Morgunblaðið - 09.11.1984, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 09.11.1984, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984 41 ’ríki áhrif í þjóðfélaginu, og það verða allir aðilar að horfast í augu við, ef verkfallsréttur er á annað borð viðurkenndur. Hins vegar ríður á mestu að leita leiða til að draga úr þeirri röskun, sem verkfall opin- berra starfsmanna hefur að öllu óbreyttu á almennt varnaðarstarf í þjóðfélaginu. Það er svo kapítuli út af fyrir sig, að á slíkum tímum skuli ýmsir þeir, sem að öðru jöfnu tala hæst um lög og rétt, sjá sóma sínum og hag bezt borgið með því að taka lögin í eigin hend- ur — jafnvel á grundvelli ímynd- aðs neyðarréttar. Sjálfdæmi í eigin sök Það hefur vakið mikla athygli og undrun margra, að forystu- menn BSRB skuli hafa sett fram um það afdráttarlausar kröfur, þegar nýgerður kjarasamningur ríkisvaldsins og opinberra starfs- manna var í burðarliðnum, að fallið yrði frá öllum eftirmálum vegna verkfallsaðgerða, og myndu þeir ekki að öðrum kosti fallast á samningsdrögin. Niðurfelling lögsóknar og agaviðurlaga mun hafa verið til umræðu milli aðila verulegan hluta síðasta samninga- dagsins. Ríkisstjórn landsins lét að lokum hafa sig til þess að sam- þykkja þá ályktun, að af hálfu ráðherra innan ríkisstjórnarinnar væru ekki uppi áform um að beita einstaklinga innan BSRB aga- eða bótaviðurlögum vegna atvika, sem upp hafa komið í tengslum við framkvæmd verkfalls BSRB. Það er að mínum dómi ekki „ásættanleg lausn", eins og segir í forystugrein Morgunblaðsins 31. október 1984, að einstaklingar verði ekki lögsóttir en á hinn bóg- inn verði málum gegn BSRB sjálfu væntanlega haldið áfram. Sú lausn er verri en engin að semja sig frá lögum og landsrétti og fá þannig sjálfdæmi í eigin sök. Það er ekki aðeins siðferðilega ámæl- isvert að fara fram á slíkt og ljá því máls, heldur er það svo hyl- djúp niðurlæging fyrir lýðveldið íslenzka, að dapurlegri gjöf verður því tæpast gefin á fertugasta af- mælisári. Beiðni BSRB ein sér um svo almenna sakaruppgjöf felur í sér ótvíræða viðurkenningu þess, að samtökin og einstaklingar inn- an þeirra hafi að einhverju leyti beitt verkfallsvopninu með ósæmilegum og ólögmætum hætti. Það er svo aftur á móti alvarlegt umhugsunarefni, að menn skuli telja sig hafa umboð til þess, hvort sem þeir eru í forystu launþega- samtaka eða landstjórnar, að virða að vettugi grundvallarfor- sendur stjórnskipunar og dóm- gæzlu í landinu. Hér er það for- dæmi gefið, sem getur orðið sam- félagi okkar dýrkeypt, áður en yfir lýkur. Það er lítil rökfesta og nán- ast rangfærslur í þeirri fullyrð- ingu, að á sama veg hafi áður ver- ið með farið að loknum kjaradeil- um. Það er að vísu rétt, að ein- hverjar ávirðingar í slíkum átök- um hafa áður verið látnar liggja í þagnargildi. Það réttlætir hins vegar ekki siðferði af þessu tagi nú. Á það er einnig að líta, að átök voru að mörgu leyti óbilgjarnari að þessu sinni en áður hefur verið, og menn fóru í ríkari mæli út fyrir mörk laga og velsæmis í aðgerðum sínum. Sú vá er nú fyrir dyrum, að hin almenna