Morgunblaðið - 08.11.1984, Síða 51

Morgunblaðið - 08.11.1984, Síða 51
1 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 51 Kveðjuorð — Pétur Jökull Pálmason Fæddur 10. janúar 1933 Diinn 1. september 1984 I júlímánuði síðastliðnum fór- um við hjónin í hringferð norður og austur fyrir land. Er við komum til Akureyrar var ekkert sjálfsagðara en að líta inn til Péturs og Hrafnhildar eins og jafnan áður er leið okkar lá um þær slóðir. Eins og endranær áttum við sarnan dásamlegt kvöld með þeim hjónum og var mikið rætt um heima og geima. I minni fyrstu bílferð norður í land bauðst Pétur til að keyra með mér en hann var þá staddur í Reykjavík. Það var komið fram á vetur og allra veðra von. „Við svona að- stæður ber þér skylda til að hafa með þér mann á skóflu," sagði Pétur og brosti góðlátlega. Það voru líka orð að sönnu því að við hrepptum blindbyl á Holtavörðu- heiði, ísing komst á blöndunginn í bílnum og það var einungis harð- fylgi Péturs að þakka að við kom- umst niður á Borðeyri áður en allt fennti í kaf. Mér kom þá í hug að gott mundi að eiga líf sitt undir Pétri Pálma- syni. Eftir þessa ferð var Pétur sjálfskipaður ráðgjafi í öllum mál- um mínum norðan heiða. Gilti þá einu hvort um var að ræða hin flóknustu verkfræðilegu viðfangs- efni eða persónuleg málefni. í hvert sinn sem ég þurfti á aðstoð að halda var hún auðfengin. Hún var veitt með sérkennilegu ívafi af þekkingu, kímni og hlýju sem umfram annað einkenndi Pét- ur Pálmason. Þessir eiginleikar voru líka ávaxtaðir af Hrafnhildi og börn- um þeirra. Þar fann maður hin styrku fjölskyldubönd hvar sem á var litið. Pétur Pálmason var afburða glæsilegur maður. Hávaxinn og herðabreiður og fríður sýnum. Hann var rammur að afli eins og hann átti kyn til og hlífði sér hvergi er til átaka kom. Með honum er genginn hógvær og prúður atgervismaður, sönn fyrirmynd að vönduðum einstakl- ingi. Guð blessi minningu Péturs Pálmasonar og gefi fjölskyldu hans styrk í þungri sorg. Edgar Guðmundsson Pétri var þá efst í huga framtíð Akureyrar sem hann hafði þungar áhyggjur af í atvinnulegu tilliti. Hann taldi að nauðsyn bæri til að koma á fót stóriðju á borð við álver við Eyjafjörð sem síðar gæti orðið ein af máttarstoðum at- vinnulífsins þar um slóðir. Þar sem ég veit fáa menn er unnu náttúru Islands meir en Pét- ur Pálmason þá var þeim mun at- hyglisverðara að hlusta á sjón- armið hans. Hann hafði í þessu máli sem og öðrum þrautkannað allar hliðar og útskýrði af festu en jafnframt af nærfærni hvers- vegna byggja ætti álver við Eyja- fjörð. Málflutningur hans einkenndist af tillitssemi við skoðanir ann- arra. Hann ásakaði engan um hleypidóma. Það fór hins vegar ekki milli mála að Pétur Pálmason hafði tekið rökstudda afstöðu eftir að hafa grandskoðað það sem mælti með og á móti jafn afdrifa- ríkri ákvörðun. Pétur Pálmason leitaði sann- leikans. Faðir hans, Pálmi rektor Hann- esson, sagði við skólasetningu Menntaskólans í Reykjavík 1929: „Ný menning er að fæðast, — nýr tími að renna. Tími vísinda- legrar hyggju — og visindalegs siðgæðis. Tími hinnar tuttugustu aldar. Hann kemur hægt og hljóð- lega, eins og dögunin, en líkt og morgunsárið berst við myrkur næturinnar, þannig ryður hinn nýi tími sér til rúms. Flestir menn eru morgunsvæfir. Og flestir byltast nú í drauma- móki liðinna tíma. Aðeins fáir sjá dögunina. — Aðeins fáir vöku- menn, — leitendur sannleikans. Hinir sofa uns dagur er um allt loft.“ Þetta mælti Pálmi Hannesson fyrir 55 árum. Pétur sonur hans var einn af hinum fáu vöku- mönnum. Hann sótti rök sín til vísindalegrar hyggju og siðgæðis. Kvöldstundin góða með Pétri og Hrafnhildi verður okkur ógleym- anleg. Okkur hjónunum varð eftir á tíðrætt um hve árin hefðu farið einstaklega vel með Pétur og Hrafnhildi. Það var eins og þau hefðu dottið í einhvern æskubrunn fyrir óralöngu. Þau beinlínis geisl- uðu af heilbrigði og hreysti. Það má því nærri geta hvílíkt reiðarslag það var þegar Pétur Pálmason var burtkallaður úr þessum heimi svo langt fyrir aldur fram. Kynni okkar Péturs hófust árið 1963 er Pálmi Ragnar bróðir hans kvæntist Ágústu systur minni. Það var þó ekki fyrr en 1968 að kunningsskapur okkar ágerðist svo um munaði. Ég hafði þá ráðið mig sem bæjarverkfræðing á Dal- vik og ólafsfirði en Pétur var þá einn fárra verkfræðinga sem komu að sunnan og höfðu tekið sér bólfestu norðan heiða. ÞESSI AUGLYSING VARÐAR ORYGGI ÞITT OG ÞINNA! í hættu vegna mísskilníngs? Geturðu STAÐIÐ í skilum ÁN SIÚKRA- OG SLYS ATRYGGINGAR? A Islandi eru almannatryggingar betri en víðast hvar annars staðar í heiminum. Því er eðlilegt að fólk telji hag sínum borgið hvað sem á dynur. En- eftir áratuga starf okkar að tryggingamálum getum við fullyrt að margir hafa orðið fyrir biturri reynslu í því efni. Þegar á reyndi, eftir að sjúk- dómar eða slys höfðu barið að dyrum, uppgötvuðu þeir að bætur almanna- tiygginga tryggðu þeim og heimilinu ekki fulla og óbreytta framfærslu. Kynntu þér staðreyndimar um sjúkra-og slysatryggingar okkar. Þannig forðastu misskilning sem gæti orðið dýrkeyptur. _____________________________________ZSéL rT Já, takk, ég vildi gjarnan fá senda bæklinga um slysa- og líf- tryggingar Samvinnutrygginga og Andvöku. Nafn: Heimili:. SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA Ármúla 3, 108 Reykjavík Sími: (91)81411 Þín félög - í blíðu og stríðu AUK HF. Auglýsingastofa Kristínar 62.131

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.