Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 /• KLipptu ba.ro. Pyrir- 'öo krórvur. " Ast er, að slá blettinn nteó- ;in h.inn horfír á Dallas. TM Reg U.S. Pat. Ofl — all rlghls rsserved » 1979 Los Anqeles Times Syndlcale Burt séð frá því, að drengurinn virðist stærðfræðiséní, er hann eins og aðrir litlir drengir i hans aldri! Á að skilja þetta svo að gestin- um hafi ekki líkað máltíðin? HÖGNI HREKKVÍSI „ LATUM OSS SJA ...pU V/ILPIR LiTiP STEIKT^HAf'.. " Til hvers eru lög og reglur? Kona í Fossvogi skrifar: „Ágæti Velvakandi! Mig langar til að drepa lítillega á mál, sem alltaf er verið að ræða um, hundabannið fræga. Ef ég hef skilið málið rétt á sínum tíma, þá stóð til að fólk sækti um leyfi fyrir þeim hundum sem það á og átti leyfi þetta að kosta einhverjar summur árlega. Allir hundar eiga víst að vera skráðir o.s.frv. En hvað er með framkvæmdir? Voru þessar yfirlýsingar um reglur, að- hald og ströng skilyrði bara fyrir- sláttur, sem ætlaður var til að þagga niður í „hundaandstæðing- um" um tíma? Ég bý í Fossvoginum og allt í kringum mig er fólk að fá sér hvolpa, sem síðan geta dundað sér við að eyðileggja blómin mín og annarra „hundlausra" næstu árin. Þetta fólk virðist ekki skeyta um að fá leyfi fyrir hundunum. Ég hef jafnvel spurt einn hundaeigand- ann hér hvort ekki sé tímabært að fá leyfi fyrir 2ja ára rakkanum hans, en hann sagði, að þessar Konu í Fossvogi finnst hundar vera falleg og skemmtileg dýr, en henni finnst einnig að fara beri að settum reglum varðandi hundahald. reglur væru bara þvæla og hann ætlaði svo sannarlega ekki að fara að borga offjár þegar aðrir slyppu. Ég er hrædd um að fleiri hunda- eigendur en hann nágranni minn hugsi svipað. Hvers vegna að borga fyrir hundaleyfi, þegar eng- inn annar gerir það? Og hvers vegna gera aðrir það ekki? Jú, vegna þess að ekkert er fylgst með því hverjir eiga hunda og hverjir ekki. Mér er alls ekki illa við þessi grey, hundar eru bæði fallegir og skemmtilegir, en ég vil einfaldlega ekki horfa upp á það þegjandi og hljóðalaust, að æ fleiri geti fengið sér hund, án þess að ég og fleiri fáum rönd við reist. Ég hef fullan rétt til að vera eitilharður garð- ræktandi, rétt eins og fólk heldur því fram að það hafi fullan rétt til að hafa hund. Ég skal beygja mig fyrir lögum um garðrækt, ef ein- hver eru, t.d. skal ég ekki rækta blómin mín í garði nágrannans, þótt mig skorti alltaf pláss. En ég geri þá kröfu, að nágranninn láti ekki hunda sína vaða yfir minn garð og gera þarfir sínar þar, jafnvel þótt hann skorti pláss hjá sér. Ef allir fara að reglum, þá ættu ekki að þurfa að verða neinir árekstrar. Sýnum hvort oðru til- litssemi og reynum að fara að lög- um! Við skulum ekki láta það reynast sannmæli, sem Bubbi Morthens söng um árið: „Til hvers eru lög og regla, til að fela hitt og þetta"!" Þessir hringdu .. Neytendur sameinist Húsmóðir í vesturbænum hringdi: „Eftir lestur greinar Jóns Magnússonar í Morgunblaðinu 30.10. dettur mér helst í hug, að eina ráðið til þess að hlutirnir komist í lag sé að neytendur sameinist enn frekar og sæki þá allt of fámennu fundi Neytenda- samtakanna. Ég er sannfærð um að ef Neytendasamtökin verða virkari, getum við neytendur komið ýmsu í framkvæmd. Það er svo takmarkað sem ráðherr- arnir þora vegna ótta við að missa stólana. Þess vegna losum við sennilega ekki við Framsókn úr stjórn strax." Ekki nefna verð fíkniefna Maður hringdi með eftirfarandi tilmæli: Vilja dagbloðin ekki vera svo væn að hætta