uppgjöf allra eftir- mála leiði til þess, að menn muni telja sig geta gengið að því vísu í kjaradeilum framvegis, að þeir megi að ósekju berjast fyrir málstað sínum utan yztu marka laga og réttar. Þá hefur síðasta pennastrikið í kjarasamningum opinberra starfsmanna orðið ís- lenzku réttarríki til lítilla heilla. Ný stefna Ég tel, að undan því verði ekki vikizt nú eftir þá að mörgu leyti bitru reynslu, sem fengizt hefur að undanförnu, að löggjafinn taki þessi grundvallarmálefni til al- varlegrar endurskoðunar og marki nýja og skýra stefnu. Sú stefna verður að byggjast á því, að bætt verði úr þeim þverbrestum í sam- ræmdri löggæzlu og lagafram- kvæmd, sem komið hafa í ljós í verkfalli opinberra starfsmanna. Pétur Kr. Hafstein er bæjarfógeti á ísafirði og sýslumaður í Isafjarð- arsýslu. Guðmundur Kristjánsson. Um framtak og frumkvæði frið- arhóps vestfirskra presta í þessu umrædda ratsjárstöðvamáli, og þá á ég einungis við presta úr Isa- fjarðarpófastsdæmi, hefi ég ekki athugasemdir fram að færa að svo stöddu. Það er að sjálfsögðu þeirra mál, ef þeir vilja gera velferð ver- aldar að sínu tómstundastarfi. Ég get aðeins gert þá einu og eðlilegu kröfu, að þeir láti það ekki ganga út yfir skyldustörfin, út yfir þjón- ustuna við sóknarbörn sín, kirkju og kristni. Ég hlýt þó að hafa þann fyrirvara hér á, að ég tel vera af hinu illa áróður, sem miðar að því að vekja og viðhalda ótta og hræðslutilfinnigu meðal almenn- ings,“ sagði Guðmundur Krist- jánsson. Vísitala bygg- ingarkostnaðar: Verðbólgu- hraðinn 5,5 % HAGSTOFA íslands hefur áætlað vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi fyrri hluta októbermánaðar. Reyndist hún vera 168,79 stig og hafði hækkað um 0,45% frá septembermán- uði. Verðbólguhraðinn milli septem- ber og október var því 5,5%, reiknað- ur á 12 mánaða tímabili. f fréttatilkynningu frá Hagstofu fslands er það tekið fram að hér sé um að ræða áætlun í samræmi við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að vísitala byggingarkostnaðar skuli áætluð fyrir þá mánuði sem hún er ekki reiknuð lögformlega. Gilda að- eins hinar lögformlegu vísitölur, en þær eru reiknaðar út á þriggja mánaða fresti, við uppgjör verðbóta á fjárskuldbindingum samkvæmt ákvæðum í hvers konar samning- um. Kauplagsnefnd hefur reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar mið- að við verðlag í októberbyrjun. Reyndist hún vera 110,38 stig og hafði hækkað um 1,11% frá sept- embervísitölu. Samkvæmt fram- færsluvísitölunni hefur verðbólgu- hraðinn á milli september og októ- ber, reiknaður á 12 mánaða tíma- bili, verið 14,2%. Af þessari 1,1% hækkun vísitölunnar stafa 0,4% af hækkun matvöruverðs, þar af 0,15% af hækkun búvöruverðs. 