Morgunblaðið - 09.11.1984, Page 53

Morgunblaðið - 09.11.1984, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984 53 fólk í fréttum Maggie Eastwood býr nú fyrrum fylgisveini Liz Taylor, bílasalanum Henry Wynberg, og börnun- um Alison og Kyle, börnum þeirra Clints. Clint yfirgaf Maggie fyrir leikkonuna Sondru Locke. „Nú er ég loksins ég sjálf“ — segir fyrrum eiginkona Clints Eastwood + Maggie Eastwood, konan, sem í 24 ár var gift leikaranum Clint Eastwood, segist hafa orö- iö þeirri stundu fegnust þegar upp úr hjónabandinu slitnaöi. „Áður var ég alltaf dóttir ein- hvers, kona einhvers, móöir ein- hvers. Ég var nafnlausa, skyldu- rækna konan, sem brosti með eiginmanninum og fjölskyldunni á uppstilltum myndum," segir Maggie, sem er 51 árs aö aldri. „Nú er ég loksins ég sjálf." Clint Eastwood fór frá Maggie fyrir fjórum árum til aö taka sam- an viö unga leikkonu, Sondru Locke, sem hann lék með í myndinni „The Gauntlet" og samdist um með þeim hjónun- um, aö Maggie fengi 15 milliónir dollara fyrir hjúskaparrofiö. „Sambúöin meö Clint var ekki alltaf slæm. Ekkert hjónaband er alltaf slæmt. Þaö voru bæöi góö- ar og slæmar stundir," segir Maggie, sem nú býr meö bílasal- anum Henry Wynberg, sem einu sinni var svo frægur aö vera fylgisveinn Elizabeth Taylor. Erfitt aö vera Boy George + Boy George hefur aö undan- förnu veriö að færa mjög út kví- arnar í bókstaflegum skilníngi, þaö er aö segja hann er aö hlaupa í spik. Nýjasta ástin hans Boys eru sjávarréttir alls konar og hann er ekkert aö halda í við sig þeg- ar þeir eru annars vegar. Sagt er, aö hann láti sig ekki muna um aö sporðrenna fjórum humrum í mál og er þá verið aó tala um aörar og stærri skepnur en veiöast við íslandsstrendur. Vegna þessa hefur Boy George bætt á sig um 12 kílóum siöasta áriö og vegur nú um 80—90 kíló. Segist hann þó ekki hafa af því neinar áhyggjur, held- ur vera hreykinn af því. „Ég þoli ekki spengilegt fólk og ég held mér hafi tekist aö koma feitu fólki í tísku," segir hann. Kunningjum Boy George líkar ekki alls kostar hvaöa stefnu lík- amsvöxturinn á honum hefur tek- iö og eru farnir aö kalla hann „kleinusnúöinn" sin á milli. Þaö er kannski engin furöa þótt Boy sé farinn aö hugga sig viö átiö þvi hann segist vera aö gefast upp á því aö vera Boy George. „Síöan Culture Club varö svona fræg hef ég oröið aö ganga í gegnum sannkallaöa martröð á hverjum morgni. Setja boröa í háriö, faröa mig, setja upp hattinn og klæöa mig og allt tekur þetta rúma þrjá klukkutima áöur en ég get horft framan í heiminn. Þaö þýöir aö ég verö aö fara á fætur klukkan sex á hverj- um morgni og ég held þaö ekki út,“ segir Boy George. Boy segist raunar vera búinn aö finna dálitla lausn á þessu vandamáli því aö nú hefur hann komiö sér upp nýrri hárgreiöslu í stíl viö þá gömlu og góöu leik- konu Jean Harlow. Hún er svo fljótleg, aö hann getur sofiö fram til átta. COSPER + Bandaríska rokksöng- konan Linda Ronstadt hefur heldur betur söölaö um í músíkinni. Hún tek- ur nú þátt í uppfærslu á óperunni „La Boheme", sem um þessar mundir er á fjölunum í New York. Arnarbakarí Hafnarfirði kynnir í dag frá ki: 4-8 framleiðslu sína í Vörumarkað- inum Eiðistorgi 11. MATARBRAUÐ Fjölmargar gerðir KRAN SAKÖKUR TERTUR ... í öllum stærðum og gerðum RJÓMAKÖKUR nammmmmmmmmmmmm SMÁKÖKUR ....semsagt, mikið af girnilegu brauði og bakkelsi-, og bakararnir verða sjálfir á staðnum og baka smákökur í GAGGENAU blástursofnum. ...eitthvað skemmtilegt verður upp á teningnum... en vonandi bakar það ekki vandræði...! FRAMHALD Kynningin er hka á Laugardag og Sunnudag frá 1-4 e.h.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.