Morgunblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984 19 í leit að hinum eina sanna tóni: Helgi Pétursson og Gunnar Þórðarson stilla saman. Ríó ásamt fimmtin manna hljómsveit undir stjórn Gunnars Þóróarsonar á einni síðustu æfíngunni í Broadway. á landshornaflakki ’77 eða þar um bil? „Jú, að vísu fórum við þá um landið og hittum fólk en í rauninni hættum við að spila saman haust- ið ’73. Nú tökum við upp þráðinn á ný — og ef ástæða verður til þá bætum við kannski inn nýjum lög- um til viðbótar við þau, sem við höfum verið að æfa í fyrsta sinn. Við vitum eiginlega ekki hvað það er, sem fólk vill heyra... “ Þeir sögðust sannast sagna vera steinhissa á þeim áhuga, sem þeir hefðu fundið fyrir hjá fólki. „Við héldum að við hefðum gengið okkur til húðar sem skemmtiat- riði,“ sögðu þeir. „Menn voru svo sem lengi búnir að tala um þetta við okkur, að við kæmum fram einu sinni eða tvisvar, en við vor- um lengst af tregir til. Þó vorum við ákveðnir í, þegar hugmyndin var að setja hér upp kvöld með öllum þjóðlagaflokkunum frá þessum tíma, í kringum 1970, að vera með, en sú hugmynd var lík- ast til andvana fædd. Að minnsta kosti varð ekkert úr henni. Ekkert komið í staðinn Það vekur mann til umhugsun- ar,“ sagði Ólafur Þórðarson og strauk varlega yfir strengina á nýja Ovation-gítarnum, „að það hefur í rauninni ekkert komið í staðinn fyrir okkur. Það er ekki mikil fjölbreytni í skemmtana- bransanum, þróunin hefur ekki orðið mikil. Þegar við vorum og hétum var starfandi fjöldinn allur af sönghópum og tríóum, nú sýnist manni sama fólkið vera að skemmta ár eftir ár — sama fólk- ið og við áttum í samkeppni við fyrir fimmtán árum!“ — Hvað veldur, heldurðu? „Æ, ég veit það ekki. Diskó- bylgjan drap ansi mikið niður ... “ „... og svo varð allt býsna alvarlegt um tíma, fljótlega eftir að við vorum hættir," botnaði Helgi. „Hópar á borð við okkur fóru að flytja þyngri músík og texta, fóru að hafa skoðun á öllum hlutum — við gerðum ekki mikið annað en að skemmta fólki og vera með sprell.“ Níu börn — Hafið þið verið að skemmta hver öðrum síðan síðast? Hafið þið komið saman til að syngja gömlu slagarana i heimahúsum? „Nei. Við höfum aldrei komið saman til þess og ekki haft mikið samneyti undanfarin ár. Menn hafa verið í útlöndum og i vinnu hér og þar og svo höfum við nátt- úrlega verið að koma upp fjöl- skyldum — sem hafa skemmt sér konunglega yfir því að sjá okkur í nýju „hljómsveitagöllunum". Og svo eigum við orðið níu börn — Helgi fjögur, Ágúst þrjú og ólafur tvö — svo það er náttúrlega ekkert skrítið þótt við höfum ekki haft mikinn tima til að njóta samvista hvers annars!" — Hafið þið þá ekkert verið í músík siðan Ríó lagði formlega upp laupana? „Jú,“ svaraði Ágúst. „Ég hef fengist við hljóðfæraleik allar göt- ur síðan og er núna nýlega hættur i hljómsveitinni Álfa Betu, sem ég spilaði með í mörg ár. ólafur hef- ur sömuleiðis verið í músík, var tónmenntakennari í nokkur ár, gerði plötu og vinnur nú á tónlist- ardeild Ríkisútvarpsins. Helgi gerði líka plötu fyrir nokkrum ár- um og er grunaður um að hafa æft samviskusamlega á kontrabass- ann þegar hann hefur getað litið upp úr vinnu eða bleyjuþvottin- um.“ — Endar ekki þetta ævintýri með því að það verður gerð ný Ríó-plata? Þeir urðu undirfurðulegir á svipinn. „Það veit enginn," sögðu þeir með semingi. „Það hefur ekk- ert verið talað um það ennþá — en enginn veit sína ævina ... og svo framvegis. Okkur sýnist helst að plötumarkaðurinn hér sé stein- dauður, þannig að í augnablikinu er það alls ekki til umræðu." - ÓV. Fé rekið til réttar f Fljótsdalsrétt. Fljótsdalur: Vöxtur í trjágróðri var með ólíkindum í ár GeiUgerAi í október. FLJÓTSDALSRÉTT var hinn 20. september eftir að safn af öllum afréttum sveitarinnar var komið saman, en afréttarlönd eru hér af- ar víðlend eða í dagsverkum talin um 350 að heimalöndum frátöldum. Ætla má, að um 10.000 fjár komi til réttar. Vænleiki dilka mun vera með betra móti eftir eitt af hlýj- ustu sumrum um langt skeið. Vöxtur í öllum trjágróðri hefur verið með ólíkindum í sumar. Ekki þarf lengi að leita til þess að finna 70 til 80 sm árssprota á lerkinu og einnig er mjög mikill vöxtur í öllu greni. Unnið hefur verið að rannsókn- um og vegagerð á Fljótsdalsheiði í sumar, vegna fyrirhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar. Einnig er unn- ið að uppbyggingu vegar í byggð. G.V.Þ. SUMIR VERSLA DÝRT - AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR Gæði nr.l .00 pr. kg Kynnum í dag Svikinn -g ^ ^ oo hera Trippa- Mínútusteik_ Nvtt aðeins Folaldahakk 00.00 ípottrétt 3^0 pr kg Reykt úrbeinað folaldakjöt 148é™ Lambakjöt 135 Nýsvið Rækjur lkg, 198 oo í 1/1 skrokkum niðursagað AÐEINS .00 pr.kg. .00 pr.kg. Opid til kl. 19.00 í kvöld Opið á laugardag til 13.00 í Austurstræti en kl. 16.00 í Starmýri AUSTURSTRÆT117 STARMÝRI 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.