Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 Akranes: Nýjar sjálfseignaríbúðir fyrir- aldraða teknar í notkun Akran««í, 7. nóvember. FYRSTU sjálfseignaríbúðirnar fyrir aldraða á Akranesi hafa nú verið afhent- ar eigendum sínum. Alls hafa 10 íbúðir verið afhentar og standa þær i lóð dvalarheimilisins Hðfða. Á beirri lóð er fyrirmigað að byggja alls 26 íbúðir og hefur þegar verið samið um byggingu 10 íbúða til viðbótar sem eiga að afhendast að ári liðnu. Eins og kunnugt er, er eitt aðal- markmið hinna nýju laga um mál- efni aldraðra það, „að aldrað fólk geti sem lengst búið eðlilegu heim- ilislífi". í samræmi við þessi lög hafði Dvalarheimilið Höfði, sem er í eigu Akraneskaupstaðar og hreppanna sunnan Skarðsheiðar, forgöngu um að reisa þessar íbúð- ir, sem eru raðhús og sérstaklega hönnuð og reist fyrir aldraða og ðryrkja. Annað aðalmarkmiðið með byggingu þessara ibúða er að gefa íbúum þeirra kost á að búa f sem nánustum tengslum við dval- arheimilið og hafa þannig aðgang að félagslegri þjónustu sem heim- ilið hefur upp á að bjóða. Kaupandi sjálfur annast alla fjármognun byggingarfram- kvæmda að öðru leyti en því að dvalarheimilið sá um lántökur frá Húsnæðismálastofnun rikisins fyrir þá sem þurftu þess með, en húsnæðismálastjórn samþykkti að veita framkvæmdalán til þessara framkvæmda, þ.e. kr. 413.000 til hverrar íbúðar, að oðru leyti gekk fjármögnun þannig fyrir sig að kaupendur, sem flestir áttu íbúðir hér á Akranesi, seldu þær og létu andvirðið renna til þessara ibúða- kaupa. Voru i upphafi vissar efa- semdir um að fólk kynni að lenda í vandræðum með fjármognun á vissu stigi framkvæmdanna en reyndin varð önnur og ðll fjár- mögnun gekk farsællega fyrir sig. NYTT —NYTT ÖSKUBAKKI Aöeins kr. 499.- Endanlegt verð þessara íbúða liggur ekki fyrir, en lausleg áætl- un á verði er frá kr. 1.250.000 til kr. 1.450.000 eftir stærð. Þetta verð miðast við að íbúðirnar séu að öllu leyti frágengnar bæði inn- anhúss og utan og lóð frágengin. Nokkrir aðilar hafa notfært sér heimild til að láta byggja bifreiða- geymslur við hús sín. Bifreiða- geymslurnar eru byggðar óháð byggingu íbúðanna. Tryggt er í reglugerð að íbúðir þessar skuli ávallt vera i eigu aldraðra eða öryrkja. Eins og áður segir njóta íbúar húsanna ákveð- innar þjónustu frá dvalarheimil- inu, eftir samþykktum stjórnar. Húsin verða tengd dvalarheimil- inu um neyðarkallkerfi. Ibúar skulu eiga kost á dagvistun og þátttöku í öðru félagsstarfi, sem fram fer á heimilinu, svo sem kvöldvökum eða öðrum samkom- um. Þátttaka í iðjuþjálfun og ann- arri endurhæfingu, hár- og fót- snyrtingu o.fl. stendur íbúum til boða. Þá verður stefnt að því að þeir sem á þurfa að halda geti Sjálfseignaríbúðir aldraðra í landi Höfða. MorgunbUAiA/Jón Gunnlaugsson. fengið þveginn þvott, keypt mat svo nokkuð sé nefnt. En þau atriði eru háð því skilyrði að dvalar- heimilið sé fært um að veita slíka þjónustu. Aðgangur að bókasafni heimilisins og sölubúð sjúkravina mun verða heimill auk þátttöku i opnu húsi. Dvalarheimilið Hðfði er sjálfs- eignarstofnun og eru vistmenn alls 50 og búa þeir í litlum ein- staklingsíbúðum 28—43 m*. Heim- ilið var tekið í notkun 1978 og enn sem komið er hefur aöeins fyrsti áfangi þess verið reistur. Mjög brýnt er að hefjast handa við framkvæmdir annars áfanga, en LITGREINING MEÐ CROSFIELD 540 LASER LYKILLINN AÐ VANDADRI LITPRENTUN hann gerir ráð fyrir byggingu eldhúss, sameiginlegs matsalar, auk vistrýmis fyrir 25—30 íbúa, en biðlisti eftir vist er langur, um 50—60 manns eru nú á biðlista. Verkfræði- og teiknistofan sf. sá um hönnun og teikningar þessara nýju ibúða annarra en raf- teikninga sem Kllert Ingvason og Hörður Ragnarsson sáu um. Upp- hafleg kostnaðaráætlun við bygg- ingu þessara tíu íbúða var kr. 15.700.000. Verkið var boðið út og bárust 7 tilboð og var lægsta til- ¦ boði tekið, sem var frá Trésmiðju Guðmundar Magnússonar Akra- nesi, hljóðaði það upp á kr. 10.500.000 sem er nærri 67% af áætlun. Rafmagnsvinnu annaðist Sigurdór Jóhannsson rafvirkja- meistari. Múrverk var í höndum Knúts Bjarnasonar múrarameist- ara. Málningarvinnu önnuðust Málningarþjónustan hf. og Rik- harður Jónsson og frágang lóðar Sigurður Gunnarsson. Ohætt er að segja að almenn ánægja sé með þessa tímabæru framkvæmd og eiga þeir aðilar sem að henni stoðu á einn eða annan hátt mikl- ar þakkir skildar. JG Hreint lofl kemur út Nauösynlegur hlutur á hverju heimili og vinnustaö Vinsamlegast sendiö mér eftirfarandi Nafn: Heimili: Póstnr./staöur: D stk. reyklausa(n) öskubakka kr. 499. D stk. Aukafilter kr. D sett (2 stk.) Rafhlööur kr. D Hjálögö greiosla kr. (ekkert póstburöargjald) D Sendist í póstkröfu (póstkröfukostn. kr. 63,50) 48.- 45.- SENDIST TIL: PÓSTVERSLUNIN PRÍMA, PÓSTHÓLF 63, 222 HAFNARFJÖRDUR SÍMI 91-54943 Hvít matar- og kaffistell úr þunnu, níðsterku postulíni í hæsta gæðaflokki.____________________________ Einföld, formfögur hönnun.______________________ Sænskt listahandbragð eins og það gerist best._____ Þolir þvott í vél, springur ekki né kvarnast.______ Hagstætt verð._______ Póstsendum Bankastræti 10 —Sími 13122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.