Morgunblaðið - 11.11.1984, Síða 28

Morgunblaðið - 11.11.1984, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. KÓVEMBER 1984 Akranes: Nýjar sjálfseignaríbúðir fyrir- aldraða teknar í notkun Akranesi, 7. nóvember. FYRSTII sjálfseignaríbúðirnar fyrir aldraða á Akranesi hafa nú verið afhent- ar eigendum sínum. Alls hafa 10 íbúðir verið afhentar og standa þær á lóð dvalarheimilisins Höfða. Á þeirri lóð er fyrirhugað að byggja alls 26 íbúðir og hefur þegar verið samið um byggingu 10 íbúða til viðbótar sem eiga að afhendast að ári liðnu. Eins og kunnugt er, er eitt aðal- markmið hinna nýju laga um mál- efni aldraðra það, „að aldrað fólk geti sem lengst búið eðlilegu heim- ilislífi". 1 samræmi við þessi lög hafði Dvalarheimilið Höfði, sem er í eigu Akraneskaupstaðar og hreppanna sunnan Skarðsheiðar, forgöngu um að reisa þessar íbúð- ir, sem eru raðhús og sérstaklega hönnuð og reist fyrir aldraða og öryrkja. Annað aðalmarkmiðið með byggingu þessara fbúða er að gefa íbúum þeirra kost á að búa i sem nánustum tengslum við dval- arheimilið og hafa þannig aðgang að félagslegri þjónustu sem heim- ilið hefur upp á að bjóða. Kaupandi sjálfur annast alla fjármögnun byggingarfram- kvæmda að öðru leyti en því að dvalarheimilið sá um lántökur frá Húsnæðismálastofnun rikisins fyrir þá sem þurftu þess með, en húsnæðismálastjórn samþykkti að veita framkvæmdalán til þessara framkvæmda, þ.e. kr. 413.000 til hverrar íbúðar, að öðru leyti gekk fjármögnun þannig fyrir sig að kaupendur, sem flestir áttu ibúðir hér á Akranesi, seldu þær og létu andvirðið renna til þessara íbúða- kaupa. Voru i upphafi vissar efa- semdir um að fólk kynni að lenda í vandræðum með fjármögnun á vissu stigi framkvæmdanna en reyndin varð önnur og öll fjár- mögnun gekk farsællega fyrir sig. REYKLAUS OSKUBAKKI Aöeins kr. 499.- Innstunga fyrlr rafmagn Haldiö andrúmsloftinu hreinu Reyftur sogast Inn Hreínt loft kemur út Losniö viö hvimleiöan reyk á heimilinu og skrif- stofunni. Hljóölátur mótor ösku- bakkans dregur tóbaks- reyk og ólykt í gegnum tvöfalda siu og herberg- iö veröur ánægjulegri vistarvera. Öskubakkinn er bæöi fyrir rafmagn og rafhlööur. Nauösynlegur hlutur á hverju heimili og vinnustaö Vinsamlegast sendiö mér eftirfarandi Nafn: Heimili: Póstnr./staöur: □ stk. reyklausa(n) öskubakka kr. □ stk. Aukafilter kr. □ sett (2 stk.) Rafhlööur kr. □ Hjálögð greiðsla kr. (ekkert póstburöargjald) □ Sendist í póstkröfu (póstkröfukostn. kr. 63,50) 45,- SENDIST TIL: PÓSTVERSLUNIN PRÍMA, PÓSTHÓLF 63, 222 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI 91-54943 Endanlegt verð þessara íbúða liggur ekki fyrir, en lausleg áætl- un á verði er frá kr. 1.250.000 til kr. 1.450.000 eftir stærð. Þetta verð miðast við að íbúðirnar séu að öllu leyti frágengnar bæði inn- anhúss og utan og lóð frágengin. Nokkrir aðilar hafa notfært sér heimild til að láta byggja bifreiða- geymslur við hús sín. Bifreiða- geymslurnar eru byggðar óháð byggingu íbúðanna. Tryggt er í reglugerð að íbúðir þessar skuli ávallt vera f eigu aldraðra eða öryrkja. Eins og áður segir njóta íbúar húsanna ákveð- innar þjónustu frá dvalarheimil- inu, eftir samþykktum stjórnar. Húsin verða tengd dvalarheimil- inu um neyðarkallkerfi. íbúar skulu eiga kost á dagvistun og þátttöku í öðru félagsstarfi, sem fram fer á heimilinu, svo sem kvöldvökum eða öðrum samkom- um. Þátttaka í iðjuþjálfun og ann- arri endurhæfingu, hár- og fót- snyrtingu o.fl. stendur íbúum til boða. Þá verður stefnt að því að þeir sem á þurfa að halda geti Sjálfseignaríbúðir aldraðra í landi Höfða. HorgunblaAið/Jón Gunnlaugsson. fengið þveginn þvott, keypt mat svo nokkuð sé nefnt. En þau atriði eru háð því skilyrði að dvalar- heimilið sé fært um að veita slíka þjónustu. Aðgangur að bókasafni heimilisins og sölubúð sjúkravina mun verða heimill auk þátttöku í opnu húsi. Dvalarheimilið Höfði er sjálfs- eignarstofnun og eru vistmenn alls 50 og búa þeir 1 litlum ein- staklingsíbúðum 28—43 m’. Heim- ilið var tekið í notkun 1978 og enn sem komið er hefur aðeins fyrsti áfangi þess verið reistur. Mjög brýnt er að hefjast handa við framkvæmdir annars áfanga, en LITGREINING MEÐ CROSFIELD 540 LASER LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN hann gerir ráð fyrir byggingu eldhúss, sameiginlegs matsalar, auk vistrýmis fyrir 25—30 íbúa, en biðlisti eftir vist er langur, um 50—60 manns eru nú á biðlista. Verkfræði- og teiknistofan sf. sá um hönnun og teikningar þessara nýju íbúða annarra en raf- teikninga sem Ellert Ingvason og Hörður Ragnarsson sáu um. Upp- hafleg kostnaðaráætlun við bygg- ingu þessara tíu íbúða var kr. 15.700.000. Verkið var boðið út og bárust 7 tilboð og var lægsta til- ■ boði tekið, sem var frá Trésmiðju Guðmundar Magnússonar Akra- nesi, hljóðaði það upp á kr. 10.500.000 sem er nærri 67% af áætlun. Rafmagnsvinnu annaðist Sigurdór Jóhannsson rafvirkja- meistari. Múrverk var í höndum Knúts Bjarnasonar múrarameist- ara. Málningarvinnu önnuðust Málningarþjónustan hf. og Rík- harður Jónsson og frágang lóðar Sigurður Gunnarsson. Ohætt er að segja að almenn ánægja sé með þessa tímabæru framkvæmd og eiga þeir aðilar sem að henni stóðu á einn eða annan hátt mikl- ar þakkir skildar. JG Diamant UJ Uy )g7///g>9j Hvít matar- og kaffistell úr þunnu, níðsterku postulíni í hæsta gæöaflokki.________________________________________ Einföld, formfögur hönnun._______________________________ Sænskt listahandbragö eins og þaö gerist best. Þolir þvott í vél, springur ekki né kvarnast. Hagstættjverö. Póstsendum Kosta Boda Bankastræti 10 — Sími 13122

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.