Morgunblaðið - 09.11.1984, Síða 12

Morgunblaðið - 09.11.1984, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984 Fjórðungsmót í Reykjavík: Annað sinn sem slíkt mót er hald- ið í höfuðborginni AFRÁÐIÐ er að haldið verði fjórð- ung.smót í Reykjavík næsta sumar, nánar tiltekið á félagssvæði Fáks á Víðivöllum. Eins og venja er til með fjórðungsmót stendur þetta mót yfir í fjóra daga, hefst 27. júní og lýkur sunnudaginn 30. júní. Er þetta i annað skipti sem fjórðungsmót er haldið í Reykja- vík en síðast var slíkt mót haldið þar í júlí 1956 á félagssvæði Fáks sem þá var við Elliðaár, í neðri Fák sem kallað er í daglegu tali. Undirbúningur er hafinn fyrir allnokkru og meðal annars er langt komið með byggingu á nýj- um 300 metra hringvelli og einnig hefur verið byggt nýtt 450 m2 fé- lagsheimili. Fyrir eru tveir hringvellir 300 metra og 1200 metra kappreiðabraut. Fyrirhugað er að útbúa sérstakt sýningarsvæði framan við núver- andi áhorfendabrekku en hún hef- ur þótt vera fulllangt frá vellin- um. í fréttatilkynningu, sem gefin var út af framkvæmdanefnd móts- ins, segir að verið sé að undirbúa aðstöðu fyrir tjaldbúðir við inn- keyrsluna í Víðidal og fjölskyldu- tjaldbúðir eru fyrirhugaðar við bæinn Vatnsenda við Elliðavatn. Einnig segir að möguleikar séu á tjaldstæðum hjá Elliðaánum ef þörf krefur. Aðstaða fyrir ferðahesta verður fyrst og fremst á Korpúlfsstöðum en mönnum er gefinn kostur á að taka með sér einn til tvo hesta á mótssvæðið í girðir.gu þar eða hús. ! fréttatilkynningunni segir að notuð verði öll fullkomnasta tækni sem þekkist í framkvæmd hesta- móta og er þar nefnd tölvuskrán- ing í öllum greinum mótsins, betri rásbásar og er þá væntanlega átt við að sett verði hlið á þá bása sem Fákur á. Einnig verði notuð sjálfvirk tímataka á kappreiðum. FJÓRÐUNGSMÖT HESTAMANNA A SUÐURLANDI FM'85 REYKJAVIK 27.-30. JÚNÍ Merki mótsins hannaði Gísli B. Björnsson framkvæmdastjóri móts- ins. Dagskrá mótsins verður með nokkuð hefðbundnu sniði að öðru leyti en því að boðið verður uppá ákveðna hápunkta þar sem fólki gefst kostur á að sjá flest það sem sýnt er á mótinu á stuttum tíma. Unnt verður að hýsa öll keppn- ishross í hesthúsum Fáks þannig að mótsgestum gefst kostur á að skoða hrossin í nálægð. Gras verð- ur slegið daglega í hrossin auk þess sem boðið verður uppá annað fóður ef menn vilja slíkt. Ýmsar sérstakar sýningar eru fyrirhug- aðar, kvölddagskrá verður og glæsilegt hlöðuball eins og það er orðað í fréttatilkynningunni. Að mótinu standa fimmtán hestamannafélög á Suður- og Suð- vesturlandi ásamt hrossaræktar- og búnaðarsamböndum á svæðinu. f framkvæmdanefnd eru Gunnar Dungal formaður, Fáki, Bjarni Sigurðsson Gusti, Hreinn ólafs- son Herði, Halldór Guðmundsson Ljúf, Helgi Eggertsson Búnaðar- sambandi Suðurlands, Kristján Jónsson Geysi, Þórir Steindórsson Sleipni, og framkvæmdastjóri hef- ur verið ráðinn Gísli B. Björnsson og hannaði hann merki mótsins. Kort af athafnasvæói Fáks á Víðivöllum. Fyrir miðju má sjá nýja 300 metra gæðingavöllinn og vinstra megin við hann má sjá hvar væntanleg reiðhöll mun rísa. 85 kandidatar braut- skráðir frá HÍ á morgun AFHENDING prófskírteina til kandídata fer fram við athöfn í Há- skólabíói