Morgunblaðið - 08.11.1984, Page 59

Morgunblaðið - 08.11.1984, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 59 tfk^AKANDI SVARAR j SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS nt/T/ unrrKK''utt'n ir „Varkár ökumaður“ vill gjarnan benda fólki i, að þótt mörgum brennivínssvelgnum þyki það ótrúlegt, þá er það samt satt, að bjór og bjórlíki eru áfengir drykkir og ætti því ekki að aka eftir að búið er að neyta þeirra. Bjórlíkia er líka áfengt Varkár ökumaður skrifar. Ágæti Velvakandi! Nú er sífellt að fjölga þeim veit- ingastöðum hér í bæ, sem bjóða viðskiptavinum sínum upp á eins konar bjór, eða bjórlíki. Þegar þessi þróun hófst, þá var ég einn harðasti fylgismaður hennar og þótti sem þarna væri loksins kom- inn vísir að bjórmenningu, sem síðan myndi dafna fagurlega þeg- ar blessaður bjórinn kæmi loks hingað á klakann. Ég er harður stuðningsmaður þess að fá bjór- inn, eða ætti ég fremur að segja að ég hafi verið harður stuðnings- maður þess? Sannleikurinn er sá, að nú er ég farinn að efast um réttmæti skoðana minna, þótt ennþá finnist mér bjórinn góður. Þegar „bjórkrárnar“ okkar hófu starfsemi, þá var ég að vonast til að vínmenning íslendinga færi að breytast, fleiri myndu drekka létt- ari drykki, en ekki hvolfa í sig rótsterku brennivíni, eins og hér hefur verið siður í áratugi. Og kannski hefur þessi von mín ræst að einhverju leyti, en á móti er kominn hinn voðalegasti hlutur. íslendingar, sem aldir eru upp við brennivín, finnst sem bjórsopinn sé varla áfengur, heldur miklu fremur léttur drykkur til að slökkva sárasta þorstann. Þessir „sönnu“ íslendingar hvolfa í sig bjórlíkinu, dásama kráarmenn- ingu, fá sér tvær þrjár kollur í viðbót og keyra svo heim! „Hvað eru nokkrar bjórkrúsir? Maður finnur varla á sér af þessu,“ er viðkvæði þessa fólks, sem bragðar áfengi í fyrsta sinn á ævinni um 13 ára aldur og drekkur síðan þá tegund, helst óblandað brennivín. Það hefur kannski verið rangt af mér að trúa því að bjórstaðirnir bættu vínmenningu íslendinga. Vaninn er svo rótgróinn í landan- um, að hann trúir því fram í rauð- an dauðann að ekkert sé áfengi nema sterk, brennd vín. Ég á kunningja, sem alltaf fullyrti að hann snerti ekki á bílnum sínum þegar hann væri búinn að fá sér i glas. Ég fór á veitingahús með honum fyrir skömmu og þar drakk hann næstum eina rauðvínsflösku með matnum. Á eftir fékk hann sér „irskt kaffi“ og ekki aðeins eitt glas, heldur tvö. Þegar við ætluð- um að fara að koma okkur heim- leiðis og ég bauðst til að hringja á leigubíl, þá sagði hann: „Nei, það er algjör óþarfi, ég skutla þér heim.“ Hann var þá á bifreið, en fannst algjör óþarfi að sleppa því að aka, því hann væri bara búinn að drekka eitthvert rauðvínssull og dálítið af bragðbættu kaffi. Hann vinur minn er ekki einn um að telja brennivín þann drykk sem eingöngu ber að varast, þegar sest er undir stýri. Þetta er þvf miður alltof útbreitt viðhorf og því miður finnst mér nokkuð á það skorta að yfirvöld reyni að vara fólk við hættunni. Gæti heilbrigð- ismálaráðherra ekki beitt sér fyrir því, að fræðsla um áfengismagn í bjór og bjórlíki verði aukin? Hæstvirtur menntamálaráðherra gæti e.t.v. komið á fræðslu í skól- um um þetta, svo við höldum ekki áfram að búa hér í þeirri trú, að ekkert sé áfengi nema sterk vín. Ég er enn fylgjandi því að fá bjór- inn, en fyrst verður að uppfræða þjóðina. Bjór er áfengur, en ég trúi því samt enn, að verði hann leyfð- ur, þá gætum við smám saman lært að drekka hóflegar en nú er. Þangað til það verður, þá skulum við fara varlega og umfram allt ekki auka hættu á slysum i um- ferðinni með því að fara akandi á bjórkrárnar. Fyrirspurn til menntamálaráðherra Markús B. Þorgeirsson, björgun- arnetahönnuður, skrifar: „Mér er gefið það í vöggugjöf, að sjá milli tveggja heima síðan ég var tveggja ára drengur. Mér hef- ur verið gefið það að aðvara fólk, bæði á sjó og landi í gegnum þá, sem farnir eru á undan okkur. Því segi ég við yður, ráðherra, í góðri trú: Viltu sjá svo um í framtíðinni, að Ríkisútvarpið byrji sína dag- skrá með fyrirbænum til alþjóðar, eins og átti sér stað fyrstu tvo dagana, að mig minnir, eftir að verkfallið leystist. Mér finnst þjóð minni ekki veita af, þegar svo er komið, að ráðherrar þjóðarinnar, alþingismenn, eða hinn almenni íslendingur virðast vera farnir að gleyma trú sinni, boðorðum og kenningu, sem þeim var kennt í barnaskóla og við undirbúning fermingardagsins. Ég óska þér í starfi, svo og ríkisstjórninni og landsmönnum öllum til lands og sjávar, gæfu og gengis í komandi framtíð. Lifðu heil, ævina alla, Ragnhildur Helgadóttir mennta- málaráðherra.“ Ekki vantraust á boðskap Jesú Umsjónarmenn síóunnar „Á Drottins degi“ skrifa: Kæri L.V. Við þökkum þér fyrirspurnina hér í dálknum vegna skrifa okkar á síðunni „Á Drottins degi“. Orðin, sem þú vitnar í, eiga vissulega ekki að fela i sér vantraust á boðskap Jesú, heldur einmitt hið gagnstæða. Þau segja, að það sé ekki nóg að líta á Jesúm sem skörulegan ræðusnilling og dá hann sem slíkan. Allt lif hans, þar með vitanlega ræður hans, bera boðskapinn, sem hann flutti. Sá boðskapur segir okkur að hann láti sig skipta allt líf okkar. GROHE Ladylux - Ladyline: Nýtt fjölhœft helmllistnki I eldhúslh P Byggingavörur hl RevkjBvOarveg 64 Hatnarhrt>i. & SlGGA V/öGÁ £ \iLVtRAW HVER FINHST ÞER FESURST HÉRNR, 3I66R VlóGfl, BP MÉR UNDRN- TEKINNI EIN5 OG &EEJ UNR ÞRRNR ER RN5I SNOTUR06 EINS H()N LILLR Tökum hem ú hverjum klukkutfma húsgögn í allt húsið þitt Lúbeck Viö höfum í boröstofuna langsamlega mesta úrval húsgagna á einum staö. þaö borgar sig þess vegna ad líta til okkar og gefa sér nægan tíma til aö skoöa. V/SA ■ I HUSGAGN4H0LLIN BILDSHOFOA 20 -110 REYKJÁVlK « 91-01199 oq «1410y n-s RLLURER VRRINN GOþöR, ' 5RÓDIMHWRINN.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.