Morgunblaðið - 11.11.1984, Page 30

Morgunblaðið - 11.11.1984, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 Hér á eftir fara kaflar úr bókinni „Galina: A Russian Story", sem er vœntanleg á markað í Bandaríkjunum á nœstunni, en þetta er sjálfsœvisaga rússnesku söngkonunnar Galina Vishnevskaya. Hún og maður hennar, sellóleikarinn og hljómsveitarstjórinn Mstislav Rostropovich, voru bœði virtir listamenn í Sov- étríkjunum. En eftir langvarandi pólitískar árásir fluttust þau fyrir fullt og allt frá Sovétríkjunum árið 1974. í heimi söngkonu í Sovétríkjunum HÖFUNDUR GALINA VISHNEVSKAYA Galina gretar tneðan Mstislav rekur sögu vinar þeirra, útlagans og andspyrnumannsins Andrei Sakharovs, á blaðamannafundi í París. að var verið að sviðsetja nýja óperu í Bolshoi- -leikhúsinu „Desembrist- arnir“ eftir Yuri Shaporin, og ég var oft viðstödd æfingarnar. Ég tók eftir því að ég var alltaf að hitta ókunnuga á æfingunum, fólk sem ég ekkert kannaðist við. Hverjir voru þeir, þessir hörku- legu menn, þöglir aðkomumenn í dimmum skotum salarins? Fljót- lega komst ég að því að þeir voru frá upplýsinga- og áróðursdeild Miðstjórnarinnar (Agitprop), að þeir áttu að hafa eftirlit með uppsetningunni, og að þeir voru að ganga fram af bæði tónskáld- inu og söngfólki með sífelldum kröfum sínum um breytingar. Þessir opinberu starfsmenn höfðu ekki minnstu tilfinningu fyrir list. Þeir hlustuðu aðeins á orðin. Þeir vildu að óperan sýndi fram á að aðalsmennirnir, sem efndu til mótmæla og voru drepn- ir á Þingtorginu í desember 1825, hafi í raun verið byltingarsinnar — verkamenn. Fjöldinn allur af „sendinefndum" frá Miðstjórn- inni sá æfingar á „Desembristun- um“ áður en heimilað var að hefja sýningar fyrir almenning. Uppsetningin tók nokkur ár, og meðan á henni stóð tók sagan á sig algjörlega nýja mynd. Lyg- arnar drupu af allra vörum í sýn- ingunni. Þarna hafið þið „helgi- dóm listarinnar“. ★ Menningarmálaráðherra síðari hluta sjötta áratugarins var Nik- olai Mikhailov, sem áður hafði verið aðalritari miðstjórnar æskulýðssamtakanna Komsomol um margra ára skeið. Á æskuár- um hafði hann verið ofsafenginn afbrotamaður, sem skelfdi íbúa úthverfa Moskvu. Framkoma hans var jafn lítið áberandi og gáfur hans, og stundum i opin- berum móttökum þekkti ég hann hreinlega ekki aftur innan um allan fjöldann. Slava (Rostropovich) var vanur að ýta við mér og hvísla, „af hverju heilsar þú honum ekki?“ „En hver er þetta?“ „Ertu gegnin af vitinu? Þetta er Mikhailov." „Nú já, halló." Af öllum þeim kjánum, sem skipuðu þessa stöðu, held ég að hann hafi verið einna verstur. Það var hann sem fékk þá stór- kostlegu hugmynd að bæta inn á sýningarskrá Bolshoi óperum frá öllum þjóðalýðveldunum. „Sjáið til, óperur eftir rússnesku tón- skáldin Tchaikovsky og Glinka eru sýndar i Uzbekistan og Az- erbaijan, svo Bolshoi ætti á móti að sýna óperur eftir tónskáld frá Uzbekistan, Azerbaijan, Tadzhik- istan og öðrum hlutum Sovétríkj- anna utan Rússlands." Samkvæmt einkunnarorðum Khrushchevs: „Næsta kynslóð sovézku þjóðarinnar skal búa við kommúnisma," flæddu yfir Bolshoi 10 daga listahátíðir hvers sovézku ríkjanna á fætur öðru eins og faraldur. Á öllum þessum hátíðum fylltu hljómsveitir, söngflokkar og danshópar — þús- undir listamanna — leikhúsið og lömuðu alla starfsemi í hálfan mánuð í senn. Hætt var við svið- setningar, listamennirnir ráfuðu um án vinnu, sóttu launin sfn, og biðu þess að innrásinni yrði lokið. Ekki er unnt að ímynda sér hve margar milljónir rúblna hver þessara listahátiða kostaði. Hundruð nýrra búninga, prýddir gulli og eðalsteinum, glitruðu frammi fyrir leiðtogunum í stúk- unum. Raustir söngvaranna þrumuðu sameiginlega lofsöngva um flokkinn og ríkisstjórnina. Dansflokkarnir