Morgunblaðið - 11.11.1984, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 11.11.1984, Qupperneq 26
26 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 ' .v. •• • .*• ■ ss»- <•■■■ ’ili J&tr " "«u. . - - Zé *?, 'ZjL *&£’% ■ -Lií. *w" „V- ,. "- .v^ 4 *; " <*** f **'■■'■ * ?■■•****■ -V** ••*'"**' Jjmí*.* - - • - .♦• ^ *«-■■■ ■ # iiú?» -■.... . f. ” ... * ~ ’"* ••■' " , ■ «jíS>'• íltsýni sem þetta gæti orðið algengt i íslandi eftir nokkra áratugi ef spár manna um afleiðingar helmingsaukningar koltyfsýrings í andrúmslofti reynast réttar. Veðurfarsbreytingar á íslandi: Veruleg loftslagsbreyting hugsanleg á næstu áratugum Rætt við Pál Bergþórsson veðurfræðing um rannsóknir á áhrifum loftslags- breytinga á landbúnað og hvernig megi bregðast við breyttu veðurfari Veðrátta er miklum breytingum háð hér á íslandi, oft skiptast á slæm og góð ár með tilliti til veðurfars. Veðurspár langt fram í tímann hafa ekki reynst nógu áreiðanlegar til að veðurfræð- ingar hafi lagt stund á þær, og slíkar spár því verið sérgrein spáspekinga af ýmsu tagi og oft byggst á draumum eða kaffí- korg. En nú er nýtt upp á teningnum. Verið er að gera tilraun til að meta hvaða breytingar á veðráttu eru hugsanlegar hér á landi næstu áratugi og hvernig við þeim skuli bregðast í tengslum við aljóðlegt verkefni sem Sameinuðu þjóðirnar standa að. Það er Páll Bergþórsson veðurfræðingur sem annast yfírstjórn verk- efnisins hér en rannsóknirnar beinast að því hvernig veðurfar gæti breyst næstu áratugi, bæði til hins betra og verra. Hugsan- legt er talið að hlutfall koltvísýrings í andrúmslofti, sem sífellt fer vaxandi vegna olíubrennslu iðnríkja, valdi verulega auknum hita á jörðinni. Samkvæmt sumum spám gæti tvöföldun koltví- sýrings hækkað meðalhita hér á íslandi svo mikið að náttúra landsins tæki stakkaskiptum. Ef þessi kenning er rétt gæti veðurfar hér orðið svipað og í Vestur-Noregi og Skotlandi, fé gengið sjálfala allt árið og skógar vaxið um allt láglendi. Blm. Mbl. ræddi við Pál Berg- þórsson um framgang þessa verk- efnis og byrjaði ég á því að spyrja hann um hvernig að verkefninu sé staðið. Það eru tvær alþjóðastofnanir sem að þessu standa, önnur í Austurríki, IIASA (International Institute for Applied Systems An- alysis), sem hefur framkvæmdina á hendi, en IIASA er styrkt til þessa af UNEP (United Nations Environmental Programme), sem er alþjóðleg stofnun Sameinuðu þjóðanna, sem ríkisstjórnir standa þó ekki að, sagði Páll. Verkefnið felst i því að gera úttekt á helstu umhverfisþáttum sem áhrif hafa á landbúnað, s.s. veð- urfari. Skiptist verkefnið í tvennt þ.e. i fyrsta lagi að komast á snoð- ir um áhrif loftslags á landbúnað, og í öðru lagi á grundvelli þessara athugana, að reyna að benda á leiðir til að bregðast við lofts- lagsbreytingum. Verkefninu stjórnar dr. Martin Parry, breskur landfræðingur, og kom hann hingað til lands í fyrrahaust að kynna sér aðstæður. Verkefnið hófst í september 1983 og skal því vera lokið í sept- ember 1985. Aðferðin sem ákveðið var að beita felst í því að leita uppi þau svæði þar sem landbúnaður er viðkvæmastur fyrir loftlagsbreyt- ingum, þannig að rannsóknarnið- urstöður yrðu skýrar og kæmu að sem mestu gagni. Það eru tveir þættir sem einkum eru athugaðir — hiti og úrkoma. Rannsókn þessi nær til fjögurra svæða á jörðinni, þ.e. Kanada, Is- lands, Finnlands og landsvæðis í grennd við Leningrad í Sovétríkj- unum. Verkefnið er unnið þannig að í hverju landi starfar hópur sér- fræðinga frá ýmsum stofnunum að því að gera úttekt á umhverfis- Páll Bergþórsson þáttum. Síðan skal hver vinnuhóp- ur skrifa greinar um afmörkuð verkefni er birtast munu í greina- flokki sem stofnunin gefur út á næsta ári. Megináhersla rannsókna beinist að einstökum þáttum landbúnaðar á svæðunum — í Kanada að hveitirækt, í Finnlandi að skóg- rækt, en hér á íslandi er það gras- ræktin, en um 80% landbúnaðar- ins hér byggja á grasrækt. Úrkoman er víða takmarkandi þáttur í landbúnaði, t.d. f Brasilíu, en hér á landi er úrkoma yfirleitt næg fyrir gróðurinn. Hitinn hefur hins vegar mikil áhrif á landbún- að hér frá ári til árs. Hitastig afgerandi fyrir landbúnaðinn — Hvernig hefur verið staðið að verkefninu hér heima? Ég byrjaði fyrst einn í þessu en síðan hef ég fengið