Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 08.11.1984, Blaðsíða 63
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1984 63 Víkingar ættu aö vera öruggir áfram í Evrópukeppninni Fré Halli HallMyni, blaOamanm Morgunblaðtins f Noragi. Bikarmeistarar Víkings sigruöu norska liöiö Fjellhammer, 26:20, í fyrri Evrópuleik liðanna í Osló í gærkvöldi. Þar með eiga Víkingar góða möguleika á aö komast í aðra umferd keppninnar en síðari leikurinn fer fram í kvöld. Það var fyrst og fremst leikur átján ára stórefnilegs unglings sem skóp sigur Víkings í gærkvöldi — Sig- geirs Magnússonar. Þessi ungi leikmaður, sem tók að sór aö fylla skarð Þorbergs Aðalsteinssonar, skoraöi fimm glæsileg mðrk með þrumuskotum og átti auk þess snjallar línusendingar sem gáfu mörk. Ný stjarna kom fram a sjónarsviöið í íslenskum hand- knattleik. Mikil taugaspenna einkenndi leik beggja liöa í gærkvöldi. Norö- menn skoruðu fyrsta markiö og jafnt var á öllum tölum upp í 3:3. Þá hins vegar náöu Vikingar mjög goðum leikkafla, Viggó Sigurös- son, meö þrjú mörk, og Guömund- ur Guömundsson voru mennirnir á bak viö þaö aö Víkingur haföi 10:4 er 24 mín. voru liönar af f.h. Þeir léku mjög vel, skoruöu hvor um sig þrjú mörk og Karl Þráinsson tvö. En greinilegt er aö Víkingar eru ekki komnir í næga leikæfingu og gjalda þess enn aö islandsmótiö er enn ekki hafiö, því Fjellhammer Fjellhammer — Víkingur 20:26 náöi að minnka muninn í 11:9 fyrir leikhlé. Fjellhammer náöi að jafna met- in, 15:15, fljótlega í síöari hálfleik, en þá var komiö aö Siggeiri aö sýna snilldartakta. Hann skoraöi hvert markiö á fætur ööru meö glæsilegum langskotum og átti auk þess snjallar línusendingar sem gáfu mörk. Víkingar sigu fram úr á nýjan leik — skoruöu þrjú mörk í röö, komust í 18:15 og 21:16 er 20 mín. voru liönar af síð- ari hálfleik. Víkingar höföu þá mikla yfir- buröi, spiluöu sterkan varnarleik og á línunni skoraöi Hilmar Sigur- gíslason mikilvæg mörk. Lokatölur uröu 26:20 — öruggur og glæsi- legur sigur í höfn. Þetta var fyrst og fremst sigur liösheildarinnar. Víkingsliöiö var mjög jafnt og áberandi betur agaö en norska liöiö. Siggeir Magnús- son, Viggó Sigurösson og Hilmar Sigurgíslason skoruöu fimm mörk hver, Guömundur Guðmundsson Ný stórskytta í sviðsljósið: „Ákaflega tauga- óstyrkur í upphafi" „ÉG VAR ákaflega taugaóstyrkur í byrjun — átti þá misheppnuð skot, en sem betur fer lagaðist betta er á leikinn leið," sagði Sig- geir Magnússon, hinn átján ára gamli leikmaður Víkings sem í gærkvöldi lék sinn fyrsta Evrópu- leik og sló eftirminnilega í gegn. Þar er á feröinni mikið efni. „Ég átti von á sterkari varnarleik af hálfu Norðmanna og eins betri markvörslu — í sannleika sagt var ég svolítiö hissa þegar skot min rötuou rétta leiö í netiö. Viö töldum í upphafi aö vænlegast yröi aö skjóta uppi á landsliösmarkvörö- inn Rune Svendsen og ég geröi þaö í upphafi, en síöan skaut ég niöur í gólfiö og rétta leið rataöi knötturinn. Þetta er stórkostlega byrjun og hún kom mér mjög á óvart og eyk- ur bjartsýni á framtiöina, en maö- urinn á bak viö þetta er þjálfari minn, Bogdan Kowalzcyk. Hann hefur kennt mér allt sem ég kann," sagöi Siggeir Magnússon. „Aöeins hálfleikur nú" „ÞAÐ ER aðeins hálfleikur í viö- ureign okkar viö Fjellhammer. En það er vissulega gott að eiga sex mörk til góða," sagði Viggó Sig- urðsson