Morgunblaðið - 11.11.1984, Síða 2

Morgunblaðið - 11.11.1984, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 Verktakar huga að verkefnum erlendis: Möguleikarn- ir felast í sér- þekkingunni Á VEGUM Verktakasambands íslands og iðnaðarráðuneytisins hefur verið gerð frumathugun á útflutningsmöguleikum íslensks verktakaiðnaðar. I skýrslu um þessa athugun, sem kynnt var á félagsfundi í Verktakasambandinu á fímmtudag, er bent á ýmsa möguleika á þessu sviði. Meðal annars er þeirri spurningu varpað fram hvort íslendingar gætu ekki jafnað hinn mikla viðskiptahalla landsins við Sovétríkin með því að stunda út- flutning á verktakaiðnaði þangað, á sama hátt og aðrar þjóðir, eins og til dæmis Finnar, gera. Á fundinum kynnti Pálmi Kristinsson verkfræðingur, sem gerði þessa frumathugun, skýrslu sína og Ólafur Gíslason verk- fræðingur sagði frá reynslu sinni af störfum erlendis. Othar örn Petersen, framkvæmdastjóri Verktakasambandsins, sagði í samtali við blm. Mbl. að ýmsar fróðlegar upplýsingar hefðu kom- ið fram á fundinum, sérstaklega í skýrslu Pálma. Möguleikarnir virtust helst felast í því að selja „heila pakka“, þ.e. hönnun, fram- JNNLENTV kvæmdir og jafnvel líka rekstur. Þróunarlöndin sæktust mikið eft- ir slíkum samningum. Þá fælust möguleikar íslendinga helst í því að selja eitthvað sem menn hér hafa sérþekkingu á, til dæmis í sambandi við beislun jarðhita, en erfitt væri að fara inn á almenn- an markað þar sem gífurleg sam- keppni ríkti. Sagði hann að svona mál þyrftu mikinn undirbúning, þetta væru afar erfið og flókin verk- efni, sérstaklega sölu- og mark- aðshliðin, og ekkert þýddi fyrir menn að ana út í þetta. Aðspurð- ur um hvaða fyrirtæki hefðu möguleika á að taka að sér verk- efni erlendis sagði Othar örn að það væru ekki nema svo sem 2 til 4 fyrirtæki. Ekki skipti öllu máli hvað menn ættu af vélum, heldur skipti mestu máli að hafa gott skipulag og stjórnun. Ópal í amerískum umbúðum ÓPALNEYTENDUR hér á landi hafa eflaust orðið varir við nýstárlegar umbúöir utan um varninginn að undanförnu, þar sem áletranir eru á ensku. Skýringin er sú, að gripið var til umbúða, sem gerðar eru fyrir Bandaríkjamarkað, þegar íslensku umbúðirnar þraut í prentaraverkfall- inu. Einar ólafsson, framkvæmda- stjóri ópal, sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrir rúmum tveimur árum hefði hann komist í samband við aðila í Bandaríkj- unum, og hefði síðan verið í gangi markaðskönnun fyrir ópal-töfl- urnar þar í landi. Á þessum tíma hefðu nokkrar birgðir verið send- ar á Bandarikjamarkað, en að sögn Einars hefur árangur ekki orðið sem skyldi. Þegar fslensku umbúðirnar gengu til þurrðar í prentaraverkfallinu var því grip- ið til hinna amerísku umbúða. Einar sagði, að hinar ensku um- búðir væru miðaðar við Banda- ríkjamenn og því hefði það verið af illri nauðsyn, sem gripið var til þessa ráðs til að koma til móts við viðskiptavini hér á landi, en á hinum amerísku umbúðum væru ýmis slagorð sem ef til vill kæmu íslenskum neytendum spánskt fyrir sjónir, svo sem: „Uppáhald barþjónsins, gersemi andardrátt- arins," og „það sem elskendur og vínnotendur um víða veröld taka fram yfir allt annað", svo nokkuð sé nefnt i lauslegri þýðingu. Siglufjörður: Endurkomu Ríó-tríósins vel fagnað ENDURKOMA Ríó- tríósins féll gestum í Veitingahúsinu Broad- way greinilega vel í geð í fyrrakvöld. Aheyrendur og -horf- endur vorn vel með á nótunum og tóku óspart undir er gömlu slagararnir voru rifjað- ir upp. Á efri myndinni má sjá hluta gesta, sem iðulega risu úr sætum sínum. Á hinni myndinni sést Ríó- tríóið, Ólafur Þórðar- son, Ágúst Atlason og Helgi Pétursson, ásamt Gunnari Þórð- arsyni, sem stjórnar 15 manna hljómsveit Morgunblaðið/RAX Samtengdar