Morgunblaðið - 09.11.1984, Side 19

Morgunblaðið - 09.11.1984, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984 19 í leit að hinum eina sanna tóni: Helgi Pétursson og Gunnar Þórðarson stilla saman. Ríó ásamt fimmtin manna hljómsveit undir stjórn Gunnars Þóróarsonar á einni síðustu æfíngunni í Broadway. á landshornaflakki ’77 eða þar um bil? „Jú, að vísu fórum við þá um landið og hittum fólk en í rauninni hættum við að spila saman haust- ið ’73. Nú tökum við upp þráðinn á ný — og ef ástæða verður til þá bætum við kannski inn nýjum lög- um til viðbótar við þau, sem við höfum verið að æfa í fyrsta sinn. Við vitum eiginlega ekki hvað það er, sem fólk vill heyra... “ Þeir sögðust sannast sagna vera steinhissa á þeim áhuga, sem þeir hefðu fundið fyrir hjá fólki. „Við héldum að við hefðum gengið okkur til húðar sem skemmtiat- riði,“ sögðu þeir. „Menn voru svo sem lengi búnir að tala um þetta við okkur, að við kæmum fram einu sinni eða tvisvar, en við vor- um lengst af tregir til. Þó vorum við ákveðnir í, þegar hugmyndin var að setja hér upp kvöld með öllum þjóðlagaflokkunum frá þessum tíma, í kringum 1970, að vera með, en sú hugmynd var lík- ast til andvana fædd. Að minnsta kosti varð ekkert úr henni. Ekkert komið í staðinn Það vekur mann til umhugsun- ar,“ sagði Ólafur Þórðarson og strauk varlega yfir strengina á nýja Ovation-gítarnum, „að það hefur í rauninni ekkert komið í staðinn fyrir okkur. Það er ekki mikil fjölbreytni í skemmtana- bransanum, þróunin hefur ekki orðið mikil. Þegar við vorum og hétum var starfandi fjöldinn allur af sönghópum og tríóum, nú sýnist manni sama fólkið vera að skemmta ár eftir ár — sama fólk- ið og við áttum í samkeppni við fyrir fimmtán árum!“ — Hvað veldur, heldurðu? „Æ, ég veit það ekki. Diskó- bylgjan drap ansi mikið niður ... “ „... og svo varð allt býsna alvarlegt um tíma, fljótlega eftir að við vorum hættir," botnaði Helgi. „Hópar á borð við okkur fóru að flytja þyngri músík og texta, fóru að hafa skoðun á öllum hlutum — við gerðum ekki mikið annað en að skemmta fólki og vera með sprell.“ Níu börn — Hafið þið verið að skemmta hver öðrum síðan síðast? Hafið þið komið saman til að syngja gömlu slagarana i heimahúsum? „Nei. Við höfum aldrei komið saman til þess og ekki haft mikið samneyti undanfarin ár. Menn hafa verið í útlöndum og i vinnu hér og þar og svo höfum við nátt- úrlega verið að koma upp fjöl- skyldum — sem hafa skemmt sér konunglega yfir því að sjá okkur í nýju „hljómsveitagöllunum". Og svo eigum við orðið níu börn — Helgi fjögur, Ágúst þrjú og ólafur tvö — svo það er náttúrlega ekkert skrítið þótt við höfum ekki haft mikinn tima til að njóta samvista hvers annars!" — Hafið þið þá ekkert verið í músík siðan Ríó lagði formlega upp laupana? „Jú,“ svaraði Ágúst. „Ég hef fengist við hljóðfæraleik allar göt- ur síðan og er núna nýlega hættur i hljómsveitinni Álfa Betu, sem ég spilaði með í mörg ár. ólafur hef- ur sömuleiðis verið í músík, var tónmenntakennari í nokkur ár, gerði plötu og vinnur nú á tónlist- ardeild Ríkisútvarpsins. Helgi gerði líka plötu fyrir nokkrum ár- um og er grunaður um að hafa æft samviskusamlega á kontrabass- ann þegar hann hefur getað litið upp úr vinnu eða bleyjuþvottin- um.“ — Endar ekki þetta ævintýri með því að það verður gerð ný Ríó-plata? Þeir urðu undirfurðulegir á svipinn. „Það veit enginn," sögðu þeir með semingi. „Það hefur ekk- ert verið talað um það ennþá — en enginn veit sína ævina ... og svo framvegis. Okkur sýnist helst að plötumarkaðurinn hér sé stein- dauður, þannig að í augnablikinu er það alls ekki til umræðu." - ÓV. Fé rekið til réttar f Fljótsdalsrétt. Fljótsdalur: Vöxtur í trjágróðri var með ólíkindum í ár GeiUgerAi í október. FLJÓTSDALSRÉTT var hinn 20. september eftir að safn af öllum afréttum sveitarinnar var komið saman, en afréttarlönd eru hér af- ar víðlend eða í dagsverkum talin um 350 að heimalöndum frátöldum. Ætla má, að um 10.000 fjár komi til réttar. Vænleiki dilka mun vera með betra móti eftir eitt af hlýj- ustu sumrum um langt skeið. Vöxtur í öllum trjágróðri hefur verið með ólíkindum í sumar. Ekki þarf lengi að leita til þess að finna 70 til 80 sm árssprota á lerkinu og einnig er mjög mikill vöxtur í öllu greni. Unnið hefur verið að rannsókn- um og vegagerð á Fljótsdalsheiði í sumar, vegna fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar. Einnig er unn- ið að uppbyggingu vegar í byggð. G.V.Þ. SUMIR VERSLA DÝRT - AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR Gæði nr.l .00 pr. kg Kynnum í dag Svikinn -g ^ ^ oo hera Trippa- Mínútusteik_ Nvtt aðeins Folaldahakk 00.00 ípottrétt 3^0 pr kg Reykt úrbeinað folaldakjöt 148é™ Lambakjöt 135 Nýsvið Rækjur lkg, 198 oo í 1/1 skrokkum niðursagað AÐEINS .00 pr.kg. .00 pr.kg. Opid til kl. 19.00 í kvöld Opið á laugardag til 13.00 í Austurstræti en kl. 16.00 í Starmýri AUSTURSTRÆT117 STARMÝRI 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.