í samtali viö Mbl. eftir leikinn í gærkvöldi. JJ Getum kom- ist áfram" „VIÐ NÁÐUM okkur aldrei á strik — lékum óagað og því fðr sem fór," sagöi Kare Ohrvik, marka- hæsti leikmaður norska liðsins, í samtali viö Mbl. eftir leikinn. „En viö erum staðráönir í aö komast áfram. Víkingsliöið er gott, skyndisóknir þeirra voru ávallt hættulegar, línuspilið gott, Hilmar Sigurgíslason er stórhættulegur línumaöur og meginstyrkur Vík- ingsliðsins er hve jafnir leikmenn voru og hve agað þeir léku," sagði hann. „Þeir eru svipaöir aö styrkleika og ég átti von á en engu aö síöur tel ég aö við eigum aö geta sigrað þetta lið og komist áfram," sagöi Kare Ohrvik. ..Við áttum þokkalegan síöari hálfleik en vorum mistækir í þeim fyrri. Þaö var stórkostlegt aö sjá til Siggeirs. Hann lék sinn fyrsta Evr- ópuleik og kom upp á réttum tima. j sannleika sagt átti ég ekki von á því þar sem þetta var hans fyrsti stórleikur en ég veit aö hann er til alls líklegur. islenskur handknatt- leikur hefur eignast nýja stór- skyttu. Hvaö sjálfan mig varöar þá er ég ekki ánægöur meö eigin frammi- stööu. Ég átti slakan dag og get gert miklu betur," sagöi Viggó Sig- urösson. Páll í Færeyjum PÁLL Guðlaugsson, sem lék um tíma með Þór, Akureyri, í 1. deild- inni í knattspyrnu í sumar, er nú í Færeyjum í viðræðum viö for- ráðamenn 2. deildarliðs. Félagið vill fá hann sem þjálfara, en þaö missti naumlega af 1. deildarsæti í sumar. Pall lók um skeiö með félaginu Gðtu í Færeyjum og varö m.a. færeyskur meistari með lið- inu. Karl Þráinsson. átti mjög góöan leik í gærköldi. og Steinar Birgisson skoruöu fjög- ur mörk hvor, Karl Þráinsson skor- aði tvö mörk og Einar Jóhannes- son eitt. Markhæsti leikmaöur norska liösins var landliösmaöurinn Kare Ohrvik — skoraöi sex mörk og Roger Mathiesen og Sten Östher skoruöu fjögur mörk hvor. Dómarar í leiknum voru danskir, Henrik Jörgensen og Per Morten- sen. „Smeykur við seinni leikinn" „ÉG TEL alls ekki að við séum komnir þó viö höfum náö sex marka forystu. íslensk lið hafa oft náð sex marka forystu í leikjum sínum og misst hana niður. Þetta er aöeins fyrri hálfleikur." sagði Guömundur Guömundsson, fyrír- liði Víkings, í samtali viö blm. Mbl. í gærkvöldi. „I sannleika sagt er ég smeykur viö leikinn á morgun en viö erum staðráönir i aö standa okkur vel. Viö veröum aö hafa í huga aö Norðmenn hafa allt að vinna — engu aö tapa," sagöi Guömundur Guömundsson. „Leikur okkar var misjafn í kvöld. Okkur gekk vel framan af fyrri hálfleik. Viö komust í 10:4 en þá geröist þaö eins og gerist svo oft hjá íslenskum liöum — við áttum ótímabær skot og þeir fengu hraöaupphlaup og náöu aö minnka muninn. En þetta gekk vel i síöari hálfleik. Þá small allt saman. Siggeir átti þá sniildarleik, svo og Karl Þráinsson og Hilmar Sigurgíslason. Þegar þeir náöu aö minnka muninn og jafna í siöari hálfleik þá náðum viö aö þjappa okkur saman, náöum góöri baráttu og sterkum varnarleik og Norö- menn áttu ekkert svar viö því," sagöi Guömundur fyrirliöi. vetrcuvörur — .. ÐEFT.R! Ylíj, sendinq Qottverb ATH. Viö í BLAZER leggjum áherslu á góö sniö, lítió magn og góóa þjónustu. Líttu inn,vió erum á Hverfisgötu 34 meö þaó nýjasta frá Evrópu. Skuntur ? Botír D Buxun ? Takkan ? 09 m# TISKUVERSUJN HVERFISGOTU 34 s. 621331 Qallabuxun LJ Takkafct ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.