laugardaginn 10. nóvem- ber 1984 kl. 14.00. Rektor háskól- ans, prófessor dr. Guðmundur Magnússon, ávarpar kandídata, en síðan afhenda deildarforsetar próf- skírteini. Að lokum syngur Iláskóla- kórinn nokkur lög undir stjórn Árna Harðarsonar. Að þessu sinni verða braut- skráðir 85 kandídatar og skiptast þeir þannig; Embættispróf í guðfræði 4, embættispróf í læknisfræði 1, að- stoðarlyfjafræðingspróf 1, BS- próf f hjúkrunarfræði 3, BS-próf í sjúkraþjálfun 1, embættispróf í lögfræði 2, kandídatspróf í ís- lensku 1, kandídatspróf í sagn- fræði 2, kandídatspróf í ensku 1, BA-próf í heimspekideild 11, loka- próf í rafmagnsverkfræði 2, BS- próf í raungreinum 16, kandí- datspróf í viðskiptafræðum 29, kandídatspróf í tannlækningum 1, BA-próf í félagsvísindadeild 10. Morgunbladid/Friðþjófur. Sverrir Friðþjófsson, forstöðumaður Fellahellis. 7 ty / i „Alltaf eitthvað við að vera í Fellahelli“ — segja unglingarnir f félagsmið- stöðinni sem nú á 10 ára starfsafmæli Róbert Arnþórsson og Ásta Jónsdóttir. Félagsmiðstöðin Fellahellir á f dag 10 ára afmæli, en henni var komið á fót 9. nóvember 1974. Dag- urinn verður haldinn hátíðlegur í fé- lagsmiðstöðinni með ýmsu móti og er blm. og Ijósm. bar þar að garði á dögunum, var undirbúningur í full- um gangi. Bæði unglingar og starfs- fólk voru í óða önn að skreyta húsið og listaverk þeirra af ýmsu tagi prýddu veggi. Blm. hitti Sverri Frið- þjófsson forstöðumann Fellahellis að máli og innti hann hann fyrst eftir því hver hefðu verið tildrög þess að Félagsmiðstöðin var stofnuð fyrir tíu árum. „Fellahellir er fyrsta félags- miöstöðin hér á landi og fæddist hugmyndin að stofnun hennar hjá Æskulýðsráði fyrir tólf árum," sagði Sverrir. „Þá var húsnæðiö byrgi Almannavarna en var að öðru leyti óráðstafað. Tónabær nægði ekki lengur fyrir alla ungl- inga borgarinnar og þvf var ákveðið að koma hér á fót félags- miðstöð fyrir unglinga sem sniðin yrði að erlendri fyrirmynd. Starf- semin gafst vel en fór þó hægt af stað og var aðeins opið tvö kvöld í viku fyrsta veturinn. Síðan hefur hún aukist jafnt og þétt og nú er opið alla virka daga frá kl. 9.00 til 23.00. Á daginn er hér mötuneyti fyrir nemendur Fellaskóla og kl. 16.00 er húsið opnað fyrir alla 13 ára og eldri." Hvað geta unglingarnir svo gert sér til dægrastyttingar í félags- miðstöðinni? „Hingað geta þeir komið hve- nær sem húsið er opið. Húsnæð- inu er sífellt verið að breyta og þeir sem vilja geta hjálpað viö að mála og lagfæra ýmislegt. Þá geta þeir spilað borðtennis, billiard eða horft á myndbönd svo eitthvað sé nefnt. Aðalkjarni starfseminnar er þó klúbbastarf sem við höfum boðið krökkunum að stunda. Þá hittast þau reglulega og funda um ýmis málefni, fara í ferðalög og halda skemmtikvöld á hverjum föstudegi. Þá er haldin spurninga- keppni og dansinn sfðan látinn duna fram eftir kvöldi. Áður voru starfandi allt að 25 manns f hluta- starfi í félagsmiöstöðinni og þrfr fastráðnir. Nú hafa hins vegar fjórir starfsmenn til viðbótar ver- ið fastráðnir. Teljum við það mjög til bóta fyrir unglingana, þar sem nú verður sama starfsfólkið oftar í viku, sem þau geta treyst á og myndað góð tengsl við." Hafa unglingaskemmtistaðirn- ir i borginni dregiö