0,3% stafar af hækkun á verði tób- aks og áfengis og 0,2% af hækkun á bifreiðalið. Ýmsar aðrar hækkanir á vöru- og þjónustuliðum, að frá- dreginni lækkun á nokkrum þeirra, ollu 0,2% hækkun visitölunnar. w AF ERLENDUM VETTVANGI eftir MICHAEL BINYON Vandamál Kohls kanzlara aukast ÞRÁTT fyrir Flick-málið og afsögn Rainers Barzel þingforseta töpuðu kristilegir demókratar aðeins 2,7 % atkvæða í fylkisþingkosningunum í Baden-Wiirtemberg á dögunum. En nokkru áður varð flokkur þeirra fyrir áfalli í bæja- og sveitarstjórnakosningum í Nordrhein-Westfalen og Helmut Kohl kanzlari hefur enn sætt árásum keppinauts síns, Franz- Josef Strauss, sem hann hefur reynt að halda utan við stjórn sína. Efasemdir um forystuhæfi- leika hans og frammistöðu sund- urþykkrar samsteypustjórnar hans hafa ekki verið kveðnar niður, nú þegar liðin eru rúm tvö ár síðan hann tók við stjórnar- taumunum. Úrslitin í Nordrhein-Westfal- en voru mikil vonbrigði fyrir kristilega demókrata, sem töp- uðu 4,1% atkvæða og hlutu 42,1% miðað við 42,1% 1973. Sósíaldemókratar, sem stjórna fylkinu, hlutu 42,5% atkvæða nú miðað við 44,9% síðast,, en Græningjar fengu 9,2%. Frjálsir demókratar hlutu innan við 5% atkvæða. Forsætisráðherra kristilegra demókrata í Baden-Wurtem- berg, Lothar Spáth, sagði um úr- slitin þar að flokkurinn gæti vel við unað eins og á stæði. Fylgi sósíaldemókrata minnkaði um 4%, en Græningjar þrefölduðu sitt fylgi og hlutu 7% atkvæða. í síðustu árásum sínum gagn- rýndi Strauss stefnu Bonn- stjórnarinnar í Evrópumálum, sakaði hana um stefnuleysi í utanríkismálum og kvartaði yfir of miklum áhrifum friálsra demókrata í stjórninni. Árásir hans vörpuðu ljósi á stöðugar erjur stjórnarflokkanna og vöktu mikla gremju í Bonn vegna tímasetningar þeirra og tilraunar Strauss til að spyrða kanzlarann og frjálsa demókrata saman. Flokkur þeirra hefur staðið sig svo illa í kosningum að framtíð hans er í hættu. Gagnrýni Strauss átti rætur að rekja til gremju vegna þess að honum er meinað að gegna mik- ilvægu hlutverki í ríkisstjórn og þess mats hans að stjórnin ætti í alvarlegum erfiðleikum. Kohl brást við þessu eins og hann er vanur með því að láta eins og ekkert hefði í skorizt. Hann reyndi að gera lítið úr þessum síðustu áföllum, en vinir hans og fréttaskýrendur hafa gert honum ljóst að sá ásetning- ur að standa af sér alla þá erfið- leika, sem hafa steðjað að stjórninni á undanförnum mán- uðum, bjóði heim þeirri hættu að kjósendur fari að telja tauga- styrk hans og óbifandi rósemi, sem menn hafa lengi talið helztu pólitísku kosti hans, veikleik- amerki og skort á pólitísku hug- myndaflugi. Áföll síðustu tveggja ára hafa grafið undan loforði Kohls um siðferðilega og andlega endur- nýjun og ekki aðeins bitnað á kanzlaranum heldur ráðherrum hans Iíka. Þetta hefur valdið því að stjórninni hefur reynzt erfitt að standa við samkomulag um valdaskiptingu, sem gert var eft- ir kosningasigurinn í marz í fyrra. Nokkur þessara áfalla eru Kiessling-hneykslið, sem veikti stöðu Manfreds Wörner varn- armálaráðherra, sem eitt sinn var í miklu áliti; misheppnuð áform um að náða menn, sem lögðu fé í flokkssjóði og sviku undan skatti; ásakanirnar um spillingu á hendur Otto Lambs- dorff greifa, efnahagsráðherra, og afsögn hans; langt verkfall í bílaverksmiðjum og málmiðnaði; þræta um raforkustöð, sem var leyft að hefja starfrækslu þótt hún brenndi kolum, og nú síðast ringulreiðin í stjórninni út af stefnunni gagnvart