Morgunblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.11.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984 Haustrall Hjólbarðahallarínnan j' Islandsmeistaratitill rallökumanna í húfi HVAÐA rallkappar hreppa ís- landsmeisUratitilinn í rallakstri i ár mnn ráðast í haustralli Hjólbarða- hallarinnar og Bifreiðaíþróttaklúbbs Rejkjavíkur á Suðurnesjum á sunnudaginn. Halldór Úlfarsson og Hjörleifur Hilmarsson eru efstir í ís- landsmeistarakeppninni, en taka ekki þátt í rallinu, sem er það síð- asta á árinu. Því munu þeir bræður Ómar og Jón Ragnarssynir etja kappi við Bjarma Sigurgarðarsson og Eirík Friðriksson um titilinn, en þó aðeins þannig að Eiríkur og Jón eftir sigur í Ljómarallinu að tryggja sér titil ökumanna að öllu áfallalausu. Það gegnir hinsvegar öðru máli hjá aðstoðarökumönn- unum. Þó Eiríkur með 53 stig sé líklegri en Jón sem hefir 47 stig til að næla í titilinn getur allt gerst. „Við ætlum að leggja okkur alla fram um að vinna Omar og Jón í rallinu. Við erum með ákveðna taktík, en þessi keppni verður bar- átta um sekúndur. Mér dugir ann- að sætið ef Ómar t.d. vinnur, en það væri óneitanlega skemmti- Klárir í slaginn að venju. Ómar og Jón Ragnarssynir sjást hér nýbúnir að sigra andstæðinga sína f Ljómarallinu. Ómar er líklegur til að hljóta ís- landsmeistaratitil ökumanna um helgina. munu bítast um lslandsmeistaratitil aðstoðarökumanna, Ómar er nokk- uð öruggur um titil ökumanna. Keppni ökumanna og aðstoðar- ökumanna er aðskilin í íslands- meistarakeppninni. Efstur öku- manna er Halldór með 55 stig, Ómar er annar með 47 stig, en Birgir Bragason kemur næstur með 38 stig. ómari nægir að lenda í fjórða sæti í fjarveru Halldórs, sem er þessa dagana við störf í Danmörku. Möguleikar Birgis eru aðeins fræðilegir þar sem hann ekur afar slökum keppnisbíl að þessu sinni. Stigagjöf í íslands- meistarakeppninni er þannig að fyrsta sætið hlýtur 20 stig, annað 15, þriðja 12, fjórða 10 og fimmta 8, síðan eru færri stig sem neðar dregur. Ætti því ómar eldhress legra að vinna,“ sagði Eiríkur í samtali við Morgunblaðið. Jón sagði á hinn bóginn „Við keyrum stíft, en tökum enga sjensa. Við gerum ekki harða atlögu að titli aðstoðarökumanna og sigri nema eitthvað komi upp hjá Bjarma og Eiríki, það er ekki ástæða til að setja titil Ómars í hættu." Haustrallið hefst á sunnudag kl. 08.00 við Hjólbarðahöllina í Fellsmúla, en þar koma bílarnir einnig í mark um kl. 18.00 síðar um daginn. Tuttugu keppendur eru áætlaðir í rallið sem liggur um 250 km leið. Vegna þess hve stutt keppnin er gætu ólíklegustu menn sett strik í reikninginn og hreppt óvænt verðlaunasæti. GR. Héraðsfundur í Reykja- víkurprófastsdæmi HINN árlegi héraðsfundur í Reykja- víkurprófastsdæmi verður haldinn á sunnudaginn kemur, þann 4. nóv- ember og hefst kl. 4 síðdegis í Ás- kirkju. Dagskrá verður með hefðbundn- um hætti með skýrslu prófasts um helstu viðburði ársins og tölulegar upplýsingar um kirkju og fæð- ingar o.fl., reikningar safnaðanna verða lagðir