úr aðsókninni í Fellahelli? „Ég hef heyrt að félagsmið- stöðvar borgarinnar séu illa sótt- ar en við hér í Fellahelli kvörtum ekki undan því, enda Fella- og Hólahverfi fjölmennt hverfi og koma daglega á staðinn 300 til 400 unglingar. Við leggjum að sjálf- sögðu strangt bann við þvf að áfengi sé haft um hönd í húsinu og þeir unglingar sem ekki vilja sæta þeim reglum verða að leita annað. Þeir eru þó svo margir sem ekki kæra sig um áfengi og vilja mun heldur skemmta sér innan um hresst og skemmtilegt fólk hér í Fellahelli. Ég vil taka það skýrt fram að við erum ekki í neinni samkeppni við unglingaskemmtistaðina né þeir við okkur og er sambandið mjög gott okkar a milli. Fellahell- ir er miklu heldur afdrep fyrir unglinga en skemmtistaður, enda var það ætlunin með stofnun fé- lagsmiðstöðvarinnar," sagði Sverrir að endingu. Eins og getið var um hér að framan verður afmæli Fellahellis haldið hátíðlegt með ýmsum hætti í dag. Tertuveisla verður haldin fyrir unglinga og aðra vel- unnara Fellahellis kl. 15.00 til 17.00 en í kvöld verður haldin unglingaskemmtun sem hefst með borðhaldi kl. 19.30. Á skemmtun- inni koma fram ýmsir góðir gestir s.s. HLH-flokkurinn, Omar Ragn- arsson og Kiza-flokkurinn. Þá flytja unglingar Fellahellis eigin skemmtiatriði. „Alltaf citthvað við að vera“ Nokkrir unglingar sem verið höfðu að skreyta félagsmiðstöðina sátu í anddyri hússins þegar blm. bar að garði og tók hann fyrst tali tvær vinkonur, þær Erlu Viggós- dóttur og Sæunni Hilmarsdóttur, báðar 14 ára. Kváðust þær oft eyða frítíma sínum f Fellahelli, en þangað byrjuðu þær að venja komu sína sl. sumar. „Ég er starf- andi í klúbbi sem heitir Happa- gaukar og hef því í ýmsu að snú- ast," sagði Erla. „Við sjáum um skemmtikvöldin á föstudögum og síðan eru haldnir fundir reglu- lega. Bráðum förum við til Vest- mannaeyja og sú ferð verður væntanlega skemmtileg." Báðar sögðust þær stöllur vera í Fella- skóla og eyða frímínútunum í Fellahelli þar sem hægt væri að versla mat og drykki. Sæunn kvaðst ekki vera starfandi í nein- um klúbbi en kæmi þó oft á kvöld- in líka. „Á föstudagskvöldum held ég þó oftast til fyrir utan únglingaskemmtistaðinn Traffic því enn er ég of ung til að komast inn. Ég ætla þó að fara á afmæl- ishátíðina og hef unnið af fullum krafti við að undirbúa hana," sagði Sæunn. „Héngum áður í sjoppum" Þau Róbert Arnþórsson og Ásta Jónsdóttir, bæði 14 ára, kváðust bæði hafa byrjað að sækja Fella- helli sl. ár. „Það er gott að geta komið hingað í frfmfnútum og á kvöldin þegar ekkert er við að vera heima fyrir," sagði Róbert. „Ég spila stundum borðtennis og billiard og eins hef ég gaman af því að taka þátt f spurninga- keppnum þegar að þær eru haldn- ar." Ásta sagðist mikið sækja fé- lagsmiðstöðina f frfmfnútum og á kvöldin. „Það er ffnt að hafa svona afdrep þar sem vinir geta hist og talað saman," sagði hún. „Áður hékk ég í sjoppum hverfis- ins til að drepa tímann. Ég mæti alltaf þegar haldin eru mynd- bandakvöld og eins hef ég gaman af að dansa í diskótekunum. Þó er ég yfirleitt um helgar fyrir utan Traffic því að þar er alltaf fullt af krökkum sem gaman er að hitta," sagði Ásta að endingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.