Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.11.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR U. NÓVEMBER 1984 Ætlaði ailtafað verða sjómaður Ólafsfjörður skerst til miðvesturs úr utanverðum Eyjafírði. Við sam- nefndan fjörð stendur kauptúnið Ólafsfjörður, með um 1.200 íbúa. Á liðnum áratugum hefur útgerð og vinnsla sjávarafla verið undirstaða vaxtar og viðgangs á þessum stað, sem svo víða við sjávarsíðuna. En fiskinn hefur ekki rekið á land í ólafsfírði fremur en annars staðar. Þar hefur þurft dugandi fólk og þrekmikið til að sækja afíann og skapa vinnu og verðmæti. Og það er tæpast á nokkurn hallað þó að sagt sé að einn þeirra manna sem hvað drýgstan skerf hefur lagt fram í áratugi til þessa sé Ólafur Jóakimsson skipstjóri. Blaðamaður sem átti leið um Ólafsfjörð fyrir skömmu staldraði við um stund á heimili þeirra heið- urshjóna Ólafs Jóakimssonar og Fjólu Baldvinsdóttur og bað Ólaf að segja lítillega frá sjósókn liðinna ára. Eins og venjan vill oft verða byrjaði blm. þó á að inna ólaf eftir því hvaðan hann værí. Sjórínn togar fast í mann, sagði hann. Ég fæddist á Siglufirði 11. maí 1924. Foreldrar mínir voru Jóa- kim Meyvantsson og Ólína Ólafsdóttir. Þau voru nánast Siglfirðingar, þó fæddist móðir mín á Ólafsfirði. Faðir minn var sjómaður og síðan verkamaður. Sjómennskan virðist vera algeng í fjölskyldunni. Við systkinin vorum átta en þrjú eru á lífi. Ég elst upp til fullorðinsára á Siglufirði og þar kynnist ég konu minni, Fjólu Baldvinsdóttur, sem er frá Ólafsfirði og þetta þróast þannig að við flytjumst hingað á ólafsjörð árið 1949 er ég ræðst sem stýrimaður á NB Einar Þveræing, 64 tonna bát í eigu Magnúsar Gamaliussonar, en hjá því útgerðarfyrirtæki hef ég starfað síðan og verið skipstjóri síðan 1955. — Hafðirðu verið eitthvað við- riðinn sjóinn áður? Já, ég var þá búinn að stunda sjóinn nokkuð. Ég byrjaði 194á á Huganum II frá Isafirði. Á ýms- um bátum og togurum var ég svo til þess tíma er ég ræðst til Magnúsar Gamalíussonar eins og fyrr segir á Einar Þveræing. Þannig að sjósókn mín spannar fyrst og fremst þann tíma síðan ég kom í Ólafsfjörð. — Hefur ekki orðið gífurleg breyting á aðstöðu allri á skipun- um? Aðbúnaðurinn þá og nú er eins og svart og hvítt. í dag hafa nán- ast allir sinn eigin klefa eða eru í tveggja manna klefum, en á þess- um árum voru allir saman í lúk- arnum. Þar var bæði eldað og sofið. Það var jafnvel þannig á sumrin þegar fjölgað var að menn urðu að una við það að sofa tveir og tveir í koju. Tæknilegur búnaður var einnig allur annar. Það er líklega erfitt fyrir unga fólkið að gera sér grein fyrir þessu því tæknin í dag gerir manni kleift að sigia t.d. út og inn fjörðinn hérna nánast blind- andi. Maður gerði sig ánægðan með þetta því þá þekktist ekkert annað. — Hefurðu komist f hann krappan? Tæpast hættulega þó oft hafi gengið á ýmsu. Það var þá helst á Einari Þveræingi 1953. Þá vorum við að fara suður með bátinn okkur til þægindaauka fyrir ára- mót, rétt fyrir jól. Við fengum á okkur vont veður. Á Siglufirði þurftum við að koma við og láta lagfæra dýptarmæli og þegar við leggjum þaðan af stað brast á norðaustan veður mikið. Fljót- lega bilaði dýptarmælirinn aftur og siglingatæki voru engin, nema kompásinn. Við héldum vestur fyrir Horn, en veðrið var svo mikið og ísingin og dimmviðrið að við þorðum ekki að leita lands því við vissum ekkert hvar við Rætt við Ólaf Jóakimsson skipstjóra Ólafsfirði vorum staddir. Við andæfðum í sjó og vindi þarna í rúman sól- arhring, en þá fór veðrið að lægja. Við höfðum ekki getað sinnt kalli því loftnetið slitnaði niður í veðrinu og við gátum ekki látið vita af okkur svo það voru skip farin að leita að okkur. Við vorum ekki hræddir, það var svo mikið að gera. Það var handstýrt í þá daga svo það voru ærin verk- efni við að stýra skipinu, berja af klaka og verjast áföllum. Það ís- aði mikið. Akureyrartogarinn gamli Svalbakur fann okkur eða kom okkur til aðstoðar og fylgdi okkur inn á Dýrafjörð. Þar lág- um við og hreinsuðum af klaka í sólarhring og lögðum svo af stað suður aftur til Reykjavíkur því þaðan átti að róa um veturinn. En er við komum suður fyrir Látrabjarg tekur ekki betra við. Hvassviðri og stormur fyrst af suðvestri og síðan suðaustan og við vorum í mesta basli að kom- ast til Reykjavíkur. Það tókst þó, en í Faxaflóanum hrökk kompás- inn úr statívi sínu í stýrishúsinu og brotnaði. Svo við vorum kompáslausir síðasta spölinn. Þetta voru erfiðir dagar, skýt- ur Fjóla inn í, og lítið sofið þá dagana. Veðrið var ógurlegt, raf- magn og símalínur slitnuðu. Fjarskiptin voru svo léleg á þess- um árum og erfitt að koma boð- um á milli af þeim sökum. — Hefur ekki orðið mikil breyting á Ólafsfirði síðan þú fluttir hingað? Það hefur orðið gífurleg breyt- ing á kaupstaðnum. Staðurinn er ekki meira en hundrað ára gam- all. Bagalegast fannst manni hafnleysið. Fyrstu árin var al- gengt að við urðum að flýja höfn- ina. Hér vár ekki hægt að liggja í norðaustan brælu. Sjóleiðin var miklu meira notuð þá en í dag. Þá var enginn Múlavegur. Það þótti ekkert mál að fara með flóabátnum í kaupstaðarferð til Akureyrar þó ferðin tæki fjórar klukkustundir. Bátarnir fóru með sjúklinga og farþega eftir því sem til féll. Bátarnir voru þá eins nauðsynlegir þessum stað og sjúkrabíllinn er í dag. — Áttu ekki einhverjar minn- ingar frá síldarárunum? Það er nú líklegast. Síldveið- arnar áttu alltaf hug minn allan og minningar frá þeim árum mér sérlega kærar. Eftir að ég er á Huganum er ég í þrjú sumur á Helga Helgasyni á síldveiðum, en það var toppskip í afla þá. Mikill aflamaður var með það, Arnór heitinn Jóhannsson, og þótti eft- irsóknarvert að komast á svona gott skip. Með honum var ég í þrjú sumur. Þetta voru gullald- ' arárin á Helga Helgasyni og Huganum því þá var spennan mest f sambandi við síldina, og við köstuðum bara á vaðandi síld. Þegar dimma tók þá gerðu skipin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.