxf5 — exf5, 32. De2 — Rd8, 33. e6! — Rxe6, 34. Rxe6 — Bxe6, 35. Bf4 — Kf7? Betra var 35. — Db6, þó það kosti skiptamun eftir 36. Be5 —. 36. Hxh5! — gxh5, 37. g6+ — Kg7, 38. Dxe6 — Haf8, 39. Dxe7+ — Kxg6, 40. De6+ — Hf6, 41. Bxf5+ - Kg7, 42. Be5 — Dd8, 43. Hgl — Hhf8, 44. Kfl+ — Kh8, 45. Hg8+! og svartur gafst upp. KOt> 1-2 1-2. 3. H 5 6 5Í 7-8. 7-8 9-/0. 9-10 11 12. Nýr þáttur í hverri vfloi Einkaréttur á íslandi. st/g Dreifing fUiflðrirf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.