Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 27 90S t-----------1----------1-----------1-----------1-----------1-----------r 180 I50W I20W 90W 60W 30W 0 30E 60E 90E I20E I50E 180 Þetta kort sýnir eina af þeím spám sem hafa verið gerðar um hitabreytingar á jitröinni miðað við aó koltvisýringur tvöfaldist f andrúmslofti miðað við það sem verið hefur. Kortid i við vetrarmánuðina desember til febrúar og samkvæmt því ætti að hlýna hér i íslandi um einar 6 gráður en f hitabeltinu er hitabreytingin víðast mikið minni. mest myndi þýða 20% minni hey- feng. Hlýindaskeið eins og við þekkj- um mest myndi þýða 17% meiri heyfeng. Pjögurra stiga hlýnun vegna tvöföldunar koltvísýrings í and- rúmslofti myndi hins vegar leiða af sér 60% aukningu á heyfeng. Áhrif á fóðurþðrf yrðu þannig: Á kuldaskeiði yrði hún 10 til 20% meiri, á hlýindaskeiði yrði hún 10 til 20% minni, en á koltvísýr- ingsskeiði yrði hún 40% minni. Á koltvísýringsskeiðinu myndi heyfengur af hverjum hektara þannig aukast um 60% en heyþorf minnka um 40% — fjölgun búpen- ings gæti þvf orðið 160/60 eða um 2,5 frá því sem nú er. — En hvað er svo að segja um spár sem þessar — er hægt að segja með nokkurri vissu hvort veðurfarið fari hlýnandi eða kólnandi? Nei, það er afskaplega mikil óvissa hvað framtíðin ber í skauti sínu hvað varðar veðurfar hér á landi. En eitt er afar þýðingar- mikið að gera sér ljóst fyrir ís- lendinga og það er að veðurfar er ákaflega breytilegt hjá okkur, og menn verða að miða sínar áætlan- ir við það. Ef við lftum á línuritið yfir hita- breytingar í Stykkishólmi sést að það sýnir ekki aðeins miklar breytingar milli timabila heldur eru breytingar á milli ára oft mjog miklar. Hver sem þróunin verður — hvort sem það fer hlýnandi eða kólnandi — megum við þvf búast við miklum sveiflum í veðurfari á milli ára. — En varðandi koltvfsýringinn — nú hefur hlutfall hans í andrúmsloft- inu stöðugt farið vaxandi, hefur veðráttan farið hlýnandi að sama skapi? Já, f stórum dráttum hefur þetta fylgst að. Að vísu hefur ver- ið kaldara hér á íslandi eftir 1965 en þó hefur meðalhitinn á norður- hveli jarðar hækkað og helst þannig f hendur við koltvísýrings- aukninguna í andrúmsloftinu. Þannig öðlast koltvfsýringskenn- ingin nokkra staðfestingu. En það gildir fyrir íslendinga að vera við hvoru tveggja búnir — kólnandi eða hlýnandi veðurfari. Hvernig bregðast má við loftslagsbreytingum En ef við vikjum aftur að verk- efninu. Okkur var uppálagt að finna og setja fram dæmi um hvernig væri hentugast að bregð- ast við veðurfarsbreytingum. Bústofn i landinu helst allvel i hendur við veðurfarið — og svo virðist sem tæknin sem nú er orð- in mikil f landbúnaði breyti þessu lítið. Þó má greinilega halda bú- stofninum tiltölulega stöðugum með því að nota tilbúinn áburð i samræmi við veðurfar, þannig að mikið sé borið á á köldum árum en lítið á hlýjum árum. Þetta sýnir okkur lfka að hæpið er að fjölga bústofni á hlýindaskeiðum ef við viljum auka öryggi f landbúnaði. — Hvað um tilraunir með nýjar nytjaplöntur? Já, á því sviði er ýmislegt merkilegt að gerast — til dæmis er verið að gera tilraunir með að flytja inn svonefndan berings- punt sem sameinar það að vera þolinn og uppskerumikill. Hins vegar er oft hæpið að flytja inn grasfræ af erlendum stofnum, það sýnir sig að plöntur eru viðkvæm- ar fyrir breyttu umhverfi og kal verður mjög oft í slikum tegund- Greniskógur frá fjöru til fjalls — En svo við komum aftur að hugsanlegu koltvísýringsskeiði — hver myndu áhrifin verða i nittúru landsins ef hiti hækkaði um 4 griður að meðaltali? { heild lítur dæmið þannig út að þessi veðurfarsbreyting yrði að flestu leyti jákvæð fyrir okkur. Hún myndi þýða stórbætt skilyrði til grasræktar. Þá gæti greniskóg- ur vaxið um allt láglendi og bygg- rækt yrði auðveld. Meira að segja er hugsanlegt að hér verði hægt að rækta rúg og hveiti. Við slíka loftslagsbreytingu er hugsanlegt að hálendið myndi gróa upp að töluverðu leyti. Jöklar myndu stórminnka. Þetta myndi að sjálfsögðu hafa áhrif á orkuframleiðsluna — sumarrennsli myndi minnka en á móti kæmi að vetrarrennsli myndi aukast, þannig yrði rennslið jafn- ara yfir árið og væri það liklega hagkvæmt þar sem geymsla vatns er mjög dýr í framkvæmd. Þá myndu flóð stórminnka og aö mestu verða úr sogunni, og til samans ætti þetta ekki að vera neikvætt með tilliti til orkufram- leiðslunnar. — Hvað um sjivarútveginn — myndi þessi loftslagsbreyting