vatnsveitur á höfuðborgarsvæðinu STJÓRN Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur sam- þykkt að stefnt skuli að því að samtengja vatnsveitur sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu. Jafn- framt hefur stjórn SSH beint þeim tilmælum til hlutaðeigandi sveitarfélaga að þau staðfesti þessa samþykkt og geri nauðsyn- legar ráðstafanir til undirbunings þessa máls. Gestur ólafsson, forstöð- umaður Skipulagsstofu höfuð- borgarsvæðisins og fram- kvæmdastjóri SSH, sagði í sam- tali við blaðamann Morgunblað- sins að hafinn væri undirbún- mikið öryggisatriði að ræða og hagræðingu og nefndi Gestur sem dæmi þau vandamál, sem upp hafa komið í Mosfellssveit, þar sem heitt vatn er nú af skornum skammti. Þá væri hér einnig um mikið öryggi að ræða ef upp kæmi mengun í einhverri vatnsveitunni, svo dæmi sé tek- ið. Gestur sagði ennfremur, að með aukinni samvinnu milli vatnsveitnanna og sérlega með samtengingu fengist mun betri nýting á vatninu. Hægt væri að skipuleggja vatnsveitukerfið í heild og ná fram verulegum sparnaði með nýtingu sömu efna, tengingu og frágangi og mætti nefna ýmislegt annað ha- græði, svo sem skipulag á dreif- ingu vatnsins, uppsetningu tanka o.fl. Gestur nefndi það einnig, að byggðir höfuðborg- arsvæðisins væru nú að renna saman í eitt og því væri augljós hagræðing af slíkri samtenginu, enda brýnt hagsmunamál fyrir íbúana ekki síst með tilliti til iðnaðar- og atvinnumála, að hafa vatnsveitukerfið sem allra best og öruggast. Loðnubræðsla geng- ur vel og góð línuveiði NiglufírAi, 10. Dórembn. Loðnuveiði glæðist HÉR HAFA fímm fíutningaskip lestað mjöl í vikunni og Mána- foss tók hér farm á leið til Rúss- lands. Nú eru komin um 11 þús- und lestir af loðnu á land og er búist við að bræðslu Ijúki í nótt. Loðnan er feit og átumikil þann- ig að hún er vandmeðfarin. Línubátarnir hafa aflað ágætlega undanfarið. Iðulega komið með um 5 lestir og upp í 10. Bátarnir hafa einkum verið á Skagagrunni og í Drangál. Sigluvíkin landaði í fyrradag 60—70 tonnum af þorski eftir að hafa verið í fjóra daga að veiðum. ingur að því að hrinda þessum málum í framkvæmd. Hér væri um að ræða vatnsveitur Hafnar- fjarðar, Garðabæjar og Álfta- ness, Reykjavíkur, sem jafn- framt sér Seltjarnarnesi og Kópavogi fyrir vatni, vatnsveita Mosfellssveitar og vatnsveita Kjalarness og Kjósar. Ljóst væri, að hér væri um LOÐNUVEIÐIN virtist heldur vera að glæðast aftur í gær, laugardag, eftir lægð undan- farna daga, að því er Magnús Guðjónsson hjá Loðnunefnd, upplýsti í samtali við blm. Morgunblaðsins. Um hádegi í gær höfðu rúmlega tíu þúsund tonn af loðnu borist á land síð- an á fímmtudag, þar af um fímm þúsund tonn bara í gær. Aflinn skiptist á 17 fiskiskip og hefur verið landað á hafnir allt frá Faxaflóa og norður og austur undir Eskifjörð, en á þessum þremur dögum hefur mest verið landað á Siglufirði. Aflinn hefur aðallega fengist á svæðunum norðaustur af Horni og um 80 mílur vestur af ísa- fjarðardjúpi. Flugleiðavél fær hertogainnréttingu FLUGLEIÐUM hefur verið faliö að flytja hertogahjónin í Luxemborg ásamt fylgdarliði, í opinbera heim- sókn til Washington og af því til- efni hefur farþegarými einnar af DC-8-þotum félagsins að hluta til verið breytt í fyrsta farrými. Að sögn Sæmundar Guðvins- sonar, fréttafulltrúa Flugleiða, eru breytingarnar fólgnar í því að hluti farþegarýmisins hefur verið lokaður af með tjaldi og stærri og þægilegri sætum verið komið fyrir eins og tíðkast í fyrsta farrými erlendra flugvéla. Hertogahjónin verða að heim- sókninni lokinni, flutt i sömu vél aftur til Luxemborgar en að því loknu verður farangursrými vél- arinnar breytt aftur í fyrra horf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.