Morgunblaðið - 09.11.1984, Page 64

Morgunblaðið - 09.11.1984, Page 64
EUROCARD l-----------J TIL DAGLEGRA NOTA OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45-23.30 AUSTUFISTRÆTI22 INNSTRÆtl, SlMI 11633 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Framfærsluvlsitalan fyrstu níu mánuði ársins: Vörur hækka minna með frjálsri álagningu ÞÆR tegundir vöru og þjónustu sem undanþegnar eru opinberum verö- ákvöróunum hvað varöar hámarks- verð eóa hámarksálagningu hskk- uðu að meðaltali minna á fyrstu níu mánuðum þessa árs en þaer tegundir vöru og þjónustu sem eni með há- marksverði eða hámarksálagningu. Á yfirliti sem Matthías Á. Mathie- sen, viðskiptaráðherra, lagði fram á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun kemur fram að framfærsluvísitalan hækkaði um 11 % á þessu tímabili, þeir liðir hennar sem háðir eru verð- lagsákvæðum hækkuðu um 12% en aðrir um 9%. Mikill munur er á hækkunum eftir einstökum tegundum vöru og þjónustu. Matvörur hækkuðu til dæmis að meðaltali um 16% á tímabilinu, þar af hækkuðu “frjálsu" vörurnar um 10% en aðr- ar vörur um 28%. Allar tegundir matvöru sem óháðar eru verðlags- ákvæðum hækkuðu minna en þær vörur sem eru undir verðlags- ákvæðum. Til dæmis hækkaði mjöl, grjón og bakaðar vörur að meðaltali um 9%, kaffi, kakó o.þ.h. um 15%, sælgæti um 15%, grænmeti hækkaði ekkert og syk- ur lækkaði um 25% ef tekin eru dæmi um vörur með frjálsri verð- lagningu. Kjöt með hámarksverði hækkaði um 26% en þær tegundir sem eru með frjálsri verðlagningu um 19%. Egg lækkuðu um 3% en mjólk, rjómi og ostar hækkuðu um 28%. Smjörlíki og olíur hækkuðu um 15% en smjör um 25%. Kart- öflur hækkuðu um 78% en vörur úr þeim sem ekki falla undir ákvæði um hámarksverð hækkuðu aöeins um 8%. Drykkjarvörur og tóbak hækk- uðu að meðaltali um 20%, þar af lækkuðu gosdrykkir og öl um 8%, en þær vörutegundir eru með frjálsri verðlagningu; áfengi hækkaði um 28% og tóbak um 31%. Föt og skófatnaður hækkuðu um 10% og húsnæði, rafmagn og DONALD Schilvers, forstjóri endur- skoðunarfyrirtækis Coopers & Ly- brand í London, sem fyrrverandi iðnaðarráðherra réð til athuguna og ráðgjafar vegna deilumála við Alu suisse, og Charles J. Lipton, þekktur lögfræðingur í New York, sem sami ráðherra réð til ráðgjafar, mæltu báðir með þeirri málsmeðferð og málalyktum, sem nú liggja fyrir í ál- málinu. Þetta kom fram í máli Sverris Hermannssonar, iðnaðarráð- herra, er hann mælti í gær í efri deild Alþingis fyrír frumvarpi til staðfestingar á yiðaukasamningi milli ríkisstjórnar íslands eg Swiss Alumininum, sem færír Landsvirkj- hiti um 8%, en allir þessir liðir eru án verðlagshafta. Húsgögn og heimilisbúnaður hækkuðu að með- altali um 4% og ferðir og flutn- ingar um 6%, en á þessum liðum er litill mismunur eftir aðferðum un 2.300 milljón króna viðbótartekj- ur á fimm ára tímabili og ríkissjóði þrjár milljónir bandaríkja dala í sáttafé, samhliða sátt í deilumálum sem uppi hafa verið milli stjórnvalda og álvers. Það kom fram í máli ráðherra að forstjóri og aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar telja samkomu- lagið „Landsvirkjun mjög í vil og fyrirtækinu verulega til hags- bóta“. Forstjóri Coopers & Lybrand við verðlagningu. Heilsuvernd hækkaði að jafnaði um 40%, þar af hækkuðu gleraugu og tannvið- gerðir, sem ekki eru háð verðlags- ákvæðum, um 10% en lyf og lækn- ishjálp sem háð er opinberum segir í bréfi dagsettu 28. júlí 1983: „Mér kemur helzt í hug að það hafi alvarlega ókosti í för með sér fyrir ríkisstjórnina að halda gerðadómsmeöferöinni áfram og að mun æskilegra væri að jafna deiluna með samningsgerð .. Fyrir hendi eru fjölmörg vanda- mál og óvissuþættir, sem mundu samkvæmt minni reynslu skapa örðugleika fyrir báða aðila í hvers kyns málflutningi fyrir gerða- dómi.