Morgunblaðið - 09.11.1984, Page 15

Morgunblaðið - 09.11.1984, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984 15 Sigurður Skúlason leikur Böðvar eiginraann Guggu. reyndist mér því notadrjúgt," seg- ir hún. I Ólafsvík lék Edda Heiðrún með áhugaleikfélagi staðarins i gamanleiknum Leynimelur 13. Um haustið var hún svo komin í leiklistarskólann. Fyrir utan leik sinn hjá stóru leikhúsunum og nemendaleikhús- inu, hefur hún starfað með leik- hópnum Svart og sykurlaust. „Það er frábært að fást við leik- list sem er sprottin hjá manni sjálfum, texti, leikur, búningar, leiktjöld, lýsing og allt sem til þarf. Við fórum meðal annars á vinnustaði og lékum þar. Við feng- um misjafnar undirtektir, sumir sögðu: Af hverju farið þið bara ekki inn á Klepp; aðrir hrópuðu: Frábært, frábært. Núna er ég að kenna upp í Kramhúsi, ungum krökkum. Þetta er eins konar leiksmiðja og ætlum við að setja upp sýningu í desem- ber á götum úti í miðri jólaösinni." Og allra nýjasta hlutverk Eddu Heiðrúnar er svo í söngleiknum „Little Shop of Horror" þar sem hún leikur Auði, sem er „dum blond typa“, eins og Edda Heiðrún orðar það. „Auður og Gugga eru algjörar andstæður, en það sem er svo spennandi við leiklist er að fá að fást við ólíkar persónur," segir hún. HE Jón E. Guðmundsson innan um hluta af brúðum sínum. Sýnir brúður og vatnslitamyndir í Norræna húsinu JÓN E. Guðmundsson opnar á morgun, laugardag, kl. 14 sýningu á brúðum úr helgileikjum og öðrum leikjum í kjallara Norræna hússins. Jón sagði í samtali við Morgunblað- ið, að hann kæmi ekki öllú safni sínu fyrir með góðu móti í sýningar- salnum, en sagðist reikna með að gripirnir á sýningunni yrðu um 100 talsins. Auk þess verða 64 vatnslita- myndir í öðrum sýningarsalnum. Brúðurnar eru unnar á síðustu 15 árum, en vatnslitamyndirnar spanna lengra tímabil, eða allt frá árinu 1946 til þessa árs. Á sýn- ingartímanum verða leiksýningar með brúðum. Sýningin verður opin frá 10.—25. nóvember frá kl. 14—18 mánudaga til miðvikudaga og kl. 14—22 fimmtudaga til sunnudaga. Sýningin er haldin I tilefni af 70 ára afmæli Jóns E. Guðmundssonar. Framkvæmdastjórn SÁÁ 1984—1985. Neðri röð frá vinstri: Valgerður Bjarnadóttir, Hendrik Berndsen formaður, Óthar Örn Petersen varaformaður, Ragnheiður Guðnadóttir. Efri röð frá vinstri: Þórarinn Þorkell Jónsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Ragnar Aðalsteinsson, Friðrik Theodórsson og Einar Kristinn Jónsson framkvæmdastjóri. Aðalfundur SÁÁ: 7.600 sjúklingar hafa leitað NÝVERIÐ var haldinn aðalfundur SAÁ. Í skýrslu stjórnar kom m.a. fram að sjúkrastöðin Vogur, sem tekin var í notkun um sl. áramót, hefur verið fullnýtt frá því í aprfl. Þrátt fyrir fjölg- un sjúkrarúma úr 38 í 60 með tilkomu nýju sjúkrastöðvarinnar hefur ekki verið hægt að anna óskum um sjúkra- dvöld og jafnan verið langur biðlisti eftir meðferð. Um 7.600 sjúklingar hafa komið til meðferðar hjá SAÁ frá upphafi, þar af 1.350 á þessu ári. Hlutfall kvenna fer vaxandi, nú um 25% og meðalaldur sjúklinga fer lækkandi. Hjá SÁÁ starfa nú um 70 starfsmenn á fjórum stöðum: Á sjúkrastöðinni Vogi er rúm fyrir 60 sjúklinga i 10 daga afvötnun og/eða afeitrun. Þar starfa 39 starfsmenn; Á Sogni í Ölfusi er rúm fyrir 30 sjúklinga i 28 daga eftirmeðferð. Þar starfa 9 starfsmenn; I Síðu- múla 3—5 er starfrækt víðtæk fræðslu- og ráðgjafarþjónusta i samvinnu við Áfengisvarnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Hátt í 500 einstaklingar á mánuði notfæra sér þá þjónustu sem þar er í boði. í framkvæmdastjórn SÁÁ aðstoðar SÁA voru kjörin: Hendrik Berndsen, formaður, Othar Örn Petersen, varaformaður, Ragnheiður Guðna- dóttir, ritari, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, gjaldkeri, Ragnar Aðal- steinsson, Friðrik Theodórsson, Valgerður Bjarnadóttir og Þórar- inn Þorkell Jónsson. í aðalstjórn SÁÁ (36 manna) voru kjörin í stað þeirra sem hættu: Björn Þórhallsson, Davíð Sch. Thorsteinsson, Jóhanna Sigurðar- dóttir, Jóhannes Magnússon og Stefán Benediktsson. NY FRJÁLS FATA- TÍSKA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.