Morgunblaðið - 08.11.1984, Side 45

Morgunblaðið - 08.11.1984, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 45 Kigendur Forlagsins, talið frá vinstri: Þorvaldur Kristinsson, Anna Gígja Guðbrandsdóttir, Bryndís Dagsdóttir, Jóhann Páll Valdimarsson og Sigurður Ragnarsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg. Nýtt bókaforlag: Forlagið gefur út níu bækur á þessu ári NÝTT bókaforlag, Forlagið, hefur tekið til starfa. Að fyrirtækinu standa þau Jóhann Páll Valdimars- son, útgefandi, Sigurður Ragnars- son, framkvæmdastjóri, Þorvaldur Kristinsson, bókmenntaráðgjafi, Anna Gígja Guðbrandsdóttir, fjár- Stykkishólmur: Samningur um heilsu- gæslustöð Sljkkishólmi, 30. oklöber. Á SL. ÁRI var gerður samningur milli st. Fransiskuspítalans í Stykk- ishólmi og hreppsnefndar um rekst- ur heilsugæslustöðvar. Samkvæmt lögum eru sveitar- félögin látin kosta rekstur heilsu- gæslustöðva. Heilsugæslan hefir haft aðstöðu í sjúkrahúsinu og þar starfa á vegum heilsugæslunnar tveir læknar og ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. Með þessum samningi er formlega bundið það samstarf sem milli þessara stofn- ana hefir verið en sveitarfélagið greiðir fast leigugjald fyrir að- stöðu í sjúkrahúsinu. Þá hefir hreppurinn gert samning við Rauðakrossdeildina hér um sjúkraflutninga. Svæði þessara flutninga nær yfir Stykkishólm, Helgafellssveit, Miklaholtshrepp og Skógarstrandarhrepp, einnig nær það til Flateyjar. Fréttaritari. málastjóri, og Bryndís Dagsdóttir, dreifíngar- og sölustjóri. Að sögn Jóhanns Páls stóð ekki til í upphafi að gefa út bækur á þessu ári, en hjólin hafa snúist hraðar en búist var við og er nú ráðgert að gefa út nokkra titla á árinu. „Alls verða þetta níu bækur," sagði Jóhann Páll. „Það verður ný ljóðabók eftir Þórarin Eldjárn, sem nefnist Ydd; smásagnasafn eftir Guðberg Bergsson, Hinsegin sögur, og er bókin tileinkuð ástar- lífí íslendinga, og Ekkert slor, fyrsta skáldsaga ungs höfundar, Rúnars Helga Vignissonar. Þar segir frá lífi unglinga í sjávar- þorpi úti á landi. Ein barnabók verður gefin út, en það er Afmæl- isdagurinn hans Lilla og er hún byggð á Brúðubílnum eftir Helgu Stephensen. í bókinni eru um 40 litmyndir, en þetta er fyrsta bókin um brúðuleikhús, sem gefin er út hér á landi. Auk þessa verða gefn- ar út þrjár teiknimyndasögur." Forlagið hyggst einnig gefa út tvær námsbækur. önnur er Anna frá Stóru-Borg eftir Jón Trausta, en henni fylgja skýringar og verk- efni ásamt kennsluhefti. Um út- gáfu bókarinnar sáu kennararnir Heiðdís Þorsteinsdóttir og Svan- dís Sigvaldadóttir og er hún myndskreytt með myndum eftir Jóhannes Briem. Hin bókin er fs- lensk bókmenntasaga fyrri alda eftir Heimi Pálsson. Að sögn Jóhanns Páls Valdi- marssonar hafði verkfallið ekki mikil áhrif á starfsemi Forlagsins að vísu hefur verið ákveðið ac fresta útgáfu einnar bókar. LEYNDARMALIÐ... ... á bak við velklaedda konu er hin fullkomna, alhliða og einfalda saumavél sem laðar fram sköpunargleði þess sem saumar. Þótt hin nýja Singer saumavél sé tæknilega fullkomin, þá er hún einföld í meðförum — og svo sparar hún þér stórfé. SINGER spori Jramar. n i c P nniaúái &SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMI 681910 6. þáttur á myndbandaieigur í dag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.