“ verðákvörðunum hækkaði um 101 %. Tekið skal fram að skipting eftir verðákvörðun er gróf og ef meirihluti verðmætis vöruflokks fellur í annan flokkinn er hann talinn þar. Ráðgjafarlögfræðingurinn í New York segir í bréfi 4. október 1984: „Ef ætla má að væntanleg lausn leiði einnig til orkuverðs samkvæmt rafmagnssamningnum milli Landsvirkjunar og íslenzka álfélagsins hf., sem rfkisstjórnin getur sætt sig við, er það því mín skoðun að uppgjör krafnanna um framleiðslugjöld fyrir árin 1976—1980 á þeim grundvelli að Alusuisse greiði ríkissjóði 3 millj- ónir Bandaríkjadala mundi vera mjög viðunandi lok skattadeilunn- ar... “ (Sjá nánar á þingsíðu Mbl. í dag.) „Skrapdaga- kerfið„ fellt í leyni- legri atkvæða- greiðslu FISKIÞING felldi í gær í leynilegri atkvæóagreiðslu tillögu um að á næsta ári skyldi farið eftir svokölluðu tegundamarki (skrapdagakerfi) í stað aflamarks við stjórnun fiskveiða á næsta ári. í atkvæðagreiðslunni var kosið milli aflamarksleiðarinnar og teg- undamarksins. 17 voru fylgjandi aflamarkinu en 12 skrapdagakerf- inu. Klofningur varð f sjávarút- vegsnefnd þingsins um þessar tvær leiðir og skilaði hún því tillögum f tvennu lagi. Var þingfundi frestað meðan sjávarútvegsráðherra gaf nefndinni frekari upplýsingar um stöðu mála. Samkomulag varð f nefndinni um að leggja til 270.000 lesta hámarksafla á þorski á næsta ári. Tvær tillögur komu fram í Fiski- þinginu um stjórnun veiðanna og auk þess ýmsar breytingartillögur við þær báðar. Önnur byggðist á aflamarki, hin á skrapdagakerfi. Eftir miklar umræður var sam- þykkt að kjósa á milli þessara til- lagna og vísa síðan þeirri, sem yrði ofan á, aftur til nefndar með fram- komnum breytingartillögum. Verða því umræður um stjórnun fiskveiða teknar upp að nýju í dag, föstudag. Halldór Ásgrímsson sagði f sam- tali við Morgunblaðið, að hann hefði komið á fund sjávarútvegs- nefndar Fiskiþingsins til að gefa henni vissar upplýsingar, sem hún hefði óskað. Halldór vildi ekki tjá sig um til- lögur nefndarinnar um 270.000 lesta hámarksafla á þorski á næsta ári. Ákvörðun um hámarksafla yrði tekin síðar. Bandaríkjamarkaður: Verð á þorskblokk á uppleið „ÞAÐ ER varla hægt að segja að verðið sé að hækka en það er að minnsta kosti hætt að lækka. Nú er skráð verð hið sama og var um mánaðamótin júlí/ágúst, þegar pundið í þorskblokkinni var á 1,02 dollara. Þá fór það að lækka og varð lægst 95 cent Þróunin fór svo að snúast við aftur í lok október," sagði Ólafur Guð- mundsson, framleiðslustjóri hjá Coldwater Seafood Corp. í Bandaríkjunum, i samtali við blaðamann Mbl. í gær. Enn vantar þó talsvert á að verð á þorskblokk á Banda- ríkjamarkaði sé það sama og það varð hæst á þessu ári. I ársbyrjun var skráð verð á hverju amerfsku pundi 1,16—1,18 dollarar, skv. upp- lýsingum ólafs Guðmundsson- ar. Sigríður í stjórnklefa Fokker-vélar Flugleiða á Akureyrarflugvelli í gær. Konur geta allt sem þær vilja — segir Sigríður Einarsdóttir, sem hefur verið ráðin flugmaður hjá Flugleiðum Akoreyri 8. nóvember. FLUGLEIÐIR hf. réðu í dag 14 flugmenn til starfa. Um þessar 14 stöður hjá félaginu sóttu alls 78. Það gerðist nú í fyrsta sinn í sögu félagsins, að í hópi hinna nýju flugmanna er ein kona, Sigríður Einars- dóttir, 26 ára vélaverkfræðinemi við Háskóla ís- lands, og lýkur hún væntanlega verkfræðiprófi á næsta ári. Aðeins einu sinni áður mun kona hafa starfað sem atvinnuflugmaður á Islandi, er Asta liallgrímsdóttir starfaði hjá Eyjafhigi í Vestmanna- eyjum sumarið 1977. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Sigríði á Akur- eyri í kvöld, en hún er þar á ferð ásamt níu vélaverk- fræðinemum og kennara í kynnisferð til fyrirtækja og í kvöld voru þau að koma frá því að skoða Kröfluvirkjun. Sigríður var spurð hvernig henni litist á að taka við þessu nýja starfi. „Það leggst ákafiega vel í mig. Þetta er spennandi verkefni og vitaskuld sótti ég um starfið vegna þess að ég hef áhuga á að starfa sem flugmaður. Ég er víst fyrsta konan sem ráðin er til þessa starfa hjá Flugleiðum, en vonandi ekki sú síðasta. Konur geta allt sem þær vilja,“ sagði þessi 26 ára, verðandi flugmaður og vélaverkfræðingur að lokum. G.Berg. Cooper & Lybrand um deilumálin við ÍSAL: Gerðardómsleiðin hef- ur alvarlega ókosti Ráðgjafarlögfræðingur Hjörleifs: Sátt- in er viðunandi lausn skattadeilnanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.