hafa ihrif i hann? Það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir hvað af henni myndi leiða fyrir sjávarútveg. Það er ljóst að sjávarhiti myndi hækka verulega sem hefði afgerandi áhrif á fiskigöngur. Við höfum kannski dæmi um þetta þegar sildin hvarf um 1965, en þá kólnaði sjórinn verulega fyrir norðan land. Sfldin var vön að ganga norður fyrir en þetta ár komst hún aldrei svo langt — það var eins og hún rækist á vegg þeg- ar hún kom að kalda sjónum. Það er að vísu spurning hvað hefur orðið af henni en varla einleikið hvernig hún hvarf eins og dögg fyrir sólu. Alla vega er ljóst að tegundirnar eru mjög viðkvæmar fyrir breytingum á umhverfisað- stæðum og gengur venjulega illa að aðhæfa sig að nýjum kringum- stæðum. Það er því ómögulegt að segja fyrir um hvað af þessu leiddi fyrir sjávarútveg okkar. — Nú virðist þessi loftslagsbreyt- ing vera jikvæð fyrir okkur eftir því sem séð verður, eru engar neikvæð- ar hliðar? í heild virðist þessi loftslags- breyting jákvæð fyrir okkur á flestan hátt. Þó má benda á nei- kvæðar hliðar — frá umhverfis- sjónarmiði verður svona róttæk breyting á náttúru landsins að teljast neikvæð. Liklegt má telja að einstakar plöntutegundir sem nú vaxa hér myndu verða sjald- gæfar eða jafnvel deyja út með öllu eftir að loftslagsbreytingin hefði varað i nokkurn tfma. Neikvæðar afleiðingar í öðrum löndum gætu afleið- ingarnar hins vegar orðið verri ef hiti hækkaði. Hugsanlegt er að úr- koma myndi minnka á mestu kornræktarsvæðum heims s.s. i Bandaríkjunum og Sovétríkjun- um, með hrikalegum afleiðingum fyrir landbúnaðinn. Þurrkar eru meiri vagestir en kuldar. Áhrif i hitabeltinu yrðu sennilega minni. — Myndi þessi hitaaukning ekki leiða til þess að ís i jörðinni braðn- aði í stórum stfl og yfirborð sjávar hækka? Nei, það má telja víst að yfir- borð sjávar myndi ekki hækka að neinu marki. Þó jöklar hyrfu hér á íslandi og öðrum landsvæðum á svipaðri breiddargráðu hefur það hverfandi áhrif vegna þess að mest af is er bundinn á Suður- skautslandi og í Grænlandsjökli. Þó hiti hækkaði um 4 gráður á þessum svæðum myndi það ekki verða til þess að is myndi bráðna að nokkru marki, þar sem meðal- hitinn myndi haldast að mestu fyrir neðan frostmark engu að sfð- ur. Jafnvel má telja sennilegt að rakastig hækkaði og ylli það meiri og samfelldari snjókomu á þessum svæðum. ^wHWv- IHMI IB60 IIWll IBHÚ l.....i l'Jld ISiU ISill 1160 1970 StykklBhólmur 1846-1983. Línuritið sýnir irlegan meðalhita f Stykkishólmi irin 1846 til 1983. Athyglwvert er hve loftslag breytist skyndilega uppúr 1920, og síðan í minna nxeli með kalirunum i sjöunda iratugnum. *w Basar Kvenfélagsins Heimaeyjar veröur í dag 11. nóv. kl. 14.00 aö Hallveigarstóöum. KSTRAR ÖRYGGI TÖLVUKERFA Þar sem tölvur eru notaðar til vinnslu og geymslu upplýs inga, er alltaf sú hætta fyrir hendi, að upplýsingar glatist, viljandi eða óviljandi. Þegar tölvunotkun er orðin jafn útbreidd og nú, verða því öryggismál og varðveisla upplýsinga æ mikilvægari. MARKMIÐ: Tilgangur námskeiðsins er að kenna rétta meðferð tölvu- búnaðar, og hvað þarf að varast og hvers ber að gæta við daglegan rekstur búnaðarins. Einnig verða kynntar helstu aðferðir til varnar hugsanlegu misferli. EFNI: Vélbúnaður: - Helstu óhöpp og varnir við þeim. - Algengar bilanir, og mannleg mistök. - Viðhald og skipulag þess. Hugbúnaður: - Bilanir, breytingar og frágangur hugbúnaðar. - Skjölun. - Afritataka, og varðveisla afrita. Öryggismál: - Innra öryggi tölvukerfisins. - Aðgreining starfa við tölvubúnaðinn. - Takmörkun aðgangs, og lykilorð. ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er ætlað öllum þeim stjórnendum, sem ábyrgð bera á rekstri tölvukerfisins, kerfisfræðingum sem starfa við tölvukerfi, ásamt endurskoðendum og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta. Leiðbeinandi: Tryggvi Jónsson viðskiptafræð- ingur og löggiltur endurskoð- andi. Tryggvi Jónsson. við- skiptafræðingur, Myndamót h/f Rekstr- arörvoqi tölvukerfa. TÍMI —STAÐUR: 19.—20. nóv. 1984 kl. 13.00-17.00. Samtals 8 klst. Síðumúla 23, 3. hæð. TILKYNNIO PÁTTTÖKU í SÍMA 82930 Ath. Starfsmenntunarsjóður starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Starfsmenntunarsjóður starfsmanna ríkisstofnana greiða þátttökugjald fyrir félaga sína á þessu námskeiði. Upplýsingar gefa skrifstofur viðkomandi félaga. STJÓRNUNARFÉIAG ivíSlANDS ISrSSío*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.