fram og nefndir gefa skýrslur sínar. Einnig verða kosn- ingar í nefndir og sagt frá Kirkju- GROHE Ladylux - Ladyline: Hýtt f|ðlhœtt helmilistæki f eldhúsið BYGGINGAVÚRUVERSLUN ' KÓRAV0GS SF. NYBYLAVEGI6 SIMI 41000 þingi, sem staðið hefur undanfar- ið. Héraðsfundi sækja samkvæmt lögum sóknarprestar og safnað- arfulltrúar, en auk þess hafa sóknarnefndarmenn mætt og ann- að fólk úr sóknarnefndum. Áhuga- fólk um kirkjuna í prófastsdæm- inu annað er hjartanlega velkom- ið. (Prá dómprórasti) Athugasemd MIÐVIKUDAGINN 7. nóvember sl. var á dagskrá útvarpsins þátt- urinn „Mál til umræðu“. Þáttur þessi fjallaði um fíkniefnamál og í honum komu fram nokkrar mann- eskjur sem ekki vildu láta nafna sinna getið. í þættinum notuðu þær því fölsk nöfn sem þær höfðu valið sér. Hafi nafnaval þeirra komið illa við einhverja, hörmum við undirritaðir stjórnendur þátt- arins það einlæglega og biðjum hlutaðeigandi innilegrar afsökun- ar. Virðingarfyllst, Matthias Matthíasson. Þóroddur Bjarnason. Leikstjóri, leikendur og aðstoðarfólk. Ólympíuhlauparinn sýndur í Hveragerði llveragerdi, 5. lóv. LEIKFÉLAG Hveragerðis æfir nú af kappi gamanleikinn Ólympíu- hlauparann eftir Derek Berfield og er frumsýningin fyrirhuguð í dag, 9. nóvember kl. 21, í Hótel Ljósbrá. Leikstjóri er frú Ragnh- ildur Steingrímsdóttir, sem jafn- framt er ráðgefandi um leikmynd, leikmuni, búninga og lýsingu. Er þetta í 6. sinn sem hún leikstýrir fyrir LH og hefur hún reynst féiag- inu mikil hjálparhella. Alls fara 9 persónur með hlut- verk t leiknum og eru helstu leik- endur Steindór Gestsson, Krist- ín Jóhannesdóttir, Garðar Gísla- son og Ingibergur Sigurjónsson. Æfingar hafa staðið yfir f 7 vikur og hafa gengið vel, en um 30 manns hafa starfað að sýn- Cr einu atriði leiksins. Formaður LH Ingi Rafn Hauks- son. ingunni, allt er það áhugafólk sem vinnur fullan vinnudag við hin ýmsu störf. Næsta sýning er fyrirhuguð sunnudaginn 11. nóv. kl. 21, en alls eru áætlaðar ca. 8 sýningar ef aðsókn verður nægileg, þar af eru tvær dagsýningar og er önn- ur sérlega ætluð ellilífeyrisþeg- um í Hveragerði og nágrenni. Formaður LH er Ingi Rafn Hauksson. Kvaðst hann vilja koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem hefðu unnið að þessari sýningu eða greitt fyrir félaginu á einn eða annan hátt. Þá sagðist hann vona að sem flestir kæmu og sæu þennan eld- fjöruga gamanleik. Sigrún TIC ’I'AC. Talið frá vínstri: Friddi, Jónsi, B. Jónsson, Júlli og Óli. Ný hljómplata KOMIN er á markað fyrsta hljóm- plata hljómsveitarinnar TIC TAC. Ber platan nafnið; Poseidon sefur og eru á henni 4 lög. Upptökur fóru fram f Stúdíó Mjöt í ágúst undir stjórn Kjartans Kjartanssonar. Hljómsveitin TIC TAC er frá Akranesi og hefur starfað I rúm 2 ár. Tónlist hljómsveitarinnar má flokka sem framsækið rokk undir psychedelia-áhrifum og miðar hún að því að brúa bilið milli hins raunverulega og hins óraunveru- lega. Dreifing Poseidon sefur er í höndum Grammsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.