kepptust hver við annan við að spæna upp Bolshoi- sviðið. Loksins, að tíu dögum liðnum, hlutu verstu senuþjóf- arnir þá umbun, sem þeir sóttust eftin verðlaun, titla, heiðurs- merki. Og daginn eftir voru þeir farnir, horfnir og gleymdir. Listamönnum í Sovétríkjunum er skipað í fasta launaflokka, sem miðast við stöðu hvers og eins og listgrein. Hagnaður eða tap leikhússins skiptir þar engu máli. Árið 1978 voru hæstu greiðslur til hljóðfæraleikara 180 rúblur. Fyrir söngvara voru þau 200 rúblur fyrir einkahljómleika, einnig þegar komið var fram á íþróttaleikvangi, sem tók mörg þúsund áheyrendur. í ferðum er- lendis fáum við okkar föstu laun endurreiknuð í erlendum gjald- eyri, þannig að ríkið greiddi í ör- læti sínu Richter, Oistrakh, Gil- els og Rostropovich heila 200 dollara fyrir hljómleika. Söngv- arar hlutu 240 dollara á þeirri forsendu að erfiðara væri að syngja en að draga boga yfir strengi eða berja píanónóturnar. í Bandaríkjunum er þetta nefnt „svitabúðakerfið“: að greiða eins lítið og unnt er og krefjast eins mikillar vinnu og unnt er. Ég hef lesið það einhversstaðar að leikhússtjórar hafi verið látnir svara til saka fyrir svona fram- komu. En í Sovétríkjunum eru listamenn reiðubúnir að gera hvað sem er til að komast utan. Og jafnvel við þessi þrælkunar- skilyrði er það gróðavænlegt fyrir þá að fara til útlanda. Fyrir marga — í dansflokkum, kórum og hljómsveitum — eru utanferð- ir i rauninni eina lífsafkomuleið- in. Sem dæmi má nefna að lista- fólk í dans- og söngflokkum Bolshoi-leikhússins hefur i mesta lagi 150 rúblur á mánuði. Þegar þetta listafólk kemur heim úr ferðalögum erlendis hefur það með sér ýmsa ódýra hluti, sem selja má með ágóða heima. Eftir margar svona leikferðir hefur þessu fólki tekizt að aura saman i kaup á íbúð. Hún er trúlega örlit- il, en hún er þeirra eign. Mér voru aðeins greiddir 240 dollarar fyrir tónleika þegar ég var ein á ferð. Þegar Bolshoi- leikhúsið sendi sýningarflokka utan, hlutu allir, utantekningar- laust — frá sviðsmönnum til ein- leikara — sömu launin: 10 dollara á dag. Af þeim launum urðum við að sjá okkur fyrir nægum mat svo ekki liði yfir okkur af hungri á sýningunum. Þaö sem bjargaöi mér var erlendi gjaldeyrinn, sem ég hafði lagt til hliðar í einka- ferðunum. Árið 1969 stjórnaði Slava „Onegin“ og „Stríð og frið- ur“ fyrir Bolshoi, og fór í sýn- ingarferð til Frakklands, Austur- ríkis og Japans. Hann fékk engar aukagreiðslur fyrir stjórnunina — aðeins sömu 10 dollarana á dag og allir hinir. En hann gat komið fram aukalega sem einleikari. Á því lifðum við; aðrir listamenn voru ekki jafn lánsamir. Þegar sovézka farþegaþotan okkar lenti erlendis, streymdum við út úr henni eins og hópur flökkumanna með töskur og poka yfirfulla af eldhúspottum, hita- plötum, sykri, niðursuðuvörum og öðrum matvælum, meðal annars kartöflum. Tilgangurinn var augljós: að eyða ekki nema dollar á dag í matvæli. Þegar Bolshoi var í París árið 1969 bjó hópurinn á hóteli skammt frá óperunni, og lyktina af kálsúpu og lauk lagði yfir allan Boulevard Haussmann. Innan fárra daga höfðu allir fastagestirnir flúið — þegar kveikt var á 400 hitaplötum sam- tímis hafði rafmagnið farið af hótelinu, og Frakkarnir lögðu á flótta hræddir um að styrjöld væri skollin á. Það var furðulegt hve fljótir þessir fulltrúar „verkalýðsins“ voru að finna leiðir til samskipta við ibúana. Daginn eftir lendingu, hvort sem það var á Ítalíu, í Frakklandi, Kanada, eða jafnvel Japan, sáum við okkur til undr- unar við komuna til æfingar í leikhúsinu að sviðsmennirnir voru farnir að „tala“ (!) við þá innfæddu. Á hvaða máli? Það vis8i enginn. En þegar leið á dag- inn vissu verkamennirnir og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.