menn til liðs Ljósm. Kmilía við mig m.a. frá Rannsóknarstofn- un Iandbúnaðarins, Búnaðarfélag- inu og svo aðstoðarmann landbún- aðarráðherra, Bjarna Guð- mundsson. Eins og ég kom að áðan er úrkoma ekki takmarkandi þátt- ur í gróðurfari í íslenskum land- búnaði nema að litlu leyti en hita- stigið aftur mjög afgerandi þátt- ur. Þar kemur einkum tvennt til — annars vegar grasbrestur vegna kulda en hins vegar harðir vetur þegar fóðureyðsla eykst til muna hjá bændum. Reynslan sýnir að þetta tvennt fylgist oft að. Við rannsókir á heyfeng ein- stakra ára fór ég fyrst eftir skýrslum bænda um heybirgðir að hausti. Nú má sjálfsagt draga nákvæmni slíkra skýrslugerða í efa og segja að þær gefi ekki alveg rétta mynd. Ég fékk því til liðs við mig þau dr. Hólmgeir Björnsson og dr. Áslaugu Helgadóttur hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðar- Viðtal:^ Bragi Óskarsson ins og gerðu þau úttekt á gras- ræktartilraunum í samanburði við hitastig. Niðurstöðum þeirra hvað viðvíkur sprettu ber mjög vel sam- an við þær niðurstöður sem ég fékk, og sýna skýrt hversu spretta er háð hitastigi hér á landi. Þá hefur einnig verið kannað í tengslum við þetta hvað hiti þurfi að vera til að bygg nái þroska og eins hversu heitt þurfi að vera til að rauðgreni, sem vex víða í Nor- egi, nái að þrífast hér. Þeir ólafur Dýrmundsson landnýtingarráðu- nautur og Jón Viðar Jónmundsson hafa einnig athugað áhrif veður- fars á fallþunga lamba í tengslum við þetta verkefni. Síðan er meiningin að hver hóp- ur um sig velji nokkur dæmi um veðurfar, bæði þekkt og óþekkt, og spái út frá þeim um afkomu í landbúnaði. Við höfum farið þá leið að taka dæmi um tvær þekkt- ar andstæður i veðurfari, kulda- skeið og hlýindaskeið, og svo veru- lega hitaaukningu sem gæti orðið er kolsýringur í andrúmslofti tvö- faldast. Eitthvert þýðingarmesta verk- efnið sem þessu tengist er svo að setja fram tillögur um hvernig hægt sé að bregðast við kulda- og hlýindaskeiðum i landbúnaði. Þetta er í höndum Bjama Guð- mundssonar og mun hann vinna það í samráði við okkur hin. Miklar sveiflur í veðurfari Áreiðanlegar hitamælingar i Stykkishólmi eru til samfelldar frá 1845. Ef skoðað er línurit sem sýnir hitabreytingar á þessu tíma- bili (birt hér með viðtalsgreininni) sést að á árunum frá 1859 til 1868 er hiti mjög undir meðallagi mið- að við tímabilið allt. Upp úr 1920 hefst hins vegar hlýindaskeið og stendur allt fram að 1965. Ef tekin eru tíu heitustu ár og tíu köldustu ár á þessu tfmabili höfum við dæmi um tvennar öfgar sem við þekkjum. Þá höfum við reynt að spá fyrir um það hvað myndi gerast ef koltvísýringur f andrúmslofti tvö- faldaðist, sem gerst gæti á næstu öld, og mun hugsanlega hækka meðalhita á jörðinni um nokkrar gráður. — Má telja víst að þessi aukning koltvísýrings I andrúmslofti myndi leiða til hækkaðs hitastigs? Menn hafa reynt að segja fyrir um loftslagsbreytingu sem verða myndi af þessum sökum með reiknilíkönum. Nú vitum við að koltvísýringur í andrúmslofti hleypir vel í gegnum sig sólarljósi til jarðarinnar en drekkur f sig að nokkru leyti hitaútgeislun frá jarðaryfirborði. Margir hafa reynt að reikna út hitaaukninguna og fá misjafnar niðurstöður eftir þeim forsendum sem þeir gefa sér — allt frá því að hiti á jörðinni myndi hækka frá 1,5 gráðum og upp í 4. — Má telja að áreiðanlegt sé að hlýnandi loftslag fylgi í kjölfar aukn- ingar á koltvísýringi í andrúmsloft- inu? Flest allar kannanir benda til þess — hins vegar er rétt að taka fram að vel getur hugsast að þeir sem staðið hafa að þessum spám séu allir haldnir sömu fordómun- um, og það getur jafnvel hugsast að tvöföldun koltvfsýrings leiddi til lækkandi hitastigs eða hefði sáralftil áhrif. En hvað sem þessum áreiðan- leika liður benda niðurstöður þeirrar úrvinnslu, sem stofnunin hefur lagt til grundvallar, til þess að hitastigið hækkaði að meðaltali um 2 stig á jörðinni. Sennilegt er talið að á kaldtempruðu svæðun- um, t.d. hér á landi, myndi þá hitna mest en minna í hitabeltinu. Vedurfar og landbúnaður Ef við lítum á þessi dæmi um breytt veðurfar sem ég nefndi hér að framan er hægt að hugsa sér að afleiðingar yrðu þessar, með mikl- um fyrirvörum: Kuldaskeið eins og við þekkjum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.