Morgunblaðið - 11.11.1984, Side 32

Morgunblaðið - 11.11.1984, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1984 AUSTURRTRÆTI 8 REYKJAVIK SIMI 14220 HOFDABAKKA 9. REYKJAVIK SIMI 685411 Fer inn á lang flest 6 heimili landsins! ENGIABÖRNÍN SENDUM í PÓSTKRÖFU Laugavegi 28, sími 22201. Hið nýja aðsetur Nýjn sendibílastMvarínnar f Knarrarvogi 2. Tölvubúnaður stöðvarinnar og hönnuöur hans, Einar Aöalsteinsson. Frá Ítalíu: Köflóttir kjólar Köflóttar buxur Köflóttar skyrtur Jakkar Kápur Frá Finnlandi: Loðskinnshúfur Útigallar Úlpur Kápur Frá Frakklandi: Ungbarnafatnaöur Jogginggallar Buxur Peysur Náttföt Náttsloppar Nýja sendibflastöðin: Nýtt aðsetur og nýtt tölvukerfi NÝJA sendibflastöðin hefur flutt aðalstöðvar sínar f nýtt húsnæði í Knarrar- vogi 2, Reykjavík. Jafnfrarat hefur fyrirtækið tekið f notkun tölvu við af- greiðsluna, sem einfaldar mjög og flýtir þjónustu fyrirtækisins við viðskipta- vini. Nýja sendibflastöðin er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi, sem tekur tölvutækni í þjónustu sína, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Einar Aðalsteinsson, tækni- fræðingur, hannaði tölvukerfi stöðvarinnar. Á skermum í af- greiðslu stöðvarinnar er hægt að sjá hvar hver bfll er staddur i borginni þá stundina, jafnframt því sem tölvan geymir upplýs- ingar um bflinn, stærð hans og þá þjónustu sem hann getur veitt. Kerfíð flýtir þannig mjög allri af- greiðslu og talstöðvarnotkun minnkar verulega. Hið nýja húsnæði Nýju sendi- bílastöðvarinnar f Knarrarvogi 2, Reykjavfk, sem er eign stððvar- innar, er 400 fermetrar að grunnfleti, á tveimur hæðum, auk 200 fermetra kjallara, þar sem hver og einn bílstjóri hefur eigin geymslu. f húsinu er afgreiðsla stöðvarinnar, skrifstofa, fundar- herbergi og salur fyrir bflstjóra, sem jafnframt verður notaður til félagsstarfsemi. f húsinu er full- búið eldhús. Þar er jafnframt að- staða til þvotta og viðgerða á bfl- um stöðvarinnar. Kjartan Sveinsson teiknaði hús- ið, verkfræðingur var Steingrímur Þorleifsson Gunnar og Gylfi sf. sá um uppsetningu og múrhúðun og fyrirtækið Rafviðgerðir um raf- lögn. Pipulagningameistari var Sigurjón Einarsson. Nýja Sendibílastöðin var stofn- uð árið 1950 og hóf rekstur í píanókassa á lóðinni Aðalstræti 16 í Reykjavík. Stöðin hefur frá upp- hafi verið rekin sem hlutafélag starfandi bílstjóra á stöðinni. Þeir voru 6 í upphafi en eru nú rúmlega 100. Formaður stjórnar Nýju sendi- bílastöðvarinnar er Jón Hjart- arson og aðrir stjórnarmenn eru Guðmundur Freyr Halldórsson, Rafn Guðmundsson, Pétur Maack Pétursson og Hrafn Björnsson. Framkvæmdastjóri er Jón Berg- þórsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.