að nef na verðmæti fíkniefna, eins og svo oft er gert, þegar rætt er um slík efni. Það er kannski talað um, að ef fíkni- efni hefðu ekki fundist í tæka tíð, þá hefði verið hægt að selja þau fyrir svo og svo margar milljónir. Það er hreinasti óþarfi að nefna þetta, því einhverjar svimandi háar upphæðir gætu fengið unglinga til að leiðast út í þessi vafasömu viðskipti. Þegar nefnt er að smáskammtur af ein- hverju efni kosti mörg þúsund krónur, þá gætu unglingar farið að trúa því, að þetta væri auð- veld leið til að verða milljóna- mæringur. Það er vel líklegt, að einhverjir þeir, sem núna stunda þá miður þokkalegu iðju að selja fíkniefni, hafi einmitt leiðst út í þetta í von um skjótan og auð- fenginn gróða. Er ufsalýsið verra? Þóra Stefánsdóttir hringdi: Mig langar til að spyrja í framhaldi af þeirri umræðu sem verið hefur um hollustu lýsis, hvort ufsalýsið sé eitthvað verra en þorskalýsið. Það er alltaf tal- að um þorskalýsi eingöngu, en ég hef gefið fjölskyldu minni ufsa- lýsi í þeirri góðu trú að það væri síst verra. Þá langar mig líka til að spyrja, hvort minna þurfi af ufsalýsinu en þorskalýsinu, eða hvort sami skammtur sé nauð- synlegur í báðum tilfellum. Velvakandi vonar, að einhver fróður maður sjái sér fært að svara spurningu Þóru, svo fólk geti valið það lýsið, sem hollara telst, ef þar er einhver munur á. Skreytingar teknar af leiði Kona hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: í Velvakanda á þriðjudag var frásögn ekkju af því, hvernig kransar hefðu verið teknir af leiði skömmu eftir jarðarför. Ég hef lent í svipuðu, en það var í Fossvogskirkjugarðinum. Ég hafði látið útbúa járnkrossa, sem ég skreytti með þurrkuðum blómum og setti á leiði foreldra minna. Járnkrossunum kom ég fyrir á haustin, áður en frysti og tók þá ekki aftur fyrr en snjóa leysti. En svo brá við í vor, að þegar ég ætlaði að vitja skreyt- inganna, þá voru þær horfnar og járnin með. Þegar ég grennslað- ist fyrir um þetta hjá kirkju- garðsyfirvöldum, þá voru svörin þau, að starfsmaður kirkju- garðsins hefði fjarlægt skreyt- ingarnar. Hjá starfsmanni þeim var fátt um svör, þegar hann var inntur eftir ástæðu og ég hef ekki fengið tap mitt bætt. Hvernig stendur á því, að starfsmenn kirkjugarða geta fjarlægt skreytingar og kransa án nokkurs samráðs við aðstand- endur hinna látnu? Fyrir utan það, hve dýrar skreytingar og kransar eru, þá er þetta mikið tilfinningamál þeim sem að mál- um standa og mér sárnar að finna virðingarleysið gagnvart okkur, sem viljum heiðra minn- ingu látinna ástvina. Hraðakstur strætisvagna „Strætó-notandi" hringdi: Mig langaði að koma því á framfæri til réttra aðila, af hverju er ekki reynt að stemma stigu við hraðakstri strætis- vagna í höfuðborginni. Ég hef oftar en ekki orðið vitni að mjög hröðum og gáleysislegum akstri vagnanna og finnst fyrir löngu orðið tímabært að gera eitthvað í málinu. Það er ekki langt síðan ég sá strætisvagn æða á miklum hraða framhjá lögreglu, sem var við ratsjármælingar, en ekki var gerð nein tilraun til að stöðva vagninn. Eru strætisvagnar und- anskildir lögum um hámarks- hraða? Gerir lögreglan sér ekki grein fyrir, hve hættulegir þessir vagnar eru, jafn þungir og þeir eru? Er það kannski rétt að strætisvagnabílstjórar verði að aka yfir loglegum hraða til að halda áætlun? Ef svo er, þá er timabært að breyta svo hættu- legri áætlun og færa akstur vagnanna í eðlilegra og hættu- minna horf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.