Austur- Þýzkalandi og Austur-Evrópu. Þessi vandamál hafa magnazt í augum margra vegna stað- festulausrar og lítillar forystu, sem hefur haft þáu áhrif að deil- ur innan ríkisstjórnarinnar, eins og um innflytjendur og lög og reglu, hafa snúizt upp í opin- berar erjur milli ráðherra, að- stoðarmanna þeirra og flokks- starfsmanna. Einnig hafa verið bornar fram ásakanir þess efnis að starfs- menn Kohls hafi ekki verið þeim vanda vaxnir að gera honum kleift að vera á varðbergi gegn hugsanlegum erfiðleikum og móta pólitíska framtíðarstefnu. Því hefur einnig verið haldið fram að hann hafi ekki haft full- komið vald á málum, sem hann hefur þurft að fjalla um á erfið- um pólitískum fundum, t.d. á fundum evrópskra þjóðarleið- toga. Á móti þessu kemur árangur, sem stjórn Kohls hefur náð á öðrum sviðum. Einn mikilvæg- asti árangurinn er sá að Ger- hard Stoltenberg efnahagsmála- ráðherra hefur tekizt að endur- vekja sjálfstraust í vestur-þýzku efnahagslífi, rétta við halla á fjárlögum og minnka verðbólgu í 1,6%. Verðbólgan hefur ekki ver- ið eins lítil í 16 ár. Þangað til sovézka stjórnin hóf að nýju árásir á Vestur- Þjóðverja hafði Kohl einnig náð eftirtektarverðum árangri á þeirri braut að efla tengslin við Austur-Þjóðverja. Honum tókst þetta þrátt fyrir Iítt dulbúna tortryggni hægri arms flokks síns, en hann hefur áunnið sér traust flestra landsmanna, þeirra á meðal sósíaldemókrata, sem viðurkenna að þetta hafi verið verulegt afrek. Það er einkum tvennt, sem Kohl er stoltur af og telur mik- ilvægt fyrir Vestur-Þjóðverja í sögulegu samhengi: uppsetning NATO-eldflauganna í Vestur- Þýzkalandi í fyrrahaust og aukin vinátta við Frakka. Kohl telur fyrra atriðið mikilvægan próf- stein á áreiðanleika Vestur- Þjóðverja og stuðning þeirra við bandamenn sína. Síðarnefnda atriðið er að mati Kohls framhald á stefnu dr. Konrads Adenauer, sem Kohl telur pólitískan læriföður sinn. Kohl kanzlari greiðir atkvæði f kosningunum til Evrópuþingsins í sumar. Þá stefnu telur Kohl undirstöðu öryggis Vestur-Þýzkalands og nauðsynlega forsendu þess að tryggja tengsl Vestur-Þjóðverja við vestrænar bandalagsþjóðir og stuðla að sameiningu Evrópu. Þýzkum kjósendum er ljóst eftir tveggja ára stjórn Kohls að hann er enginn menntamaður eða stjórnmáleiðtogi á heims- mælikvarða eins og fyrirrennari hans, Helmut Schmidt, var. En Kohl er gæddur næmu pólitísku innsæi, hann skilur hvað kjós- endur vilja hverju sinni og er persónugervingur dyggða og gildismats fólksins á lands- byggðinni. I öllum þeim mörgu vanda- málum, sem Kohl hefur átt við að glíma, hefur þetta innsæi gert honum kleift að standa af sér árásir og gagnrýni vinstrisinn- aðra blaða, sem höfða til menntamanna, og framfylgja stefnu, sem hefur fallið í góðan jarðveg hjá venjulegum borgur- um. Ráðunautar Kohls viðurkenna að meira ætti að gera nú til þess að tryggja snurðulausa stjórn. Þeir hafa hvatt hann til að líta þær ásakanir alvarlegri augum að hann sé aðgerðarlítill kanzl- ari. Micbael Hinyon er fréttaritari Tbe Times í Bonn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.